Morgunblaðið - 18.01.2004, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.01.2004, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ mínu fagi en hvað væri örugglega hægt að selja. Ég var ekki nógu mikill peningamaður, – var of lengi að átta mig á hvað verðtryggingin þýddi, enda alinn upp við það að lán væri eins og happdrættisvinningur og af- borganirnar brynnu upp í verðbólg- unni. Þetta, ásamt því að spila full- djarft í innflutningnum, olli því að fór sem fór. Það var mikil og erfið reynsla að missa eigur sínar. Við lá að við yrðum gjaldþrota en við neituðum að gang- ast undir það, þrátt fyrir að sumir teldu það léttari leið fyrir okkur. Við tók annan pól í hæðina, sömdum og sömdum og höfum fram undir þetta verið að greiða niður skuldir. Því er farsællega lokið núna. Í svona stöðu má aldrei gefast upp. Á þessu tímabili varð ég var við hvað heimurinn getur verið miskunn- arlaus við þá sem fara flatt. Eitt situr sérstaklega í mér. Ég hafði gefið út fræðibók um snjóbræðslu sem ég var að innleiða á Íslandi. Ég teiknaði hana sjálfur og samdi hana sjálfur og Helga pikkaði inn textann á stensla á ritvél. Ein virt opinber tæknistofnun gaf svo út lítinn blöðung og stal frá mér öllum teikningunum og meiri- hlutanum af textanum. Mín var ekki einu sinni getið þótt nöfn ýmissa dauðra karla úti í heimi væru tíunduð. Ég talaði við einn af yfirmönnum þessarar stofnunar. Svari hans gleymi ég ekki. „Nú? Ég hélt að þú hefðir farið á hausinn?“ Mér verður sjaldan orðfall en við þessu átti ég engin svör og gekk í burtu. Í Þorlákshöfn er þægilegt að vera Við fluttum hins vegar ekki hingað í Þorlákshöfn vegna þessara atburða, það gerðist miklu seinna. Eftir hús- missinn leigðum við um tíma en gát- um svo með góðra manna hjálp keypt litla íbúð. Þannig unnum við okkur upp og fyrir rösku ári keyptum við einbýlishús hér í Þorlákshöfn. Þetta er kannski óþarflega stórt hús en við það er góður garður og það líkar Helgu, sem hefur „græna fingur“.“ Helga Harðardóttir er blóma- skreytingakona. „Móðir mín hafði lært blóma- skreytingar á yngri árum en hún vann stutt við það fag. Ég aftur á móti lenti í þessu fyrir tilviljun. Þegar ég kom af írska klausturskólanum fékk ég góða vinnu enda hafði ég lært m.a. hraðritun og ensku. Ég hætti að vinna utan heimilis meðan börnin voru lítil en var svo boðin vinna í blómabúð nokkuð löngu síðar. Ég tók því og hafði gaman af að spreyta mig á að raða saman blómum í vendi og fór á námskeið. Síðar vann ég í annarri blómabúð og þetta vatt upp á sig. Ég fór svo út til Danmerkur 1990 til þess að læra blómaskreytingar,“segir Helga. „Við ætluðum svo sem ekki að fara úr Kópavoginum og höfðum gert til- boð í eignir þar sem við misstum af. En svo sá Helga þetta hús auglýst. Við fórum að skoða og ákváðum að taka stökkið og flytja hingað. Börnin okkar héldu að við værum orðin skrít- in og vinirnir voru tortryggnir líka. Þannig er að Þorlákshöfn virðist hafa á sér eitthvert það orð sem minnir helst á orðspor Kópavogs í gamla daga. Ég segi kannski kunningja mín- um að ég búi fyrir austan fjall. „Í Hveragerði?“ Nei. „Á Eyrarbakka,“, „Stokkseyri,“ Selfossi?