Morgunblaðið - 07.12.2003, Side 42

Morgunblaðið - 07.12.2003, Side 42
MINNINGAR 42 SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Einar H. Zoëgafæddist í Reykja- vík 26. mars 1934. Hann lést á Landspít- alanum 9. nóvember síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Bertha Zoëga, f. Tang, f. 8. júlí 1911, d. 21.12 1945, og Helgi H. Zoëga, f. 27. júlí 1905, d. 30. október 1998. Einar var einkabarn foreldra sinna. Seinni kona Helga var Guðrún Zoëga, f. Johnson, f. 28. október 1907, d. 3. júlí 1994. Hinn 13. október 1967 kvæntist Einar eftirlifandi konu sinni, Láru Zoëga, f. Bjarnason, f. 8. janúar 1937. Börn þeirra eru: 1) Guð- mundur, f. 19. september 1967. Börn hans og Ágústu Hestnes, f. 10. júní 1970, eru: Aldís Hulda, f. 5. júlí 1990, og Halldór Gústaf, f. 31. október 1993. 2) Einar Helgi, f. 13. desember 1976. 3) Anna Lára, f. 13. febrúar 1978. Jafn- framt ólu þau Lára og Einar upp fóstur- börn. Einar fluttist ung- ur til Kanada þar sem hann stundaði nám í heimavistar- skóla, fór síðan í nám í rafeindafræði og vann hjá banda- rísku ríkisfyrirtæki í Panama, Dóminíska lýðveldinu og Venesúela um ára- bil. Einar var viðskiptafulltrúi við bandaríska sendiráðið á árunum 1970–1983. Eftir það starfaði hann sjálfstætt. Í mörg ár hefur hann unnið að gerð íslensk-enskr- ar orðabókar. Útför Einars fór fram í kyrr- þey. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem.) Pabbi varð fyrir þeirri miklu sorg sem ungur drengur að missa mömmu sína. Hún var að koma heim með Dettifossi frá Ameríku þegar honum var sökkt við Írland. Það varð algjör breyting í lífi þessa litla drengs. Hann fór austur í Flóa til fólks sem hann þekkti ekki, átti sennilega að vera þar stuttan tíma. Hann talaði oft um hvað hann hefði verið heppinn. Fólkið var hon- um gott, hann þroskaðist og lærði ótal verk að vinna þar. Það var erf- itt en gott veganesti út í lífið. Um fermingaraldur fór hann svo til föð- ur síns og bjó með honum og seinni konu hans, Guðrúnu, í Færeyjum, Nýfundnalandi og síðan í Kanada þar sem afi reisti fiskimjölsverk- smiðjur. Pabbi fór þar í heimavistarskóla. Eftir stúdentspróf lærði hann raf- eindafræði og vann við það í Pan- ama og Dóminíska lýðveldinu í mörg ár. Seinna lagði hann fyrir sig viðskiptafræði og var viðskipta- fulltrúi við bandaríska sendiráðið í mörg ár. Síðastliðin tuttugu ár starfaði pabbi sjálfstætt og hagaði lífi sínu eftir eigin höfði. Gerði margt sem hugur hans stóð til. Hafði yndi af ferðalögum og dvaldi langtímum saman í sólinni við Miðjarðarhafið enda hafði hann vanist heitu lofts- lagi á suðlægum slóðum á sínum yngri árum. Pabbi var heimsborgari, átti góða vini víða og eignaðist nýja vini hvar sem hann kom. Hann hafði mikla út- geislun og fólk laðaðist að honum. Hann vildi öllum vel og gaf mikið af sér. Hann var svo sjálfstæður, fór sínar eigin leiðir og var innilega sama um hvað fólki fannst og naut þess að vera hann sjálfur. Hann var fórnfús og vildi allt fyrir alla gera, vinir okkar krakkanna voru líka vin- ir hans. Hann var brunnur af fróð- leik. Pabbi var síðastliðin ár að skrifa orðabók sem átti hug hans allan. Megi góður Guð geyma pabba og styrkja elsku mömmu og okkur öll sem sárt eigum um að binda á þess- um erfiða tíma. Missir okkar er mikill. Anna Lára Zoëga. Öllu er afmörkuð stund og sér- hver hlutur undir himninum hefur sinn tíma, að fæðast hefur sinn tíma og að deyja hefur sinn tíma. Þetta stendur í Predikaranum í hinni helgu bók. Það eru margar minningar sem koma upp í hugann þegar ég kveð Einar. Hann var alltaf svo góður, glaður og velviljaður og okkur þótti öllum innilega vænt um hann. Ég kveð með þakklæti fyrir öll góðu ár- in sem við áttum saman og bið góð- an Guð að gæta hans. