Morgunblaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 43
DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 2003 43 VIÐ kveðjum nú úrslitaleik HM í bili og lítum á athygl- isverð spil frá undanúrslit- unum, þar sem Ítalir lögðu Norðmenn í spennandi leik (223–187), og bandaríska A- sveitin vann B-sveitina á sannfærandi hátt (222–134). Spiluð voru 96 spil í sex lot- um. Lota númer tvö verður undir smásjánni í þættinum næstu daga, eða spil 17–32. Spil 17. Norður gefur; enginn á hættu. Norður ♠ 62 ♥ 9865 ♦ KG93 ♣ÁK3 Vestur Austur ♠ 4 ♠ D973 ♥ Á1073 ♥ KG4 ♦ ÁD62 ♦ 107 ♣8642 ♣D1097 Suður ♠ ÁKG1085 ♥ D2 ♦ 854 ♣G5 Spilið féll í spaðabút í leik bandarísku sveitanna, en Norberto Bocchi og Giorgio Duboin freistuðu gæfunnar í geimi á móti Boye Broge- land og Erik Sælensminde: Vestur Norður Austur Suður Boye Bocchi Erik Duboin – 1 grand Pass 4 tíglar * Dobl 4 spaðar Allir pass Grandopnunin er fárveik í þessari stöðu, en Duboin tel- ur sig þó eiga nóg til að setja makker sinn í fjóra spaða. Fjórir tíglar er svokölluð Texas-yfirfærsla í spaða (fjögur lauf væri hjarta), og Brogeland notar tækifærið og doblar til að benda á út- spil. En doblið gerði ekki ann- að en hjálpa sagnhafa. Sæl- ensminde kom út með tíg- ultíu, sem Brogeland tók á ásinn og skipti yfir í hjartaás og meira hjarta yfir á kóng makkers. Vörnin hafði nú tekið þrjá fyrstu slagina. Enn kom hjarta, sem Bocchi trompaði. Nú má vinna spilið með því að fara tvisvar heim á lauf til að svína fyrir spaða- drottningu. En einhverra hluta vegna ákvað Bocchi að spila gegn líkunum, því hann lagði fyrst niður spaðaásinn. Þar með gat hann aðeins svínað einu sinni og gaf fjórða slaginn á spaða- drottningu. Það er svolítið erfitt að skilja þessa spilamennsku, því Bocchi veit vel að drottn- ingin er líklegri til að vera í hópi fjögurra spila í austur en stök í vestur. Á hinu borð- inu spilaði Geir Helgemo tvo spaða og vann fjóra, svo Norðmenn unnu 6 IMPa. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson ÁRNAÐ HEILLA STJÖRNUSPÁ Frances Drake BOGMAÐUR Afmælisbörn dagsins: Þú býrð yfir metnaði og kappsemi og nærð því góðum árangri í flestu sem þú tekur þér fyrir hendur. Á komandi ári verður áhersla þín á þín- um nánustu samböndum. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Yfirmaður þinn, foreldrar eða aðrir sem þú lítur upp til geta komið þér skemmtilega á óvart í orðum eða verkum í dag. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú ættir að kynna þér eitt- hvað nýtt og framandi í dag. Nýjar hugmyndir vekja áhuga þinn og þú nýtur þess að læra eitthvað nýtt. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Einhver óvenjuleg/ur gæti heillað þig í dag. Þér finnst tilfinningin yngja þig um mörg ár. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Félagslífið ætti að ganga vel í dag. Þú nýtur þess að hitta alls konar fólk en fólk sem sker sig úr fjöldanum vekur þó sérstakan áhuga hjá þér. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú getur náð góðum árangri í vinnunni í dag. Það er jafnvel hugsnlegt að þið náið tíma- mótaárangri á vinnustað þín- um. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú gætir upplifað ást við fyrstu sýn í dag. Það er hætt við að tilfinningin vari stutt en þetta ætti eftir sem áður að verða eftirminnileg upp- lifun. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú gætir keypt eitthvað óvenjulegt í dag. Hér gæti verið um frumlegt nútíma- listaverk að ræða. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú sýnir öðrum þínar bestu hliðar í dag og gætir því hæg- lega laðað að þér nýja vini. Þeir vinir sem þú eignast núna eru ólíkir öðrum vinum þínum. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þig langar til að gefa ein- hverjum eitthvað óvenjulegt í dag. Þú gætir líka fengið óvæntan kaupauka eða keypt þér eitthvað óvenjulegt. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú ert tilbúin/n að veita maka þínum meira frelsi. Þú gerir þér grein fyrir því að það er ekkert rúm fyrir afbrýðisemi í heilbrigðu ástarsambandi. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú gætir lent í einkenni- legum samskiptum við yf- irvöld eða stórar stofnanir í dag. Það er einhver spenna í kringum þig. