Morgunblaðið - 10.01.2004, Blaðsíða 31
ÚR VESTURHEIMI
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 2004 31
Útsalan er hafin
10-70% afsláttur
Yfirhafnir í úrvali, stakir jakkar, peysu, vesti o.fl.Op
num
kl. 9 Mörkinni 6, sími 588 5518.
Opið lau. og sun. kl. 10-18.
H.P. Tergesen & Sons erelsta verslunin í Gimli ogsennilega sú verslun íManitoba í Kanada, sem
hefur verið lengst í eigu sömu fjöl-
skyldu alla tíð, en um 105 ár eru frá
því rekstur hennar hófst.
Hans Pjetur Tergesen opnaði sam-
nefnda verslun rétt við höfnina í
Gimli 1. janúar 1899 og hefur versl-
unin verið í eigu og rekin af fjölskyld-
unni síðan. Á 100 ára afmæli fyrir-
tækisins 1999 settu eigendurnir upp
upplýsingaskilti fyrir utan verslunar-
húsið við Miðstræti eða Centre
Street, aðalgötu bæjarins, með eftir-
farandi áletrun á ensku, íslensku og
frönsku:
„H.P. TERGESEN VERSLUN-
IN Í GIMLI
Hans Pjetur Tergesen byggði
þessa allrahanda verslun árið 1898 og
opnaði hana 1. janúar, 1899. Hún hef-
ur verið í eigu og undir stjórn afkom-
enda hans í þrjá ættliði. Hún er elsta
verslunin af sínu tagi í Manitoba, sem
er enn í rekstri, og ágætt dæmi um
verslun í dreifbýli. Húsið er byggt í
einföldum kassalöguðum stíl með
flötu þaki. Veggbrún úr við með
kneptu þakskeggi gefur byggingunni
glæsilegra útlit. Innréttingarnar eru
að mestu leiti þær upphaflegu.
Árið 1899 var verslunin tveggja
hæða hús, klætt pressuðu tini með
tígulsteins munstri. Árið 1912 -13 var
tveggja hæða byggingu bætt við hús-
ið, sem gerði það að verkum að meira
pláss var fyrir álnavöru og fatasölu,
auk þess var pláss fyrir apótek, tann-
lækningastofu, ísbúð og rakarastofu.
Hæðin sem hafði verið notuð sem
íbúð fyrir Tergesenfjölskylduna var
fjarlægð á þrítugasta tug aldarinnar.
Þar að auki var pláss í byggingunni
fyrir skólastofu, samkomusal,
Kvennfélag Gimlis og utanbóka-
safnslán fyrir Manitóbaháskólann.
Allrahanda verslanir áttu í harðri
samkeppni - í fyrstu við póstverslanir
og svo líka við keðjufyrirtæki eftir
1930. Verslunin hefur komist af
vegna eiginleika síns að geta aðlagast
breitilegu efnahagskerfi.“
Starfsmaður í 75 ár
Verslunarrekstur hefur gengið
misjafnlega í Gimli, en hvað sem á
hefur dunið hefur allra handa versl-
unin H.P. Tergesen & Sons staðið af
sér ágjafirnar í meira en öld. Sven
Johan, sem alltaf var kallaður Joe,
vann við hlið föður síns frá unga aldri
og tók síðar við rekstrinum, en hann
starfaði við verslunina í 75 ár. Ter-
ence Pjetur Julius (Terry), arkitekt,
keypti hlut föður síns og annarra
1987, en Soren, sonur hans og Lornu
Stefanson, aðstoðaði afa sinn frá 1982
og sá um reksturinn með foreldrum
sínum þar til hann lést í slysi 1991, en
þá tók Stefan, bróðir hans, við versl-
unarstjórninni og hefur séð um hana
síðan.
