Morgunblaðið - 18.01.2004, Síða 2
FRÉTTIR
2 SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
SJÚKRADEILD LOKAÐ
Ákveðið hefur verið að loka einni
endurhæfingardeild á öldrunarsviði
Landspítala – háskólasjúkrahúss á
næstu vikum, að sögn Jóns Snædal,
varaformanns Læknafélags Íslands.
Er það hluti af sparnaðaraðgerðum
spítalans. Jón tekur þó fram að sjúk-
lingunum verði komið fyrir á öðrum
deildum öldrunarsviðs eða á nýjum
hjúkrunarrýmum á Eir eða Vífils-
stöðum. Um 20 sjúklingar eru á
deildinni á Landakoti sem á að loka.
SÞ aftur til Íraks?
Bandaríkjamenn hyggjast fara
fram á það við Kofi Annan, fram-
kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna,
að hann sendi starfslið SÞ aftur til
Íraks í því skyni að hafa yfirumsjón
með valdaframsali í hendur heima-
manna sem á að fara fram í sumar.
Vonast þeir til að þátttaka SÞ verði
til þess að Ajatollah Ali al-Sistani,
trúarleiðtogi sjíta í Írak, dragi til
baka kröfur um að þegar verði
haldnar beinar kosningar í landinu.
Austurbæjarbíó standi
Mögulegt er að varðveita Austur-
bæjarbíó og heimila jafnframt bygg-
ingu íbúðarhúsnæðis, ásamt bíla-
kjallara, og gerð leiksvæðis á lóðinni
austan við bíóið, að mati Vilhjálms Þ.
Vilhjálmssonar, oddvita sjálfstæð-
ismanna í borgarstjórn.
Ófærð í Reykjavík
Unnið var á 26 snjómokst-
urstækjum á götum Reykjavíkur í
fyrrinótt og haldið áfram fram eftir
degi í gær. Átta moksturstæki voru
send út strax og hríðarveðrið hófst á
föstudagskvöld og síðan var 18 tækj-
um bætt við klukkan 4 um nóttina. Í
fyrstunni var einkum lögð áhersla á
að halda helstu umferðaræðum
borgarinnar opnum en síðan var far-
ið í úthverfin þar sem færð þyngdist
mjög á föstudagskvöldið. Mokað
verður á fullum krafti eftir því sem
veðrið krefst, samkvæmt upplýs-
ingum frá Reykjavíkurborg.
Y f i r l i t
Í dag
Skissa 6 Myndasögur 48
Sigmund 8 Bréf 66/67
Íþróttir 12 Dagbók 68/69
Af listum 32/33 Staksteinar 68
Listir 34/37 Þjónusta 69
Forystugrein 32 Krossgáta 70
Reykjavíkurbréf 40 Leikhús 72
Skoðun 42/46 Fólk 73/76
Hugvekja 47 Bíó 74/77
Kirkjustarf 47 Sjónvarp 78/79
Minningar 48/59 Veður 79
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@-
mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, fréttastjóri guna@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@-
mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport-
@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Vodafone), 25% í Steinhólum hf.
(eignarhaldsfélag um Skeljung),
40% í TölvuMyndum og 3,8% í
Tryggingamiðstöðinni. Auk þess á
félagið samtals um 700 milljóna kr.
eign í nokkrum fyrirtækjum, aðal-
lega óskráðum, að sögn Friðriks.
Brim á enn breska útgerðarfyrir-
tækið Boyd Line og er áætlað bók-
fært verð um einn milljarður. Hluta-
bréfaeign Eimskipafélagsins er því
metin á um níu milljarða í öðrum fyr-
irtækjum en tengjast flutningum.
HLUTABRÉFAEIGN Burðaráss,
fjárfestingararms Eimskipafélags
Íslands, í ýmsum fyrirtækjum er
metin á um 8 milljarða króna og
markaðsverðmæti Brims, sjávarút-
vegsarms Eimskipafélagsins, er um
milljarður eftir söluna á Útgerðar-
félagi Akureyringa hf., Haraldi
Böðvarssyni hf. og Skagstrendingi
hf., að sögn Friðriks Jóhannssonar,
framkvæmdastjóra Burðaráss.
Burðaráss á 27,1% í SH, 32,6% í
Marel, 5,7% í Og Fjarskiptum (Og-
Hlutabréfaeign Burðar-
áss um 8 milljarðar
HÖFÐAHREPPUR seldi á föstudag
tæplega 2% hlut sinn í Eimskipa-
félaginu fyrir tæpar 600 milljónir
króna. Eftir þau viðskipti á hreppur-
inn engan hlut í Eimskipafélaginu.
Adolf Berndsen, oddviti Höfða-
hrepps, segist ánægður með þá ávöxt-
un sem hreppurinn fékk af hlutabréf-
unum í Eimskipafélaginu. „Ég vona
að þessir fjármunir muni nýtast sam-
félagi okkar og svæðinu vel,“ segir
Adolf.
Skagaströnd er í Höfðahreppi.
Höfðahrepp-
ur selur
í Eimskip
ÍSLENSK börn stóðu sig vel í alþjóðlegri sam-
keppni á vegum Sameinuðu þjóðanna um gerð
veggspjalda. Úrslit liggja nú fyrir og var mynd
Hugrúnar Lenu Hansdóttur, ellefu ára nemanda
í Breiðagerðisskóla í Reykjavík, valin ein af
þremur bestu myndum frá Evrópu. Að auki
fengu fimm myndir frá Íslandi sérstaka við-
urkenningu. Alls bárust yfir 1.500 myndir frá 38
ríkjum í samkeppnina.
