Morgunblaðið - 18.01.2004, Síða 24
24 SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
GEORGÍUMENN hafamátt þola erfið ár frá þvíað landið hlaut sjálfstæðiárið 1991. Georgía ramb-
aði um tíma á barmi borgarastyrj-
aldar, efnahagur landsins hrundi,
meirihluti landsmanna missti vinn-
una og er enn án vinnu, spilling í
landinu er gífurleg og fjölmörg mis-
tök hafa verið gerð við stjórn lands-
ins. Með kjöri nýs forseta, Mikhail
Saakashvili, hafa vaknað með þjóð-
inni nýjar vonir um að takast megi að
þoka málum til betri vegar.
Þegar horft er á öll þau miklu
vandamál sem Georgíumenn eiga við
að stríða hlýtur bjartsýni lands-
manna um betri hag með kjöri nýs
forseta að virka sem dálítið barnaleg.
Alexander Rondeli var um tíma
ráðgjafi Eduards Shevardnadze,
fyrrverandi forseta Georgíu, en hann
veitir nú forstöðu sjálfstæðri stofnun
sem hefur m.a. það hlutverk að stuðla
að lýðræði í landinu.
Rondeli segir að Georgía hafi
gegnt sérstöku hlutverki á tímum
Sovétríkjanna. „Georgía var á sínum
tíma eins konar sýningarsvæði Sov-
étríkjanna. Hér bjó fólk af mörgu
þjóðerni og ráðamenn Sovétríkjanna
töldu sig hafa skapað fyrirmyndar-
þjóðfélag í Georgíu, hvort sem litið
væri til iðnvæðingar eða menningar.
Afkoma fólks var allgóð því að við
seldum framleiðslu okkar á föstu
verði án samkeppni frá öðrum fram-
leiðendum. Við fengum ódýra orku
frá Rússlandi og hráefni fengum við
einnig ódýrt frá Rússlandi og öðrum
lýðveldum Sovétríkjanna. En þrátt
fyrir að hin efnahagslega staða
Georgíu hafi verið góð var alltaf fyrir
hendi sterk þjóðerniskennd í landinu
og vilji til sjálfstæðis. Við hrun Sov-
étríkjanna varð Georgía skyndilega
sjálfstætt ríki án þess að hafa á nokk-
urn hátt verið undirbúin undir það.
Við reyndum að byggja upp lýðræð-
islegt ríki með sjálfstæða utanríkis-
stefnu. Við stóðum hins vegar
frammi fyrir gríðarlegum vanda-
málum og rússnesk stjórnvöld gerðu
ekkert nema að ýta undir þessi
vandamál.“
Georgía mikilvægt í augum Rússa
Georgía er afar mikilvægt ríki í
augum Rússa. Þeir beita landið alls
kyns þrýstingi sem
miðar að því að auka
áhrif þeirra í landinu.
Margir stjórnmála-
menn í Rússlandi telja
einnig að Georgíumenn
séu þeim andsnúnir.
„Rússland lítur á
Georgíu sem afar mik-
ilvægt ríki vegna stað-
setningar landsins,“
segir Rondeli. „Georgía
er eins konar hlið að
Kákasus. Rússland lít-
ur á sig sem stórveldi
og hefur metnað til að
viðhalda fyrri stöðu
sinni. Rússnesk stjórn-
völd gera sér grein fyrir því að ef þau
stjórna Georgíu koma þau jafnframt
til með að stjórna öllum Kákasushér-
uðunum. Áhrif Rússa í Mið-Asíu
verða einnig meiri ef þeir stjórna
Georgíu. Með því að stjórna Georgíu
geta Rússar líka staðið betur gegn
áhrifum Tyrkja á fyrrum lýðveldi
Sovétríkjanna. Rússar átta sig líka á
því að til að geta haft fulla stjórn á ol-
íu- og gasvinnslu í Aserbaídsjan
verða þeir að tryggja áhrif sín í
Georgíu. Eina leið Aserbaídsjan til
Vesturlanda er í gegnum Georgíu.
Eini bandamaður Rússa á svæðinu,
Armenía, er einangraður ef Rússar
eru áhrifalausir í Georgíu.
