Morgunblaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 47
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 2003 47 TRYGGVI Guðmundsson landsliðsmaður í knattspyrnu, sem meiddist í upphitun fyrir landsleik Íslendinga og Mexíkóa í síðustu viku, reynd- ist ekki fótbrotinn eins og óttast var í fyrstu. Tryggvi fór í myndatöku í Noregi í gær og ekki var hægt að greina á röntgenmyndum að um brot væri að ræða. „Sjúkraþjálfari og læknir Stabæk liðsins sögðu eftir að hafa skoðað myndirnar að þetta gæti verið byrjun á einhvers konar þreytubroti en það var jákvætt að þetta reyndist ekki nýtt brot. Þetta er á sama stað og ég brotnaði í sumar,“ sagði Tryggvi við Morgunblaðið í gær. Tryggvi hefur af þessum sökum frestað för sinni til Ítalíu en ítalska A-deildarliðið Empoli hefur boðið honum að koma til reynslu. Tryggvi sagði við Morgunblaðið að hann vildi fá sig góðan af meiðsl- unum og ef allt gengi að óskum héldi hann til Ítalíu eftir eina til tvær vikur. Tryggvi hefur leikið í Noregi frá árinu 1998 en hann lék með Tromsö í þrjú ár áður en hann samdi við Stabæk árið 2001. Hann skoraði 36 mörk í 76 leikjum með Tromsö, en 23 mörk í 66 leikjum með Stabæk undanfarin þrjú ár. Tryggvi Guðmundsson er ekki fótbrotinn Hæsti stuðullinn sem gefinn er ertíu, þvínæst er sjö, þá fimm, þrír og loks einn. Enginn íslenskur knattspyrnumaður er með stuðulinn tíu en tíu leikmenn sem leika í efstu deild á næstu leiktíð eru með sjö, nítján eru með fimm og 40 leikmenn eru með stuðulinn þrjá. Til gamans var farið yfir samninga allra félaga sem leika í efstu deild karla næsta sumar og stuðlarnir skoðaðir. Aðeins er tekið mið af þeim leikmönnum sem eru með samning fram yfir næstu áramót. Ef Keflavík er tekið sem dæmi þá eru tveir leik- menn liðsins með stuðulinn 7 og fjór- ir með stuðulinn 5. Útreikningurinn á meðaltalstöl- unni var þannig fyrir Keflavík að 2x7 eru 14 og 4x5 eru 20. 14+20 eru 34 og deilt með fjölda leikmanna með þessa stuðla, sex talsins gerir að meðaltalsstuðull Keflvíkinga er 5,67. Meistararnir í fjórða sæti Fjórtán leikmenn eru á samning hjá Keflvíkingum og sex þeirra eru með hærri stuðul en einn, raunar enginn með þrjá. Skagamenn eru næstir á blaði með 22 leikmenn á samningi, 2 eru með 7, þrír með 5 og fjórir með 3. Meðal- talsstuðull ÍA er 4,56. Fylkir er með 22 leikmenn á samningi, þar af eru átta með 3 eða meira í stuðul, tveir með 7, tveir með 5 og fjórir með 3. Meðaltalsstuðull Fylkis er 4,50. KR-ingar koma næstir með 4,33 þar sem fjórir leikmenn eru með 5 og tveir með þrjá en 21 leikmaður er á samningi hjá KR og þar á bæ er eng- inn með sjö í stuðul. Eyjamenn eru með 13 samnings- bundna leikmenn, einn er með 7, tveir með 5 og fjórir með 3 og með- altalið er því 4,14. KA er með 3,80 í meðaltalsstuðul, er með 16 leikmenn á samningi, tveir er með 5 og þrír með 3. Framarar eru með sex leikmenn á samningi og meðaltalsstuðullinn er 3,40. Einn leikmaður er með fimm og fjórir með þrjá. Grindavík með 18 leikmenn Næstir þar á eftir koma Grindvík- ingar sem eru með 18 leikmenn á samningi og eru sex þeirra með þrjá í stuðul og meðaltalsstuðullinn er því 3,00. FH-ingar eru einnig með 3,00 en þar á bæ eru 22 leikmenn á samningi og