Morgunblaðið - 07.12.2003, Page 34

Morgunblaðið - 07.12.2003, Page 34
LISTIR 34 SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ H álf öld er liðin síðan hat- rammar deilur urðu um fyr- irhugaða uppsetningu högg- myndar Ásmundar Sveinssonar, Vatnsberans, við Lækjargötu í Reykjavík. Vatnsberann hafði Ás- mundur skapað hátt í tuttugu árum áður suður í Evrópu, undir áhrifum frá liststraumum þess tíma. Hann notaði tíðarandann og persónu- legan stíl til að túlka þungan og slitinn vatns- bera allra tíma. Í dag er verkið talið meðal fremstu höggmynda sem Íslendingur hefur skapað og um það ríkir sátt. En svo var ekki fyrir fimmtíu árum. Þegar til stóð að steypa verkið í brons og koma fyrir á túninu framan við Menntaskólann í Reykjavík ráku ýmsir borgarar upp rama- kvein – hótuðu jafnvel skemmdum á verkinu sem þeir töldu lítið eiga skylt við list. Á þessum tíma voru fá opinber lista- verk í höfuðborginni og hópur áhugamanna vildi bæta úr því menningarleysi; uppsetning Vatns- berans var liður í þeirri áætlun. En vegna mót- mælanna – bylgju haturs og óhróðurs sem beint var að listamanninum og sköpun hans – var ákveðið að koma þessari öflugu táknmynd verkamannsins fyrir á hæð gegnt Öskjuhlíð- inni, fjarri almennri umferð. Þar mátti Vatns- berinn brölta eftir klöppunum, mönnum að meinalausu. Þar særði hann ekki augu íhalds- manna í listum, fólks sem ekki mátti hugsa sér að sjá listamenn þjóðarinnar takast á við og túlka þjóðmenninguna og þjóðararfinn í sam- tímanum. Það væri of mikil ögrun og gæti seint talist list. Nú hefur Vatnsberinn færst nær borg-arbúum þar sem þeir bruna eftirBústaðaveginum eða njóta útsýnisúr Perlunni; stöku maður gerir sér jafnvel ferð upp á holtið til að skoða hann í ná- vígi. Og tíminn líður hratt, þessar deilur eru löngu gleymdar og Vatnsberinn ögrar engum, orðinn að viðurkennri list. En fyrirlitning á framsækinni listsköpun, skilningsleysi á gildi listar fyrir samfélagið; á mikilvægi samræðunnar milli listamanna og samfélags, virðist alltaf þrífast í þjóðarsálinni. Ein meginástæðan hlýtur að vera mennt- unarleysið, skortur á upplýstum skilningi á listfræði og listasögu. Því oft og tíðum eru list- hatararnir með góðar og fínar prófgráður, þær ná bara til afmarkaðra sviða. Eins og Hall- steinn Sigurðsson myndhöggvari skrifaði í Grafarvogsblaðið, 10. tölublað, á dögunum, þá eru íhaldsmenn „yfirleitt á móti breytingum, sama í hvaða flokki þeir eru“. Ástæða skrifa Hallsteins eru deilur í Graf- arvogi um tvær höggmyndir í eigu borgarinnar sem komið hefur verið fyrir á nesi einu, við hlið göngustígsins langa sem nær nú frá Seltjarn- arnesi og alla leið upp að Gljúfrasteini. Verkið sem einkum er fjallað um heitir Klettur, eftir myndlistarkonuna Brynhildi Þorgeirsdóttur og stendur nokkra metra frá göngustígnum og golfbraut sem kennd er við Korpúlfsstaði. Þetta er voldugt verk en um leið einfalt; gert úr þungu rústuðu stáli. Myndin gæti verið sótt í björg og kallast þannig á við klettana og klappirnar á nesinu sem það stendur á, en þessi klettur er opinn og sést inn í einhverskonar kjarna þegar að er gáð. Efnið, ryðrautt korten- stálið, minnir líka á ryðgaðar mannvistarleifar sem renna með tímanum saman við jörðina á meðan þessi „klettur“ rís upp úr fjörunni. Deilurnar um abstraktlistina voru afarhatrammar hér á sínum