Morgunblaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 45
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 2003 45  NIKOLAJ Jacobsen, einn þekkt- ast hornamaður heims og leikmaður þýska handknattleiksliðsins Kiel síð- ustu ár, hefur í hyggju að snúa heim til Danmerkur næsta vor og leika með sínu gamla félagsliði, GOG, í nokkur ár áður en hann leggur skóna á hilluna. Jacobsen hefur glímt við meiðsli í hné sl. ár og virðist nú loks vera að ná sér á strik. Hann vonast til að geta gengið frá sínum málum á næstu dögum.  ÅRHUS GF, lið Róberts Gunnars- sonar handknattleiksmanns, hefur ákveðið að taka tilboði rússneska liðsins Dynamo Astrakhan um að leika báða leiki liðanna í EHF- keppninni í handknattleik á heima- velli Rússanna. Forráðamenn Århus GF höfðu hafnað í síðustu viku tilboði frá Rússunum en þegar betra tilboð barst gátu Danirnir ekki sagt nei. Leikirnir sem eru í 16-liða úrslitum keppninnar fara fram um miðjan desember.  ARTUR Jorge, fyrrverandi lands- liðsþjálfari Portúgals og Sviss í knattspyrnu, hefur tekið við þjálfun CSKA Moskvu.  GORDON Strachan, knattspyrnu- stjóri Southampton, segist gjarnan vilja vera áfram við stjórnvölinn hjá félaginu en samningur hans við það rennur út næsta vor. Strachan hefur verið sterklega orðaður við starf knattspyrnustjóra hjá Leeds, en hann lék með félaginu á sínum tíma. Talið er að fari Strachan til Leeds þá verði að greiða Southampton 500.000 pund, um 65 millj. króna, í skaðabætur. Ekki er víst að bágur fjárhagur Leeds leyfi útgjöld af þessu tagi.  SKOSKA knattspyrnuliðið Dund- ee er komið í greiðslustöðvun, en skuldir þess eru 20 milljónir punda, eða jafnvirði 2,6 milljarða króna.  MICHAEL Laudrup var valinn þjálfari ársins í danskri knattspyrnu af samtökum þjálfara í Danmörku. Laudrup þreytir nú frumraun sína sem þjálfari hjá Bröndby eftir far- sælan feril sem knattspyrnumaður hjá mörgum fremstu knattspyrnu- liðum Evrópu. Um tíma var Laud- rup aðstoðarmaður Morten Olsen, landsliðsþjálfara, áður en hann tók við þjálfun Bröndby. Hann stýrði Kaupmannahafnarliðinu til sigurs í bikarkeppninni á þessu ári í annað sæti í úrvalsdeildinni. Nú um stundir er Bröndby í efsta sæti deildarinnar.  MARKO Babic, miðvallarleikmað- ur Bayer Leverkusen og landsliðs Króatíu, hefur framlengt samning sinn við þýska liðið til 2007. Babic er aðeins 22 ára en hefur verið í her- búðum Leverkusen í fjögur ár. Bab- ic var hetja Leverkusen um helgina þegar hann tryggði liðinu jafntefli, 2:2, gegn Dortmund en þá voru liðs- menn Leverkusen einum leikmanni færri. FÓLK MALMÖ FF, sænska knattspyrnu- félagið sem Ásthildur Helgadóttir leikur með, er í nákvæmlega sömu stöðu og Leiftur frá Ólafsfirði var í sumarið 1998 þegar liðið lék gegn Vorskla frá Úkraínu í Intertoto- keppninni. Leiftursmenn settu þá Sindra Bjarnason inn á sem varamann en eftir leikinn kom í ljós að gleymst hafði að skrá hann á leikskýrslu. Leiftur vann leikinn, 1:0, með marki frá danska leikmanninum John Nielsen, en UEFA úrskurðaði Úkraínumönnunum 3:0-sigur og sektaði Leiftur um 350 þúsund krónur vegna mistakanna. Þegar Malmö vann Kolbotn frá Noregi, lið Katrínar Jónsdóttur, 2:0, í átta liða úrslitum UEFA- bikars kvenna í Svíþjóð á laug- ardaginn gleymdist að skrá Ther- ese Jönsson á leikskýrsluna. Liðs- stjóri Malmö beið með að skrá síðasta nafnið þar sem einn leik- manna liðsins var tæpur vegna meiðsla, en síðan gleymdist það áð- ur en leikurinn hófst. Jönsson kom inn á sem varamaður á 64. mínútu en eftir leikinn var það sænska sjónvarpið sem upplýsti fyrst að hún væri ekki skráð sem leik- maður. Mínútu eftir að Jönsson kom inn á lagði hún upp síðara mark Malmö fyrir Heidi Kackur, sem skoraði líka fyrra mark sænska liðsins. Það blasir því við að UEFA úr- skurði Kolbotn 3:0-sigur í leiknum og Katrín og félagar hennar standa þá vel að vígi fyrir síðari leikinn á sínum heimavelli næsta sunnudag. Ásthildur og Katrín léku báðar á laugardaginn, og fóru báðar af velli um tíu mínútum fyrir leikslok. Þær eru fyrstu íslensku knatt- spyrnukonurnar sem leika með er- lendum félögum í þessari keppni og ljóst er að önnur