Það má því segja að það séu fjöl-
margar ástæður fyrir því að Rússar
vilja stjórna Georgíu. Georgíumenn
vilja hins vegar vera sjálfstæðir og
eru að reyna að byggja upp sjálfstætt
og lýðræðislegt ríki. Við getum að-
eins lifað sem sjálfstætt ríki ef okkur
auðnast að byggja upp nútímalegt
ríki sem byggir á lýðræðislegri
stjórnun. Ef það tekst ekki verður
landinu stjórnað af einstökum þjóða-
brotum sem aftur þýðir að smærri
þjóðabrot, sem ekki fá aðgang að
landstjórninni, munu ekki vilja vera
áfram innan Georgíu.
Við munum ekki viðhalda sjálf-
stæði okkar með því að leita í faðm
Rússlands. Aðeins með nánum
tengslum við Vesturlönd og stuðn-
ingi þaðan mun okkur takast að
byggja upp sjálfstætt ríki.“
Rússar stjórna í dag tveimur
svæðum í Georgíu, Abkhazíu og Suð-
ur-Ossetíu. Þeir eru með herlið í
þessum héruðum og
styðja aðskilnaðar-
hreyfingar sem þar
starfa. Rússar eru enn-
fremur með herstöðvar
á tveimur öðrum svæð-
um í Georgíu. Rondeli
telur að þessi hernaðar-
legu áhrif Rússa séu
meira en nóg.
„Allt gas sem við
kaupum kemur frá
Rússlandi, en Rússar
eiga til að loka fyrir
gasið sem kemur sér
auðvitað afar illa. Þetta
gera þeir til að sýna
okkur hver ræður.
Það dynur líka á okkur stöðugur
áróður um að Georgíumenn séu
Rússum andsnúnir. Því er haldið
fram að Georgía sé eina ríkið í heim-
inum sem byggi utanríkisstefnu sína
á andrússneskum viðhorfum.
Þrátt fyrir allt ganga samskipti
þjóðanna furðu vel fyrir sig. Sam-
starf þjóðanna hefur verið náið í um
200 ár. Georgíumenn dást að og virða
rússneska menningu. Margir Rússar
hafa líka samúð með Georgíu. Við
Georgíumenn gerum okkur einnig
vel grein fyrir að Rússar eru mik-
ilvægasti nágranni okkar. Við erum
háðir Rússum í öryggismálum, orku-
málum og efnahagsmálum. Við reyn-
um því að taka tillit til Rússa, en kröf-
ur þeirra í okkar garð eru oft á tíðum
meiri við getum mætt.“
Mistök í tíð Shevardnadze
Vandamálin sem hafa mætt
Georgíu frá því að landið öðlaðist
sjálfstæði eru bæði stór og mörg.
Rondeli bendir á að landið hafi ekki
byggt á neinni lýðræðishefð. Efna-
hagslífið hafi hrunið og á sama tíma
hafi landið verið undir stöðugum
þrýstingi frá Rússlandi. „Við slíkar
aðstæður er allt annað en auðvelt að
byggja upp lýðræðislegt ríki.“
Shevardnadze kom til Georgíu frá
Moskvu árið 1992. Hann var ekki
sérlega velkominn því margir litu á
hann sem rússneskan lepp. En marg-
ir litu líka svo á að hann væri eini
stjórnmálamaðurinn sem gæti bjarg-
að Georgíu frá tortímingu. „Á þess-
um tíma var borgarastyrjöld í land-
inu. Barist var í Suður-Ossetíu og
staðan í Abkhazíu var allt annað en
traust. Shevardnaze reyndi að koma
á friði, en það braust út stríð í Abkha-
zíu og Georgía missti öll völd í hér-
aðinu.
Shevardnaze náði árangri á viss-
um sviðum og honum má m.a. þakka
að fjölmiðlun í landinu er frjáls.
Stefna hans byggðist á því að færa
landið í átt til Evrópu. En hann var
sonur fortíðarinnar ef svo má að orði
komast. Stjórnkerfið sem hann
byggði upp var að sovéskri fyrir-
mynd enda þekkti hann það nokkuð
vel,“ segir Rondeli.
Fólk missti vonina
Frá 1996–97 var hagvöxtur mikill
eða um 11% á ári, en það verður að
hafa í huga að landsmenn byrjuðu
nánast á núlli eftir hrun Sovétríkj-
anna. Árið 1998 varð stöðnun, en á
síðustu árum hefur árlegur hagvöxt-
ur verið um 5%.
