Morgunblaðið - 10.01.2004, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 10.01.2004, Blaðsíða 73
VESTUR-ÍSLENSKI kvikmyndagerðarmað- urinn Guy Maddin er ekki aðeins einn sá ið- nasti í bransanum heldur hafa blaða- menn vestanhafs keppst um að lofa síð- ustu myndir hans. Síðustu tvo áratugi hefur hann sent frá sér ótal kvikmyndir, flestar stuttmyndir en allnokkrar myndir í fullri lengd sem flest- ar hafa fallið vel í kramið hjá gagnrýn- endum, einkum fyrir frumleg og djörf efn- istök. Síðan 2002 hef- ur hann sent frá sér þrjár langar myndir, sem mælst hafa einkar vel fyrir og unnið til verðlauna; Dracula: Pages From A Virgin’s Diary, sjónvarpsmynd sem frumsýnd var í kvik- myndahúsum síðla árs 2002 og 2003 og Cowards Bend The Knee og The Saddest Music in the World sem báðar voru frum- sýndar í fyrra. Eins og kvik- myndakaffi Drakúla-myndin hans, Dracula: Pages From A Virgin’s Diary frá 2002 – nokkurskonar balletútgáfa sögð með svarthvítri myndasögu í anda gamalla filmubúta frá 3. ára- tug síðustu aldar – er að mati Jas- ons Whytes, gagnrýnanda kvik- myndavefritsins eFilmCritic.com, ein af tíu bestu myndum ársins og segir þar að myndir Maddins séu eins og „kvikmyndakaffi; þær æsa athyglisgáfuna með heillandi sjón- arspili og framandi frásagn- arhefð.“ Jason McBride, gagnrýnandi Village Voice, er álíka hrif- inn af verkum Madd- ins og veltir því upp í áramótauppgjöri blaðsins hvort yf- irhöfuð væri hægt að tala um Kanada sem kvikmyndaþjóð ef hans nyti ekki við. Í það minnsta tæki hann frumlega og ögrandi innsetningu hans á borð við Cow- ards Bend the Knee framyfir myndir Denys Arcand en sá er jafnan talinn til virtustu kvikmynda- gerðarmanna Kanada. Samkeppni um sorglegasta lagið Þá lofar hann í há- stert nýjustu mynd- ina, The Saddest Music in the World, hans dýrustu mynd og fyrstu „hefðbundnu“ leiknu kvikmynd síðan hann gerði Twilight of the Ice Nymphs árið 1997. Myndin er byggð á óútgefinni smásögu eftir Kazuo Ishiguro og skartar þeim Isabellu Rossell- ini, Mariu de Medeir- os (Henry & June) og Mark McKinney (Kids in the Hall). Myndin gerist á kreppuárum síð- ustu aldar og fjallar um alþjóðlega samkeppni um sorglegasta lag sem heyrst hefur. Hún var frum- sýnd á Feneyjahátíðinni síðasta haust og var tekin til sýningar í Kanada stuttu síðar. McBride seg- ir þetta mynd eftir ört vaxandi kvikmyndagerðarmann á hátindi ferils síns. Kvikmyndir Vestur-Íslendings skarpi@mbl.is Blóðsuguballet Guys: Dracula: Pages From A Virgin’s Diary. fá lofsamlegar umsagnir Guy Maddin er 47 ára gamall og er frá Winnipeg í Kanada. Gæti Kanada talist kvikmyndaþjóð án Guy Maddins? FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 2004 73 Óviðjafnanleg Vínartónlist Háskólabíó við Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Í DAG, LAUGARDAGINN 10. JANÚAR KL. 17:00 – UPPSELT Hljómsveitarstjóri ::: Ernst Kovacic Einsöngvari ::: Sigrún Pálmadóttir GÓÐA SKEMMTUN! HVER kannast ekki við teikni- myndasögurnar sígildu um hinn hugprúða blaðamann Tinna, hund- inn Tobba og Kolbein kaftein kjaft- fora? Aðdáendur teiknimynda- sagna fagna um þessar mundir 75 ára afmæli Tinna og félaga, en hæst rís þó hátíðin í Belgíu, þaðan sem hann á uppruna sinn, en hinn belgíski Georges Remi, betur þekktur sem Hergé, er höfundur þessarar mögnuðu teiknimynda- söguhetju. 200 milljón eintök seld Tvö belgísk dagblöð ætla sér að gefa út vegleg aukablöð sem til- einkuð verða blaðamanninum og þjóðhetjunni Tinna. Eins verður efnt til ferða á Tinnaslóðir og sýn- ingar settar upp, bæði í Belgíu, á Spáni, Hollandi og Bretlandi. Einn- ig hefur verið slegin sérstök mynt í tilefni afmælisins sem skartar þeim Tinna og Tobba. Tinni kom fyrst fram á sjón- arsviðið í belgísku dagblaði í janúar árið 1929, en síðan þá hafa meira en 200 milljón eintök af sögum um Tinna selst um víða veröld og bæk- urnar um hann verið þýddar á 55 tungumál. Tinnabækurnar eru ekk- ert froðusnakk því þar er tekið á pólitískum málum og hetjan unga hefur barist við eiturlyfjabaróna og ferðast til tunglsins svo fátt eitt sé nefnt. En Tinni hefur einnig þurft að berjast við gagnrýni sem Hergé höfundur hans hefur fengið á sig og má þar helst nefna kynþátta- fordóma sem þóttu áberandi í bók- inni þar sem Tinni fór til Afríku. Beðið eftir bíómynd En áfram selst Tinni og aðdá- endur hans bíða eflaust spenntir eftir því að kvikmyndaleikstjórinn Steven Spielberg standi við þau orð sem hann lét falla árið 2002 að hann ætlaði sér að gera þríleik byggðan á ævintýrum Tinna. Tinni á 75 ára afmæli Nýsleginn túskildingur AP Forsíða fyrstu Tinnabókarinnar: Tinni í Sovétríkjunum kom út 1929. Reuters Tinni við störf í Vindlum Faraós. Belgískur bankastarfsmaður sýnir hina nýslegnu Tinnamynt. Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.