þeirra fer með liði sínu í fjögurra liða úrslitin. Umeå frá Svíþjóð, sem varð UEFA-meistari í fyrra, er komið í undanúrslit, Bröndby er öruggt áfram, og fjórða liðið verður Frankfurt eða Fulham. Frankfurt vann fyrri leikinn á heimavelli, 3:1. Malmö FF er í sömu stöðu og Leiftur frá Ólafsfirði var árið 1998 GERHARD Aigner, framkvæmda- stjóri UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu, segir að skylda ætti alla knattspyrnumenn til að taka dóm- arapróf og dæma í yngri flokkum áður en þeir fái að gera atvinnu- samninga. Aigner sest í helgan stein í árslok eftir að hafa starfað í 34 ár hjá UEFA og sá þáttur knattspyrn- unnar sem hann vill helst sjá breyt- ingar á er framkoma leikmanna gagnvart dómurum. Hann segir að knattspyrnuíþróttin eigi að taka ruðninginn (rugby) sér til fyr- irmyndar. Þar eru mótmæli í garð dómara nánast óþekkt þrátt fyrir mikil líkamleg átök. „Ég myndi vilja sjá meiri aga, svipað og í ruðningnum. Þá gæfu leikmennirnir ungu kynslóðinni ekki slæmt fordæmi, dómararnir stæðu sig betur og þar með yrði meiri end- urnýjun í þeirra röðum. Það er ekki uppörvandi að sjá leikmenn ráðast að dómara, við verðum að koma í veg fyrir það og láta þá taka ábyrgð á gerðum sínum. Í knattspyrnunni eru leikmenn teknir með silkihönsk- um. Áður en knattspyrnumenn skrifa undir samninga ættu þeir að taka dómarapróf og dæma að minnsta kosti 2–3 leiki í yngri flokkum svo þeir skilji hlutverk dómarans og átti sig á þeirri stöðu sem hann er í þeg- ar leikmenn hegða sér illa. Það yrði mjög lærdómsríkt og myndi skila góðum árangri,“ sagði Aigner. Aigner vill skylda leik- menn í dómarapróf Rúmlega 40 krakkar æfa þrisvar íviku hjá Fylki og eykst þátt- takan jafnt og þétt. Mikið er lagt upp úr aga og að sögn þjálfarans, Jóns Há- kons Bjarnasonar, eru krakkarnir til í að gangast undir hann en það er alls ekki svo að þau séu eins og vélmenni alla æfinguna. Jón Hákon segir að það komist eng- inn upp með annað en sýna öðrum virðingu og það skilar sér líka í því að krakkarnir læra góða sjálfstjórn, þau sem koma óróleg og eiga erfitt með að einbeita sér, ná góðum tök- um á því innan nokkurra mánaða. Æfingarnar eru samt ekki bara puð og gerðar eftir nákvæmri fyrirsögn um hverja hreyfingu. Þær eru fjöl- breyttar og fyrir þennan aldur þarf að leyfa svolítinn hamagang, af hon- um var nóg í lokin og fjörið mikið en í lok æfingarinnar stilltu krakkarnir sér í þráðbeina röð og kölluðu hátt og snjallt „shomen ni rei“ og „sensei ni re“" sem þýðir að karatemenn hneigi sig fyrir þjálfaranum og félag- inu. Það borgar sig líka að einbeita sér því framundan er próf í „kata“ sem er fyrirfram ákveðnar varnir og sóknir. Þá dugar ekkert hálfkák, ein- beitingin verður að vera í lagi því í húfi er hærra stig með nýjum lit á beltinu, frá hvítu upp í brúnt – enn er spölur í það svarta. Í dag æfa hátt í þúsund krakkar í níu karatefélögum á landinu, sem eru öll á suðvesturhorninu – Karate- félag Reykjavíkur, Fylkir, Þórsham- ar og Víkingur í Reykjavík, Akranes, Haukar í Hafnarfirði, Breiðablik í Kópavogi, Stjarnan í Garðabæ og Afturelding í Mosfellssveit. Um þau má lesa á heimasíðu Karatesam- bandsins – www.karate.is. Hægt og bítandi hefur þátttaka aukist og gömlu jaxlarnir bíða þolinmóðir. Morgunblaðið/Stefán Stefánsson Óla Karló Steinssyni, 12 ára, tókst með harðfylgi og kænsku að vinna hanaslag- inn í lok æfingar – og fékk þann vafasama heiður að vera kallaður aðalhaninn. Aginn er undirstaðan EINS og gera mátti ráð fyrir var mikið fjör á æfingu hjá karatedeild Fylkis þegar rúmlega 40 krakkar á aldrinum 6 til 12 ára tuskuðust, æfðu spörk og högg eða léku sér en þegar þjálfarinn kallaði „Yame“, sem þýðir að hætta, stökk allur hópurinnn til, raðaði sér upp og beið eftir fyrirmælum. Það þótti sjálfsagt því agi er undir- staðan í karate. Jóhanna Sverrisdóttir býr sig undir að sparka að vinkonu sinni og nöfnu Jó- hönnu Brynjarsdóttur, allt í mesta bróð- erni eða öllu frekar systraþeli. Armbeygjur!… kallaði þjálfarinn og með það sama skellti hópurinn sér á gólfið. Stefán Stefánsson skrifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.