Morgunblaðið - 10.01.2004, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 10.01.2004, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN ÞEIR eru iðnir við kolann pen- ingafurstarnir í Búnaðarbankanum og hjálparkokkar þeirra innan vé- banda Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis að freista þess að sölsa hann og eignir hans undir sig. Auðvitað var það mik- il ógæfa – og nær óskiljanleg, þegar Pétur H. Blöndal komst inn í stjórn Sparisjóðsins við ann- an mann. Nú virðist ljóst, að sá hinn sami maður hafi beitt áhrifum sínum á Al- þingi til að breyta á síðustu stundu frum- varpi um sparisjóðina á þann veg, að unnt yrði fyrir hann og fé- laga hans frá árinu 2002 að höggva aftur í sama kné- runn og freista þess að eyðileggja SPRON og allt það starf, sem þar hefur verið unnið í þágu Reykja- víkur og nágrennis og reyndar víð- ar um land á 70 ára tímabili. Nokkur vonarglæta er hins vegar í því, að stjórnir annarra sparisjóða og eins heildarsamtök þeirra geti komið í veg fyrir þá ósvinnu, svo sem fram hefur komið á síðustu dögum. Þá hefur Guðmundur Árni Stefánsson ritað skelegga grein gegn áformum óvina Sparisjóðsins, þar sem fram kemur, að hann og samtök hans muni leggja fram frumvarp, þegar Alþingi kemur saman nú í mánaðarlokin, þar sem sett verður undir þann leka, sem Pétur H. Blöndal kom af stað, en mun að sögn fróðra manna vera ólögmætur. Virðist einnig svo, að enginn annar sparisjóður í landinu muni láta neyða sig til að ganga undir óvinveitt ok bankavaldsins – og er það vel. En hvernig snúa þessi mál almennt við stofnfjáreig- endum SPRON? Það kemur brátt í ljós. Svo að enginn velkist í vafa um hug þess stofnfjáreiganda, sem þessar línur ritar, mun hann hvorki þiggja Júdasarpeninga úr höndum svikaranna við hugsjón sparisjóðsstefnunnar né láta stofn- bréf sitt falt í hendur þeirra, hversu hátt, sem boðið yrði. Vænti ég þess, að sem flestir stofnfjár- eigendur verði sama sinnis á fundi þeim, sem boðaður er af stjórn SPRON 14. þ.m. En lítum nánar á þetta hörmu- lega mál, að mínum dómi, sem Pétur & CO hafi komið af stað í von um einhvern hagnað af pen- ingum, sem þeir hafa aldrei unnið til. Hér á eftir verð ég að endurtaka ýmislegt af því, sem ég skrifaði í Morgunblaðið 2002, þegar fyrri árásin var gerð á SPRON, svo að samhengi verði í því, sem nú er að gerast. Þá spurði ég, hvað væri eiginlega á seyði innan vébanda Sparisjóðsins. Þar sem fljótt fyrn- ist meðal almennings yfir þau mál, sem eru á döfinni hverju sinni, er nauðsynlegt að endurtaka veiga- mestu atriðin. Þá sagði ég þetta m.a.: Hið raunverulega deilumál snýst um sérstakan varasjóð, sem hagn- aður Sparisjóðsins hefur verið lagður í frá upphafi. Sparisjóð- urinn var myndaður árið 1932 af mörgum athafnamönnum, eink- um iðnaðarmönnum, í Reykjavík. Þeir til- heyrðu hinni svo- nefndu aldamótakyn- slóð, sem var að freista þess að rétta Ísland og Íslendinga úr kútnum eftir alda- langa fátækt og kyrr- stöðu undir erlendu valdi. Fyrir þeim fór meðal annarra Jón Þorláksson borg- arstjóri og fyrsti formaður Sjálf- stæðisflokksins, en hann tel ég hafa verið merkasta stjórnmála- mann Íslendinga á liðinni öld. Þeir urðu alls 63, að því er ég bezt veit, sem