Morgunblaðið - 18.01.2004, Síða 25

Morgunblaðið - 18.01.2004, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2004 25 Rannsóknarnámssjóður Nýr umsóknafrestur er 15. febrúar Rannís Rannsóknamiðstöð Íslands Laugavegi 13, 101 Reykjavík www.rannis.is Stjórn Rannsóknarnámssjóðs auglýsir almenna styrki úr sjóðnum 2004. Hlutverk Rannsóknarnámssjóðs er að styrkja rannsóknatengt framhaldsnám að loknu grunn- námi við háskóla. Veittir eru styrkir til framfærslu nemenda í rannsóknatengdu framhaldsnámi, sem stundað er við háskóla eða á ábyrgð hans í samvinnu við rannsóknastofnanir eða fyrirtæki. Styrkurinn til fram- færslu miðast einungis við þann tíma sem nemendur vinna að meistara- eða doktorsverkefni sínu. Rannsóknarverkefnið skal nema að minnsta kosti 30 einingum af náminu (60 ECTS eining- um) og tengjast rannsóknasviði leiðbeinanda. Sé námið stundað við háskóla erlendis skal rann- sóknarverkefnið lúta að íslensku viðfangsefni og vísindamaður með starfsaðstöðu á Íslandi taka virkan þátt í leiðbeiningu nemandans. Framlag leiðbeinanda hér á landi þarf að vera verulegt og vel skilgreint. Tilhögun námsins fer eftir reglum einstakra deilda og eftir almennum reglum háskóla. Athugið að umsóknir þurfa að áritast af aðalleiðbeinanda og forstöðumanni deildar/stofnunar. Fagráð Rannís og vísindanefnd viðkomandi háskóla eða samsvarandi aðili metur vísindalegt gildi verk- efna, framkvæmda- og fjárhagsáætlun og vísindalega hæfni leiðbeinenda. Umsækjendur, leið- beinendur jafnt sem nemendur, eru hvattir til að kynna sér vandlega reglur sjóðsins og þær kröf- ur sem gerðar eru til umsækjenda. Sérstök athygli er vakin á nýjum umsóknafresti um almenna styrki úr Rannsóknarnámssjóði, sem er 15. febrúar nk. Umsóknareyðublöð og leiðbeiningar fyrir umsækjendur fást á heima- síðu Rannís www.rannis.is eða á skrifstofu Rannís, Laugavegi 13, 101 Reykjavík. Allar nánari upplýsingar veitir Eiríkur Smári Sigurðarson, sími 515 5818, netfang eirikur@rannis.is. Um- sóknir skal senda í þríriti til Rannís merktar ,,Rannsóknarnámssjóður“. Auk almennra styrkja veitir Rannsóknarnámssjóður FS-styrki í samvinnu við fyrirtæki og stofnan- ir. Sjá nánari upplýsingar um FS-styrki á heimasíðu Rannís. Allar nánari upplýsingar og skráning í síma 544 4500 eða á www.ntv.is G R A FÍ SK T N Á M & M A R G M IÐ LU N Auglýsingatækni AutoCad & 3D Max Umbrot & InDesign Vefsíðugerð MX 2004 Myndbandavinnsla Photoshop - Expert Myndvinnsla grunnnám Frontpage vefsíðugerð Frumhönnun tölvuleikja Stafrænar ljósmyndir ST A R FS N Á M O G Ý M IS N Á M SK EI Ð Skrifstofu- og tölvunám Fjármál og rekstur Sölu- og markaðsnám TÖK tölvunám Tölvunám eldri borgara Tölvunám fyrir byrjendur Tölvu-frístund fyrir konur Excel fyrir reynda notendur Tölvuviðgerðir Heimanet og tengingarSÉ R H Æ FT N Á M Delphi og ASP.net forritun MCSA - netstjórnun MCP XP netstjórnun Bókhaldsnám Tölvubókhald - Navision Námsleiðir NTV hafa aldrei verið fleiri því á vorönn verða yfir 30 spennandi námskeið í boði. Sláðu á þráðinn í síma 544 4500, pantaðu námsvísi og við sendum þér hann um hæl! Skráning og allar nánari upplýsingar um einstök námskeið er að finna á vefsíðu skólans: www.ntv.is NÁMSKEIÐ Á VORÖNN 2004 Hringdu og pantaðu námsvísi - skráning er í fullum gangi. NÝTT! NÝTT! NÝTT! NÝT T! NÝTT! NÝTT! NÝTT! ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122 EFTIR að Sovétríkin hrundu og Georgía öðlaðist sjálfstæði gerðu Rússar kröfu um að Georgíumenn greiddu fullt verð fyrir allt gas sem þeir keyptu. Gasið var notað til að hita upp húsin yfir vetr- artímann, auk þess sem það var mikið notað í iðnaði. Á Sovéttím- anum var sáralítið borgað fyrir gasið, en eftir að landið öðlaðist sjálfstæði margfaldaðist orku- reikningurinn. Allur almenningur, sem ýmist vinnur fyrir lágum launum eða hefur alls enga vinnu, hafði engan veginn efni á að kaupa gas lengur. Til að bregðast við þessum breyttu aðstæðum fóru Georgíu- menn að hita hús sín með timbri. Í hverju einasta húsi er lítill ofn sem notaður er til að kynda upp. Húsin í landinu eru hins vegar mörg hver stór og því hafa menn ekki efni á að hita upp