Morgunblaðið - 18.01.2004, Side 10

Morgunblaðið - 18.01.2004, Side 10
10 SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ D æmi eru um að útlending- um hafi verið synjað um áframhaldandi búsetu á Íslandi af því að þeir hafi nýtt sér rétt sinn sam- kvæmt lögum um fé- lagsþjónustu sveitarfé- laganna og þegið fjárhagsaðstoð frá Félagsþjónustu sveitarfélag- anna. Katla Þorsteinsdóttir, lögfræðingur Al- þjóðahúss, segist þekkja dæmi um að fólk hafi ekki áttað sig á því hvaða afleiðingar tímabundin fjárhagsaðstoð frá Félagsþjónustunni hafi í för með sér samkvæmt reglugerð með nýlegum lög- um um útlendinga. Georg Lárusson, forstjóri Útlendingastofnunar, segir að því fari fjarri að tímabundin fjárhagsaðstoð frá Félagsþjónust- unni útiloki sjálfkrafa endurnýjun dvalar- og bú- setuleyfis. Öðru máli geti gegnt ef fólk hafi verið lengi á framfæri hins opinbera og sjái ekki fram á að fá vinnu í náinni framtíð. Lára V. Björns- dóttir, félagsmálastjóri Reykjavíkurborgar, segir að því hafi verið beint til starfsmanna Fé- lagsþjónustunnar að vara útlendinga við afleið- ingum þess að þiggja fjárhagsaðstoð. Engin vafi leikur á rétti útlendinga til þess að þiggja fjárhagsaðstoð frá Félagsþjónustunni. Lög um félagsþjónustu sveitarfélaganna kveða skýrt á um að sveitarfélögum sé skylt að veita öllum með lögheimili í sveitarfélaginu aðstoð og tryggja að þeir geti séð fyrir sér og sínum. Út- lendingar eiga því óskoraðan rétt á að njóta að- stoðar Félagsþjónustunnar eftir hálfs árs bú- setu í landinu. Þá kemur fram í lögunum að erlendum ríkisborgurum, án lögheimilis á Ís- landi, sé í sérstökum tilfellum veitt fjárhagsað- stoð. Með fjárhagsaðstoð er í lögunum bæði átt við lán og styrki. Í núgildandi rúmlega hálfrar aldar gömlum lögum um íslenskan ríkisborgararétt (nr. 100/ 1952) segir að eitt af skilyrðunum fyrir veitingu ríkisborgararéttar sé að: „Umsækjandi geti framfleytt sér hérlendis með hliðsjón af þeim upplýsingum sem koma fram í umsókn og hafi ekki þegið framfærslustyrk frá sveitarfélagi síð- astliðin tvö ár.“ (5. gr. B2.) Nokkur ákvæði af svipuðum meiði varðandi dvalar- og búsetuleyfi tóku gildi með nýlegum lögum um útlendinga (nr. 96/2002). Túlkun þessara ákvæða virðist þó vera afar mismunandi á milli stofnana eins og kemur fram hér að neðan. Tímabundin þörf eðlileg Katla Þorsteinsdóttir, lögfræðingur Alþjóða- húss, segir að ekki sé hægt að skilja 36. grein reglugerðar með áðurnefndum lögum öðruvísi en að með því að þiggja fjárhagsaðstoð frá Fé- lagsþjónustunni fyrirgeri útlendingar rétti sín- um til að fá dvalar- og búseturéttindi endurnýj- uð. Í greininni segir m.a.: „Það er og skilyrði útgáfu dvalarleyfis skv. b-lið 35. gr. að umsækj- andi hafi stundað atvinnu að staðaldri á dval- arleyfistímanum og að hann hafi ekki notið fjár- hagsaðstoðar samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaganna.“ „Ég geri ráð fyrir að markmiðið með því að gera að skilyrði fyrir dvalarleyfi að útlendingar hafi ekki þegið fjárhagsaðstoð frá Félagsþjón- ustunni sé að útlendingar sjái fyrir sér í landinu, þ.e. flytji ekki hingað til að setjast upp á kerfið eins og stundum er sagt. Hins vegar finnst mér við alls ekki mega líta framhjá því að ýmislegt getur komið upp og valdið því að fólk þarf á tímabundinni aðstoð frá Félagsþjónustunni að halda,“ segir Katla og segist þekkja nokkur dæmi um að fólk hafi ekki áttað sig á því hvaða afleiðingar tímabundin fjárhagsaðstoð frá Fé- lagsþjónustunni hefur í för með sér samkvæmt reglugerðinni. „Dæmi er t.d. um aðila sem slas- aðist illa í vinnu fyrir íslenskan atvinnurekanda. Hann fékk tímabundna aðstoð Félagsþjónust- unnar þar sem hann hafði ekki unnið nægilega lengi til að eiga rétt á öðrum möguleikum til framfærslu. Þessi aðili hafði búið hér ásamt fjöl- skyldu sinni í tvö ár, eiginkonan var í vinnu og börnin í skóla en maðurinn fékk synjun um end- urnýjun leyfis.