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífs ins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynn- ast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Árdís Jóhannesdóttir. Þegar ég var átta ára kom ég til Láru og Einars og átti að vera hjá þeim í stuttan tíma. Þessi stutti tími varð að tíu árum og Lára og Einar urðu mér sem mamma og pabbi. Nú eru aftur tímamót í mínu lífi og komið að því að kveðja hann pabba og aldrei hefði ég búist við því að það yrði svona skyndilega og er það mér mjög erfitt og þungt. Það var mér mikið gæfuspor að alast upp hjá pabba og mömmu. Pabbi var vel lærður, víðlesinn og var alltaf að bæta við þekkingu sína. Hann gat alltaf gefið okkur svör við því sem við vildum vita, hvort sem var við lærdóm eða bara lífið al- mennt. Hann hafði hlýja nærveru, brosið hans náði til augnanna og okkur leið alltaf vel saman. Hann var mikill mannvinur og sá alltaf það góða í öðrum. Gleðin fylgdi hon- um hvert sem hann fór. Ég man þegar við vorum yngri áttum við páfagauka sem voru inni á baði. Þegar pabbi var að raka sig var hann alltaf að tala við þá og þeir við hann. Ég sem barn hélt að hann skildi þá því þeir svöruðu alltaf til baka. Eins með ketti, þeir drógust að honum eins og hann væri með kattasegul á sér. Hann talaði við þá alveg sérstakt mál, sem þeir virtust skilja og svöruðu til baka með mjálmi eða mali. Það eru margar góðar jákvæðar minningar sem koma upp í hugann og ég mun geyma í hjarta mínu. Nú ert þú farinn á feðranna fund við hugsum til þín með sorg í hjarta, þín verður saknað um ókomna stund, guð geymi þig um veröld bjarta. (Höf. ók.) Hvíl í friði, elsku pabbi minn, Herdís Sig. Ég tigna kærleiks kraftinn hljóða, Kristur, sem birtist oss í þér. Þú hefur föður hjartað góða, himnanna ríki, opnað mér. Ég tilbið undur elsku þinnar, upphaf og takmark veru minnar. Mitt líf í helgum huga þínum hefur þú líknarstöfum skráð, og allt, sem býr í barmi mínum, bera skal vitni þinni náð, svo aftur lýsi elskan bjarta, endurskin þitt, frá lind míns hjarta. Ég dýrka helga hátign þína, himneski vinur, Drottinn minn. Lát trú og verk og vitund mína vegsama kærleiks máttinn þinn og mig um alla eilífð bera anda þíns mót og hjá þér vera. (Sigurbjörn Einarsson.) Elsku Lára, Anna Lára, Einar Helgi, Guðmundur og aðrir aðstand- endur, ykkur votta ég mína dýpstu samúð. Kristjana. EINAR H. ZOËGA ✝ Karlotta MaríaFriðriksdóttir frá Hóli við Nesveg fæddist þar 3. júlí 1911. Hún lést á öldrunardeild Land- spítala Landakoti 5. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru hjónin Ingi- leif Alfífa Magnúsdóttir, ættuð frá Skógarnesi á Mýrum, og Friðrik Friðriksson, frá Hóli á Stokkseyri. Hún var sjöunda í ellefu systkina hópi, þrjú systkinanna létust ung börn og önnur þrjú Gunnhildi Höskuldsdóttir. Börn Ólafs eru: a) Þröstur, f. 10. jan. 1962, kvæntur og á tvær dætur; b) Ásta María, f. 5. ágúst 1963, d. 18. mars 1990; c) Ingvar Þór, f. 28. ágúst 1966, í sambúð, á tvö börn og einn fósturson; d) Ásta Sigríð- ur, f. 23. ágúst 1967, gift og á tvö börn; e) Auðunn Snævar, f. 16. desember 1973, kvæntur og á eina dóttir; og f) Guðbjartur Karlott, f. 11. sept. 1975, kvæntur og á eina dóttir. 