Morgunblaðið - 07.12.2003, Side 8

Morgunblaðið - 07.12.2003, Side 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Við eigum vonandi líka eftir að fá að sjá ráðherrann lesa úr jólabókunum, fyrir dýrin sín stór og smá. Málþing um þjónustu við fötluð börn Stuðningurinn mun minni Fyrir nokkru héltGreiningar- og ráð-gjafarstöð ríkisins málþing um þjónustu við fötluð börn og fjölskyldur þeirra. Málþingið var hald- ið í samvinnu við félags- málaráðuneytið og ár fatl- aðra, sem stóð undir kostnaði við það. Hér er á ferðinni viðfangsefni sem mikið hefur verið til um- ræðu í þjóðfélaginu hin seinni misseri. Málþingið var öllum opið og án þátt- tökugjalds. Um eitt hundr- að manns sóttu fundinn. Stefán Hreiðarsson, for- stöðumaður Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkis- ins, svaraði nokkrum spurningum sem Morgun- blaðið lagði fyrir hann af þessu tilefni. Hvert var markmið með þessu málþingi og hverjar voru helstu áherslur á því? „Markmið málþingsins var að skoða þær aðstæður, sem fötluð börn á Íslandi og fjölskyldur þeirra búa við. Fyrri hluta dagsins stýrði Drífa Hjartardóttir alþing- ismaður fundi. Fjallað var um hið félagslega og lagalega umhverfi með áherslu á fræðilega þekkingu á högum íslenskra fjölskyldna. Sigrún Júlíusdóttir prófessor fjallaði um aðstæður íslenskra fjölskyldna í erindinu Íslenskar fjölskyldur– velferð þeirra og vandi. Hanna Björg Sigurjóns- dóttir háskólakennari fjallaði um seinfæra foreldra barna með sér- þarfir og Sólveig Guðlaugsdóttir geðhjúkrunarfræðingur um reynslu mæðra barna með ein- hverfu. Þá fjallaði Dögg Pálsdótt- ir lögmaður um lagalegt umhverfi þessarar þjónustu. Fundarstjóri eftir hádegi var Þórhildur Líndal, umboðsmaður barna. Í þessum hluta málþings- ins var sjónum beint að þjónustu við fötluð börn og fjölskyldur þeirra. Ellý A Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri ráðgjafarsviðs Félagsþjónustunnar í Reykjavík, fjallaði um hlutverk félagsþjón- ustunnar, Soffía Lárusdóttir, framkvæmdastjóri Svæðisskrif- stofu Austurlands, um hlutverk svæðisskrifstofa, Ásgeir Haralds- son, forstöðulæknir Barnaspítala Hringsins, um hlutverk heilbrigð- isstofnana og Stefán J. Hreiðars- son, forstöðumaður Greiningar- stöðvar, um hlutverk greiningarstofnana. Í lok málþingsins ræddi Hall- dór Gunnarsson, formaður Þroskahjálpar, um sýn aðstand- enda og hagsmunasamtaka á þessa þjónustu og stefnu Þroska- hjálpar í málefnum fatlaðra barna. Árni Magnússon félagsmála- ráðherra setti málþingið. Í ávarpi sínum ræddi hann þann vanda, sem fylgir uppvexti fatlaðra barna og það álag, sem því fylgir. Lýsti hann von ráðuneytisins að mál- þingið gæti orðið liður í að bæta samstarf þjón- ustustofnana, þannig að skipulag þjónust- unnar verði betra og leiðir auðrataðri.“ Hver er staða þessa þjóðfélagshóps í dag? „Hvað varðar stöðu íslenskra fjölskyldna almennt, kom fram í erindi Sigrúnar að opinber stuðn- ingur við barnafjölskyldur hér á landi er mun minni en í nágranna- löndum okkar, en hins vegar væri fjölskyldustuðningur meiri. Hvað varðar þjónustu við fötluð börn og fjölskyldur þeirra er fjölþætt þjónusta býsna vel skilgreind í lögum og reglugerðum. Hins veg- ar komu fram augljós vandamál í framkvæmd þjónustunnar, og eru þau aðallega tvíþætt, flókið kerfi með mörgum aðilum og ónóg úr- ræði vegna takmarkaðra fjár- muna og skorts á vinnuafli og að- stöðu. Ýmsar stofnanir ríkis og sveitarfélaga koma að þjónustu við þennan hóp, en oft er skörun í verkefnum eða ábyrgð illa skil- greind. Þetta getur leitt til þess að þjónusta fæst ekki, en einnig er erfitt fyrir neytendur að þekkja rétt sinn og vita hvert á að leita. Þjónusta, sem er vel skilgreind, er oftast ónóg til að sinna þörfinni, þannig að fötluð börn og fjölskyld- ur þeirra búa oft við takmarkaða þjónustu eða óeðlilegan biðtíma eftir henni.“ Hvert er hlutverk Greiningar- og ráðgjafarstöðvar í þessari þjónustu? „Meginhlutverk stofnunarinnar er samkvæmt nýlegum lögum um stofnunina að annast greiningu og ráðgjöf vegna barna með alvarleg frávik í þroska, sem eru líkleg til að leiða til fötlunar. Markmiðið er að „tryggja að börn með alvarleg- ar þroskaraskanir sem geta leitt til fötlunar fái greiningu, ráðgjöf og önnur úrræði sem miða að því að draga úr afleiðingum röskunar- innar“, svo vitnað sé beint í lögin. Starfið miðar að því að skilgreina vanda barnsins og fjölskyldunnar og leita leiða til að minnka áhrif fötlunarinnar í nútíð og framtíð. Í starfinu er lögð áhersla á samvinnu sérfræðinga og stofnana til að vinna að þessu markmiði. Þá er stofnuninni ætlað að vinna að öfl- un og miðlun þekkingar á fötlun- um barna og að rannsóknum á því sviði. Rúmlega tvö hundruð börn- um er vísað á hverju ári, en rúm- lega fimm hundruð börn og fjöl- skyldur þeirra njóta þjónustunnar árlega.“ Stefán Hreiðarsson  Stefán Hreiðarsson fæddist á Akureyri 1947. Tók lækninga- próf frá Háskóla Íslands 1974. Stundaði nám í almennum barna- lækningum í Bandaríkjunum 1976–79 og í fötlunum barna við Kennedy-stofnunina og John Hopkins-háskólann í Baltimore 1979-82. Er sérfræðingur í fötl- unum barna sem undirgrein við barnalækningar og hefur verið forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins frá 1986. Er kvæntur Margréti O. Magnúsdóttur meinatækni, börn- in eru þrjú og barnabörnin fjög- ur. Fjölþætt þjón- usta býsna vel skilgreind í lögum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.