Morgunblaðið - 18.01.2004, Side 8
FRÉTTIR
8 SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Smáauglýsingar á mbl.is
Nú getur þú bæði pantað smáauglýsingu til birtingar á mbl.is eingöngu
og einnig fengið auglýsinguna birta á smáauglýsingasíðum Morgunblaðsins.
Smáauglýsingar á mbl.is, vinsælasta vefsvæði landsins,
með yfir 150.000 gesti á viku.
Frítt til 1. mars.
Smáauglýsing sem eingöngu er birt á mbl.is vefnum er ókeypis til 1. febrúar.
Innifalið er 160 stafa auglýsing með mynd og birting í einn dag.
Forsíða Viðskipti Atvinna Fólkið Smáauglýsingar
Laugardagur | 18. janúar | 2003
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
M
BL
2
31
51
0
1/
04
Okkur er borgið, mr. Bush, ég er búinn að redda öllu nema þessu sinneps-drulli.
Árleg viðurkenning Hagþenkis
Vönduð fræði-
rit verðlaunuð
Hagþenkir, sem erfélag höfundafræðirita og
kennslugagna, er með ár-
lega viðurkenningu á vel
unnu verki í Þjóðarbók-
hlöðunni næstkomandi
mánudag. Morgunblaðið
ræddi við Jón Yngva Jó-
hannsson, sem er í for-
svari fyrir Hagþenki
vegna þessa stóra dags,
og lagði fyrir hann nokkr-
ar spurningar.
– Segðu okkur fyrst
eitthvað frá Hag-
þenki … hvað er það og
hvert er hlutverk þess?
„Hagþenkir er félag
höfunda fræðirita og
kennslugagna. Fé-
lagsmenn koma víðsvegar
að, bæði úr heimi vísinda
og fræða og frá öllum stigum
skólakerfisins. Í Hagþenki sam-
einast þeir um eitt hagsmuna-
mál: þeir eiga allir höfundarrétt
að verja. Hagþenkir er fyrst og
fremst hagsmunafélag sem berst
fyrir því að höfundarréttur sé
virtur og að höfundar fræðirita
og kennslugagna fái sanngjarna
umbun fyrir sín verk. Félagið
veitir m.a. styrki til ritstarfa og
ferða og menntunarstyrki. Við
eigum líka mikið og gott samtök
við önnur hagsmunafélög rétt-
hafa, bæði hér á landi og á hin-
um Norðurlöndunum.“
– Segðu okkur eitthvað frá
þessari árlegu viðurkenningu
Hagþenkis, tildröum hennar,
sögu hennar og tilgangi …
„Viðurkenning Hagþenkis var
fyrst veitt árið 1986 og hefur
verið veitt árlega síðan. Tilgang-
urinn er fyrst og fremst sá að
vekja athygli á markverðu fram-
lagi til fræðanna og þar með á
því geysimikla og frumlega starfi
sem unnið er af fræðimönnum og
höfundum kennsluefnis. Þetta er
hluti af því markmiði félagsins
að beina kastljósinu að fræðirit-
um og kennsluefni hvers konar
sem hluta af íslenskri menningu.
Ótrúlega stór hluti bókaútgáfu á
Íslandi og vaxandi hluti þeirra
bóka sem fólk les, bæði í mennt-
unarskyni og sér til ánægju eru
vönduð fræðirit. Við viljum vekja
athygli á framúrskarandi höf-
undum þessara rita og gera veg
þeirra sem mestan.“
– Á hvað er helst lögð áhersla
þegar verk er útnefnt til við-
urkenningar?
„Hagþenkir skipar sérstakt
viðurkenningarráð sem er skipað
fimm félagsmönnum sem allir
eru virtir sérfræðingar á sínu
sviði. Öll fræðirit sem koma út á
Íslandi koma til greina ásamt
margs konar öðru fræðilegu
starfi sem kannski er ekki jafn
sýnilegt almenningi, t.d. náms-
efnisgerð. Viðurkenninguna má
bæði veita fyrir eitt afmarkað
verk og fyrir framlag á lengri
tíma. Það er þannig stór munur
á þessari viðurkenningu og t.d.
