Morgunblaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ AÐ meðaltali lásu 52,3% landsmanna Morgunblaðið dag hvern í vikunni 24.–30. október. Meðallesturinn hef- ur aukist um 2,2% frá því hann var kannaður í ágúst sl., að því er fram kemur í niðurstöðum nýrrar fjöl- miðlakönnunar IMG Gallup. Meðallestur á Fréttablaðinu á landinu öllu er 64,8% skv. könnuninni og hefur minnkað úr 67,7% í ágúst. Meðallestur á DV mælist nú 19,8% en var 22,6% í ágúst, en mælingin var gerð áður en breytingar voru gerðar á rekstri blaðsins. Fram kemur í könnuninni að 72,7% lásu Morgunblaðið eitthvað í vikunni, sem er hækkun um 3,1% frá því í könnuninni í ágúst. Alls lásu 87,8% Fréttablaðið einhvern dag vik- unnar og hefur lesturinn minnkað um 3% frá því í könnun IMG Gallup í ágúst. Samtals lásu 40,5% DV eitt- hvað í vikunni sem könnunin var gerð, en 44,4% lásu blaðið eitthvað í vikunni í könnuninni í ágúst. 65% horfðu eitthvað á Sjónvarpið Áhorf á sjónvarpsstöðvar var einn- ig mælt, og horfðu 65,6% svarenda eitthvað á Sjónvarpið á virkum dög- um, en 73,8% horfðu eitthvað um helgina. Á Stöð 2 horfðu 46,9% eitt- hvað á virkum dögum, en 37,9% yfir helgina. 37,8% horfðu eitthvað á Skjá 1 á virkum dögum og 36,6% um helgina. Áhorf á fréttir Stöðvar tvö minnk- aði verulega, 18,9% horfðu eitthvað á fréttirnar yfir vikuna, en áhorfið mældist 30,7% í ágúst og lækkaði áhorfið því um 11,8% milli kannana. Áhorfið á fréttir Sjónvarpsins mæld- ist 41% og stendur það því sem næst í stað frá síðustu könnun, þegar það mældist 41,2%. Mbl.is langmest sótti netmiðillinn Mbl.is er langmest sótti netmiðill- inn, en svarendur fjölmiðlakönnunar- innar heimsóttu vefinn að meðaltali 3,6 sinnum í viku, sem er sami fjöldi heimsókna og mældist í síðustu könn- un. Heimsóknir á vefinn ruv.is voru að meðaltali 0,3 í vikunni og fækkaði um 0,1 frá síðustu könnun. Á vefinn textavarp.is fóru svarendur að með- altali 0,5 sinnum í vikunni og stendur það í stað frá síðustu könnun. IMG Gallup vann könnunina fyrir samstarfshóp um fjölmiðlakannanir, sem samanstendur af Sambandi ís- lenskra auglýsingastofa, Samtökum auglýsenda og helstu fjölmiðlum landsins. Úrtakið var 1.637 Íslend- ingar á aldrinum 12–80 ára, valdir með tilviljunaraðferð úr þjóðskrá og var svarhlutfall 69,9%. Könnunin var framkvæmd þannig að þátttakendur skráðu fjölmiðlanotkun sína í dag- bók. Niðurstöður nýrrar könnunar IMG Gallup á notkun fjölmiðla gerðar opinberar                                                ! " " "  "       "" ! " ! !  ! "  ""     ! "               # $% & $% '(              Meðallestur á Morgunblaðinu eykst um 2,2% Áhorf á fréttir Stöðvar 2 mælist nú 18,9% og minnkar um tæp 12% BJÖRN Bjarnason dómsmálaráðherra hefur staðfest sameiningu almannavarnanefnda á höfuðborgarsvæð- inu og starfar lögreglustjórinn í Reykjavík með nefnd- inni að ákvörðun ráðherra. Þórólfur Árnason stjórn- arformaður Slökkviliðs höfuðborgarsvæðsins fagnaði þessum tímamótum í ræðu sinni á ársfundi SHS í gær og sagði að hér eftir yrði skipulag viðbragðs við hættuástandi allt á einni hendi af hálfu þeirra átta sveitarfélaga sem sameinuð almannavarnanefnd starf- ar fyrir. Með sameiningu krafta og einföldun á við- búnaði yrði hann jafnframt gerður skilvirkari með betri nýtingu fjármuna, að sögn borgarstjóra. Hann sagði að enn ætti þó eftir að fá svör við áleitn- um spurningum um almannavarnir. Forræði í slíkum aðgerðum væri ekki hjá sveitarfélögunum sem komið hafa sér upp búnaði og mannafla til að takast á við verkefnin. Sveitarfélögin brygðust daglega við elds- voðum, slysum, umhverfisóhöppum og fleiru með rekstri SHS. En þegar kæmi að skilgreindu almanna- varnaástandi brygði svo við að forræðið færðist til ríkisvaldsins. Stjórnun aðgerða í almannavarna- ástandi væri á höndum sveitarfélaga í mörgum ná- grannalöndunum og hefði það reynst vel, sagði borg- arstjóri. Morgunblaðið/Júlíus Forsvarsmenn sveitarfélaga sátu ársfund Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, m.a. bæjarstjórarnir Lúðvík Geirsson Hafnarfirði og Sigurður Geirdal Kópavogi í fremstu röð. Á milli þeirra er Hrólfur Jónsson slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri Garðabæjar, er í annarri röð lengst t.h. Almannavarnanefndir á höfuð- borgarsvæðinu sameinaðar MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá stjórn Heimdallar, félags ungra sjálfstæð- ismanna í Reykjavík: „Stjórn Heimdallar fagnar þeirri niðurstöðu miðstjórnar Sjálfstæðis- flokksins að löglega hafi verið staðið að framkvæmd aðalfundar félagsins og meðferð nýskráninga. Með þeim úrskurði hafnar miðstjórn kröfum tólf félagsmanna í Heim- dalli sem vildu fá aðalfundinn lýstan ógildan og að boðað yrði til nýs fundar. Miðstjórn ákvað jafnframt að taka nýskráningarferli flokksins til endurskoðunar með það að mark- miði að minnka líkur á misnotkun. Stjórn Heimdallar ákvað í síðustu viku að allar nýskráningar sem bár- ust félaginu skömmu fyrir aðalfund- inn yrðu samþykktar. Þetta gerði stjórnin m.a. til að koma til móts við tólfmenningana og rétta fram sátt- arhönd. Einstaklingar sem starfa í stjórnum annarra ungliðahreyfinga eða hafa þegar haft samband og lýst yfir andstöðu við skráningu voru ekki innritaðir í félagið enda hefði slíkt verið gegn lögum Heimdallar. Niðurstaða miðstjórnar er afger- andi og ljóst að gífuryrði og ásak- anir sem hafa komið fram í fjöl- miðlum áttu ekki við rök að styðjast. Því skorar stjórn Heim- dallar á tólfmenningana að taka nú þátt í flokksstarfinu ásamt öðrum félagsmönnum enda eru mörg spennandi og krefjandi verkefni á döfinni.“ Fagna niðurstöðu miðstjórnar Sjálfstæðis- flokksins Yfirlýsing frá stjórn Heimdallar NOKKUR dæmi hafa komið upp hér á landi, frá árinu 2001, þar sem staðfest hefur verið að útlenskir dansarar á nætur- klúbbi hafi skrifað undir óút- fylltan ráðningarsamning sem atvinnurekandi útfyllti síðar á þann hátt að samningurinn stóðst ekki ákvæði íslenskra laga. Þetta kemur fram í skrif- legu svari Árna Magnússonar félagsmálaráðherra við fyrir- spurn Jóhönnu Sigurðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. Fram kemur að Vinnumála- stofnun hafi í umræddum til- vikum hafnað öllum atvinnu- umsóknum frá næturklúbbnum í kjölfarið. Skv. lögum um atvinnurétt- indi útlendinga er skilyrði þess að tímabundið atvinnuleyfi er veitt atvinnurekanda m.a. það að fyrir liggi undirskrifaður ráðningarsamningur til tiltek- ins tíma sem tryggi starfs- manni laun og önnur starfskjör til jafns við heimamenn. Í svarinu segir að einu sinni hafi borist kvörtum um að und- irskrift starfsmanns á ráðning- arsamningi hafi verið fölsuð. Segir í svarinu að það mál sé nú til athugunar. Hefur Vinnu- málastofnun í því sambandi óskað eftir upplýsingum frá Danmörku sem hún vill að liggi fyrir áður en gripið er til frek- ari aðgerða. Jóhanna spyr einnig að því hve oft á sl. tveimur árum mál- um vegna ætlaðra brota á lög- um um atvinnuréttindi útlend- inga hafi verið vísað til opinberrar rannsóknar. Í svarinu segir að Vinnumála- stofnun hafi í a.m.k. fimm til- vikum vísað máli til rannsóknar hjá lögreglu á þessum tíma. Brotið á starfs- fólki næt- urklúbbs EFNAHAGS- og viðskiptanefnd Al- þingis ákvað í gær að láta starfskjör og kaupréttarsamninga stjórnenda og starfsmanna í skráðum hlutafélög- um til sín taka. Álfheiður Ingadóttir, varaþingmaður Vinstrihreyfingarinn- ar-græns framboðs, fór þess á leit við nefndina að hún tæki sér tíma til að fara vandlega yfir þau mál sem varða starfskjör og kaupréttarsamninga stjórnenda og starfsmanna í skráðum hlutafélögum á markaði. Farið yfir kaupréttar- samninga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.