Morgunblaðið - 18.01.2004, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 18.01.2004, Qupperneq 6
FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ EINN styrktaraðili bættist að með- altali á hverjum degi í stóran hóp Ís- lendinga, sem styrkja bágstödd börn í gegnum ABC hjálparstarf, á síð- asta ári. María Magnúsdóttir, nýráð- inn framkvæmdastjóri samtakanna, segir um 4.000 börn njóta viðeigandi aðstoðar í formi menntunar, fram- færslu, læknishjálpar og umönnunar með hjálp ABC og framlaga Íslend- inga. Um 68% skráðra stuðnings- aðila barna eru konur, 27% karlar og 5% fyrirtæki og hópar. María segir algengara að fólk biðji um að styrkja stúlkur og það sé e.t.v. vegna þess að stúlkur eigi yfir höfuð erfiðara uppdráttar en drengir. Í sumum tilfellum ráðist þetta líka af hvaða kyni börn viðkomandi eiga sjálfir fyrir. Nokkrir stuðningsaðilar eru með fleiri en eitt barn að sögn Maríu. Vel- vildarmenn þessara barna séu því margir og undanfarna tvo mánuði hafi fjölgun fólks, sem vill styðja við börn sem búa við erfið skilyrði, verið meiri en áður. Hún er því bjartsýn á áframhaldandi starf samtakanna, sem séu nú í örum vexti, eftir þrot- lausa vinnu Guðrúnar Margrétar Pálsdóttur undanfarin 15 ár og fjöl- margra sjálfboðaliða. Guðrún Mar- grét er nú starfandi stjórnarformað- ur og lét nýverið af starfi ólaunaðs framkvæmdastjóra. Um síðustu ára- mót var hún sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu fyrir líkn- arstörf á alþjóðavettvangi. Framlög renna óskert til barna ABC hjálparstarf var stofnað árið 1988 af sjö Íslendingum, þar á meðal Guðrúnu Margréti, og eru því alfarið íslensk samtök. Hafa þau að mark- miði að veita hjálp sem kemur að varanlegu gagni, með því að gefa fá- tækum börnum kost á skólagöngu og heimilislausum börnum heimili. María segir þetta samkirkjulegt hjálparstarf sem byggt sé upp á sjálfboðavinnu. Öll framlög til starfs- ins renni óskert til hjálpar nauð- stöddum börnum nema þess sé sér- staklega getið að framlag skuli renna til reksturs starfsins. Því geti fólk fullvissað sig um að öll fjárhæð- in, sem það greiðir mánaðarlega, renni til barnsins. Á rúmum 15 árum sem liðin eru frá stofnun ABC hafa um 500 millj- ónir króna verið sendar til hjálpar- starfa erlendis. Þar af voru rúmar 93 milljónir króna sendar á síðasta ári, sem gefur vísbendingu um vöxt starfsins. Þar af kom 8,1 milljón í gegnum söfnunina Börn hjálpa börn- um og 5,3 milljónir frá hinu opinbera á síðasta ári, en fram til þessa hafa opinber framlög til ABC hjálpar- starfs verið 9,6 milljónir króna. María segir samtökin nú einbeita sér að rekstri heimila ABC á Ind- landi, Heimili litlu ljósanna og El Shaddai barnaheimilinu, þar sem tæplega 2.000 börn dvelja. Stuðn- ingsaðilar greiða fyrir fulla fram- færslu og skólagöngu á þessum heimilum. Á síðasta ári hafi verið byggður verkmenntaskóli á Heimili litlu ljósanna og 1.000 fermetra hús fyrir El Shaddai barnaheimilið. Fluttu börnin í nýja húsið um sl. ára- mót eftir langa bið eftir rafmagns- tengingu. María segir að nú sé verið að kaupa viðbótarland til ræktunar matjurta fyrir bæði heimili ABC á Indlandi. Þá sé verið að safna fyrir byggingu húss fyrir kornabörn og starfsfólk El Shaddai og vonast hún til að það takist að byggja það á þessu ári ásamt skóla fyrir heimilið. Samhliða þessu aðstoðar ABC börn í Úganda og á Filippseyjum. Með framlögum þangað er greitt fyrir skólagöngu barna í ríkis- og einkaskóla, læknishjálp og mat. Í fyrra var byggður forskóli í Úganda fyrir tilstuðlan samtakanna og lagð- ur grunnur að byggingu nýs barna- skóla. Á Indlandi eru flest börnin mun- aðarlaus eða yfirgefin og búa á heim- ilum sem ABC hjálparstarf hefur byggt upp með fé frá Íslandi. Á Fil- ippseyjum búa börnin hjá fátækum foreldrum. Í Úganda hafa flest börn- in misst foreldra sína og búa hjá ætt- ingjum eða vandalausum. 500 börn vantar stuðning Um síðustu áramót vantaði stuðn- ingsaðila fyrir um 500 börn og segir María þann háttinn hafðan á, að börnin séu fyrst tekin inn í skólana eða heimili ABC og síðan séu fundnir stuðningsaðilar fyrir þau. Þegar far- ið sé að sjá í land með stuðning fyrir þau börn sem komin séu inn sé fleiri börnum bætt við. Aðeins einn stuðn- ingsaðili stendur að baki hverju barni og greiðir því allan kostnaðinn við framfærslu þess eða þá aðstoð sem barnið fær á hverjum stað eins og skólagöngu, læknishjálp og mat. Nokkrir greiða sérstaklega í launasjóð ABC og greiða þau fram- lög laun starfsmanna sem eru á laun- um. Í dag er greitt fyrir 1,7 stöðu- gildi, en aðrir starfsmenn eru sjálfboðaliðar eða styrktir af velunn- urum. María segir starfið einnig í fríu húsnæði og fer því lítið hlutfall af tekjunum í rekstrarkostnað, en jólakortasala starfsins hefur dugað fyrir þeim kostnaði. Undanfarin ár hafa 93–96% af heildartekjum ABC hjálparstarfs verið notuð til hjálpar- starfa erlendis og eru þá taldar með tekjur af sölu varnings og framlög- um í launasjóð. María vill líka koma á framfæri að söfnunin Börn hjálpa börnum, sem farið var af stað með í samstarfi við grunnskóla í landinu, hefur lyft grettistaki í byggingu heimila og skóla fyrir nauðstödd börn á undan- förnum árum. Þannig tókst safna fyrir byggingu verkmenntaskólans á Heimili litlu ljósanna og skólabygg- ingu í Úganda eftir söfnun grunn- skólabarna á Íslandi í mars s.l. Söfnunin Börn hjálpa börnum verður með öðru sniði á þessu ári að sögn Maríu. Sá sem styrkir barn fær senda mynd af barninu ásamt al- mennum upplýsingum um það, hagi þess og aðstæður. Síðar fær fólk að vita um námsárangur, þroska og einnig er möguleiki á bréfaskiptum við barnið. María segir reynt að gera þessi tengsl sem persónulegust svo að Íslendingar geti skynjað að fram- lag þeirra skipti sköpum fyrir vel- ferð barnsins. ABC hjálparstarf rekur tvö heimili fyrir bágstödd börn Algengara að Íslend- ingar styðji stúlkubörn Verkmenntaskólinn á Heimili litlu ljósanna á Indlandi. Á síðasta ári sendi ABC hjálparstarf tæpar 100 milljónir til hjálpar 4.000 börnum m.a. á Indlandi og í Úganda. Umfangið eykst sífellt og byggist á því að veita aðstoð sem kemur að varanlegu gagni. Morgunblaðið/Jim Smart María Magnúsdóttir framkvæmdastjóri, Guðrún Margrét Pálsdóttir, starf- andi stjórnarformaður, og Guðrún Magnúsdóttir starfar á skrifstofu ABC. Þ að fer vel um fólk á Súfistanum. Langar hrafnsfjaðrir á höfði stúlku sem situr við borð með cappuccino og flettir tískublöð- um. Fatapokarnir á stólnum bera framtaksseminni vitni. Einhvern veginn þannig er unga fólkið á Súfistanum. Það tollir í tískunni. Nýrakað og stuttklippt, flíkur gráar eða svartar, skórnir brúnir eða svartir og glansandi, – yfirbragðið eins og á nýjum bókum. Það á eftir að skera úr síðunum. Svo er eftir öðru að þetta unga fólk notast við linsur, nema sagnfræðingurinn. Hann er með gler- augu og ástæða fyrir því. Sagnfræðingar eru aldrei ungir. Í Bókavörðunni sitja tveir menn við uppraðað taflborð; skákin eins og bók sem aldrei hefur verið opnuð. – Á ekkert að tefla, spyr blaðamaður forvitinn. – Hún er í bið, svarar annar. Ekki er blaðamaður búinn að staldra lengi við þegar hann fréttir að verið sé að gefa bækur á bókamarkaði Bókavörðunnar á Laugaveginum. Hann pantar leigubíl. – Lest þú bækur? spyr blaðamaður leigubílstjórann. – Já, segir hann uppnuminn. Ég safnaði bókum og á það allt í kössum. En hef ekki opnað þá síðan ég flutti suður. Hann dregur samt upp úr djúpinu í dyravasanum bókina Íslensk skip, sem vekur honum minningar að austan