„Það komu þeir tímar að Joe gat
hugsað sér að loka vegna lítilla við-
skipta, en þá kom Soren til hjálpar,“
segir Lorna, en hún hefur meðal ann-
ars lagt áherslu á að bjóða upp á bæk-
ur til sölu sem ekki er auðvelt að fá í
stóru bókabúðunum í Winnipeg, með-
al annars bækur eftir vestur-íslenska
og íslenska höfunda. „Joe var lista-
maður og byrjaði meðal annars með
listaverkagallerí í versluninni auk
þess sem hann gerði nauðsynlegar
breytingar. Eitt af því sem hafði mik-
ið að segja í endurreisninni var þegar
byrjað var að selja ullarvörur frá Ála-
fossi á Íslandi,“ bætir hún við.
Til að byrja með fékkst nánast allt
hjá Tergesen. Þetta var sambland af
byggingavöruverslun, búsáhalda-
verslun, fataverslun, gjafavöruversl-
un og matvöruverslun, en þó úrvalið
sé enn mikið hafa orðið miklar breyt-
ingar á rekstrinum. 1958 hætti fjöl-
skyldan að selja matvörur og um
svipað leyti gaf Tergesen bygginga-
vörur upp á bátinn. „Það var erfitt
fyrir Joe að hætta með byggingavör-
urnar, því sá hlutinn var honum svo
kær,“ segir Lorna.
Auglýsti í fyrsta almanakinu
Hans Pjetur lærði blikksmíði á Ís-
landi og hélt úti þjónustu og verslun á
því sviði með Gísla Goodman í Gimli
1893 til 1898, en Hans Pjetur flutti til
Kanada 1887. „Afi var meira að segja
með auglýsingu í fyrsta Almanaki
Ólafs Þorgeirssonar,“ segir Terry og
Lorna bætir við að hann hafi jafn-
framt verið mjög góður íshokkíleik-
maður.
Lorna og Terry segja að nær allir,
sem komi til Gimli, komi við í versl-
uninni. „Við fáum viðskiptavini alls
staðar frá í heiminum,“ segir Terry,
en verslunin er opin alla daga ársins
fyrir utan þrjá lögbundna frídaga, 11.
nóvember, 25. desember og 1. janúar.
Stefan og Joanne Liang sjá um dag-
legan rekstur ásamt Terry og Lornu
en auk þess eru þrír til fimm starfs-
menn á veturna og upp í 12 á sumrin.
„Það eru miklar sveiflur á milli árs-
tíða en við reynum að bregðast við
þeim,“ segir Lorna.
Í bókinni Annað Ísland eftir Guðjón Arngrímsson er þessi mynd frá Terge-
senversluninni um 1915, en frummyndin er í Skjalasafni Manitobafylkis.
Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson
Terry Lorna og Stefan Tergesen fyrir utan verslun sína í Gimli.
Fjölskyldan
við búðar-
borðið í 105 ár
steg@mbl.is
Gestir og gangandi geta fundið ýmislegt í
verslunum Gimli í Kanada. Steinþór Guð-
bjartsson keypti nokkrar bækur í elstu versl-
un bæjarins og ræddi við eigendurna, sem
eru af íslenskum uppruna, en verslunin hefur
verið í eigu fjölskyldunnar alla tíð eða í 105 ár.
„ÞAÐ er mjög upplífgandi að hitta fram-
sækið fólk, sem hefur áhuga á að byggja upp
samskiptin,“ segir Guðmundur Eiríksson,
sendiherra Íslands í Kanada, en margir í við-
skiptalífinu hittu hann á fundum sem Út-
flutningsráð Íslands í samvinnu við
viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins,
VUR, bauð til í húsakynnum sínum í vikunni.
