Morgunblaðið - 07.12.2003, Síða 48

Morgunblaðið - 07.12.2003, Síða 48
48 SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ                      BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. UNDIRRITAÐUR sendi svolítinn pistil í blaðið um daginn og var þar að rifja upp haustið 1963 og upphaf bítlaæðisins. Þar láðist að nefna til sögunnar Savannatríóið. Svo vill til að upphaf Savannatríós- ins fellur alveg saman við upphaf bítlaæðisins. Svavannatríóið hélt fyrstu tónleika sína á nýársdag 1963 um líkt leyti og Bítlarnir gáfu út fyrstu plötur sínar. Fyrstu stóru plötu sína sendi Savannatríóið ein- mitt frá sér haustið 1963, í sama mund og bítlaæðið náði Íslands- ströndum. Engir aðrir sendu frá sér stóra plötu á þessum árum hér uppi á skerinu, ef mér skjöplast ekki þeim mun meira. Fyrir mitt leyti má eig- inlega líta á Savannatríóið sem hina íslensku bítla, með allri virðingu fyrir Hljómum og öðrum sporgöngusveit- um Bítlanna og án tillits til þess hvort þeir tríómenn kæra sig nokkuð um þessa samlíkingu. Vissulega fylgdi þeim ekki neitt tiltakanlegt fár í lík- ingu við bítlaæðið, og þó, en það breytir ekki því að þeir voru sú ís- lensk hljómsveit sem setti ríkast mark sitt á þennan tíma. Þeir komu inn í tómarúm sem myndaðist þegar gullöld hinna eldri tónlistarmanna eftirstríðsáranna, svo sem þeirra KK, Svavars Gests og Hauks Mortens, leið sitt skeið og brúuðu það með glæsibrag. Á einu bretti færuð þeir okkur aft- ur, liggur mér við að segja, stóran og rykfallinn hluta íslenskrar menning- ar í sannkölluðum viðhafnarbúningi og veittu henni endurnýjaða lífdaga og mörgum innblástur. Úr þessu blandi Savanna og Bítla varð einkennilegur kokkteill sem við supum, kynslóð á mótunarskeiði, og mér er spurn hvernig hefði farið ef þeirra hefði ekki notið við, nógu illi- lega hallaði undan fyrir gengi ís- lenskunnar og gæðum við textagerð með vaxandi áhrifum engilsaxnesk- unnar á næstu árum. Það leið svo drjúgur áratugur áður en ærlega var spyrnt við gegn þeirri öfugþróun að textar væru á ensku og miður vel lag- aðir, hvernig sem á þá var litið, með virðingarverðum undantekningum, t.d. Ómars Ragnarssonar. Þeir sem að því stóðu þá hafa sumir fengið við- urkenningu framlags síns. Það var svo á degi íslenskrar tungu að mér varð hugsað hvort þeir Sav- annatríósmenn hefðu nokkurn tíma verið heiðraðir fyrir framlag sitt til ís- lenskar menningar og ef ekki, hvort ekki væri kominn tími til þess. Er ekki eitthvað til sem heitir „Hin ís- lensku menningarverðlaun“? Vissulega hefur fáum fallið meiri heiður í skaut en þeim að koma fram í fyrstu útsendingu íslensks sjónvarps, ásamt með Nóbelsskáldinu, þegar öllu því frambærilegasta var tjaldað til. Það segir væntanlega sína sögu. En vel að merkja: Hvaðan kom nafnið! HJALTI ÞÓRISSON, Laugateig 37, Reykjavík. Savannatríóið og bítlagargið Frá Hjalta Þórissyni FYRST kom Davíð með Hallgrím Pétursson og lék fyrsta leikinn í þekktu leikriti um götustrákinn og hinn slynga stjórnmálamann. Davíð er lipur og eitthvað er það í þjóðarsál- inni sem gerir það að verkum að þeg- ar að leikslokum kemur er klappað fyrir Davíð eftir að hann hefur staðið að tjaldabaki þangað til þjóðin er bú- in að gleyma til hvers Hallgrímur Pétursson kom fram í fyrsta þætti. En nú í lok ársins 2003 er allt í einu komin samkeppni. Og yfirboð að sjálfsögðu. Steingrímur Sigfússon stígur í pontu alþingis og leiðir sér við hönd sjálfan Jesú sem ekki orti magnþrungið trúarljóð sem er heimsfrægt á íslandi en útlendingar skilja ekki vegna þess að þeir þekkja ekki alla leikarana og tilfinningarnar sem tengjast fólkinu í baðstofu Hall- grims Péturssonar. En þessi uppákoma á alþingi sem þeir Davíð og Steingrímur tengja lágkúru dægurþrassins, vekur upp þá spurningu hvot ekki sé kominn tími til að leiða fram nýja frambjóð- endur. Ekki er að sjá að nýju þing- mennirnir, allavega ekki þeir á hægri væng, séu á því plani að Davíð þurfi ekki að sparka í þá eins og klofnu Heimdellingana sem ekki skilja að Davíð er búinn að selja allt og borga út arfinn til „flokksins og setja vel- ferðarkerfið í úboð. Og Davíð sjálfum er brugðið. Áður skrifaði hann kosningaloforðin á blað og kom með það í næstu kosningum og krossaði við „efnd“ kosningaloforð 100%. Nú er öldin önnur. Langir lof- orðalistar en kosningaloforðin efnd með vígslum. Tröllin í fjöllunum munu ekki hlæja þegar þau sjá öll götin í fjöllunum sem þau rata ekki um eftir næstu kosningar. Og þegar Davíð kemur á næsta Landsfund og segir söguna um það þegar hann náði í 400 þúsundin þá verður hann spurð- ur hvar þeir séu sem tóku út 40 millj- arða. Þeir eru ekki á Landsfundin- um! Þetta þarf ekki að ræða meira. Leikritinu er lokið. Jaðarflokkarnir Sjálfstæðisflokkurinn og Samylking- in sem eru heildstæðust að innri gerð ættu að mynda meirihlutastjórn sem getur stjórnað. Í gegnum slíka stjórn liggur efnislegur og huglægur valda- kjarni í þjóðfélaginu. Bíðið ekki. Leit- ið í það gildismat sem best hefur dug- að, kristilega siðfræði. Sá klónaði gullkálfur sem örlítill hluti jarðarbúa hrærir í er ekki það sem bjargar. Að bíða eftir 10 tonna móðursprengjunni til bjargar er blekking. Það verða tugmilljónir einstaklinga sem munu flæða yfir okkur og leggja borgirnar í rúst án þess að skemma eitt einasta hús. HRAFN SÆMUNDSSON, fyrrv. atvinnumálafulltr. Í baðstofu Hallgríms Péturssonar Frá Hrafni Sæmundssyni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.