frá Raufarhöfn. – Er þetta skemmtileg lesning? spyr blaðamaður undrandi. – Já, ég man svo vel eftir bátunum frá síldarárunum. Ég var tólf ára þegar ég fór á síld; þá var ég ráðinn sem hálfdrættingur. Þegar blaðamaður var tólf ára var líf hans mun áhyggjulausara, helst að Dularfulla kattarhvarfið eftir Enid Blyton hreyfði við honum. Við bókamarkaðinn er svo kalt úti að fólkið sem mætir á markaðinn er dúðað eins og það sé enn í plastinu. Svolítið erfitt að kynnast fólki í bóka- kápunum eða manni sem bundinn er inn í brúnt og ilmandi leður – hatt, kápu, hanska og skó. Hann tekur með sér tvo poka af bókum út í hríðina. Ef hann verður úti leiðist honum allavega ekki. Inn kemur kona sem dust- ar flygsurnar af himninum úr hárinu og spyr: – Áttu nokkuð dulrænar bækur? – Veistu, fulltrúar Biskupsstofu komu og gerðu þær upptækar til að slík villutrú og hindurvitni væru ekki á boðstólum fyrir grandalausar sál- ir, segir búðarklerkurinn grafalvarlegur. – Þú ert að ljúga, segir konan og er augljóslega brugðið. Er það ekki skerðing á prentfrelsi? Búðarklerkurinn brosir prakkaralega og játar á sig ósannindin. Síðast þegar hann laug þessu trúði kúnninn því eins og staf á bók, stormaði heim, hringdi í biskupsritara og lét hann fá það óþvegið. – Bragi hafði gaman af þessu, segir ungi maðurinn og auðheyrt að lengra verður ekki náð í galsaskapnum. Það ægir saman bókatitlum og fólk liggur yfir þeim eins og torræðri krossgátu. Hér var banki. Á bakvið gjaldkerastúkuna er fólk að fletta stöflum af seðlum frá því fyrir myntbreytingu. Gjaldmiðillinn er bækur. Og bankastarfsemin ólík þeim musterum Mammóns sem reist eru úr pen- ingum almennings. Það er nefnilega ekki hægt að ræna þennan banka. Þessar bækur eru gefins. Hárinu er skipt í miðju á rosknum kúnna bankans. Það er eins og opin bók og síðurnar orðnar örlítið aflitaðar. Skegginu er líka skipt í miðju og augabrúnunum. Andlitið samhverft og líkaminn. Þannig er líkaminn eins og bókarkápa. Á strák í brúnni treyju er merking á kilinum. Þar stendur: NYC ZOO-YORK. Bækurnar vaxa líkt og vafningsviður upp hendurnar á fólki. Ungu mennirnir sem afgreiða alúðlegir eins og bókin Mér eru fornu minnin kær. Þeir eru Útverðir íslenskrar menningar. Presturinn sem skírði dótt- ur mína er með skegg eins og Hlaðir í Hörgárdal. Sífellt fýkur inn fleira fólk Á vængjum vinda. Hér eru Bækur og bókamenn. Og viðkvæðið: Allt er hægt, vinur! Stundum mæta manni óvæntar áletranir, úrklippur eða jafnvel press- aðir smárar. Búðarklerkurinn raðar bókunum samviskusamlega á borðið, eins og hann sé að gróðursetja kartöflur. Hann er með merki í barminum. – Hvaða merki er þetta? – Þetta er einhver engill, segir hann önuglega. Sjálfstæðismerkið mitt skemmdist. Tvær bleikar stelpur, eins og litlar stelpur eru, tala við mömmu. Sú yngri reynir að ná bók úr staflanum, bara einhverri, en tekst það ekki. – Það er svo erfitt að taka þær, kvartar hún og þegar það tekst segir hún vonsvikin: – Það eru engar myndir, bara stafir. Eftir mikla leit í óravíddum bókamarkaðarins segir eldri stelpan upp- veðruð: – Mamma, sjáðu! Það er svolítil mynd í þessari bók. Kannski bara ein mynd, bætir hún við og munnvikin síga niður. Systir hennar er hins vegar ekki af baki dottin; hún hefur fundið bók með myndum og flettir síðunum fjálglega: – Mamma, hérna er ein. Og hérna er ein. Hérna er ekki nein. Hér er …Og …Hérna er ekki nein. Hérna er ein. Sjáðu, hérna er ein. – Ókei, ég skal kaupa þessa bók, segir mamman uppgefin. Hún gengur út og hverfur í hríðina með bókapoka og tvær litlar stelpur í bleiku bandi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fólk í bókakápum SKISSA Pétur Blöndal fletti síðum mannlífsins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.