tíma, þóttþær væru áratugum á eftir tím-anum. Meðan Íslendingar töldu sér ógnað af abstraktmálverkum á áratugunum eftir seinni heimsstyrjöld voru íbúar á meg- inlandi Evrópu löngu búnir að afgreiða þau mál og að velta fyrir sér miklu róttækari nýj- ungum; heimsstyrjaldir höfðu breytt ásýnd heimsins. Þess var krafist af framsæknum listamönnum að þeir tækjust á við samfélagið og tilvist mannsins með nýjum hætti. Hér er ennþá verið að deila um abstrakt út- leggingar listamanna á viðfangsefnum sínum og ennfremur staðsetningu listaverka. En raunin er sú að fólk sem býr í þéttbýli á alltaf erfiðara með að sætta sig við þá hluti sem er komið fyrir í nágrenningu, eftir að það hefur sjálft hreiðrað um sig. Það kann að vera ein ástæðanna fyrir þeim skoðunum sem eignaðar eru Íbúasamtökum Grafarvogs í frétt í 9. tölu- blaði Grafarvogsblaðsins. Þar segir: „Við í Íbúasamtökunum teljum að þessi verk og þeir fjármunir sem í þau fóru hefðu betur gert með að lífga upp á manngert umhverfi, þar sem list- in á fyrst og fremst heima. Eins og hugsanlega það uppfyllta svæði gömlu Gufuneshauganna þar sem hugmynd er uppi um að útbúa skrúð- garð í framtíðinni. Við förum fram á að stað- setning listaverkanna verði endurskoðuð.“ Á Strandlengjusýningum Myndhöggv- arafélagsins í Reykjavík var listaverkum kom- ið fyrir meðfram ströndinni, fyrst Fossvogs- megin og síðan að norðanverðu og vöktu þær sýningar verðskuldaða athygli fyrir fjöl- breytileg verk sem kölluðust á við náttúruna. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar í Laugarnesi stendur við ósnortna strönd og þar njóta verk Sigurjóns sín líka vel, með hafið sem bakgrunn. Grafarvogurinn er ungt hverfi og hefur vaxið hratt, en hefur engu að síður þá ímynd að þar sé menningu og listum búið gott skjól. „Graf- arvogsskáldin“, með þjóðkunna rithöfunda á borð við Gyrði Elíasson og Einar Má Guð- mundsson innanborðs, hafa vakið athygli og í hverfinu er skúlptúrgarður með verkum Hall- steins Sigurðssonar. Þessi verk bróðursonar Ásmundar hafa ekki notið andmæla, heldur vekja Íbúasamtökin athygli á að þau hafi „glatt hverfisbúa jafnlengi og hverfið hefur verið í byggð“. En þar liggur hundurinn grafin, þau voru fyrir þegar fólkið kom; eru ekki að ryðjast inní rými sem fólkið hefur markað sér. Hall- steinn svarar frétt íbúasamtakanna, enda var hann kominn þarna með verkin á undan íbúun- um: „Ég er ekki sammála því að útiverk eigi að vera í „manngerðu umhverfi“. T.d. eru hús engan veginn besta umhverfið.“ Eiríkur Þorláksson, forstöðumaðurListasafns Reykjavíkur, skrifar í 10.tbl. Grafarvogsblaðsins og gerir greinfyrir staðsetningu þriggja úti- listaverka sem komið var fyrir í Grafarvogs- hverfi á árinu, en uppsetning útilistaverka í borginni er í höndum listasafnins. Auk Kletts Brynhildar eru þetta Sunnudagur eftir Guðjón Ketilsson, sem einnig er við téðan göngustíg og Íbúasamtökin gera líka athugasemd við, og Demantur eftir Gjörningaklúbbinn, sem komið var fyrir við Borgarholtsskóla. Eiríkur segir að fyrir nokkrum árum hafi hverfisnefnd Grafarvogs farið fram á að litið yrði til hverfisins með uppsetningu listaverka. Í umræðum var almenn niðurstaða að rétt væri að huga að tveimur möguleikum um staðsetn- ingar, við stofnanir og við útivistarsvæði. Í seinna tilvikinu var átt við göngustíga sem um- lykja hverfið. Í