þar af eru fimm með stuðulinn 3. Til gamans má geta þess að Þrótt- ur, sem féll í haust, er með 3,00 og Valur, sem féll líka, með 3,89. Vík- ingur, sem kemur upp ásamt Kefl- víkingum, er með 13 leikmenn á samningi, allir með stuðulinn einn. Keflvíkingar koma sterk- ir til leiks KEFLVÍKINGAR eru með besta mannskapinn í knattspyrnunni sé miðað við afreksstuðla leikmanna sem Knattspyrnusambandið gaf út í vikunni. Stuðlarnir eru reiknaðir út frá aldri og fjölda landsleikja og þar koma Keflvíkingar gríðarlega sterkir til leiks.  KRISTINN Albertsson körfu- knattleiksdómari var sæmdur gull- merki Körfuknattleikssambands Ís- lands á 40 ára afmælishófi KKÍ sem haldið var um helgina.  ÞÝSKA knattspyrnusambandið hefur fellt úr gildi rauða spjaldið sem Bosníumaðurinn Hasan Salihamid- zic fékk að líta í sigri Bayern München á grönnum sínum í 1860 München á laugardag. Herbert Fandel dómari leiksins viðurkenndi eftir leikinn að hann hefði gert mis- tök og var því ákveðið að fella spjald- ið niður. Salihamidzic verður því með Bæjurum þegar þeir eiga í höggi við Köln um næstu helgi.  STEVE Finnan bakvörður Liver- pool verður frá æfingum og keppni næstu fjórar vikurnar að sögn Ger- ards Houlliers knattspyrnustjóra fé- lagsins. Finnan meiddist á kálfa í leik Liverpool og Middlesbrough á laugardaginn.  FORRÁÐAMENN NBA-liðsins Chicago Bulls sögðu þjálfara liðsins Bill Cartwright upp störfum í gær, en undir hans stjórn hefur liðið að- eins unnið fjóra af fjórtán leikjum tímabilsins. Pete Myers mun taka við sem þjálfari tímabundið en John Paxon framkvæmdastjóri liðsins segir að nýr þjálfari verði ráðinn í næstu viku. Chicago mun leika við Dallas á útivelli annað kvöld. Paxson sagði ennfremur að búast mætti við frekari breytingum hjá liðinu á næstunni og má búast við að ein- hverjir leikmenn fari frá liðinu í leik- mannaskiptum.  CARTWRIGHT er annar þjálfar- inn í NBA-deildinni sem er sagt upp störfum á leiktíðinni en Doc Rivers var sagt upp hjá Orlando Magic á dögunum.  ALONZO Mourning miðherji NBA-liðsins New Jersey Nets, er hættur að leika með liðinu vegna nýrnasjúkdóms sem hann hefur glímt við undanfarin fjögur ár. Í fréttatilkynningu sem Mourning sendi frá sér í gær segir hann m.a. að ástand sitt hafi versnað að undan- förnu og nú sé svo komið að hann verði fara í nýrnaígræðslu á næstu misserum. Mourning samdi við Nets í sumar og hafði hann hug á því að leika í fjögur ár með liðinu.  MOURNING lék 12 leiki í vetur með Nets, og skoraði aðeins 8 stig að meðaltali og tók 2,3 fráköst á þeim 18 mínútum sem hann lék að meðaltali. Undanfarin 12 ár hefur Mourning leikið með Charlotte Hornets og Miami Heat. Hann skoraði 20 stig og tók tæp 10 fráköst að meðaltali á 12 ára tímabili og var fjórum sinnum í stjörnuliði NBA. Að auki vann Mourning til gullverðlauna á Ólymp- íuleikunum í Sydney árið 2000 með landsliði Bandaríkjamanna. FÓLK Eiður segir að Evrópska hand-knattleikssambandið, EHF, greiði félögunum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar 13.500 evrur, sem jafngildir um 1,2 milljónum króna, en þetta er hluti af þeirri upp- hæð sem EHF selur fyrir sjónvarps- réttinn. Félögin þurfa að greiða rúmar 3000 evrur fyrir þátttökuna svo eftir