Morgunblaðið - 07.12.2003, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 07.12.2003, Qupperneq 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ BJARTSÝNI RÍKIR Aukin bjartsýni ríkir meðal Bandaríkjamanna um horfur í efna- hags- og atvinnumálum skv. nýrri könnun. Telja 44% aðspurðra nú að þau búi við atvinnuöryggi og helm- ingur aðspurðra telur að George W. Bush Bandaríkjaforseti haldi vel á efnahagsmálunum en sambærileg tala í október var 45%. Boðar atkvæðagreiðslu Chen Shui-bian, forseti Taívans, hefur ákveðið að halda þjóð- aratkvæðagreiðslu þar sem lands- menn verði beðnir um að leggja blessun sína yfir þá kröfu að Kín- verjar beini eldflaugum sínum ekki lengur að Taívan. Stjórnvöld í Pek- ing líta á Taívan sem óaðskilj- anlegan hluta Kína. Lífshættuleg stunga Íslendingur sem er með ofnæmi fyrir geitungum, býflugum og huml- um fékk lífshættulegt ofnæmislost er hann var stunginn af geitungi í fyrra. Skjót viðbrögð og rétt með- ferð urðu manninum til bjargar. Þetta kemur fram í grein eftir nokkra sérfræðinga sem birt er í Læknablaðinu. Læknar óttast of- næmisviðbrögð vegna fjölgunar geitunga en fái þeir sem hafa of- næmi sérstaka afnæmingu fyrir stungum er hægt að koma í veg fyr- ir ofnæmislost við endurstungu í yf- ir 95% tilfella. Réðst á skokkara Svartklæddur karlmaður réðst með eggvopni á unga konu sem var að skokka í Laugardalnum á níunda tímanum í gærmorgun. Konan sner- ist til varnar og tókst að ráða nið- urlögum mannsins sem hljóp á brott. Varð hún ekki fyrir meiðslum. Lögregla leitar manns- ins. 900 fegrunaraðgerðir Talið er að um 900 fegrunar- aðgerðir séu gerðar á Íslandi á hverju ári. Ef miðað er við áætlaðan fjölda sex algengustu aðgerðanna er gert ráð fyrir að heildargreiðsla af hendi sjúklinga fyrir þær nemi 120– 183 milljónum kr. á ári. Y f i r l i t Í dag Skissa 6 Kirkjustarf 45 Sigmund 8 Myndasögur 48 Ummæli 10 Bréf 48/49 Forystugrein 32 Þjónusta 52 Reykjavíkurbréf 32 Dagbók 50/51 Listir 34/35 Krossgáta 52 Af listum 34 Leikhús 54 Skoðun 36/38 Fólk 54/61 Veiðiþáttur 39 Bíó 58/61 Hugvekja 41 Sjónvarp 62 Minningar 42/45 Veður 63 * * * Kynningar - Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingablað frá Pjaxi. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, fréttastjóri guna@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport- @mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is GUÐNI Ágústsson landbún- aðarráðherra tók á móti fyrsta ein- takinu af nýjum margmiðlunardiski með lambakjötsuppskriftum í versl- un Hagkaupa í Smáralind á föstu- dag. „Á diskinum eru tíu lambakjöts- réttir sem eldaðir eru af meist- arakokkum þannig áhugasamt fólk um eldun lambakjöts getur sest fyrir framan tölvuna og hlustað og horft á meistarakokkana segja sér til hvern- ig elda á réttina,“ segir Guðni Ágústsson. „Þetta er nýstárleg hug- mynd, ekki síst fyrir unga fólkið sem langar ábyggilega að kunna meira og læra matseld mömmu og ömmu,“ segir Guðni Ágústsson. Egill Vignisson, framleiðandi disksins, segir sérstöðu disksins vera þá að hann sé gagnvirkur miðill og að öll handtök við matseldina séu sýnd nákvæmlega, á disknum séu 80 mínútur af kvikmynduðu efni þann- ig að þetta sé skotheld leið til þess að læra að elda þessa lambakjötsrétti. Þá fylgi sérstaklega plöstuð upplýs- ingaspjöld sem menn geti haft fyrir framan sig í eldhúsinu eftir að hafa horft á diskinn. Morgunblaðið/Eggert Eldað með hjálp fartölvu BJÖRN Bjarnason dómsmálaráð- herra segir að bréf umboðsmanns Alþingis varðandi bótaskyldu til þolenda líkamsárása, sem greint var frá í blaðinu á föstudag, hafi sætt ítarlegi skoðun af hálfu sér- fræðinga ráðuneytisins. Nú sé til meðferðar fyrir Hæstarétti svipað