„Vandamálið er hins vegar að
þjóðin nýtur ekki þessa efnahagslega
ávinnings nema að litlu leyti vegna
spillingar innan landsins. Það er mik-
ill og stöðugur halli á fjárlögum. Eft-
irlaun eru afar lág og stundum ekki
greidd mánuðum saman.
Stjórn Shevardnadze var bæði
óskilvirk og spillt. Segja má að fólk
hafi að lokum algerlega misst vonina.
Þegar svo var komið var að sjálf-
sögðu búið að skapa mjög gott svig-
rúm fyrir stjórnarandstöðuna, sem
náði á skömmum tíma miklu fylgi. Ef
ekki hefði grafið um sig vonleysi og
óánægja með stjórn Shevardnadze
hefði Saakashvili aldrei náð völdum.
Kornið sem fyllti mælinn voru þing-
kosningar þar sem stórkostlegt
kosningasvindl var viðhaft. Vissulega
notfærðu Saakashvili og stuðnings-
menn hans sér ástandið, en engu að
síður var þetta bylting fólksins vegna
þess að Shevardnadze hafði gjörsam-
lega glatað trausti þess.“
Spilling þrífst í skjóli ríkisvalds
Rondeli segir að stærsta vandamál
Georgíu sé léleg stjórnun. Vegna lé-
legrar stjórnunar sé viðvarandi halli
á fjárlögum, opinberir starfsmenn fái
ekki greidd laun á réttum tímum, eft-
irlaun séu ekki greidd á réttum tíma,
spilling sé viðvarandi og stjórnar-
stofnanir séu veikar.
„Ríkisvaldið í Georgíu er veikt og
við slíkar aðstæður þrífst spilling
best. Veikt ríkisvald veldur því líka
að landið á erfiðara með að standast
þrýsting frá Rússlandi.
Eitt af stærstu vandamálunum er
léleg skattheimta. Endurbætur á
þessu sviði þýða að stjórnvöld þurfa
að fara gegn hagsmunum mjög öfl-
ugra aðila. Þetta eru öfl sem eru í
tengslum við glæpahópa. Þegar þú
ert að berjast gegn mafíustarfsemi
þarftu að fara varlega,“ segir Ron-
deli.
Rondeli segist telja að Saakashvili
sé klókur stjórnmálamaður og að
hann hafi mikinn vilja til að koma á
framförum. Hann hafi leitast við að
fá gott fólk til samstarfs. „Þessi hóp-
ur í kringum hann segist hafa hug-
myndir og áætlanir um hvernig hægt
sé að gera Georgíu betri. En gleym-
um því ekki að Shevardnadze var líka
með hugmyndir og áætlanir. Fólk
vonast eftir miklum breytingum og
það er spurning hvernig nýjum for-
seta tekst að standa undir þeim
væntingum sem við hann eru bundn-
ar. Ég hef mínar efasemdir. Ég held
þó að flestir geri sér grein fyrir að
Saakashvili er ekki töframaður og að
hann þurfi tíma til að ná árangri.
Fólk er hins vegar ekki mjög þolin-
mótt.
Saakashvili þarf því að sýna fljót-
lega einhvern árangur og hann þarf
að sýna að hann ætli sér að breyta
hlutunum til betri vegar. Ef það kem-
ur hins vegar í ljós að kjör hans felur
ekki annað í sér en að byggt verður
upp nýtt valdakerfi sem miðar að því
að sópa til sín auði þjóðarinnar mun
það hafa skelfilegar afleiðingar. Við
verðum að hafa í huga að þetta er síð-
asta tækifærið sem Vesturlönd gefa
Georgíu. Vesturlönd, og þá sérstak-
lega Bandaríkjamenn, eru búin að
setja afar mikla fjármuni inn í
Georgíu, en Georgíumönnum tókst
því miður ekki að notfæra sér það
vegna spillingar, vegna reynsluleysis
og vegna ábyrgðarleysis. Vegna
þessa eru leiðtogar Vesturlanda
þreyttir á Georgíu. Stjórnarskiptin
hafa vakið áhuga þeirra á landinu að
nýju, en þeir segja líka við okkur:
„Þetta er ykkar síðasta tækifæri.““
Síðasta tækifæri Georgíu
Alexander Rondeli, fyrrum
prófessor við Háskólann í
Tbilisi í Georgíu, segir að
með kjöri nýs forseta hafi
Georgía fengið nýtt tæki-
færi. Georgía hefur fengið
mikinn stuðning frá Vest-
urlöndum á síðustu árum
en landsmönnum hefur
ekki auðnast að nýta hann.
