Morgunblaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 2003 33 greinum menningarlífsins og starfar á grund- velli þeirrar hefðar, sem hér hefur verið lýst. Lesbók Morgunblaðsins, sem verður 80 ára að tveimur árum liðnum og var sett á stofn rúmu ári eftir að þeir Valtýr og Jón Kjartansson tóku við ritstjórn Morgunblaðsins hefur lengi verið einn helzti vettvangur menningarumfjöllunar Morgunblaðsins auk daglegra menningarsíðna. Pólitíkin Verkaskiptingin á milli Valtýs og Jóns hefur augljóslega verið sú framan af að Jón hefur séð um stjórn- málaskrifin en Valtýr einbeitt sér að því að byggja Morgunblaðið upp sem alhliða dagblað með fréttum og greinum og margvíslegum þjónustuupplýsingum fyrir lesendur. Það getur hins vegar enginn setið á ritstjórastól á Morg- unblaðinu án þess að dragast inn í stjórn- máladeilur með einhverjum hætti. Og það gerði Valtýr. Hann lenti í harkalegum átökum við Jónas frá Hriflu ekki sízt. Raunar má velta því fyrir sér við lestur ævisögu Jakobs F. Ásgeirs- sonar, hvort Valtýr hafi sætt einelti af hálfu framsóknarmanna og Tímans um langt árabil og fer ekki á milli mála, að honum hafa þótt ýmsir þættir starfsins á Morgunblaðinu skemmtilegri en standa í þeim átökum. Kreppuárin á fjórða áratugnum hafa verið erfið, bæði í útgáfu blaðsins og einnig vegna harðra átaka á vettvangi stjórnmálanna. Þegar efnahagslífið réttir úr kútnum undir lok þess áratugar koma til sögunnar tvö mál, sem áreið- anlega hafa tekið mikinn tíma ritstjóra Morg- unblaðsins á þeim árum. Þar er annars vegar um að ræða aðdraganda lýðveldisstofnunar og hins vegar heimsstyrjöldin síðari. Um skeið voru töluverð átök um lýðveldisstofnunina ann- ars vegar vegna þeirra „bannfærðu sjónar- miða“, sem Hannibal Valdimarsson kallaði svo, þ.e. að ekki ætti að stofna lýðveldi á Íslandi á meðan Danmörk væri hersetin af Þjóðverjum og hins vegar vegna átaka í kringum Svein Björnsson, ríkisstjóra á Bessastöðum, sem ósögð saga er af en skýrir atkvæðagreiðsluna á Þingvöllum, þegar Sveinn var kjörinn fyrsti forseti lýðveldisins án þess að njóta til þess stuðnings nokkurra lykilmanna í íslenzkum stjórnmálum. Öll þessi mál hafa komið til umfjöllunar hjá Valtý og Jóni, þótt þau hafi ekki endilega kom- ið á prenti í blaðinu. Í ævisögu Valtýs Stef- ánssonar er töluvert fjallað um þau átök, sem Morgunblaðið lenti í á stríðsárunum. Ganga má út frá því sem vísu, að ráðherrar í ríkisstjórn- um þess tíma hafi haft mikil samskipti við rit- stjóra dagblaðanna með það að markmiði, að tryggja hagsmuni Íslands. Að þessu víkur Jak- ob F. Ásgeirsson m.a. með tilvísun til umsagnar í bók Þórs Whiteheads, pró- fessors, Ísland í síðari heimsstyrjöld- inni, en þar segir Þór: „Valtýr var trúnaðarvinur Ólafs Thors, atvinnumálaráðherra og vissi ef- laust hvernig komið var í samskiptum Íslendinga og Þjóðverja. Meðan hætta var á því að Þjóðverjar réðust á íslenzk skip vegna viðskiptasamninga við Breta, þótti ráðherrum og trúnaðar- mönnum þeirra nauðsynlegra en nokkru sinni fyrr að koma til móts við kröfur Þriðja ríkisins um „hlutleysi“ blaða og útvarps. Um líf eða dauða ís- lenzkra sjómanna gat verið að tefla.