öll her- bergin. Fólk situr því gjarnan sam- an í eldhúsinu yfir daginn. Svefn- herbergin eru oftast nær óupphituð. Augljóst er að þessi aðferð við að hita upp húsin er ekki mjög umhverfisvæn. Reykjarsvæla er yfir bæjunum, en það versta er þó að skógar landsins eru miskunn- arlaust sagaðir niður. Sums stað- ar reyna landsmenn að gróð- ursetja ný tré, en ekki alls staðar. Brenna skógana sér til hita Morgunblaðið/Egill Fólk í Georgíu kyndir upp hús sín með timbri í sérstökum ofnum. Slíkir ofnar voru ekki til á tímum Sovétríkjanna en eru nú í hverju húsi. ÞAÐ er hægt að venj- ast öllu, en þar með er ekki sagt að maður sætti sig við ástandið. Það geri ég ekki.“ Þetta segir Keti Gzir- ishvili sem kennir ensku við háskólann í Telavi, sem er um 25.000 manna bær austur af Tibilisi. Hún er 36 ára gömul og hugsar með söknuði til þess tíma þegar Sovétríkin voru og hétu. „Fólk hafði það al- mennt gott. Allir höfðu vinnu og launin voru allgóð. Við þurft- um að borga sáralítið fyrir rafmagn og gas. Ferðir innan Sovétríkjanna voru mjög ódýrar. Ég gat t.d. farið með flugvél til Moskvu fyrir smápen- inga.“ Teti viðurkennir að ekki hafi allt verið gott á tímum Sovétríkjanna. Vöruframboð í verslunum hafi verið lítið og fólk hafi ekki verið frjálst til að tjá sig. „Áður átti fólk nóg af pen- ingum en gat lítið keypt. Nú er nóg framboð af alls kyns vörum en fólk á enga peninga.“ 80% fólks hafa enga vinnu Teti segir að breytingin sem fylgdi hruni Sovétríkjanna hafi verið mjög mikil. „Fyrst fór rafmagnið, svo var skrúfað fyrir gasið. Síðan var verk- smiðjunum lokað einni af annarri og fólk missti vinnuna. Á tiltölulega skömmum tíma breyttist ástandið úr því að allir höfðu vinnu í að 80% fólks var án vinnu.“ Teti segir að ástandið hafi í reynd ekki mikið batnað frá því að Sov- étríkin hrundu. Rafmagn sé mjög ótraust og í sumum bæjum sé ekkert rafmagn svo vikum skipti. Verð á gasi sé svo hátt að almenningur hafi alls ekki ráð á að kaupa það. Atvinnuleysi sé enn mjög mikið. Mjög víða sé það um 80%, en annars staðar talsvert minna. Hún segir að fólk sem ekki hafi vinnu reyni með öllum ráðum að hafa í sig og á. Allir rækti grænmeti og ávexti í görðum sínum. Mikið sé um vöruskipti og fólk reyni að búa sér til vinnu með ýmsum hætti. Engar atvinnu- leysisbætur séu greiddar í landinu og því verði allir að bjarga sér án stuðn- ings frá ríkinu. Eftirlaunin um 600 kr. á mánuði Þeir sem orðnir eru 65 ára gamlir eiga rétt á eftirlaunum, en þau eru reyndar stundum ekki greidd á réttum tíma. Eft- irlaunin eru um 600 krónur á mánuði. Keti segir að enginn geti lifað af svo lágum líf- eyri. Þetta leiði til þess að allt full- orðið fólk sem hafi vinnu haldi áfram að vinna eftir að eftirlaunaaldri er náð. Haldi fólk áfram að vinna séu eftirlaunin ekki greidd. Keti segir að mánaðarlaun sín séu innan við 3.000 kr. á mánuði. Hún segir að erfitt væri fyrir sig að kom- ast af ef eiginmaður sinn hefði ekki vinnu. Þá tæki hún alla aukavinnu sem gæfist. Keti segist sakna þess lífs sem hún lifði á tímum Sovétríkjanna. „Við höfð- um allt til alls á þessum tíma. Það er erfitt að missa þetta allt.“ 18 ár í Síberíu Keti segist gera sér vel grein fyrir að sá kostur sé ekki fyrir hendi að snúa til baka til fyrra lífs. Það hafi líka ekki allt verið gott á tímum Sovétríkj- anna. Hún segir frá kunningja sínum, Giorgi Simashvili, en afi hans barðist í seinni heimsstyrjöldinni og var í tvö ár í fangelsi hjá nasistum við illan kost. Eftir stríð fór hann að vinna á sam- yrkjubúi, en var gerður ábyrgur fyrir mistökum við kornrækt sem gerð voru á búinu. Hann var sendur í Gú- lagið í Síberíu og var þar í 18 ár við af- ar vondar aðstæður. Í útlegðinni kynntist hann konu og eignaðist með henni barn, sem er faðir Giorgi. Eftir hrun Sovétríkjanna ákváðu nýir vald- hafar að greiða þeim sem máttu þola vist í Gúlaginu bætur og nú fær faðir Giorgi 1.400 krónur á mánuði í bætur frá Rússum. Háskólakennari með um 3.000 kr. í laun á mánuði Keti Gzirishvili kennir ensku við Háskólann í Telavi. Ekki hægt að sætta sig við ástandið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.