Morgunblaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 29
Margt bendirtil þess aðmikil um-skipti muni eiga sér stað í kosning- um til heimastjórnar- þingsins á Norður-Ír- landi sem fara fram á morgun, miðvikudag. Hjá kaþólskum eru teikn á lofti um að Sinn Féin, stjórnmálaarmur Írska lýðveldishersins (IRA), muni í fyrsta skipti verða stærri flokkur en SDLP, flokk- ur hófsamra kaþólikka, og baráttan um atkvæði mótmælenda er engu minni; þar gæti farið svo að Ian Paisley og Lýð- ræðislegi sam- bandsflokkurinn (DUP) hans fengju í fyrsta sinn fleiri þingmenn kjörna en Sambandsflokkur Ul- sters (UUP). Er óhætt að segja að ýmsir hafi áhyggjur af því hvaða áhrif það muni hafa á tilraunir til að gera heimastjórnina starf- hæfa á ný ef þetta verð- ur raunin. Ljóst er að David Trimble, leiðtogi UUP, er í verulegum vanda. Ekki aðeins vegna líklegrar upp- sveiflu í fylgi DUP heldur þarf Trimble einnig að una því að flokkur hans sjálfs gengur klofinn til þessara kosninga. Í röðum UUP er semsé að finna aðila sem eru jafn ósáttir við friðarsam- komulagið frá 1998 og liðsmenn DUP, og snýr óánægjan mest að því að Sinn Féin skuli hafa fengið aðild að heimastjórninni – sem er samstjórn allra stærstu flokka – án þess að IRA hafi afvopnast að fullu. DUP hefur markvisst reynt í þessari kosningabaráttu að valda Trimble vandræðum. Hvar sem Trimble hefur farið hafa leiguliðar á vegum DUP gert aðsúg að hon- um, að því er virðist til að skapa þá mynd að mótmælendur á Norð- ur-Írlandi séu svo ósáttir við störf hans – Trimble hefur sem kunnugt er stutt friðarsamkomulagið, þ.m.t. samstarf við Sinn Féin – að hann geti ekki óáreittur gengið um götur N-Írlands. Líkur eru á að ferli Trimbles sem leiðtoga UUP (og forsætisráðherra í heimastjórninni) sé lokið, nái UUP ekki að hrinda áhlaupi DUP. Örlög Trimbles og Durkans samtvinnuð? Mark Durkan, leiðtogi SDLP, er líka í þröngri stöðu. Hann hefur ekki náð að fylla það skarð sem John Hume, arkitekt friðarferlis- ins á Norður-Írlandi og handhafi friðarverðlauna Nóbels, skildi eftir sig þegar hann dró sig í hlé 2001 og ýmislegt bendir auk þess til að sumir kaþólikka telji í raun að hlutverki SDLP sé lokið. Flokk- urinn hafi leikið lykilhlutverk í að fá lýðveldissinna (þ.e. Sinn Féin) til að snúa baki við sprengjuher- ferðum fortíðarinnar, beita sér í staðinn á vettvangi stjórnmálanna, en nú þegar því verki sé lokið sé betra að atorkusamir forystumenn Sinn Féin taki við kyndlinum. Í hverju kjördæmanna átján velja menn sex fulltrúa á heima- stjórnarþingið og nokkurn tíma mun taka að telja atkvæðin; raun- ar verða úrslit ekki ljós fyrr en á föstudag. Þó að ekki sé mikil hefð fyrir því á Norður-Írlandi að mót- mælandi merki við kaþólskan flokk (eða öfugt) gætu vonir Trimbles og Durkans falist í því að stuðningsmenn UUP og SDLP snúi bökum saman að þessu sinni. Málum er þannig háttað, að not- ast er við flókið hlutfallskosninga- kerfi, þar sem fólk merkir við sinn flokk en velur síðan jafnframt flokk í annað sæti, þriðja sæti o.s.frv. Velji kjósandi UUP fram- bjóðendur SDLP í þriðja og fjórða sæti, svo dæmi sé tekið, í stað þess að merkja við einhvern fram- bjóðenda DUP, gætu Trimble og Durkan haldið velli þegar öll at- kvæði hafa verið talin. Vekur einmitt athygli að SDLP hefur í auglýsingum sínum fyrir kosningarnar reynt að höfða til kjósenda UUP og raunar mark- visst reynt að hræða mótmælend- ur frá því að merkja við frambjóð- endur DUP á kjörseðlinum. Þannig hafa sum auglýsingaspjöld SDLP að geyma mynd af Ian Paisley og syni hans, Ian Paisley yngri, og segir á þeim: Tvær góð- ar ástæður til að kjósa SDLP. Þessa athyglisverðu auglýsinga- taktík útskýrði Mark Durkan í samtali við Morgunblaðið: „Við erum bara að reyna að benda fólki á að hvað sem líður deilum innan samfélags sambands- sinna [mótmælenda] annars vegar og þjóðernissinna [kaþólikka] hins vegar þá skiptir mestu að í reynd er um baráttu að ræða milli flokka sem styðja samkomulagið, og flokka sem gera það ekki.“ Mikil umskipti líkleg á Norð- ur-Írlandi AP David Trimble, leiðtogi UUP, fylgist með er flokksfélagi sýnir ljósmyndurum á blaða- mannafundi í Belfast í gær hvaða lista beri að greiða atkvæði í kosningunum á miðvikudag. Kosningar fara fram til heimastjórnar- þingsins á Norður-Írlandi á morgun. Mjótt er á mununum milli fjögurra flokka, en niðurstaðan gæti skipt miklu um framtíð friðarumleitana. Davíð Logi Sigurðsson fylgdist með kosningabaráttunni í Belfast. david@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 2003 29 með okk- Harmonia ndi sem undir milli út- egi nefna irtæk- kur með –4.000 0 löndum. leysa sé tarfs krar tón- argir hafi algengt viðkom- ð höfum ni á ári ndur. við fyr- a verður ið er upp. Rut Ing- ið verk- verkefni t Reykja- miklar ólf út- iskar Þórarins- ur með tgáfu og fjöl- u Smekk- arpsins og u disk nnlegri dritum, rirtækið ömlum erlega ónleika í ælt verk- bar- ndir atónlist leikana. nningar- i ein- ngur fyr- gáfa til í því samstarfi sem er sönglög Sigvalda Kaldalóns, fyrsta bindið af þremur. Mér finnst mjög ánægjulegt að við séum aftur að vinna með Menningarmiðstöðinni, enda var samstarfið um íslensku einsöngstónlistina mjög farsælt.