Guðmundur segir að hann hafi rætt við
fólk á mörgum sviðum á þeim tíma sem boð-
ið hafi verið upp á, meðal annars við
blaðaútgefendur, lambakjötsútflytjendur,
verkfræðinga og fleiri. Í þessu sambandi
nefnir hann að aðstandendur tímaritsins Ice-
landic Geographic hafi hug á að dreifa tíma-
ritinu í Kanada með svipuðum hætti og sam-
ið hafi verið um að gera í Bretlandi. Þá sé
verið að vinna að því þessa dagana að koma í
veg fyrir að hömlur séu á útflutningi ís-
lensks lambakjöts til Kanada. „Það ræðst
auðvitað af markaðnum hvað selst en við
viljum sjá til þess að engar viðskiptahömlur
komi í veg fyrir sölu og við erum að vinna
stíft í því að fá til dæmis viðurkenningu á
sláturhúsunum okkar.“
Hjálmar W. Hannesson var fyrsti íslenski
sendiherrann í Kanada með fasta búsetu í
Ottawa en Halldór Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra og John Manley, utanríkisráðherra
Kanada, opnuðu það formlega 22. maí 2001. Í
haust varð Hjálmar fastafulltrúi Íslands hjá
Sameinuðu þjóðunum í New York og þá tók
Guðmundur við í Kanada. Hann segir að
starfið hafi byrjað vel, því Adrienne Clark-
son, landstjóri í Kanada, hafi ásamt fjöl-
mennri sendinefnd komið til Íslands í op-
inbera heimsókn á þessum tíma og þar með
hafi hann strax kynnst kanadísku áhrifafólki
á öllum sviðum. „Ég fékk því mjög góða
óskabyrjun á starfi í nýju landi auk þess sem
það er alltaf gott að koma til Kanada. Það er
auðvelt að vera Íslendingur í Kanada vegna
þess að þar eru margir áhrifamenn af ís-
lenskum ættum og fólkið almennt mjög já-
kvætt.“
Síðan Guðmundur tók við starfinu í Ottawa
í október sl. hefur hann meðal annars farið í
opinbera heimsókn með umhverfisráðherra
Kanada til norðurslóða í Nunavut. „Í þeirri
ferð voru tveir sem voru með landstjóranum
á Íslandi sem treysti enn böndin,“ segir Guð-
mundur en hann er einnig sendiherra gagn-
vart Ekvador, Kostaríka, Kólumbíu, Níkar-
agva, Panama, Perú og Venesúela.
Guðmundur fæddist í Winnipeg í Kanada
en flutti til Íslands með foreldrum sínum fjór-
um mánuðum síðar. Á fimmta ári flutti fjöl-
skyldan til Vancouver þar sem hún bjó í 10
ár, en síðan hefur Guðmundur varla komið á
þessar fornu slóðir, tvisvar til Vancouver og
hluta úr degi til Winnipeg fyrir meira en 20
árum. „Þó að ég sé fæddur og uppalinn
vestra þá þekki ég Íslendingabyggðirnar
ekki nærri því eins vel og Atli Ásmundsson
og ég hlakka til samstarfsins við hann,“ segir
Guðmundur, en Atli, sem hefur verið blaða-
fulltrúi Halldórs Ásgrímssonar utanrík-
isráðherra síðan 1995 og meðal annars haft
samskipti við Vestur-Íslendinga á sinni
könnu, tók við starfi aðalræðismanns í Winni-
peg af Kornelíusi Sigmundssyni um áramót.
Samskipti Íslands og Kanada hafa eflst
undanfarin ár. Guðmundur segir að Paul
Martin, nýr forsætisráðherra Kanada, hafi
lýst því yfir að hann vilji að Kanada taki
meira þátt í að móta alþjóðlegt samfélag en
til þessa og það sé mjög af hinu góða.
Kanadamenn séu í hópi bestu bandamanna
Íslendinga og miklir vinir á pólitískum vett-
vangi.
Margir vilja samskipti við Kanada
Morgunblaðið/Þorkell
Guðmundur Eiríksson, sendiherra í Kanada,
ræddi við íslenska viðskiptamenn í vikunni.