“ nei – í Þor- lákshöfn. Þorlákshöfn? og svo er horft á mig eins og ég hafi flutt upp á öræfi. En sannleikurinn er sá að það er yndislegt að búa í Þorlákshöfn og hér er ýmislegt að gerast, til stendur m.a. að byggja stóra kaupskipahöfn og þannig mætti telja. Hér er mikil nánd milli fólks, við skreytum t.d. sjálf göt- una okkar með öðrum íbúum hennar fyrir jólin og á sumrin tökum við okk- ur til og grillum öll saman einn dag. Helga syngur í Kyrjukórnum og fólk er duglegt að heimsækja okkur – sumir hafa ekki farið aftur, heldur keypt sér hús hér og sest að. Í Þor- lákshöfn er þægilegt að búa. Ég vinn á verkfræðistofu og Helga í Blómavali. Við ökum saman í bæinn hvern virkan dag og förum saman heim aftur – þetta gengur afar vel. Við Helga lifðum lengst Einn er sá þáttur í lífi þeirra hjóna Helgu og Sigurðar Grétars sem ástæða er til að fjalla sérstaklega um, það er samstarf þeirra á leiksviðinu. „Við gátum leikið saman í mörgum leikritum vegna vasklegrar hjálpar tengdamóður minnar og mágkonu sem alltaf tóku við börnunum þegar í nauðirnar rak,“ segir Helga. „Helgu fannst mest gaman að æfa, henni hefði verið alveg sama þótt leik- ritið væri aldrei sýnt,“ segir Sigurður og hlær. Hann hafði verið við leiklistarnám hjá Ævari Kvaran og hugsaði til þess um tíma að fara í frekara leiknám. „En það var bara engin framtíð í því þá, þetta var áður en kvikmynda- bylgjan skall á,“ segir hann. Sigurður var lengi formaður Leik- félags Kópavogs og Hörður sonur þeirra Helgu er formaður þess félags nú. „Leikfélög eru oft byggð upp af fjölskyldum mjög svipað og mafían á Sikiley. Ég rak mig á það að þar sem aðeins annar makinn var í leikstarfi urðu vandamál og þau stundum mikil. Minn uppáhaldskarakter í leik er Óli í Fitjakoti í Bör Börsson. Það er dýrðlegt hlutverk í söngleik sem við settum upp. Einnig er mér kær Mad- sen klæðskeri úr Leynimel 13, sem er skikkanlegur í upphafi en leggst svo í drykkjuskap,“ segir Sigurður. „Mig hefur aldrei langað að leika hetju, ég hafnað því meira að segja að leika Fjalla-Eyvind. „Sykopatarnir“ eru mínir menn. Mitt besta hlutverk er líklega Ankersen sparisjóðsstjóri og trúarleiðtogi í hinu snjalla verki Glötuðum snillingum eftir William Heinesen. Við Helga lékum fyrst saman í Tíu litlum negrastrákum eftir Agöthu Christie, við lékum þær persónur tvær sem komust af. Í síðasta leikrit- inu sem við Helga lékum í saman lék- um við hjón í Syni skóarans og dóttur bakarans eftir Jökul Jakobsson – yndislegu verki.“ Það var einmitt á leiðinni í leiklist- arsamkvæmi sem Sigurður slasaðist og var lagður á spítala, í fyrsta og eina sinn á ævinni. „Það var haldið partí eftir 50. sýn- ingu á Þorláki þreytta. Við hjónin vor- um á leið inn er ég rann til á hálku á tröppum leikhússins og höfuðkúpu- brotnaði. Það þótti mörgum kyndugt að snjóbræðslusérfræðingurinn skyldi höfuðkúpubrotna í hálku,“ seg- ir Sigurður og hlær. Ekki átti hann þó lengi í þessum veikindum. „Ég reif mig upp og er svo hraustur að ekkert fannst að mér þrátt fyrir nákvæma leit bandarísks fyrirtækis sem skoðaði mig í krók og kring í tengslum við athugun Hjartaverndar á slembiúrtaki sem tekið var fyrir 25 árum og ég lenti í,“ segir hann, nokk- uð hróðugur. Fékk ekki að vinna á Vellinum Síðast en ekki síst er ástæða til að ræða við Sigurð Grétar Guðmunds- son um þátttöku hans í pólitík. „Ég var einn af stofnendum Þjóð- varnarflokksins, þá aðeins 18 ára. Ég hreifst mjög af mönnum eins og Gils Guðmundssyni og Þórhalli Vilmund- arsyni. Kosningarnar 1953 eru mér eftirminnilegar. Þetta sama ár var ég mánuðum saman að vinna á Keflavíkurflugvelli. Ég lét það ekki stöðva mig að ég var harður herstöðvaandstæðingur. Þetta starf tók hins vegar skjótan enda árið eftir. Verið var að byggja stóra flugskýlið, rétt við hliðina á gömlu flugstöðvarbyggingunni, og þar átti ég að vinna. Menn þurftu passa til að komast inn á svæðið en nú brá svo við að ég fékk ekki passa hjá sýslumanninum, sem sá um þá hlið mála. Ég fór til Hallgríms Dalbergs í félagsmálaráðuneytinu og lagði málið fyrir hann, en niðurstaðan varð ég fékk engan passa og var sagt að aldrei yrði gefið upp hvers vegna. Ég vissi það svo sem – það var vegna póli- tískra skoðana minna. Pólitík og pönnukökur í