álitaefni og rétt sé að bíða eftir nið- urstöðu þar. Að því loknu verði far- ið yfir málin í heild sinni í dóms- málaráðuneytinu í samráði við bótanefnd. Björn bendir á að umfjöllun um málið hafi verið villandi. Ekki sé rétt að réttar- óvissa ríki um bótaskyldu til þolenda afbrota. Lögin standi á traustum grunni og það mál sem umboðsmaður hafi haft til með- ferðar hafi verið um margt mjög sérstakt þar sem sakfellingardómur hafi ekki legið fyrir í málinu. Ákveðnir aðilar hafi verið kærðir fyrir meinta líkamsárás en málið fellt niður af lögreglu. ,,Réttar- óvissa sú er umboðsmaður vekur athygli á í bréfi sínu varðar því ein- ungis lítinn hluta þess mikla fjölda mála er koma til kasta bótanefnd- ar.“ Varðar ekki umrædd lög „Telja verður því að hin meinta réttaróvissa varði ekki hin um- ræddu lög heldur verklag bóta- nefndar, það er hvaða sönnunar- kröfur nefndin eigi að gera þegar ekki liggur fyrir sakfellingardómur, segir Björn. Dómsmálaráðherra um bótaskyldu vegna líkamsárása Ráðuneytið bíður eftir Hæstaréttardómi Björn Bjarnason MÖNNUNUM fimm sem tald- ir eru vera í bifhjólasamtökun- um Vítisenglum var vísað úr landi í gærmorgun. Voru menn- irnir sendir með áætlunarvél- inni til Óslóar á áttunda tíman- um í gærmorgun í fylgd fjögurra lögreglumanna frá Ríkislögreglustjóraembættinu og lögreglunni á Keflavíkur- flugvelli. Lögreglan á Keflavíkurflug- velli stöðvaði mennina á föstu- dag er þeir voru á leið inn í landið vegna gruns um að þeir ættu brotaferil að baki og væru félagar í Vítisenglum. Útlendingaeftirlitið úrskurð- aði svo seint á föstudagskvöldið að mönnunum fimm skyldi vís- að úr landi. Skv. upplýsingum lögreglu voru mennirnir undir eftirliti í flugstöðvarbygging- unni um nóttina. Sýndu þeir ekki mótþróa er þeim var vísað frá landinu. Vítisengl- ar sendir úr landi EKIÐ var á fjórtán kindur við Haga í Hornafirði um hálfsexleytið á fimmtudag- inn. Slysið varð þegar verið var að smala töluverðum hópi af kindum af fjalli í eftirsmöl- un og vegna þess hversu margar kindur voru í hópn- um hafði tekið langan tíma að ná þeim saman og var komið myrkur. Jeppabifreið var ekið beint inn í hópinn á um níutíu kílómetra hraða og drápust níu kindur samstundis og þurfti að aflífa fimm. Sauðféð lenti framan á og undir bílnum og skemmdist hann töluvert en var þó enn ökufær. Bílstjóra bifreiðarinnar var mjög brugðið, en hann hafði ný- verið mætt bíl og var með lágu ljósin á þegar féð hljóp upp á veginn, hon- um að óvörum. Bótaskylda óljós Um er að ræða töluverðan fjár- skaða, en bótaskylda á eftir að koma í ljós við framhald málsins. Alls hafa hátt í hundrað kindur orðið umferð- inni að bráð í sumar í Austur-Skafta- fellssýslu en þetta mun vera stærsta einstaka tilfellið sem sögur fara af, að minnsta kosti þegar um fólksbif- reið er að ræða. Ekið á fjórtán kind- ur í Hornafirði KARLMAÐUR á sextugsaldri sem tekinn var með tæp 2 kg af hassi í Leifsstöð á fimmtudag var dæmdur í hálfs árs óskil- orðsbundið fangelsi í Héraðs- dómi Reykjaness á föstudag. Um var að ræða játningarmál og var því hægt að afgreiða það með jafnskjótum hætti og raun bar vitni. Ákærði hefur tekið sér frest til að ákveða hvort hann muni áfrýja dóminum til Hæstarétt- ar. Hassið hafði hann límt á magann er lögreglan stöðvaði hann og kom upp um smyglið. Dæmdur daginn eftir að hann var tekinn LÖGREGLU í Reykjavík barst í fyrrinótt tilkynning um inn- brotstilraun við útibú Íslands- banka í Skútuvogi en þar gerðu þjófarnir tilraun til að brjótast gegnum hurð á geymslunni en þeim tókst ekki að komast inn. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins. Reyndu að brjótast inn í geymslu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.