Morgunblaðið - 07.12.2003, Síða 20

Morgunblaðið - 07.12.2003, Síða 20
20 SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Á árunum milli heims- styrjaldanna urðu mikil straumhvörf í íslenzkum sveit- um,“ segir Örlygur Hálfdánarson. „Samhliða nýjum húsum og nýjum lífsstíl var að eiga sér stað bylting í samgöngumálum, sem rauf einangrun sveitanna. Hin forna íslenzka þjóðmenning stóð við þröskuld nýrrar aldar. Við þessi aldahvörf komu hingað til lands þrír þýzkir norrænu- og þjóðfræðingar; Hans Kuhn, Rein- hard Prinz og Bruno Schweizer. Hans Kuhn kom hingað 1922 og var hér langdvölum og kvæntist ís- lenzkri konu; Elsu Jensen af Laxa- mýrarætt. Reinhard Prinz kom hing- að 1924 og dvaldi hér fyrst samfellt í fjögur ár. Kuhn og Prinz náðu full- komnu valdi á íslenzkri tungu og töl- uðu eins og innfæddir, en Bruno Schweizer, sem kom til Íslands 1935, ’36 og ’38, náði að skilja málið allvel, en honum gafst ekki tími til þess að læra það til fullnustu. Schweizer kvæntist íslenzkri konu; Þorbjörgu Jónsdóttur frá Heiðarseli á Síðu. Þessir menn voru með afbrigðum glöggir og athugulir. Þeir skynjuðu strax að þeir komu hingað á einstæð- um tímamótum og gerðu sitt ýtrasta til þess að fanga augnablikið, líkt og Daníel Bruun gerði á undan þeim. Þeir gerðu sér far um að ferðast sem víðast til þess að kynnast lifnaðar- háttum fólksins og koma á sem flesta staði, þar sem enn stóðu uppi gamlir bæir og útihús. Kuhn og Prinz ferð- uðust fótgangandi um landið á ís- lenzkum sauðskinnsskóm, en Schweizer fór ríðandi. Allir höfðu þeir ljósmyndavélar meðferðis og tóku myndir af hýbýlum, inni og úti, og af fólki við hvers kyns störf. Þessar myndir, teikningar þeirra og dagbókarskrif eru einstæður spegill á íslenzkt þjóðlíf þess tíma, þegar Íslendingar fóru úr torfbæj- unum inn í tækniöld.“ Þennan spegil hefur Örlygur nú gefið út í þriggja binda ritverki, þar sem á röskum 1.600 blaðsíðum er lýst í máli og rösklega 2.000 myndum og teikningum mannlífi á Íslandi á milli- stríðsárunum. Í fyrsta bindinu fjallar Árni Björnsson þjóðháttafræðingur um „Íslenskt mannlíf milli stríða“ og einnig er í bókinni fjallað um íslenzka muni í Þjóðfræðasafninu í Hamborg. Bróðurhluti annars bindis er frá- sagnir og ljósmyndir nokkurra þýzkra karla og kvenna sem dvöld- ust á Íslandi á millistríðsárunum, en aðalhöfundar eru Hans Kuhn og Reinhard Prinz. Í þriðja bindinu er meginefnið frásagnir og ljósmyndir eftir Bruno Schweizer. „Þetta er fyrst og fremst allt á mannlegu nótunum,“ segir Örlygur um efni bókanna. „Þessar bækur eru fullar af lýsingum á því, hvernig lífið var í landinu og hvernig það var að breytast, þá meina ég ekki bara torf- bæina heldur allt tímabilið. Þarna er lýst miklum hræringum; hverju við vorum að koma úr og í hvað við vorum að fara. Bækurnar eru fullar af mannlífi. Við grófum okkur inn í tíðarandann. Þess vegna meðal annars tók þetta langan tíma. Þetta eru lifandi bækur, þótt þær fjalli um liðna tíð.