bæjarstjórn Árið 1962 fór ég í framboð til bæj- arstjórnar í Kópavogi. Þá voru furðu- legi tímar í pólitíkinni þar. Finnbogi Rútur Valdemarsson mótaði mínar pólitísku skoðanir meira en nokkur annar maður. Við þessar kosningar sagði Finnbogi Rútur hins vegar skil- ið við þá fylkingu sem við höfðum ver- ið saman í og fannst mér það mjög miður. Ekki aðeins mat ég hann mik- ils heldur var ég í góðum kunnings- skap við elstu börn hans. Það fór svo að við töpuðum þessum kosningum og ég hringdi í Finnboga kosninganótt- ina til þess að segja honum skoðun mína. Hann tók því satt að segja furðu vel. Síðar var ég í bæjarstjórn ásamt konu hans Huldu Jakobsdóttur. Hún leit alltaf á mig sem einn af „ungu“ strákunum. Einu sinni á bæjarráðs- fundi hafði ég orð á því að gott væri að fá einhvern tíma pönnukökur með kaffinu. „Finnst þér góðar pönnukök- ur Siggi?“ sagði Hulda. Hún kom á næsta fund með hlaðinn disk af pönnukökum. Björgvin Sæmundsson sagði: „Á bara að fara að gefa manni pönnukökur hér?“ Hulda svaraði: „Ef Siggi vill gefa ykkur eitthvað með sér þá er það allt í lagi.“ Ég var á kafi í bæjarmálum í Kópa- vogi frá 1966 og næstu átta ár þar á eftir. Ég átti m.a. sæti í nefndinni sem lét hanna Gjána í Kópavogi. Við sam- einuðum bæinn með þessari gjá, veg- urinn sem áður lá yfir hæðina var mjög hættulegur og höfðu þar orðið stórslys. Þess vegna vildum við færa umferðina niður og hafa brýr yfir. Ég var líka einn af forustumönnunum sem stóðu að gerð miðbæjarins í Kópavogi, sem aldrei hefur verið lokið við. Þrengingatímar að baki Ég hafði mjög mikið að gera á þess- um árum og þetta var skemmtilegt tímabil, ég fann að það hjálpaði mér í pólitíkinni leiklistarnámið – og póltík- in hjálpaði mér aftur í leiklistinni – hún gaf mér innsýn í alls kyns mann- gerðir. Eitt kjördæmabil var ég varaþing- maður og sat tvisvar á þingi, ég var einn sjö þingmanna sem greiddu at- kvæði gegn inngöngu í EFTA, það gerði ég fyrir tilmæli Lúðvíks Jóseps- sonar og er satt að segja ekkert stolt- ur af. Eins og allir sem eru í pólitík eign- aðist ég óvildarmenn, ekki síður í hópi samherja, til voru þeir sem fannst ég ekki nógu mikill „kommi“. Árið 1974 ákvað ég að hætta í pólitík, ég var að reka fyrirtæki og þetta var einfald- lega orðið of mikið, eitthvað varð und- an að láta. Ég var þó viðloðandi póli- tíkina áfram, sat í nefndum, m.a. í fegrunarnefnd sem valdi fallegustu garðana, það var skemmtilegt. Við Helga erum mjög sæl að hafa eignast garð aftur til að rækta hér í Þorlákshöfn. Satt að segja er þetta hús okkur afar mikils virði. Ekki að- eins vegna þess að þetta er gott hús í skemmtilegu umhverfi þar sem gam- an er að taka á móti börnum og barna- börnum, sem og vinum og vanda- mönnum – þetta hús er augljós vottur þess að við höfum lagt að baki þreng- ingatímann sem reið yfir þegar við misstum eigur okkar, urðum að selja húsið sem við byggðum og borga skuldir á skuldir ofan til þess að kom- ast hjá gjaldþroti. Við fórum leið sjálfsvirðingarinnar og erum stolt af því. Við erum ánægð innra með okkur og sátt við hlutskipti okkar.“ Morgunblaðið/Guðrún Sigurður og Helga kona hans, en hún hefur „græna fingur“ og hefur útbúið sannkallaðan sigurboga í stofudyrunum á heimili þeirra. gudrung@mbl.is                     !   ""               !      # $ %  & '( ! &  % )*  * +,   ,    * *                                                    !    "      #$    % &  ' #   !   '     (      (   % )     !           !  ! (    !       * + ,- " . /  !       ** + ,0   . ,1   !       *** + 23   . ,4   )     ( #  (   "      .         5 # 23   6    # $ ( .   (      78--.,-8--         ! "   ! #   $$$ 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.