Morgunblaðið - 10.01.2004, Page 29
ÁRBORGARSVÆÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 2004 29
Selfoss | „Ég byrjaði að vinna í
Mjólkurbúi Flóamanna 1. maí 1953,
kom þá beint úr Skógaskóla 19 ára
gamall, sótti um vinnu og fékk
hana. Ég byrjaði í brúsunum og
vann við að keyra þá út á pall þar
sem þeim var raðað eftir númerum.
Þetta fyrsta ár mitt fékk ég nafnið
„bruseknægt“ sem var brúsastrák-
ur á mjólkurbúsdönsku,“ segir
Baldur Bjarnarson, mjólkurfræð-
ingur á Selfossi, sem var heiðraður
í myndarlegu morgunkaffi starfs-
manna á gamlársdag fyrir 50 ára
starf hjá MBF en þann dag voru
nokkrir starfsmenn kvaddir eftir
áralangt starf hjá fyrirtækinu.
Baldur fæddist 28. september
1934 í húsinu Fagurgerði á Selfossi
sem stendur við samnefnda götu.
Hann byggði hús aðeins neðar í
götunni þar sem hann bjó ásamt
konu sinni Gunndísi Sigurð-
ardóttur. Nú búa þau á Seftjörn 8 á
Selfossi.
„Það var gott að alast upp á Sel-
fossi, nóg pláss fyrir okkur krakk-
ana sem vorum hér á þessum tíma.
Það var alltaf eitthvað að gerast
enda fór vöxtur bæjarins á fulla
ferð á stríðsárunum. Það var stöð-
ugt verið að byggja ný hús; bankinn
reis, Kaupfélagið, Selfossbíó og síð-
an hvert einbýlishúsið af öðru. Það
var alltaf mikil tiltrú á staðinn og
fólk tók þátt í uppbyggingunni.
Þetta er ósköp svipað núna, húsin
æða upp og fólk flytur hingað, bæði
ungt og gamalt. Mér líst mjög vel á
alla þessa uppbyggingu,“ segir
Baldur og jafnar uppbyggingunni
nú við árin í kringum 1950 þegar
veruleg fjölgun varð á Selfossi.
Það var vel tekið á móti manni
„Maður þekkti nú til í gamla
mjólkurbúinu eftir að hafa verið að
sniglast þar um sem krakki en við
fórum oft með smáaura til að kaupa
okkur skyrslettu. Það var vel tekið
á móti manni þarna þegar ég byrj-
aði að vinna. Það var mikill léttleiki
yfir mönnum og gaman að vera
vinnumaður þarna. Það var auðvit-
að hávaði í brúsavinnunni en samt
hressandi eins og hefur reyndar
verið alla tíð.
Nú mér líkaði þetta svo vel að ég
sótti um að fara að læra mjólk-
urfræði og var tekinn inn með því
eina skilyrði að ég þyrfti að fara til
Danmerkur í skóla og það gerði ég.
Þessi áhersla á menntun hefur allt-
af verið rauður þráður í búinu og
komið því í fremstu röð.
Námið var fjögur ár eins og í öðr-
um iðngreinum og hluti námstím-
ans í Danmörku. Ég fór í skóla í
átta mánuði í Ladelund á Jótlandi
þar sem ég vann meðal annars í
litlu mjólkurbúi. Þarna fékk maður
vísindalegu hliðina á mjólkurfræð-
inni. Ég var svo heppinn að meðan
ég var í námi var verið að byggja
nýja mjólkurbúið og ég byrjaði að
vinna þar þegar ég kom heim.
Þessi mikla áhersla á menntun og
tækninýjungar hefur haldið okkur í
fremstu röð og við höfum alltaf
haldið takti við Dani í framleiðslu
og tekið upp nýjungar sem hafa
verið á döfinni. MBF hefur alltaf
verið í fremstu röð og var um tíma
stærsta mjólkurbúið á Norðurlönd-
unum. Metnaðurinn hefur alltaf
verið mikill, ekki bara hjá stjórn-
endum heldur líka hjá okkur starfs-
mönnunum. Þetta var smitandi og
manni fannst sjálfsagt að hafa það
svona. Það hefur alltaf verið góður
andi í Mjólkurbúinu, eins konar
keppnisandi sem hefur drifið menn
áfram. Svo var sjálfsagt að vera
með glósur og glens sem létti upp
andann og losaði um þreytuna.
