Morgunblaðið - 10.01.2004, Side 30
LANDIÐ
30 LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Stykkishólmur | Mjög góð nýting var hjá
Breiðafjarðarferjunni Baldri síðasta sumar.
Alls flutti Baldur 32.310 farþega á síðasta ári
sem er 700 farþegum fleiri en árið áður. Á
sumrin er bílapláss ferjunnar svo til fullnýtt
og rúmlega það. Farþegafjöldinn tekur mið
af þeirri staðreynd, þar sem flestir farþegar
tengjast bílum sem hafa pláss um borð í skip-
inu.
Farþegar til og frá Flatey voru á síðasta
ári 9.284 sem er í meðallagi miðað við und-
anfarin ár.
Þá flutti Baldur 7.383 fólksbíla yfir Breiða-
fjörð á árinu 2003 auk þess sem skipið flutti
fjölda flutningabíla, hópferðabíla og vinnu-
véla.
Þessar upplýsingar fengust hjá Pétri
Ágústssyni, framkvæmdastjóra Sæferða, sem
sér um útgerð Baldurs. Hann segir að í júlí
hafi verið sett nýtt met í farþegafjölda á ein-
um mánuði frá því að Baldur kom nýr árið
1990. Þann mánuð flutti skipið 10.116 far-
þega.
Pétur segir að flutningur hafi dregist sam-
an yfir vetrartímann frá því sem áður var.
Ástæðan er að tveir síðustu vetur hafa verið
óvenju mildir og einnig að vegir hafa verið
víða lagfærðir á Barðaströnd og í Dölum. Í
góðri tíð tekur skemmri tíma að aka á milli
Vestfjarða og Reykjavíkur en að nota ferj-
una. Það er aftur á móti svo að um leið og
kólnar og hálka myndast eða föl kemur á jörð
aukast flutningar með ferjunni strax.
Biðlisti yfir hátíðarnar
Pétur nefnir í því sambandi að núna í
kringum hátíðarnar var biðlisti á bílaþilfari í
fjölmörgum ferðum, þó svo að ófærð væri
ekki mikil. Staðreyndin sé sú að eins og áður
liggja vegir að hluta uppi á háum fjalla-
hryggjum og eftir að bundið slitlag kom sums
staðar á þessa vegi eru þeir mun viðsjárverð-
ari en áður vegna fljúgandi hálku. „Það verð-
ur því ekki séð að hægt verði að leggja þenn-
an ferðamöguleika af fyrst um sinn, nema að
menn álíti sem svo að vetur sem slíkir séu að
hverfa og komi aldrei aftur. Eftir stendur
samt sú staðreynd að sem ferðaþjónusta og
valmöguleiki ferðamanna er ferjan mjög
nauðsynleg,“ segir Pétur Ágústsson.
Baldur fer yfir veturinn daglega yfir
Breiðafjörð og tvisvar á föstudögum.
Yfir 32.000 fóru með Baldri yfir Breiðafjörð
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Áhöfn Baldurs: Skipverjarnir Sævar Berg Gíslason, Sigurður Júlíusson, Þorsteinn Jónasson og
Þröstur Magnússon á bryggjunni annasaman dag í vikunni er hálka og ófærð voru á vegum.
landi er hefð fyrir því að jóla-
sveinn komi með jólagjafir fjöl-
skyldunnar í stórum poka á
bakinu eftir kvöldmatinn og eru
foreldrarnir þá jafnan búnir að
undirbúa komu „jólasveinsins“.
Helgihald er ríkur þáttur í jól-
unum hjá Ave og Margo því hún
er einnig organisti við kirkjuna.
Hugurinn var úti í Eistlandi hjá
ættingjunum um jólin og síminn
var mikið notaður. Nýgiftu hjón-
in, Ave og Margo gáfu hvort öðru
óskagjafirnar; hún fékk hlýja
vetrarkápu og hann veglegt snjó-
bretti sem margir Þórshafn-
ardrengir koma til með að líta öf-
undaraugum.