“ Annað nýlegt dæmi snýst um dvalarleyfi að- standanda íslensks ríkisborgara. „Móðir hans er erlendur ríkisborgari og flutti hún til sonar síns fyrir ári. Hann var að leita sér einhverra upplýs- inga hjá Félagsþjónustunni þegar fram kom í spjalli hans og félagsráðgjafa að hann héldi aldr- aðri móður sinni uppi fyrir utan smávægilegar tekjur hennar frá heimalandinu. Félagsráðgjaf- inn fræddi soninn um að móðir hans ætti rétt á fjárhagsaðstoð frá Félagsþjónustunni sem næmi mismuninum á tekjum hennar frá heima- landinu og 70.000 kr. Þetta kom þeim mæðg- inum skemmtilega á óvart því þröngt var í búi hjá þeim. Eftir að nýju lögin tóku gildi kom á daginn að með því að þiggja fjárhagsaðstoðina hefði móðirin fyrirgert rétti sínum til að fá dval- arleyfi sitt endurnýjað.“ Hefur móðurinni verið vísað úr landi? „Nei, synjun Útlendingastofnunar hefur verið kærð til dómsmálaráðuneytisins,“ segir Katla og vill engu spá um niðurstöðu ráðuneytisins. „Eins og fram kemur í reglugerðinni er heimilt að víkja frá skilyrði um að umsækjandi hafi ekki notið fjárhagsaðstoðar frá Félagsþjónustunni ef ríkar sanngirnisástæður mæla með því. Hins vegar er alveg ljóst að gert er ráð fyrir því að ákvæðið sé túlkað þröngt. Almennt er auðvitað gagnrýnisvert að á sama tíma og í gildi eru lög um að fólk eigi rétt á að þiggja fjárhagsaðstoð frá Félagsþjónustunni skuli önnur lög refsa því fyrir að nýta sér þenn- an rétt sinn. Brottvísun frá landinu er heldur engin smárefsing eins og sést best í máli kon- unnar sem nefnd var hér á undan. Ef mæðginin hefðu vitað hvaða afleiðingar fjárhagsaðstoðin hefði í för með sér hefðu þau frekar haldið áfram að skrimta á rúmlega einum launum en að þiggja hana og eiga von á því að móðurinni yrði vísað úr landi.“ Sýnt fram á framfærslu Georg Kr. Lárusson, forstjóri Útlendinga- stofnunar, vísar til 11. greinar laga um útlend- inga þar sem segir að veita megi útlendingi dval- arleyfi ef framfærsla hans, sjúkratrygging og húsnæði sé tryggt samkvæmt nánari reglum dómsmálaráðherra. Hann segir að því fari fjarri að tímabundin fjárhagsaðstoð frá Félagsþjón- ustunni útiloki sjálfkrafa endurnýjun dvalar- og búsetuleyfis. „Við mat á hverri umsókn fyrir sig er meðal annars hugað að því hvort viðkomandi geti sinnt framfærsluskyldu sinni hér á landi, þ.e. hvort hann geti séð fyrir sér og sínum með eigin fé eða atvinnutekjum. Fjárhagsaðstoð frá Félagsþjónustu fellur ekki undir framfærslu samkvæmt lögunum. Ef umsækjandi hefur að- eins þegið tímabundna fjárhagsaðstoð, er í vinnu og uppfyllir að öðru leyti skilyrði laganna, þykja þó ríkar sanngirnisástæður mæla með já- kvæðri afgreiðslu. Ef á hinn bóginn umsækjandi hefur lengi verið á framfæri Félagsþjónustunn- ar, er ekki í vinnu og sér ekki fram á að fá vinnu í bráð getur gegnt öðru máli um niðurstöðuna,“ sagði Georg og játaði því að dæmi væru um að fólki hefði verið vísað úr landi af fyrrgreindum ástæðum. „Almennt teljum við okkur sýna fyllstu sanngirni og synjum ekki beiðnum nema fólk hafi verið á framfæri sveitarfélagsins í lang- an tíma. Við höfum verið afar skilningsrík gagn- vart tímabundinni fjárhagsaðstoð í umsögn okk- ar um umsóknir erlendra ríkisborgara um íslenskan ríkisborgararétt.“ Katla var spurð hvort hún teldi að félagsráð- gjafar væru sér nægilega meðvitandi um hvaða afleiðingar fjárhagsaðstoð frá Félagsþjónust- unni gæti haft fyrir útlendinga með dvalar- og búsetuleyfi. „Þegar ég hef haft samband við Fé- lagsþjónustuna í svona tilfellum hefur mér alltaf verið sagt að fólk hafi verið varað við. Aftur á Vísað úr landi fyrir að Morgunblaðið/Þorkell Útlendingastofnun hefur synjað út- lendingum um leyfi til áframhald- andi búsetu í landinu af því að þeir hafi þegið fjárhagsaðstoð frá Fé- lagsþjónustunni. Anna G. Ólafs- dóttir grennslaðist fyrir um hvort/ hversu mikla fjárhagsaðstoð útlend- ingar mega þiggja án þess að eiga á hættu að vera vísað úr landi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.