“ Stríðstímar eru óvenjulegir tímar. Þeir sem nú bera ábyrgð á íslenzkum fjölmiðlum hafa ekki lent í þeirri lífs- reynslu, sem það hlýtur að hafa verið að stjórna fjölmiðum á þeim tíma og taka erfiðar ákvarðanir dag frá degi um að birta eða birta ekki efni, sem gat leitt til hörmulegra atburða. Úthald Margir hafa komið við sögu íslenzkra blaða og annarra fjölmiðla. Fæstir hafa haft það úthald sem Valtýr Stefánsson hafði. Að stjórna dagblaði á Íslandi í fjóra áratugi á slíkum umbrotatímum, sem einkenndu ritstjóratíð Valtýs Stef- ánssonar, er afrek. Daglegt áreiti hefur verið stöðugt. Fáir til þess að vinna verkin. Ritstjórinn þurfti að skrifa mik- ið sjálfur. Það er ekki fyrr en síðustu árin, sem starf Valtýs breyttist á þann veg, að hann hafði fyrst og fremst yf- irumsjón og eftirlit með því, sem var að gerast á blaðinu. Samt fann hann tíma til þess að sinna öðrum málum. Hann var tvímælalaust einn af frumkvöðlum skógræktar á Ís- landi. Morgunblaðið hefur til þessa dags fylgt stefnu hans í skógræktarmál- um fast eftir, bæði í fréttum og í rit- stjórnargreinum. Hann gaf út bækur, sumar með efni sem hafði áður birzt í blaðinu. Hann skrifaði ævisögu Thors Jensens, sem var áreiðanlega tímamóta- bók á því sviði, þegar hún kom út fyrir hálfri öld. Sú bók hafði mikil áhrif á nýjar kynslóðir þess tíma og varð þeim uppörvun og hvatning. Ekki eru nema þrír dagar síðan ritstjóri Morgunblaðs- ins átti samtal við útgerðarmann, sem lent hafði í hremmingum með rekstur sinn og hvatti hann til að lesa síðasta kaflann í fyrra bindi bókar Valtýs um Thor Jensen, til marks um að ekki væru öll sund lokuð, þótt þau sýndust stundum vera lokuð eins og lesa mátti um í síðara bindi ævisögunnar um mesta athafnamann í nútímasögu Ís- lands. Ævisaga Valtýs Stefánssonar, rit- stjóra Morgunblaðsins, verður þeim, sem nú starfa að útgáfu blaðsins hvatn- ing til þess að halda fast við þann metn- að um að gefa út gott dagblað, sem ein- kenndi störf hans og samstarfsmanna hans fram eftir síðustu öld. Í þeirri við- leitni sækja þeir kraft og staðfestu til þeirra starfsmanna blaðsins, sem á und- an hafa gengið og lagt sitt af mörkum til þess að byggja upp merkilega sögu. Jakob F. Ásgeirsson hefur unnið mik- ið verk með sögu sinni um Valtý. Það kemur engum á óvart, sem lesið hafa fyrri bækur Jakobs og þekkja þá arf- leifð, sem hann sjálfur byggir á, sem er bækur föður hans, Ásgeirs Jakobsson- ar, sem vann ómetanlegt starf við að halda til haga ævi og störfum forystu- manna í útgerð og sjómennsku á 20. öldinni. Það Morgunblað, sem Valtýr Stef- ánsson gaf út í fjóra áratugi hefur ekki verið aðgengilegt til þessa, nema í inn- bundnum möppum á skrifstofum Morg- unblaðsins og á bókasöfnum. Nú er þetta að breytast eins og fram kom á 90 ára afmæli blaðsins hinn 2. nóvember sl. Fyrstu árgangar blaðsins eru komnir í tölvutækt form og vonandi verður það svo áður en langt um líður að ungar kynslóðir Íslendinga geta nálgast þann gífurlega sögulega fróðleik, sem finna má á síðum Morgunblaðsins fyrr á ár- um við tölvuna heima hjá sér. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Ritstjórar Morgunblaðsins, Jón Kjartansson og Valtýr Stefánsson, ásamt Sigfúsi Jónssyni, fyrsta framkvæmdastjóra blaðsins. Myndin er tekin árið 1961. Til er mynd af þess- um tveimur mönn- um, sem tekin var á efri árum, þar sem þeir haldast í hend- ur með Sigfús Jóns- son framkvæmda- stjóra blaðsins á þeirri tíð að bak- hjarli. Það handtak var og er táknrænt fyrir það samstarf og þá vináttu, sem jafnan hefur ein- kennt samskipti manna innan Morg- unblaðsins. Laugardagur 6. desember
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.