Morgunblaðið - 22.12.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.12.2003, Blaðsíða 12
VESTURLAND 12 MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Ólafsvík | Það var kátt á hjalla í leik- skólanum Krílakoti í Ólafsvík er litlu börnin héldu jólatrésskemmtun. Börnin voru að vonum prúðbúin og stillt að venju. Dönsuðu þau í kring um jólatré og sungu jólalög af mikilli innlifun. Í miðjum söng birtust tveir jólasveinar og hlupu börnin þá upp til handa og fóta að taka á móti þessum óvæntu gestum. Var þeim jólasveinum, Stúfi og Hurðaskelli, að sjálfsögðu boðið inn fyrir enda komu þeir með stóran poka af gjöfum. Stúfur og Hurða- skellir tóku þátt í skemmtanahöld- unum með börnunum og sungu nokk- ur jólalög. Síðan útbýttu þeir jólapökkum við mikla hrifningu barnanna, áður en þeir héldu til fjalla.Morgunblaðið/Alfons Jólaskemmtun í Krílakoti Búðardalur | Það var notaleg stund sem fólkið átti á Eiríks- stöðum sl. fimmtudag. Greni- greinar höfðu verið lagðar á moldargólfið og í eldstæðinu log- uðu kerti. Þarna voru bæði börn og fullorðnir í hlutverki flytjanda og gafst mönnum færi á að hlýða Gestir fengu kakó, klatta, klein- ur og epli. Ekki spillti það fyrir að snjóað hafði um nóttina og myndaðist yndisleg jólastemning inni í þessu sérsæða húsi þar sem menn sátu á gæruskinnum í rekkjunum við eldstæðið og nutu kvöldsins. á jólasögur, kvæði Dalaskáldsins Jóhannesar úr Kötlum og frá- sagnir af því hvernig jólin voru í gamla daga. Sungnir voru jóla- söngvar við undirleik harmonikku og þverflautu og séra Óskar Ingi, einn af frumkvöðlum í byggingu þessa húss, flutti jólahugvekju. Jólastund á Eiríksstöðum Morgunblaðið/Helga H. ÁgústsdóttirHlustað af athygli, Arnar, Lóa, Fjóla og Magnea. Fullt hús af hestum í stað kjúklinga ÞAÐ VAR í nógu að snúast hjá ábú- endunum Helga Gissurarsyni og Rósu Emilsdóttur sem búið hafa á Mið-Fossum í fimm ár. Þau fluttu úr Mosfellsbænum en Helgi var starfs- maður Reykjagarðs og var búinn að ráða sig sem bústjóra á fyrirhuguðu kjúklingabúi sem setja átti á stofn á Mið-Fossum. Þá hófst löng bið eftir leyfi fyrir rekstri búsins og fyrir rúmum tveimur árum keypti Ár- mann Ármannsson útgerðarmaður jörðina. Hann hugðist einnig reyna fyrir sér í kjúklingaframleiðslunni en eftir að ljóst var að aldrei fengist leyfi fyrir slíkum rekstri á jörðinni ákvað hann að breyta fjósinu, sem ætlunin var að yrði undir kjúk- lingana, í hesthús. Rósu og Helga finnst gott að vera í sveitinni og segja að þeim líði vel á Mið-Fossum. Íbúðarhúsið og að- staðan fyrir hestana væru upp á það besta og staðsetningin góð. „Hingað kemur margt fólk eftir að hesthúsið var tekið í notkun og þegar allir sem ætla að vera með hesta á húsi hér verða búnir að taka inn verður mik- ið líf í kringum þetta,“ sagði Rósa. Dætur þeirra Rósu og Helga þær Sigrún Rós, sjö ára, og Gyða, fjög- urra ára, taka af lífi og sál þátt í Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir Helgi Gissurarson og Rósa Emilsdóttir á Mið-Fossum. Með á þeim eru dæturnar, Sigrún Rós og Gyða. hestastússinu og undu sér greini- lega vel í hesthúsinu. Barnahestarn- ir létu sér vel líka að þær kæmu inn í stíu til þeirra á milli þess sem þær kíktu á kanínurnar sem geymdar eru í einni stíunni. Heppin að hafa hesta í húsinu „Hugsið ykkur hvað við erum heppin að hér eru hestar en ekki kjúklingar,“ varð Ármanni að orði þegar rætt var um kosti nýja hest- hússins. „Þetta er það eina rétta,“ bætti hann við og sagði að auðvitað væru hestarnir það sem þau hefðu öll fyrst og fremst áhuga á. Það er hátt til lofts og vítt til veggja í hesthúsinu. Innréttingar eru frá Ragnari Valssyni, en voru hannaðar af Ingólfi Jónssyni. Hest- húsið er mjög rúmgott og bjart, en stíur eru með veggjum og einnig eins og