“ Jákvæðar umsagnir Undanfarið hafa birst mjög jákvæðir dómar um út- gáfur Smekkleysu í helstu tónlistartímaritum Bret- lands. „Það þarf þó meira til,“ segir Ásmundur. „Ef við ætlum að ná að miða þessu áfram, ná lengra, þurfa tón- listarmenn að fara utan og spila í Bretlandi. Klassíski heimurinn er ekkert frábrugðinn rokkinu að því leyti að það þarf að markaðssetja útgáfuna og þá þurfa tón- listarmennirnir að fara utan og fylgja henni eftir, það er algjört lykilatriði að mínu mati. Það er of snemmt að meta hvaða áhrif þessar góðu umsagnir eiga eftir að hafa, það er svo stutt síðan þær birtust. Þær eru þó staðfesting á því að íslenskir tón- listarmenn eiga fullt erindi á erlendan markað, standa erlendum flytjendum ekkert að baki, og ekki síst eru þeir staðfesting á því að sú íslenska tónlist sem við er- um að gefa út hefur víða skírskotun.“ Ásmundur segir það viðkvæmt mál þegar hið op- inbera sé að styrkja einkafyrirtæki, en Smekkleysa hafi vissulega notið góðs af samstarfi við tónlistarmenn sem fengið hafa styrki og einnig af samstarfi við Ís- lenska tónverkamiðstöð sem rekin er fyrir opinbert fé. „Sum verkefni eru þess eðlis að þau verða ekki fram- kvæmd nema til komi opinber stuðningur. Ég tel einnig að það væri til mikilla hagsbóta ef á kæmist markviss- ara samstarf á milli flytjenda, opinberra aðila og þeirra sem eru að markaðssetja íslenskar vörur erlendis; . Að mínu mati er Ríkisútvarpið ein besta leiðin sem ríkið hefur til að styrkja útgáfu á sígildri íslenskri tón- list, enda hefur það ákveðnu hlutverki að gegna við að safna menningaverðmætunum saman og varðveita þau en útgáfan á að vera á annarra hendi.“ Gríðarlega uppörvandi Rut Ingólfsdóttir segir að jákvæð umsögn í BBC Music Magazine um flutning Kammersveitar Reykja- víkur á Brandenborgarkonsertum Bachs skipti veru- legu máli fyrir hljómsveitina þar sem um sé að ræða verk sem til séu í mörg hundruð útgáfum. „Það er allt annað en þegar við erum að fá góða dóma fyrir flutning á íslenskri tónlist sem ekki hefur komið út áður, því þó það sé gaman að fá góða dóma fyrir slíkt þá eru menn að beita öðrum mælikvarða, hafa ekki samanburð þar sem ekki eru til aðrar útgáfur. Að fá svona frábæra dóma fyrir einhver þekktustu verk í heimi er því gríðarlega uppörvandi.“ Kammersveitin vinnur nú að útgáfu á íslenskri kammertónlist í samvinnu við Smekkleysu, Rík- isútvarpið og Íslenska tónverkamiðstöð. Alls er fyr- irhugað að tólf diskar verði í þeirri útgáfuröð eins og getið er, en nýkominn er úr diskur með kamm- erverkum Jóns Ásgeirssonar. „Kammersveitin er nú að halda upp á þrjátíu ára starfsafmæli og fyrir hana hafa verið samin ógrynni af verkum á þessum þrjátíu árum. Til viðbótar við það höfum við líka flutt mjög mikið af öðrum íslenskum verkum og við erum að reyna að koma þessum verkum í varanlegt form,“ segir Rut. „Ég get ekki hrósað Ásmundi og Smekkleysu nóg fyrir að hafa tekið þessa íslensku tónlist upp á sína arma enda er lítil gróðavon í útgáfu á henni.“ Samhliða útgáfu á íslenskri tónlist hefur kamm- ersveitin flutt og tekið upp aðra klassíska tónlist enda segir Rut að það sé nauðsynlegt að þekkt erlend verk séu til með íslenskum flytjendum. „Það gefur þessu aðra vídd fyrir okkur Íslendinga að vita að það sé okkar fólk sem er að spila þó að verkin séu til í ótal útgáfum erlendra flytjenda.“ Þegar talið berst að tónleikahaldi erlendis segir Rut að það sé aðallega skipulagsatriði að koma á tónleika- haldi erlendis til að bregðast við útgáfunni og góðum viðtökum, en hún segist ekki sjá það fyrir sér að Kammersveitin geti staðið undir kostnaði við slíkt tón- leikahald. t ram- hér á nnar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ásmundur Jónsson, framkvæmdastjóri Smekkleysu. Sjöstrengjaljóð, úrval kammerverka Jóns Ágeirs- sonar í flutningi Kammersveitar Reykjavíkur og Blás- arakvintetts Reykjavíkur. arnim@mbl.is ’ Leggjum fyrst um sinnhöfuðáherslu á að ná ár- angri í Bretlandi. ‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.