standa 10.000 evrur. „Þessi peningur dugar skammt því okkur reiknast til að hver umferð í riðlakeppninni kosti okkur á bilinu 1,7 til 2 milljónir króna. Við höfum því þurft að stóla á fyrirtæki og okk- ar stuðningsmenn til að brúa bilið og það hefur tekist vel. Pharmaco og Sparisjóður Hafnarfjarðar hafa stutt vel við bakið á okkur og þá hefur að- sóknin að heimaleikjum okkar í riðlakeppninni verið góð. Við erum ekki búnir að taka saman kostnaðinn af þátttökunni í Evrópukeppninni enda erum við enn með og förum alla vega í eina umferð til viðbótar. En með þrotlausri vinnu í fjáröflun þá erum við að vonast til að geta sloppið frá þessu ævintýri á sléttu fjárhags- lega.“ Haukar halda utan til Makedóníu á fimmtudag en lokaleikur þeirra í riðlakeppni Meistaradeildarinnar verður gegn Vardar Skopje á sunnu- dag. Morgunblaðið/Sverrir Halldór Ingólfsson, fyrirliði Hauka, hefur staðið í ströngu með samherjum sínum í Evrópukeppninni utan lands sem innan. Mikið um að vera hjá Eiði Arnarsyni formanni handknattleiksdeildar Hauka „Þrotlaus vinna í fjáröflun“ „ÞÁTTTAKA í Evrópukeppni er eins og allir vita afar kostnaðarsöm en við Haukamenn höfum staðið vel saman og verið með allar klær úti. Þá höfum við fengið góðan stuðning, bæði hjá fyrirtækjum og bæjaryfirvöldum,“ segir Eiður Arnarson formaður handknattleiks- deildar Hauka en Íslandsmeistararnir tryggðu sér um helgina áframhaldandi þátttökurétt í Evrópukeppninni með frábærri frammistöðu gegn Barcelona. EUGENE Christopher hefur samið við úrvalsdeildarlið ÍR á ný en hann lék með liðinu á síðustu leiktíð. Christopher mun fylla skarð Bandaríkjamannsins Reggie Jessie sem var sagt upp störfum á dög- unum. ÍR er sem stendur í neðsta sæti deildarinnar með einn sigur að loknum sjö umferðum en næsti leik- ur liðsins er gegn KFÍ á Ísafirði sem er í sömu stöðu og ÍR, með tvö stig eftir sjö leiki. Christopher var sá leikmaður sem „stal“ knettinum oftast að meðaltali, eða 3,4 sinnum í þeim 20 leikjum sem hann lék. Hann skoraði 21,4 stig að meðaltali og tók 5,5 fráköst. Á heimasíðu fé- lagsins segir að Eugene eigi eftir að hafa góð áhrif á liðsheild ÍR liðsins í komandi verkefnum. Eugene í raðir ÍR-inga ERLA Dögg Haralds- dóttir sundkona úr Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar, ÍRB, bætti Íslandsmet kvenna í 400 metra bringusundi um rúm- lega 11 sekúndur á meta- og lágmarkamóti Sundfélags Hafn- arfjarðar sem fram fór sl. föstudagskvöld. Berglind Ósk Bárðar- dóttir úr SH átti gamla metið, 5.38,66 mínútur, sem er frá árinu 2000. Erla kom í mark á tímanum 5.27,66 mínútum. Þessi árangur hjá Erlu er at- hygliverður þar sem hún er 15 ára gömul og er enn í ung- lingaflokki. Því er þetta met bæði kvenna- og stúlknamet. Erla er ein af ellefu sundmönnum sem fara til keppni á Norður- landameistaramót ung- linga sem fram fer í Osló í Noregi dagana 6.-7. desember. Alls voru fjögur Ís- landsmet sett á mótinu, en auk metsins hjá Erlu voru sett þrjú Íslands- met í boðsundum. Karlasveit ÍRB setti met í 4 x 50m flugsundi, og kvennasveit ÍA setti met í 4x 50m flugsundi og skrið- sundi. Erla bætti Íslandsmet um rúmar 11 sekúndur Erla Dögg Haraldsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.