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Félagslífið ætti að ganga vel hjá þér í dag. Fólki finnst þú áhugaverð/ur og skemmtileg/ ur. Gættu þess að ofmetnast ekki því þá er hætt við að þú farir yfir strikið. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÖRBIRGÐ Ævinnar þunga örbirgð æskunnar krafta lamar. Sárlega var ég svikinn, sé ekki gleðina framar. Kaldur er vetrarklakinn, kuldann og tómið ég þekki. Sárlega var ég svikinn, svartara bíður ekki. Brotsjór við eyru brestur, brimið nær hátt með flóði, lrökkur í hjartað rennur, rignir í hugann blóði. - - - Stefán frá Hvítadal LJÓÐABROT 60 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 25. nóvember, verður sextugur Bjarni Aðalgeirsson, út- gerðarmaður á Húsavík. Hann og eiginkona hans, Þórhalla Sigurðardóttir, taka á móti ættingjum og samferðafólki á afmælisdag- inn kl. 20–23 í Sjóminjasafni Safnahússins á Húsavík. 60 ÁRA afmæli. Ámorgun, miðviku- daginn 26. nóvember, er sextug Guðbjörg Fanney Guðlaugsdóttir, Fellsmúla 19. Hún tekur á móti ætt- ingjum og vinum í sal Selja- kirkju milli kl. 19 og 21. 1. e4 c5 2. Rf3 g6 3. d4 cxd4 4. Dxd4 Rf6 5. e5 Rc6 6. Da4 Rd5 7. De4 Rdb4 8. Bb5 Da5 9. Rc3 d5 10. exd6 Bf5 11. De5 Rxc2+ 12. Ke2 0–0–0 13. Dxh8 Rxa1 14. Dxh7 Rc2 15. Hd1 Db6 16. Dxf7 R2d4+ 17. Rxd4 Rxd4+ 18. Kf1 Be6 19. Dxg6 Hxd6 20. Be2 Bxa2 21. De8+ Hd8 22. Dh5 Bb3 Staðan kom upp á heimsmeistaramóti öld- unga sem stendur nú yfir í Bad Zwischenahn í Þýskalandi. Ingvar Ásmundsson (2.321) hóf mótið með fimm sigrum í röð og tefldi hér djarflega með hvítu mönnunum gegn rúss- neska stórmeistaranum Oleg Celikov (2.453). 23. Hxd4! Dxd4 Hvítur stæði einnig með pálmann í höndunum eftir 23… Hxd4 24. Be3. 24. Rb5! Dd5 24… Db6 gekk ekki upp vegna 25. Be3 og hvítur vinnur. 25. Dh3+ Kb8 26. Dc3! e5 27. Dc7+ Ka8 28. Da5 og svart- ur gafst upp. Glæsileg skák hjá Ingvari og vonandi held- ur hann áfram á sigurbraut í Þýskalandi. Hægt er að fylgjast með gangi mála á www.skak.is. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Ljósmynd/Sigga Dóra BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 6. september sl. í Há- teigskirkju af sr. Pálma Matthíassyni þau Soffía Kristín Sigurðardóttir og Haraldur Hannesson. Skugginn – Barbara Birgis BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 16. ágúst sl. í Dóm- kirkjunni í Reykjavík af sr. Pálma Matthíassyni þau María Lapas og Vilhjálmur Þór Arnarsson. Handklæði & flíshúfur . Fáið sendan myndalista Myndsaumur Reykjavíkurvegur 62 220 Hafnarfjörður Sími 565 0488 www.myndsaumur.is Jólatilboð Flíspeysur, & flísteppi Grímsbæ, sími 588 8488 við Bústaðaveg Nýkomið Bolir - gallabuxur - gallaskyrtur Skór Leðurhanskar í jólapakkann Góðar stærðir - gott verð Kvöldbuxur Kvöldpeysur Einbýlishúsalóð Til sölu lóð við Móvað í Norðlingaholti, innifalið gatnagerðargjöld fyrir 220 fm. Lóðin liggur að friðlýstu svæði og ánni Bugðu. Tilboð skulu send á auglýsingadeild Mbl. merkt: „Móvað“ eða box@mbl.is fyrir fimmtudaginn 27. nóvember nk. 95 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 25. nóvember, er 95 ára Eiríkur A. Guðjónsson, Ísafirði. Hann er fæddur í Skjalda- bjarnarvík á Ströndum og uppalinn þar. FRÉTTIR AÐALFUNDUR Vinstrihreyf- ingarinnar – Græns framboðs á Akranesi og nágrenni haldinn laugardaginn 15. nóvember. Fyrir fundinum lá það fyrir að kjósa nýja stjórn. Hermann Guðmundsson sem gegnt hafði embætti formanns frá stofnun félagsins gaf ekki kost á sér á ný og þurfti því einnig að kjósa nýjann formann. Ný inn í stjórn komu Brynjólfur Þorvarðar- son, grunnskólakennari í Heiðaskóla, Hjördís Árnadótt- ir, framhaldskólakennari við FVA, Sigurður Mikael Jónsson og Anna Björgvinsdóttir, nem- ar við FVA. Nýr formaður var kosinn Hjördís Garðarsdóttir, 24 ára sagnfræðinemi við Há- skóla Íslands. Hjördís hefur setið í stjórn félagsins síðan það var stofnað og var á lista VG í síðustu sveitarstjórnakosning- um. Ný stjórn VG á Akranesi FRAMTÍÐIN á Akureyri hefur gefið út jólamerki. Merkið teikn- aði Aðalheiður S. Eysteinsdóttir myndlistarkona og hefur hún valið jólaköttinn til að prýða merkið í ár. Merkið er til sölu í Pósthúsinu á Akureyri, Frímerkjahúsinu og Frí- merkjamiðstöðinni í Reykjavík. Merkið er prentað í Ásprenti á Akureyri og rennur allur ágóði í styrktarsjóð aldraðra. Framtíðin gefur út jólamerki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.