stóðu að stofnun Sparisjóðs- ins, en máttu samkv. reglum þeim, sem settar voru, vera flestir 75. Hélzt sú tala að mestu óbreytt til ársins 1985, ef ég man rétt. Nefndust stofnendur því hóg- væra nafni ábyrgðarmenn, og lagði hver þeirra fram sömu upp- hæð, 250 krónur, sem stofnfé, en að auki munu þeir hafa ábyrgzt aðrar 250 krónur, ef á þyrfti að halda. Þannig urðu stofnendur all- ir með jafnt fjárframlag, hversu fjáðir sem þeir voru annars per- sónulega. Var þetta hið sanna lýð- ræði í mannlegum skiptum. Þetta var veruleg fjárhæð á þessum ár- um heimskreppunnar fyrir marga þá, sem hér stóðu að. En hér voru á ferð hugsjónamenn, sem hugs- uðu ekki einvörðungu um eigin pyngju, heldur og hag samborgara sinna. Nú þætti þetta stofnfé eða ábyrgðarfé ekki mikið í augum þeirra, sem hafa dollaramerki í augum og hugsa tæplega í millj- ónum, heldur í milljörðum, sem var slík stjarnfræðileg tala árið 1932, að almenningur vissi varla, hversu há hún var í raunveruleik- anum. En nú er öldin önnur og hugsun þeirra manna, sem fæddir eru löngu eftir kreppuárin, sem þeir komust aldrei í snertingu við, en ríða nú húsum í fjármálaheimi okkar og telja sig geta haft vit fyr- ir okkur smælingjunum – eða vilja hafa það. Hér held ég, að okkur stofnfjáreigendum SPRON sé ein- mitt þörf á að gjalda varhuga við fagurgala þeim, sem ómar í kring- um okkur og því miður m.a. úr röðum æðstu manna SPRON. Þeir tönnlast á því, að stofnfjár- eigendur eigi ekkert tilkall til þess fjár eða einhvers hluta þess, sem safnazt hefur í hirzlur SPRON frá upphafi og fram á þennan dag. Þetta er fé án hirðis, eins og for- ingi uppivöðslumanna hefur svo oft talað um. Enda þótt mér finn- ist það undarlegt, að ábyrgð- armenn sjóðsins – eða með fínna heiti stofnfjáreigendur, a.m.k. þeir, sem eru næstu arftakar stofnendanna, skuli ekki eiga hér einhverja hlutdeild í fram yfir þá, sem nú svarfast mest um innan sjóðsins og kringum hann. Samt skín það í gegn, að Pétur H. Blön- dal og meðreiðarsveinar hans inn- an og utan Sparisjóðsins gína yfir þessu fé og vilja ráðstafa því eftir eigin geðþótta og án nokkurs sam- starfs við raunverulega stofnfjár- eigendur. Hér kemur tvöfeldni þeirra berlega í ljós gagnvart Sparisjóði okkar. Hér má bæta því við, að Guð- mundur Hauksson, núverandi sparisjóðsstjóri, lagði mikla áherzlu á það, að SPRON seldi all- ar húseignir sínar Stoðum hf. og kom því vafningalítið í gegn án nokkurrar umræðu við stofnfjár- eigendur fyrr en eftir á. Áttu þeir að mínum dómi skýlausan eða a.m.k. siðferðislegan rétt á að leggja hér orð í belg, áður en sala eignanna fór fram. En hér er ljóst, að nýir siðir koma með nýjum herrum – og ég held ekki allir til bóta. Síðan mun SPRON hafa gerzt leiguliði þessa auðfélags, sem sjá mun um allan rekstur og viðhald fyrri fasteigna Sparisjóðsins. Þannig losnar stjórn hans við alls konar amstur og óþægindi, sem fylgja mörgum fasteignum. Mér hefur verið tjáð, að SPRON hafi síðan tekið þessar eignir á leigu til 40 ára. Vel má vera, að þessi að- ferð sé ekki að öllu óskynsamleg, þegar grannt er skoðað. En vel má spyrja sparisjóðsstjórann til hvers refarnir voru skornir. Eins mætti spyrja í framhaldi af því: í hvað fór það fé sjóðsins, sem