Hugrún Lena segir við Morgunblaðið að tíð-
indin að utan hafi komið sér skemmtilega á
óvart. Hún hefur einu sinni áður tekið þátt í
myndasamkeppni, og sendi þá litla sögu með.
Hugrún segist fljótlega hafa fengið þá hugmynd
að mála síma og láta hvíta og svarta hönd teygja
sig eftir honum. Hún á ekki von á því að fá
myndina til baka þar sem hún verði einhvers
staðar hengd upp á vegg. „Ég verð bara að mála
aðra mynd til að eiga,“ segir Hugrún.
Hlutur Íslands vakti athygli
Markmiðið með keppninni var að gefa nem-
endum tækifæri á að koma á framfæri hug-
myndum sínum um upplýsingasamfélagið og
bauðst öllum börnum og unglingum í heiminum
á aldrinum 9 til 19 ára að taka þátt í henni. Var
óskað eftir því að í myndunum væri meðal ann-
ars fjallað um hvernig upplýsinga- og sam-
skiptatækni getur bætt mannlíf, aukið fjöl-
breytileika í menningu og stuðlað að aukinni
þekkingu á heiminum.
Verðlaun voru veitt í þremur aldursflokkum í
fimm heimsálfum. Myndirnar voru til sýnis á
fyrsta fundi leiðtoga heimsins um upplýsinga-
samfélagið sem var haldinn í Sviss í desember sl.
og vakti athygli hversu margar myndir frá Ís-
landi voru meðal þeirra sem viðurkenningu
hlutu, að því er segir í vefriti menntamálaráðu-
neytisins.
Íslensk mynd meðal
þriggja bestu í Evrópu
Alþjóðleg myndasamkeppni á vegum SÞ
Hugrún Lena Hansdóttir
Morgunblaðið/Jim Smart Veggspjaldið sem Hugrún Lena málaði og sent var í
keppnina ásamt 1.500 öðrum myndum frá 38 ríkjum heims.
♦♦♦
EIMSKIPAFÉLAG Íslands ætlar
að fá aðstoð frá sérfræðingum til að
setja viðbótarreglur hvað varðar
innherjaviðskipti, samkvæmt sam-
þykkt á stjórnarfundi á föstudag.
Magnús Gunnarsson, stjórnarfor-
maður Eimskipafélags Íslands, seg-
ist samt telja að fyrirtækið hafi fylgt
eftir reglum um innherjaviðskipti.
„Mér er ekki kunnugt um neitt ann-
að,“ segir hann og vísar til ummæla
sinna í Morgunblaðinu í gær, þar
sem haft var eftir honum að hann
teldi að viðskiptin væru með eðlileg-
um hætti, þó að stundum ættu við-
skipti sér stað rétt fyrir lokun og
menn næðu ekki saman.
Mörg fyrirtæki hafa sett
ákveðnar reglur
Að sögn Magnúsar hafa mörg stór
fyrirtæki sett sér ákveðnar reglur
sem ganga lengra en almennar regl-
ur Kauphallar Íslands varðandi inn-
herjaviðskipti en þetta hafi ekki ver-
ið gert í Eimskipafélaginu enn. Hins
vegar hafi verið brugðist við stöð-
unni með því að loka fyrir viðskipti
innherja þar til uppgjörið verði birt í
lok febrúar og byrjað sé að ræða
endurbætur á innherjareglum fyrir-
tækisins.
Magnús segir að erfitt sé fyrir
stjórnina að taka á svona málum
gagnvart stjórnarmönnum, sem eiga
hluti í fyrirtækinu, og öðrum stórum
eignaraðilum eins og Landsbankan-
um og Samson. Að öllu jöfnu gleðjist
hann yfir því þegar menn hafi áhuga
á að fjárfesta í fyrirtækinu og meðan
menn séu innan settra laga og reglna
sé ekki rétt að hafa afskipti af því.
Rætt um endur-
bætur á innherja-
reglum Eimskips
SÁ atburður átti sér stað á bænum
Kirkjubæjarklaustri II í Skaft-
árhreppi aðfaranótt 7. janúar sl. að
ærin Snælda bar fallegu hrútlambi.
Leiða má líkum að því að þetta sé
fyrsta lamb ársins 2004 á Íslandi.
Þetta þykir reyndar ekki tiltökumál
hjá þeim bændum, Fanneyju Lár-
usdóttur og Sverri Gíslasyni, því
þetta er fjórða árið í röð sem Snælda
ber á þessum tíma.
Vorið 2000 bar hún tveimur lömb-
um, eins og títt er með ær. En
merkilegheitin hófust 30. desember
sama ár þegar hún bar aftur tveim-
ur lömbum, sprækum gimbrum sem
nefnast Stygg og Spök, sem þá
komu í fjölmiðla og hittu jafnframt
landbúnaðarráðherrann. Sterkar
líkur eru á því að Stygg og Spök hafi
verið síðast bornu lömb ársins 2000
og myndi einhver útleggja það sem
síðast bornu lömb liðinnar aldar.
Snælda hélt uppteknum hætti
réttu ári síðar, sleppti reyndar
almanaksárinu 2001 alveg úr, og
bar tveimur lömbum í byrjun árs
2002. Það sama var upp á ten-
ingnum í byrjun árs 2003 en þá bar
hún jafnframt tveimur lömbum.
Þessi sérstæða atburðarás hefur al-
farið átt sér stað samkvæmt kalli
náttúrunnar og hefur Snælda svo
sannarlega lífgað upp á búskapinn á
Kirkjubæjarklaustri II, sem líflegur
var fyrir.
Snælda bar um ára-
mót fjórða árið í röð
Kynningar – Morgunblaðinu í dag
fylgir auglýsingablað frá
Heimsferðum.