3) Ingileif Guðrún, f. 22. nóvember 1947, börn hennar eru: a) Ögmundur Gretar, f. 10. jan. 1968; b) Karl Friðrik, f. 17. des- ember 1975, í sambúð, á dóttur og fósturson; c) Einar Bragi, f. 19. desember 1980; d) Hlynur Ingi, f. 26. ágúst 1986; og e) fóstursonur Þorbjörn Ingi, f. 28. mars 1972, kvæntur. Útför Karlottu var gerð 21. nóvember, í kyrrþey að ósk hinn- ar látnu. ungar manneskjur, en fimm komust til full- orðins ára. Hinn 23. mars 1942 giftist Karlotta Ög- mundi Sigurði Eli- mundarsyni frá Dvergasteini á Hellis- sandi, f. í Keflavík við Hellissand á Snæfells- nesi á Jónsmessu 24. júní 1911, d. á Vífils- staðaspítala 24. jan- úar 1989, og eignuð- ust þau þrjú börn. Þau eru: 1) Elimund- ur Snævar, f. 15. apríl 1943, d. 26. ágúst 1943. 2) Ólafur Snævar, f. 18. júní 1944, kvæntur Elsku mamma. Nú er komin kveðjustund og hugurinn fyllist af minningum, minningum um góða og glaða daga í öryggi og hlýju hjá kærleiksrík- um foreldrum. Minningarnar frá Hól eru sveip- aðar ævintýraljóma í huga mínum, hvergi annars staðar hef ég fundið þessa hlýju og öryggi eins og á Hól, mér fannst litla húsið og lóðin í kring vera öruggasti staður sem fyndist á jörðinni. Við Óli bróðir vorum svo umvafin kærleika og þið pabbi unnuð okkur, hvort öðru og heimilinu á þann hátt að það duldist engum að litla fjöl- skyldan var það sem líf ykkar sner- ist um. Það eru ljúfar minningar að hugsa um síðkvöldin, þegar þú sast við orgelið og spilaðir og við sung- um öll saman, enda kunni ég sem barn ógrynnin öll af vísum og ljóð- um, sem sungin voru heima. Þú bjóst hvergi jafnlengi og á Hól, enda fæddist þú þar og bjóst þar í 46 ár, eða þar til við fluttum að Völlum þar sem við vorum í þrjú ár en þá fórum við í Stigahlíðina þar sem þú bjóst í þrjátíu ár en þá fórst þú, eftir að pabbi lést, í Furu- gerði þar sem þú bjóst til æviloka. Öll þessi heimili þín áttu það sameiginlegt að það var alltaf jafn- gott að koma til þín í heimsókn og alltaf var jafnvel og hjartanlega tekið á móti öllum og skipti þá ekki máli hvort gesturinn var ungur eða gamall eða af hvaða þjóðfélagsstig- um hann var, það var jafnvel tekið á móti öllum. Elsku mamma, ég vil þakka þér af öllu hjarta allan þann kærleika og alla þá vináttu sem þú gafst mér og ekki síður börnunum mínum og ég vil þakka ykkur pabba alla hjálpina í gegnum árin því ekki veit ég hvað hefði orðið um mig og strákana mína ef við hefðum ekki átt ykkur að. Sérstaklega vil ég þakka ykkur alla umhyggjuna sem þið báruð fyrir Ödda mínum og fyr- ir að hafa hann svona mikið hjá ykkur. Eftir að pabbi dó varst þú sami trausti bakhjarlinn sem við áttum öruggt skjól hjá og gátum alltaf leitað til, því alltaf fann mað- ur hjá þér hlýju, ást og vináttu. Þú varst félagslynd, músíkölsk og fjölhæf kona og þér féll aldrei verk úr hendi og þú varst okkur systkinunum og barnabörnunum góð fyrirmynd og ég vona að mér takist að feta í fótspor þín að ein- hverju leyti, þó að ég verði kannski aldrei sem þú, því þú varst stór- brotin og sterk kona sem hafðir sterk áhrif á samferðamenn þína og þeir sem kynntust þér munu aldrei gleyma þér. Þú varst orðin níutíu og tveggja ára er þú kvaddir og þú varst þreytt og þig var farið að langa „heim“ heim til Drottins að hitta alla ástvini þína sem farnir voru á undan þér og eru þeir margir því það fylgir því að verða aldraður að maður verður að horfa á eftir mörgum af sínum nánustu. Öll systkini þín voru farin á undan þér, nú síðast hún Ása systir þín og besta vinkona sem dó í febrúar á þessu ári, það var þér erfitt elsku mamma, en nú ertu komin til henn- ar, pabba, Snævars, Ástu og allra hinna sem þú saknaðir. Elsku mamma, góða ferð og góða heimkomu, ég veit að nú ertu þú sæl heima hjá Guði með ástvin- um þínum. Allt frá því að ég var barn hef ég kviðið þeim degi þegar ég þyrfti að kveðja þig í hinsta sinn, elsku mamma mín. Nú hefur sá dagur runnið upp og vissulega var hann eins erfiður og ég hafði reiknað með en þú varst búin að undirbúa