losnaði við þennan sölugerning? Skyldi það hafa lent í einhverjum viðskiptum við Kaupþing hf., sem flutti að- alstöðvar SPRON úr höf- uðstöðvum sínum á Skólavörðustíg 11 undir sinn verndarvæng inni í Ármúla 13, en þar ráða einmitt ríkjum Guðmundur Hauksson og Sigurður Einarsson, sá hinn sami og verðlaunaður var með um 70 milljóna eingreiðslu fyrir frábær störf í þágu peningafurstanna. Og einhvers staðar kom fram, að sparisjóðsstjóri okkar fann ekkert að þessari ráðstöfun fjárins, sem þeir áttu vitaskuld ekkert í. Ég er hræddur um, að stofnendur Spari- sjóðs Reykjavíkur og nágrennis, sem heyrðu til aldamótakynslóð fyrri aldar, hefðu hér hrokkið ónotalega við slíku siðleysi og að ég vil segja ósvífni í garð stofn- fjáreigenda og allra viðskiptavina sjóðsins. En þannig er málum háttað nú í upphafi 21. aldar í hin- um ágæta Sparisjóði okkar. Og nú á að fullkomna verk þess- ara óþurftarmanna SPRON með því að hesthúsa hann inn í nýjan banka, sem Kaupþing og Bún- aðarbanki hafa komið á fót undir heitinu KB-banki. Jafnframt er tekið fram, að SPRON eigi að starfa áfram sjálfstætt og með sama hætti og hann hefur alltaf gert. Eins muni engin breyting verða gerð á starfsliði Sparisjóðs- ins. En verður það svo? Enga trú hef ég á því, a.m.k. þegar fram í sækir. Þá finnst mér nöturlegt eftir 70 ára farsælt starf Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis, ef það á fyrir honum að liggja að fara undir pilsfald þess banka, sem framsóknarmaðurinn, sem kennd- ur hefur verið við Hriflu, reisti með flokksmönnum sínum á rúst- um Íslandsbanka (hins fyrri) og hafði verið komið á kné í pólitísku gerningaveðri þess tíma. Þá var að tilhlutan ríkisstjórn- arinnar stofnaður banki, sem nefndur var Búnaðarbanki Ís- lands. Var honum einkum ætlað að styrkja bændur og landbúnað, eins og nafnið bendir til. Vafalaust hef- ur ekki veitt af því, en Reykvík- ingar munu ekki hafa átt greiða leið í þann banka til lánveitinga vegna húsbygginga eða til annars reksturs til eflingar atvinnulífi bæjarins. Einu lánamöguleikar alls al- mennings í bankakerfi þess tíma voru hjá Veðdeild Landsbankans, og þar urðu menn oft að bíða lengi eftir fyrirgreiðslu. Lánin voru síð- an greidd út með svonefndum veð- deildarbréfum, sem lántakendur urðu sjálfir að reyna að selja og koma í peninga, oft með veruleg- um afföllum. Auk þessa kerfis munu ýmsir hafa getað fengið ein- hver lán hjá einkaaðilum, oft vin- um og kunningjum, en þar mun ekki alltaf hafa verið um auðugan garð að gresja. Upp úr þessum jarðvegi pen- ingamarkaðarins um 1930 spratt svo Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis. Eins og nafnið bendir til, átti hann einnig að aðstoða ná- grannabyggðir bæjarins. Hér var því leitað nokkurs jafnvægis við þá áráttu ríkisstjórnarinnar að koma Reykjavík eða Reykjavíkurvald- inu, eins og það var orðað, á kné. Og enn muna margir frá þessum árum aðfarirnar að Thor Jensen og Korpúlfsstaðabúinu. Þessa ættu menn nú að minnast, ekki sízt sannir sjálfstæðismenn, þegar ráð- izt er með offorsi og gylliboðum að einu merkasta framtaki, sem Jón Þorláksson stóð að – Reykjavík og um leið landinu öllu til heilla. Í grein minni frá 2002 minntist ég á fyrri atlögu, sem gerð