Þetta var auðvitað mikil erf-
iðisvinna á köflum á fyrstu árunum
þegar allt var unnið á höndunum en
einhvern veginn var það þannig að
menn espuðust upp í að standa sig
og það hljóp drift í mannskapinn að
klára verkin. Nú er vélvæðingin
meiri og afköstin margföld. Mjólk-
urbúið hefur alltaf verið mjög
traustur vinnustaður, maður fékk
alltaf kaupið sitt á réttum tíma og
það kunni maður að meta, aldrei
neinir hnökrar á því. Það fylgdi því
mikið öryggi að vinna í Mjólk-
urbúinu.
Aldrei með hendur í vösum
Mér finnst þróunin í mjólkuriðn-
aðinum standa upp úr og að menn
skuli hafa fylgst með og geta verið í
fremstu röð, ekki bara á Íslandi
heldur einnig á Norðurlöndunum,
það sýna gullpeningarnir sem kom-
ið hafa með vörum sem sendar hafa
verið á sýningar. Þetta gerist ekki
af sjálfu sér.
Ég var fyrsti lærlingurinn hjá
Grétari Símonarsyni mjólk-
urbústjóra. Hann keyrði búið áfram
og fylgdist vel með nýjungum. Ég
hafði alltaf gaman af því að einu
sinni átti Grétar leið um vélasalinn
þar sem ég var á vappi með hendur
í vösum en það var nokkuð sem
ekki mátti sjást í dönskum mjólk-
urbúum. Um leið og Grétar gekk
framjá mér sagði hann: „Hvað, ertu
með hendur í vösum?“ Eftir þetta
kom það aldrei fyrir aftur.
Mér finnst gaman að hugsa til
þess að í þessari framleiðslu sem
maður kynntist í MBF, öllum fram-
leiðsluþáttum, að um tíma var ég
eini maðurinn á landinu sem
strokkaði smjör. Nú er í búinu tæki
sem annast þetta og býr til smjör
fyrir allt landið,“ sagði Baldur
Bjarnarson, mjólkurfræðingur á
Selfossi.
Baldur Bjarnarson byrjaði í MBF sem brúsastrákur fyrir 50 árum
Metnaður og keppnisandi
drifu menn áfram
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Starfslok: Baldur Bjarnarson með áletraðan vasa og blómakörfu frá Mjólk-
urbúi Flóamanna í tilefni starfsloka hans þar. Litla myndin í blómakörf-
unni er af gamla Mjólkurbúinu á Selfossi sem Baldur starfaði í fyrsta árið.
Staða skólastjóra | Umsóknir um
stöðu skólastjóra Suðurbyggðar-
skóla voru lagðar fram á bæjarráðs-
fundi Árborgar 8. janúar. Umsækj-
endur eru: Birgir Edvald, Einar
Þorvaldur Eyjólfsson, Guðmundur
Ólafur Ásmundsson, Guðrún Péturs-
dóttir, Jónína Rós Guðmundsdóttir,
Páll Leó Jónsson og Valtýr Valtýs-
son. Bæjarráð samþykkti að vísa
umsóknunum til umsagnar skóla-
nefndar grunnskóla. Páll Leó Jóns-
son vék af fundi við afgreiðslu máls-
ins.
Morgunblaðið/Sigurður Jósson
Bæjarmál í Árborg
Hveragerði | Við síðari umræðu um
fjárhagsáætlun Hveragerðisbæjar
þann 29. desember síðastliðinn sat
minnihlutinn hjá en kom með at-
hugasemdir sínar í eftirfarandi bók-
un.
„Það er ljóst að í árslok 2004 verða
heildarskuldir Hveragerðisbæjar
rúmlega 1 milljarður og 368 milljónir
króna. Það er aukning um rúmar 280
milljónir frá lokum ársins 2002. Í lok
ársins 2004 mun hver einstaklingur í
Hveragerði því skulda um 720 þús-
und ef áætlanir meirihlutans ganga
eftir.
Það er áhyggjuefni að bilið milli
aukningar skulda og tekna er að
breikka og því miður gefa nýjustu
tölur Hagstofunnar um fólksfjölgun
ekki vísbendingu um það að tekjur
bæjarfélagsins taki stórum breyt-
ingum á komandi ári. Þess í stað er
ljóst að rekstur bæjarfélagsins mun
taka sífellt meira til sín með tilkomu
ýmissa skuldbindinga sem sam-
þykktar hafa verið að undanförnu og
festa bæjarfélagið enn frekar en orð-
ið er í þungri rekstrarstöðu.