“ Er annars nokkur sjóveikur? „Þetta byrjaði allt saman fyrir tíu árum, þegar Magnús Bjarnfreðsson kom inn í verzlun mína í Síðumúla til að verzla fyrir jólin,“ segir Örlygur Hálfdánarson og handleikur öskjuna með bindunum þremur. „Þegar Magnús var á útleið aftur sagði hann mér frá því, að hann væri að vinna í handriti íslenzkrar konu, sem hefði gifzt til Þýzkalands, komið heim aft- ur með tvo syni og maður hennar á eftir þeim að loknu stríði og fjöl- skyldan svo aftur flutt til Þýzka- lands. Magnús sagði, að maðurinn væri dáinn, en konan dveldi á elli- heimili á Kirkjubæjarklaustri. Ég hlustaði með sæmilegri athygli á frásögn Magnúsar, en þegar hann sagði, að eiginmaður þessarar konu hefði tekið slatta af ljósmyndum hér á landi, þá varð ég allur að eyrum. Ég fékk svo nafn þessarar konu hjá Magnúsi, en hátíðirnar liðu áður en við hjónin hentumst í bílinn og fórum austur. Og svo skrýtið var það, að þegar konan, Þorbjörg Jónsdóttir Schweizer, stóð í dyrunum að her- bergi sínu, þá horfðum við hjón fyrst á hana og svo hvort á annað, því þarna sáum við andlit með sláandi einkenni móðurættar minnar. Þorbjörg var um nírætt, þegar þetta var, en afskaplega ung kona. Hún sagði okkur, að maður hennar, Bruno Schweizer, hefði verið hér á landi 1935 og ’36 og þá tekið mikið af ljósmyndum og mælt upp bæi. Þetta væri allt til hjá syni þeirra í Þýzka- landi. Ég spurði hana, hvað þetta væru margar ljósmyndir, og hún sagði þær nokkur hundruð. Það þótti mér mikill fengur, hvað þá, þegar í ljós kom að myndirnar voru um 1.300 talsins! Við hjónin heimsóttum Þorbjörgu aftur seinna þennan dag og þá sagði hún: Þetta er rétt hjá þér. Við erum fimmmenningar! Við erum bæði komin út af Barna-Odda í Seglbúð- um. Ég kynntist Þorbjörgu mjög vel og þótti því vænna um hana sem ég kynntist henni betur. Ég fór svo til Þýzkalands og hitti son Þorbjargar og Brunos; Helga, sem var prófessor í sálarfræði við há- skólann í Innsbruck. Ég mátti taka allar myndir föður hans og fór með þær heim; þetta var full taska af film- um og glerskyggnum með filmum á milli. Ég var logandi hræddur við að tollararnir á landamærum Þýzka- lands og Danmerkur settu töskuna í skanna. Í guðs bænum ekki gera það, sagði ég, og opnaði töskuna fyrir þá. Og mér tókst að berjast í gegn með töskuna, án þess að hún færi í skann- ana. Myndir Brunos Schweizer eru nær allar í bókunum. Þær eru stór- merkar.“ Þriðja bindi ritverksins geymir frásagnir og myndir Brunos Schweizer. Schweizer fór m.a. með Matthíasi Þórðarsyni þjóðminjaverði til Þing- valla og síðan norður í land með rútu. Örlygur les mér lýsingu Schweizer á íslenzkum vegum: „Svona bílferð á Íslandi er alveg í sérflokki! Í nágrenni þéttbýlis eru vegirnir nokkurn veginn færir, sum- ir meira að segja vel sæmilegir. En þegar fjær dregur verður bíllinn jafnt sem bílstjórinn heldur betur að sækja í sig veðrið. Þá sjást nefnilega tæpast neinir vegir lengur. Hvers vegna ætti svo sem að gera veg þar sem þurrt og grýtt er undir? Og bíll- inn skekst og hristist yfir stórar og smáar ójöfnur í vegleysunni. Þarna Morgunblaðið/Ásdís Útgefandinn Örlygur Hálfdánarson. Ljósmynd/ Bruno Schweizer Vegavinna á Holtavörðuheiði 1935. Kúskur kominn með kerrurnar á tippinn og tipparinn með skóflu í hendi er tilbúinn til þess að jafna úr hlassinu. Ljósmynd/Hans Kuhn Veturliðastaðir í Fnjóskadal. Íbúðarhúsið séð úr suðaustri, framhliðin t.h. Baðstofan blasir við. Eldhúsið ber hæst vinstra megin við miðja mynd. Fremst á myndinni er fjósið. Lifandi bækur um liðna tíð Úr torfbæjum inn í tækniöld heitir þriggja binda ritverk, sem Bókaútgáfan Örn og Örlygur ehf. hefur gefið út um íslenzkt mannlíf milli stríða. Freysteinn Jóhannsson ræddi við Örlyg Hálfdánarson útgefanda. Ljósmynd/Hans Kuhn Í Sandnesi í Arnarfirði 1927. Anna Bjarney Bjarnadóttir vefur á spjald.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.