eyja í miðju húsinu. Notuð eru plastborð í innréttingarnar, græn að lit, sem gefa hlýlegt yf- irbragð og eru auk þess hljóðdeyf- asdish@mbl.is Laugardagur rétt fyrir jól og líf og fjör í nýja hesthúsinu á Mið- Fossum í Andakíl. Verið var að sortera hross sem áttu að fara í nýja girðingu, nágrannar komu að spyrjast fyrir um týndar kindur og aðrir að sækja hesta. Ásdís Haraldsdóttir leit inn í nýtt og glæsilegt hesthúsið. andi. Pláss er fyrir 39 hesta í ýmist eins eða tveggja hesta rúmgóðum stíum. Í húsinu eru fimm sérstakar stíur fyrir stóðhesta. Skítnum úr hverri stíu er mokað niður í stórt haughús í gegnum lúgu en dren- mottur eru í hverri stíu. Útbúin hef- ur verið reiðskemma, 12x36 metrar að stærð, í hlöðu sem áföst er hest- húsinu og hægt er að hleypa hross- unum út í tvö rúmgóð gerði fyrir ut- an húsið. Þau Helgi og Rósa eru með sín hross í húsinu auk þess sem Helgi tekur að sér tamningar fyrir aðra. Þá leigja þau Heiða Dís Fjeldsted og Jakob Sigurðsson tíu pláss, en þau stunda einnig tamningar og þjálfun hrossa. Eftir áramót mun svo hestum fjölga mikið í húsinu því nemendur á Hvanneyri ætla að vera þar með hross. Enn eru þó eftir nokkur pláss sem þau hyggjast leigja út. Næsta skref að gera góðan kynbótavöll Framkvæmdagleðin er enn áber- andi þrátt fyrir að nýlokið sé við að klára hesthúsið. Þau Helgi, Rósa og Ármann sögðu að næsta skref væri að byggja góðan völl, rétt hjá hest- húsinu, því sárlega vantaði einn slík- an í héraðið til dæmis fyrir kynbóta- sýningar. Þau sögðu að viðræður hefðu verið í gangi við Hestamanna- félagið Faxa um samstarf við gerð vallarins og sögðust þau bjartsýn á að ekki liði á löngu þar til hann yrði að veruleika þótt ekki væri ákveðið með hvaða hætti samstarfið yrði. Ólafsvík | Söngkvartettinn Rúdolf hélt tónleika í félagsheimilinu Klifi, í Ólafsvík, fimmtudaginn 11. des- ember sl. Efnisskrá tónleikanna var að stórum hluta tileinkuð sígild- um dægurlögum liðinna ára, bæði innlendum og erlendum, en einnig flutti Rúdolf jólalög frá ýmsum tím- um. Á fyrri hluta tónleikanna voru m.a. flutt lög sem eru á nýjum geisladiski kvartettsins, Allt annað! og má þar nefna lög Sigfúsar Hall- dórssonar Játning, Í grænum mó, Tondeleyjó og Lítill fugl, Spilverks- lagið Icelandic cowboy og Því ertu svona uppstökk eftir Ólaf Gauk. Á seinni hluta tónleikanna færði söngkvartettinn sig í jólastemmn- inguna og fllutti jólasöngdagskrá sem spannaði allt frá íslenskum há- tíðarlögum til sprelllaga sem snerta jólaþjóðtrú Íslendinga og einnig heyrðust lög eins Hátíð fer að höndum ein, Það á að gefa börn- um brauð og ýmis önnur lög um jólasveinana, systkini þeirra og síð- ast en ekki síst jólaköttinn. Efnis- skráin höfðaði því til fólks á öllum aldri. Söngkvartettinn Rúdolf hefur starfað í rúm 10 ár og haldið fjölda tónleika bæði á höfuðborgarsvæð- inu og víða um land. Fyrstu árin flutti Rúdolf nánast eingöngu jóla- tónlist sem komið hefur út á tveim- ur geisladiskum, „Rúdolf jóla- söngvar“ 1995 og „Jólavaka“ árið 1997. Rúdolf hefur hvarvetna hlotið lofsamlega dóma fyrir söng sinn án undirleiks sem þykir í senn fag- mannlegur og nýstárlegur. Flest lög kvartettsins eru sérútsett fyrir Rúdolf af Skarphéðni Hjartarsyni, tenórsöngvara hópsins en auk hans eru í kvartettinum Sigrún Þor- geirsdóttir, sópran, Þór Ásgeirs- son, bassi og Soffía Stefánsdóttir. Fjölmargir gestir voru viðstaddir tónleika söngkvartettsins sem var í boði lista- og menningarnefndar Snæfellsbæjar, og voru gestir yfir sig ánægðir með tónleikana. Tónleikar í Félags- heimilinu á Klifi Morgunblaðið/Alfons Skarphéðinn Hjartarson, Sigrún Þorgeirsdóttir, Soffía Stefánsdóttir og Þór Ásgeirsson á tónleikum í Félagsheimilinu á Klifi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.