bréfi hverfisnefndar frá 18. mars 2002 kom síðan fram að hún taldi æskilegt að verkum Brynhildar og Guðjóns yrði komið fyrir við sjávarsíðuna í Staðarhverfi. Listamönnunum leist vel á þær hugmyndir. Síðan segir Eiríkur: „Allar fyrirhugaðar staðsetningar útilistaverka þurfa að vera samþykktar af menningar- málanefnd og skipulags- og byggingarnefnd Reykjavíkur og loks staðfestar af borgarráði áður en hafist er handa við uppsetningu verk- anna. Þetta ferli var afgreitt á síðasta vori og verkin síðan sett upp í sumar.“ Ákvarðnir um uppsetningu þessara verka við sjóinn hafa því verið teknar á réttum stöð- um, að undirlagi hverfisráðs Grafarvogs. Sem er greinilega ósammála Íbúasamtökum hverf- isins. Kjörnir fulltrúar sjá um ákvarðanatöku með aðstoð sérmenntaðs fólks, í þessu tilviki starfsfólks Listsasafns Reykjavíkur, og hverf- isráðið virðist skilja betur eðli borgarumhverf- is en Íbúasamtökin. Í frétt Íbúasamtakanna er vitnað í ónafn- greindan mann, íbúa, sem segir: „Strandlengj- an er í mínum augum listaverk frá náttúrunnar hendi. Því listaverki hefur verið spillt með því að setja þar niður stóra manngerða hluti sem kallast listaverk.“ Örlar ekki þarna á gamla góða lista-hatrinu? Þetta minnir á sínálægaorðræðu þeirra sem hafa ekkiáhuga á að taka þátt í samtali list- arinnar við samfélagið, vilja helst vera lausir við hana og gera umhverfið þar með einsleit- ara. Hvað eru öll þessi hús fyrir ofan verkin við ströndina annað en verk? Misáhugaverð og misvel hönnuð. Og gangstígurinn sjálfur? Hann er líka mannanna verk. Svo ekki sé minnst á golfbrautina. Svona er að búa í borg, hún er manngerð og aldrei öllum að skapi, en þegar vel tekst til fellur hún vel að hinu ytra umhverfi, náttúrunni. Þannig er einmitt með þennan hluta Staðahverfis. Húsin falla yfirleitt vel að línum landsins og margir íbúanna hafa fallegt útsýni yfir hafið og eyjarnar, alla leið til Snæfellsness. Sumir sjá líka „Klettinn“ blasa við og það skyldi þó ekki verða raunin að í framtíðinni flytji nýir íbúar í einhver þessara húsa og kunni vel að meta þetta verk, sem verður fyrir augum þeirra frá fyrsta degi. Eða eins og Eiríkur Þorláksson segir: „Því er eðli- legt að þessi ágætu listaverk sem nú eru nýbú- ar í Grafarvogi fái tíma til að kynna sig á svæð- inu, ef svo má að orði komast, til að sem flestir fái að njóta þeirra og mynda sér sína eigin skoðun á verkunum og staðsetningu þeirra.“ Væri ekki líka eðlilegt að Grafarvogsblaðið fræddi lesendur sína, og þá fulltrúa Íbúa- samtakanna sem vilja losna við þessi verk úr umhverfinu, um þá ágætu skúlptúrista sem eiga verkin? Segja kannski sérstaklega frá ferli Brynhildar, því auk þess að vera einn af okkar fremstu skúlptúristum býr hún í Staðahverfi. Hver veit nema nágrannar taki þá listamann- inum og verkum hans opnum örmum – þegar þeir átta sig á því að ekki er um neinn „amatör“ að ræða heldur vandaðan listamann sem getur gert hverfið enn búsældarlegra með nærveru sinni. Listhatur eða náttúrudýrkun? AF LISTUM eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is Morgunblaðið/Einar FalurKlettur eftir Brynhildi Þorgeirsdóttur. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Ásmundur Sveinsson við Vatnsberann, eftir að honum var komið fyrir í Litluhlíð við Öskjuhlíð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.