mig svo lengi undir hann að ég undrast sjálf hve mér gengur að sætta mig við það að þú ert farin, farin heim. Þú sagðir við mig að þú værir orðin gömul og þreytt og þótt ég upplifði þig aldrei sem gamla konu því þú barst þig alltaf svo vel og allt þitt fas öll þín útgeislun minnti ekki á gamla konu þá vissi ég að þú varst búin að fá nóg og að þú varst tilbúin að fara sátt við Guð og menn og eins og þú sagðir sjálf „ég er tilbúin þó að það væri strax í dag og segi bara takk fyrir mig“ og því segi ég nú, elsku mamma, minningin um allar góðu stundirn- ar okkar saman mun hjálpa mér þegar söknuðurinn verður erfiður, takk mamma mín fyrir allt og allt, sjáumst glaðar í ríki Guðs, þegar minn tími kemur. Þín dóttir Ingileif. Þá er kallið komið, amma mín, og ég veit þú ert því fegin. Á móti þér tóku þau sem fóru á undan – afi, Ásta María, uppeldisdóttir þín, systkini þín og vinir. Það hafa orðið miklir fagnaðarfundir. Glaðværð og hjartagæska ein- kenndu heimilislífið og þar var allt- af tekið vel á móti lítilli stelpu sem þekkti ömmu og afa ekki ýkja vel og furðaði sig á væntumþykjunni og faðmlögunum. Seinna þegar ég var orðin ung kona kynntist ég þér á mínum forsendum. Þú tókst alltaf á móti mér með þéttu faðmlagi og ég naut þess að eiga með þér sam- verustund. Þú varst fróð, fylgdist vel með þjóðmálum og hafðir skoð- un á öllum hlutum. Fjölskyldan og velferð barna þinna og barnabarna var þér allt. Svo komu barnabarnabörnin eitt af öðru og þegar komið var inn í litlu íbúðina þína og við blöstu barna- myndir uppi um alla veggi sást glöggt hvað fullkomnaði þitt líf. Þú varst ekta amma, með ljósa lokka og í rósóttum kjólum, svo hlý og góð manneskja. Þú varst líka ekta vinkona sem gaman var að spjalla við, last hugsanir og gafst góð ráð þegar þeirra var þörf. Mér er minnisstæð ferð okkar á kaffi- húsið í Ráðhúsi Reykjavíkur og hvað ég var montin af þessari fal- legu, fullorðnu konu mér við hlið. Hafðu þökk fyrir allt og allt, elsku amma mín, Guð blessi fjöl- skylduna og minningu þína. Þín stelpa og vinkona, Ásta Sigríður Ólafsdóttir. Elsku amma, okkur bræðurna langar til að kveðja þig hér með fá- einum orðum og þakka þér fyrir allt sem þú varst okkur. Við áttum öruggt skjól hjá þér og það var alltaf svo notalegt að koma í heimsókn til þín, bæði í Stigahlíðina og Furugerðið. Það var svo notalegt að sitja hjá þér og afa í eldhúsinu í Stigahlíðinni og borða nýbakaðar kleinur eða pönnukökur og rabba við þig, þú gafst þér alltaf tíma til að spjalla og gerðir mikið að gamni þínu við okkur. Það voru ekki margir af okkar vinum sem áttu ömmur sem þeir gátu leitað til og talað við eins og við gátum talað við þig. Þú læt- ur okkur eftir dýrmætar minningar um einstaka ömmu, þú varst okkur góð fyrirmynd, svo sterk, heillynd, traust og góð manneskja. Við vitum að nú ertu komin til afa, litla drengsins þíns, Ástu Mar- íu og allra ástvina þinna sem voru farnir á undan þér og við vitum að nú líður þér vel. Það er erfitt að kveðja og við munum alltaf sakna þín, elsku amma. Þakka þér fyrir allar ánægjustundirnar og megi góður Guð launa þér ríkulega allan kær- leikann sem þú sýndir okk Guðs barn deyr sælt, það deyr í Jesú örmum, frá dánarbeð það fer með englum heim. Við bylgjur Jórdans bros er því á hvörmum og borg Guðs sér það, ljóss í fögrum geim. Svo kom þú, dauði, Drottinn þegar býð- ur, í Drottins nafni er ég tilbúinn. Er boðskapur Guðs barst mér eng- ilþýður þá bauð ég Kristi strax í hjartað inn. (Höf. ók.) Kær kveðja, þínir dóttursynir, Ögmundur, Karl, Einar, Hlynur og Þorbjörn. KARLOTTA MARÍA FRIÐRIKSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.