Egill Ólafsson ræddi við
Rondeli, sem segir að það
tækifæri sem Georgía fái nú
sé líka síðasta tækifæri
landsins.
Morgunblaðið/Egill
Alexender Rondeli
egol@mbl.is
Georgía er mikið landbúnaðarland. Vegna efnahagserfiðleikanna hafa margir flust úr landi og þjóðinni hefur fækkað um 100 þúsund manns á ári síðustu ár.
SPILLING er gríðarlegt vandamál í
Georgíu og eitt af brýnustu verkefnum
nýrra valdhafa er að berjast gegn
henni. Það er hins vegar ekki auðvelt
verkefni, m.a. vegna þess að valda-
menn í stjórnkerfinu tengjast spilling-
unni og hafa hagsmuni af því að við-
halda óbreyttu ástandi.
Til að gefa mynd af spillingunni í
Georgíu er best að taka dæmi. Evrópu-
maður kemur til Georgíu með þá fyrir-
ætlan að flytja inn og pakka sykri. Hann
telur að viðskipti af þessu tagi séu
ábatasöm, en til að tryggja sér stuðn-
ing við verkefnið gengur hann á fund
hjá viðskiptaráðherra Georgíu. Hann
tekur honum vel og segir sér lítast vel á
verkefnið, ekki síst þar sem það kemur
til með að skapa ný störf í landinu.
Ráðherrann felur skrifstofustjóra
sínum að vera sykurkaupmanninum til
aðstoðar. Skrifstofustjóranum líst vel á
sykurviðskiptin og bendir manninum á
að tala við lögfræðing sem þekkir vel til
alls þess sem lýtur að stofnun nýrra
fyrirtækja.
Lögfræðingurinn gerir kaupmannin-
um grein fyrir að enn sé talsverð skrif-
finnska í Georgíu og það sé í ýmis horn
að líta þegar kemur að stofnun fyrir-
tækisins. Hann býður honum að sjá um
alla skriffinnsku gegn dágóðri upphæð.
Sykurkaupmaðurinn ákveður að taka
þessu boði enda óvanur að fást við
kerfið í þessu framandi landi. Hann reið-
ir fram upphæðina, en það sem kaup-
maðurinn veit ekki er að um 80% fjár-
ins fer í að greiða mútur af ýmsu tagi
og m.a. fær skrifstofustjóri ráðuneyt-
isins sitt.
Fyrirtækið hefur nú starfsemi og
gengur þokkalega. Að vísu ofbjóða syk-
urkaupmanninum þau gjöld sem hon-
um er gert að greiða vegna innflutnings
á sykri og skrifstofustjórinn og lögfræð-
ingurinn virðast lítið geta gert til að
lækka þau. Það kemur kaupmanninum
líka á óvart að sykur frá samkeppn-
isaðila er seldur á mun lægra verði en
hann selur sína framleiðslu á þó að-
halds sé gætt í öllum rekstri. Fljótlega
kemur í ljós að sykurinn kemur frá Tyrk-
landi, en honum er smyglað inn til
landsins í gegn um Adjara, sem er eitt
af sjálfstjórnarhéruðum Georgíu. Nán-
ari eftirgrennslan leiðir í ljós að stjórn-
völd í Adjara innheimta miklu lægri
gjöld af sykri en yfirvöld í Tibilisi. Lög-
fræðingur sykurkaupmannsins bendir
réttilega á að yfirvöld í Tibilisi ráði engu
um skattlagningu í Adjara og við þessa
skökku samkeppnisaðstæður verði því
ekki ráðið. Það fer líka svo að syk-
urkaupmaðurinn neyðist til að hætta
starfsemi og segja upp starfsfólki sínu.
Á nýjum Lexus
Herinn í Georgíu er illa búinn og her-
menn fá stundum ekki greidd laun á
réttum tíma. Launin eru þar að auki
mjög lág. Hvernig er þá hægt að skýra
að dag einn stendur nýr svartur bíll af
gerðinni Lexus fyrir utan snyrtistofu í
Tibilisi og við hann standa bílstjóri og
lífvörður á meðan eiginkona liðsforingja
í georgíska hernum sinnir erindum sín-
um á snyrtistofunni? Hvaðan koma
peningarnir?
Af raunum sykurkaupmanns