Rússnesk jól á þrettándanum
Natalía Kravtchouk, starfs-
maður í leikskólanum, er frá
Úkraínu og þar eru jólin þann 6.
janúar eða á þrettándanum hér á
Íslandi. Natalía sagði að þar sem
hún væri nú búsett á Íslandi þá
fylgdi hún siðvenjum landsins
með íslenskum sambýlismanni
sínum.
„Við borðum íslenskan mat um
jólin; hangikjöt og þess háttar,
sagði Natalía, „Ég og allir aðrir
eru að vinna á „jólunum“ 6. jan-
úar og hjá mér er það núna
venjulegur vinnudagur.“ Hún
fylgdist með messu frá Úkraínu í
sjónvarpinu gegnum gervihnatta-
disk en að öðru leyti var þetta
ósköp venjulegur vinnudagur.
Þórshöfn | „Ekki eru alltaf jólin,“
segir máltækið og nú er þessi há-
tíð ljóss og friðar liðin að sinni,
ljósadýrðin að dofna og grár
hversdagsleikinn tekur við.
Jólavenjur og hefðir eru breyti-
legar eftir þjóðerni og ekki allir
sem tengja jólin við rjúpur og
hangikjöt.
Hér á Þórshöfn, sjávarplássi
með rúmlega 400 íbúa, býr fólk af
ýmsu þjóðerni og ekki sjálfgefið
að allir haldi venjuleg „íslensk
jól“.
Tónlistarkennarinn Ave Tön-
isson er frá Eistlandi og hélt í
fyrsta sinn jól á Íslandi núna
ásamt Margo eiginmanni sínum.
Þetta er annar vetur hennar við
Tónlistarskólann á Þórshöfn en
fyrir jólin fór hún heim til Eist-
lands þar sem maður hennar var.
Það kom á óvart hversu jóla-
hefðir þar eru líkar okkar Íslend-
inga þó jólamaturinn sé ekki eins.
„Aðventan hefst 1. desember og
þá setja börn í Eistlandi gjarnan
sokk út í glugga og jólasveinninn
laumast um nóttina til að setja
eitthvað gott í hann, epli, sætindi
eða slíkt og þannig gengur það
fram að jólum ef börnin setja
sokk í gluggann en þau þurfa að
vera stillt og góð.“ Ave prófaði að
setja sokk í gluggann og viti
menn; hún fékk epli í hann!
„Það kom á óvart hve margir
jólasveinarnir eru á Íslandi, þeir
eru líka hrekkjóttir og gera
skammarstrik,“ sagði Ave sem
hálfkveið fyrir aðfangadeginum
en í skólanum hafði henni verið
sagt frá því að jólasveinarnir
kæmu í hvert hús á Þórshöfn
þann dag með jólakort og höguðu
sér þá stundum illa. Þeir eru í
vinfengi við björgunarsveitina á
staðnum og fá lánaðan bíl hennar
til að bera út jólakortin sem
þorpsbúar senda á milli sín og
eru oft fyrirferðarmiklir við
starfið. Þeir sýndu þó prúð-
mennsku heima hjá Ave og Margo
en úti í Eistlandi er jólasveinninn
eins og góður pabbi eða afi og
hrekkir engan.
„Á aðfangadag minnast Eist-
lendingar látinna ættingja og
fara í kirkjugarðinn með jólaljós,
líkt og Íslendingar, en um kvöldið
kemur fjölskyldan saman yfir
kvöldverði og það er snæddur
þjóðarréttur frá gamalli tíð,
svínapylsur eða „grouts“ með súr-
káli og soðnum kartöflum. Við
Margo notuðum það hráefni sem
var í boði hér til að ná sem lík-
ustum mat,“ sagði Ave. Að lokn-
um kvöldverði eru jólagjafirnar
opnaðar líkt og Íslendingar gera
en hjá barnafjölskyldum í Eist-
Sinn er siðurinn
í landi hverju
Morgunblaðið/Líney
Fjarri heimahögum: Ave og Margo
Tönisson segja að jólahefðir í Eist-
landi séu líkar okkar Íslendinga þó
að jólamaturinn sé ekki eins.