var að Sparisjóði okkar um það leyti, sem Iðnaðarbanki Íslands var stofn- aður á sjötta áratug síðustu aldar. Sakar ekki að minna stofnfjáreig- endur, sem margir hverjir hafa ekki verið fæddir um það leyti, á þau átök, sem þá urðu meðal ábyrgðarmanna sjóðsins. Sú tillaga var borin upp af nokkrum ábyrgðarmönnum, að Sparisjóðurinn gengi inn í hinn nýstofnaða banka og yrði spari- sjóðsdeild hans. Þetta studdu ýms- ir úr hópi fjársterkra ábyrgð- armanna með þáverandi stjórnarformann í broddi fylk- ingar. Um þetta varð veruleg tog- streita, en sem betur fór urðu þeir fleiri ábyrgðarmennirnir, sem felldu tillöguna og björguðu Spari- sjóðnum frá þeirri hremmingu að fara í hjábúð í Iðnaðarbankanum, ef svo má orða það. Nú spyr ég að lokum. Hvernig haldið þið, núverandi stofnfjáreig- endur, að þáverandi ábyrgð- armenn brygðust nú við annarri atlögu að Sparisjóði okkar, mættu þeir mæla? Svarið er að mínum dómi einfalt: Þeir hefðu samkv. áð- urgreindum viðbrögðum þeirra aldrei samþykkt þann gerning, sem leggja á fyrir stofnfjáreig- endur 14. þ.m., og allra sízt, þegar bera á fé á okkur, sem trúlega er með öllu óheimilt. Ég vænti þess, að sem flestir stofnfjáreigendur taki sömu afstöðu og ég geri gagn- vart þessu óþurftarmáli og kom hér fram í upphafi þessarar grein- ar. Enn ein árás á sjálfstæði SPRON Eftir Jón Aðalstein Jónsson ’En hér er ljóst, að nýir siðir koma með nýj- um herrum – og ég held ekki allir til bóta. ‘ Jón Aðalsteinn Jónsson Höfundur er fyrrv. orðabókarstjóri. ÁSKIRKJA: Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11:00. Kór Áskirkju syngur. Organisti Kári Þormar. Gítarleikur Aðalheiður Mar- grét Gunnarsdóttir. Prestur sr. Þórhildur Ólafs. BÚSTÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11:00. Fjölbreytt tónlist. Skemmtileg samvera fyrir alla fjölskylduna. Guðs- þjónusta kl. 14:00. Félagar úr Kór Bú- staðakirkju syngja. Organisti Guð- mundur Sigurðsson. Heitt á könnunni eftir messu. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Guðsþjónusta kl. 11:00. Barnastarfið hefst að nýju og bjóðum við öll börn sem eru eða vilja vera þátt- takendur í því til kirkju. Einföld guðs- þjónusta með skírn og stund fyrir börn- in. Hans Guðberg Alfreðsson æskulýðsfulltrúi flytur hugleiðingu og sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson leiðir stundina. Verið velkomin. GRENSÁSKIRKJA: Barnastarf kl. 11 í umsjá Hrundar Þórarinsdóttur djákna o.fl. Guðsþjónusta kl. 11. Samskot til kirkjustarfsins. Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Organisti Árni Arinbjarnarson. Ólafur Jóhannsson. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili: Guðsþjónusta kl. 14:00. Organisti Kjartan Ólafsson. Sr. Kjartan Örn Sig- urbjörnsson. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa og barna- starf kl. 11:00. Sr. Sigurður Pálsson prédikar. Organisti Hörður Áskelsson. Barnastarfið er í umsjón Magneu Sverr- isdóttur. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11.00. Org- anisti Douglas A. Brotchie. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. Barnaguðsþjón- usta kl. 13.00. LANDSPÍTALI – HÁSKÓLASJÚKRAHÚS: Hringbraut: Guðsþjónusta kl. 10:30. Sr. Bragi Skúlason. Fossvogur: Guðs- þjónusta kl. 10:30. Sr. Sigfinnur Þor- leifsson. Landakot: Guðsþjónusta kl. 11:30. Sr. Sigfinnur Þorleifsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Messa og barnastarf kl. 11. Prestur sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir. Organisti Jón Stefánsson. Félagar úr Kór Langholtskirkju leiða söng. Barna- starfið hefst í kirkjunni en síðan fara börnin í safnaðarheimilið með Ágústu, Þóru og Jóhanni. Öll börn velkomin og eru foreldrar, ömmur og afar og eldri systkini hvött til að koma með börn- unum. Kaffisopi eftir stundina. LAUGARNESKIRKJA: Messa og sunnu- dagaskóli kl. 11:00. Kór Laugarnes- kirkju syngur undir stjórn Gunnars Gunnarssonar organista. Hildur Eir Bolladóttir, Heimir Haraldsson og Þor- valdur Þorvaldsson stýra sunnudaga- skólanum. Bjarni Karlsson sókn- arprestur þjónar ásamt Sigurbirni Þorkelssyni meðhjálpara. Messukaffi. Dvalarheimilið Sóltún: Messa kl. 14. Sr. María Ágústsdóttir héraðsprestur predikar og sinnir altarisþjónustu ásamt djáknum Sóltúns, Jóni Jóhanns- syni og Jóhönnu K. Guðmundsdóttur. Gunnar Gunnarsson, organisti Laug- arneskirkju, annast undirleik og söng leiða félagar úr kirkjukór Laugarnes- kirkju. NESKIRKJA: Messa kl. 11:00. Kirkjukór Neskirkju syngur. Organisti Reynir Jón- asson. Prestur sr. Frank M. Hall- dórsson. Barnastarf á sama tíma. Sög- ur, brúður og söngur. Öll börn fá kirkjubókina og límmiða. Kaffi, djús og spjall í safnaðarheimilinu eftir messu. SELTJARNARNESKIRKJA: Guðsþjón- usta. kl. 11:00. Kammerkór Seltjarnar- neskirkju syngur. Organisti Pavel Mana- sek. Prestur sr. María Ágústsdóttir. Sunnudagaskólinn á sama tíma. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Messa sunnu- dag kl. 14. Sýnt verður barnaleikritið Ósýnilegi vinurinn. FRÍKIRKJAN Í REYKJAVÍK: Barnastarfið hefst hjá okkur næsta sunnudag klukk- an 11:00. Eftir barnastundina förum við og gefum öndunum við tjörnina brauð. Allir velkomnir. Safnaðarstarf Fríkirkj- unnar. ÁRBÆJARKIRKJA: Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11.00. Byrjum nýja árið með fjölskylduguðsþjónustu. Rebbi refur og risinn Golíat koma í heimsókn og segja frá ævintýrum sínum. Nýjar bækur og myndir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11.00. Messa kl. 11.00. Sr. Ragnar Gunnarsson prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti: Peter Maté. DIGRANESKIRKJA: Fjölskyldumessa kl. 11.00. Prestur sr. Gunnar Sig- urjónsson. Organisti Kjartan Sig- urjónsson. Kór Digraneskirkju B-hópur. Sunnudagaskóli hefst í kirkju með brúðuleikhúsi Helgu Steffensen, en færist síðan í kapellu á neðri hæð. Kvöldsamkoma með Þorvaldi Halldórs- syni kl. 20.30. Prestur sr. Gunnar Sig- urjónsson. (Sjá:nánar:www.digra- neskirkja.is.) FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðsþjónusta Guðspjall dagsins: Þegar Jesús var tólf ára. (Lúk. 2.) Nýbýlavegi 12 • 200 Kópavogi • Sími 554 4433 Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-16 Föt fyrir allar konur Dömu- og herranáttföt undirfataverslun Síðumúla 3 ER NEFIÐ STÍFLAÐ? Fæst í apótekum og lyfjaverslunum STERIMAR Skemmir ekki slímhimnu er náttúrulegur nefúði sem losar stíflur og léttir öndun. Fyrir 0-99 ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.