Það er ljóst að skuldir bæjar-
félagsins hafa aldrei verið meiri. Að-
hald í rekstri er lítið og ekkert útlit
fyrir breytingu þar á. Rekstri bæj-
arfélagsins er stefnt í mikla tvísýnu
ef fram fer sem horfir. Við þessari
þróun vörum við sjálfstæðismenn
eindregið.
Óstjórn og lausatök eru ólíðandi
með öllu í jafn vandasömum rekstri
og rekstur bæjarfélags er,“ segir í
bókun minnihlutans í Hveragerði.
Segja rekstri
bæjarins stefnt
í tvísýnu
Þorlákshöfn | Nýtt kaffihús var opn-
að í Þorlákshöfn 3. janúar og hlaut
það nafnið Ráðhúskaffi. Það er til
húsa í Ráðhúsi Ölfuss. Hjónin Hafdís
Óladóttir og Jóhannes Bjarnason
hafa tekið minni sal Ráðhússins á
leigu af bæjarfélaginu og er samning-
urinn til þriggja ára. Í vígsluathöfn
sem boðið var til mætti fjöldi manns
til að fagna þessum tímamótum og
þáði léttar veitingar.
Hafdís Óladóttir er íbúum Þorláks-
hafnar að góðu kunn. Hún hefur rekið
Skálann í fimm ár og heldur því áfram
en áður var hún verslunarstjóri KÁ í
Þorlákshöfn og þar að auki hefur hún
starfað sem veitingastjóri á veitinga-
húsinu Inghóli á Selfossi og Hótel Sel-
fossi. Jóhannes, sem vinnur að rekstr-
inum með Hafdísi og börnum þeirra
tveimur, starfaði áður sem fangavörð-
ur á Litla-Hrauni.
Hafdís sagði að sér litist vel á rekst-
urinn, hún hefði ákveðið að fara gæti-
lega af stað en smáauka reksturinn.
Fyrst um sinn verður opið alla virka
daga frá 11–17 en föstudags- og laug-
ardagskvöld frá 20–01. Boðið verður
upp á heitan mat í hádeginu alla virka
daga. Hægt er að panta kvöldverð
fyrir smáa sem stóra hópa á kvöldin.
Hafdís sagðist stefna að því að bjóða
upp á ýmsa menningarlega viðburði á
kvöldin og til stæði að setja upp að-
stöðu svo horfa mætti á boltann í
beinni.
Þegar matarveislur verða mun
Þórir Erlingsson, bróðursonur Jó-
hannesar, aðstoða við matseldina, en
hann rak áður Kaffi Lefolí á Eyrar-
bakka.
Ráðhúskaffi
opnað í
Þorlákshöfn
Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson
Fjölskyldan sem sér um reksturinn: Hafþór Oddur Jóhannesson, Linda Rós
Jóhannesdóttir, Þórir Erlingsson, Hafdís Óladóttir og Jóhannes Bjarnason.
Endurskoðar aðild | Bæjarráð
samþykkti á fundi 8. janúar að skipa
starfshóp um endurskoðun aðildar
sveitarfélagsins að Samtökum sveit-
arfélaga á Suðurlandi. Bæjarstjórn
samþykkti að taka aðild að SASS til
endurskoðunar í kjölfar aðalfundar
samtakanna þar sem Ragnheiður
Hergeirsdóttir bæjarfulltrúi fór
halloka í formannskjöri. Eftirtaldir
bæjarfulltrúar voru skipaðir í starfs-
hópinn: Þorvaldur Guðmundsson,
Ragnheiður Hergeirsdóttir, Torfi
Áskelsson og Margrét K. Erlings-
dóttir.
Tónlistarnám | Bæjarráð sam-
þykkti á fundi sínum 8. janúar að
framlengja ekki reglur sem settar
hafa verið um greiðslur fyrir tónlist-
arnám í Reykjavík, því verður ekki
um frekari greiðslur að ræða vegna
tónlistarnáms íbúa Árborgar á fram-
haldsstigi í Reykjavík. Bæjarráð
lýsti vonbrigðum með það að ekkert
skuli hafa miðað í viðræðum við ríkið
um tónlistarnám á framhaldsstigi.