Vestmannaeyjar | Ný fiskvinnsla mun hefja starfsemi í
Vestmannaeyjum á næstu dögum. Framleiðslan byggist
á vinnslu á aukaafurðum. Það er knattspyrnuþjálfarinn
Magnús Gylfason sem er einn aðalmaðurinn í fyrirtæk-
inu, sem hefur fengið nafnið Lóndrangar. Magnús á einn-
ig fiskvinnslufyrirtækið Svalþúfu ásamt bróður sínum
Arnari og föður, Gylfa Magnússyni. Meðeigendur í Lónd-
röngum eru þeir Jóhann Jóhannsson og Bergur Rögn-
valdsson.
„Hráefnið sem við kaupum til vinnslunnar verður í níu-
tíu prósent tilfella hausar,“ segir Magnús. Við komum til
með að vinna gellur, lundir, fés, saltaða klumpa (K-
wings), sundmaga og þurrkaða hausa. Við seilum hausa
og hengjum á hjalla en aðrar afurðir eru saltaðar á hefð-
bundinn hátt. Þetta hráefni hefur ekki verið unnið hér áð-
ur heldur selt upp á land og unnið þar. Við erum því ekki í
samkeppni við neinn hérna en við höfum m.a. keypt hrá-
efni héðan og unnið í Hafnarfirði.“
Magnús segir húsnæðið mjög hentugt fyrir starfsem-
ina og reiknar með að vinnslan fari af stað í vikunni. „Það
verða fimm til tíu manns hjá okkur til að byrja með en ég
á alveg eins von á að sú tala tvöfaldist innan tveggja til
þriggja mánaða. Á vertíðinni verðum við væntanlega með
tuttugu manns en eitthvað færri á sumrin. Ég á von á að
það verði í kringum fimmtán manns sem vinna hjá okkur
að jafnaði.“
Útheimtir ákveðinn tækjabúnað
Undirbúningur var í fullum gangi á þriðjudag og
Magnús sagði að þá væri von á spírum með Herjólfi sem
nota á í hjalla á hjallasvæðinu við Töglin rétt norðan og
vestan Breiðabakka. „Við ætlum að byggja upp gömlu
skreiðarhjallana sem eru fyrir og bæta nýjum við eins og
við fáum leyfi til. Við erum með hjalla í Hafnarfirði og
verðum mikið varir við útlendinga að skoða þá. Þeim
finnst hjallarnir sérstæðir og eru að mynda þá auk þess
sem margar senur úr íslenskum kvikmyndum eru teknar
þar.“
Magnús er spurður út í tækjabúnað og segir hann
verða svipaðan og Svalþúfa er með í Hafnarfirði. „Við
ætlum okkur að byggja upp fyrirtækið eins og við höfum
gert í Hafnarfirði síðustu átta árin en ætlum að gera það
hraðar enda höfum við reynsluna og þekkinguna núna.
Vinnslan útheimtir ákveðinn tækjabúnað en þetta er
mest handavinna.“
Söltuðu afurðirnar eru seldar á Spán og Portúgal en
þær þurrkuðu til Nígeríu og sala á þeim hefur gengið
mjög vel. Magnús segir helsta kostinn við að vinna afurð-
irnar hér vera að hráefnið er á staðnum og enginn með
sambærilega vinnslu hér. „Ég er með annan fótinn hérna,
að minnsta kosti þegar ég er með þjálfunina. Við sjáum
hér ónýtt tækifæri sem við viljum spreyta okkur á.“
Morgunblaðið/Sigurgeir
Við trönuefnið: Uni Þór Einarsson, Arnar Gylfason, Jóhann Jóhannsson og Bergur Rögnvaldsson.
Vinna gellur, lundir
og fés í Lóndröngum
Morgunblaðið/Þorkell
Fiskverkandi og fótboltaþjálfari: Magnús Gylfason við
vinnu sína í Svalþúfu, fyrirtæki feðganna í Hafnarfirði.
Knattspyrnuþjálfari opnar
fiskvinnslufyrirtæki í Eyjum