Íslensku bókmenntaverðlaunun-
um, hjá okkur koma
allir til greina, það
þarf ekki að leggja
verkin sérstaklega
fram og menn þurfa
ekki að vera fé-
lagsmenn í Hag-
þenki.“
– Hverjir hafa hlotið viður-
kenninguna til þessa?
„Verðlaunahafarnir hafa kom-
ið úr mörgum áttum, þeir koma
af flestum fræðasviðum og starfa
víða í samfélaginu. Í fyrra hlaut
Jón Hilmar Jónsson orðabókar-
ritstjóri viðurkenninguna fyrir
stórvirkið Orðaheim sem er
ómetanlegt hjálpargagn fyrir
alla þá sem þurfa að senda frá
sér ritað mál. Á meðal verð-
launahafa undanfarinna ára eru
Guðmundur Páll Ólafsson nátt-
úrufræðingur, Sigurður Pálsson
guðfræðingur og Iðunn Steins-
dóttir rithöfundur sem hlutu
verðlaunin fyrir frumlegt og um-
fangsmikið námsefni í trúar-
bragðafræði og Hallgerður
Gísladóttir og Nanna Rögnvald-
ardóttir sem hlutu verðlaunin ár-
ið 2000 fyrir sín frábæru rit um
þjóðlega og alþjóðlega matar-
gerð.“
– Hver vinnur þetta árið?
„Það kemur í ljós á morgun
klukkan 17.00 þegar verðlaunin
verða afhent í Þjóðarbókhlöð-
unni. En ég get lofað því að
þessi afhending mun vekja
nokkra athygli en sennilega litl-
ar deilur. Verðlaunahafinn er
mjög vel að viðurkenningunni
kominn.“
– Er vegur verðlaunanna vax-
andi og þykir höfundum sér mik-
ill sómi sýndur?
„Vegur viðurkenningarinnar
hefur farið vaxandi jafnt og þétt
þótt við viljum að sjálfsögðu
gera hann enn meiri. Þetta eru
verðlaun sem ég held að fræði-
mönnum sé mikill
sómi að því að fá. Þau
eru veitt algerlega á
faglegum forsendum,
markaðurinn eða bók-
sala hefur engin áhrif
á veitingu þeirra. Þá
má ekki gleyma því að
þetta eru mjög vegleg verðlaun.
Í ár hefur upphæð viðurkenning-
arinnar verið hækkuð í 750.000.
Hún er nú jafnhá þeirri upphæð
sem Félag íslenskra bókaútgef-
enda veitir til Íslensku bók-
menntaverðlaunanna í hvorum
flokki fyrir sig.
Jón Yngvi Jóhannsson
Jón Yngvi Jóhannsson er
fæddur árið 1972. Lauk BA-prófi
í almennri bókmenntafræði og
íslensku frá HÍ árið 1995 og MA-
prófi í íslenskum bókmenntum
frá sama skóla 1998. Hefur und-
anfarin ár starfað sem bók-
menntagagnrýnandi í blöðum og
sjónvarpi og stundakennari við
HÍ auk þess sem hann vinnur að
ritun doktorsritgerðar um Gunn-
ar Gunnarsson og aðra dansk-
íslenska höfunda.
Hefur verið framkvæmdastjóri
Hagþenkis frá því síðastliðið
haust. Eiginkona er Sigþrúður
Gunnarsdóttir, ritstjóri barna-
bóka hjá Máli og menningu. Þau
eiga þrjár dætur, Valgerði (f.
1993), Silju (f. 1998) og Steinunni
(f. 1999).
… má ekki
gleyma því að
þetta eru
mjög vegleg
verðlaun.
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn