Morgunblaðið - 18.01.2004, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 18.01.2004, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2004 29 Þjóðverja í Norður-Noregi. Hinn 5. júní voru sögð 30 skip á vegum Þjóð- verja í Bergen, 30 skip í Þrándheimi, 4 í Narvik og 12 í Kirkinesi. Þetta var gert þó svo að Sameinaða njósnamið- stöðin (Combined Intelligence Com- mittee) væri þeirrar skoðunar að þessum aðgerðum Þjóðverja væri allt eins líklega beint gegn annað hvort Rússum eða Svíum – og tíminn leiddi brátt í ljós að fyrri kenningin var á rökum reist. Mótmæli njósnamiðstöðvarinnar voru virt að vettugi af einfaldri en há- pólitískri ástæðu: Markmiðið með því að koma þessum upplýsingum á framfæri og hagræða túlkun þeirra var að reka smiðshöggið á áróðurs- baráttuna, sem stofnað var til í því skyni að sannfæra Bandaríkjamenn um að þeir ættu að taka við hervaldi á Íslandi og það hið fyrsta. Árangurinn lét ekki á sér standa; samdægurs gaf Bandaríkjaforseti út fyrirmæli um að stórfylki úr land- hernum, eingöngu skipað sjálfboða- liðum, ætti að hefja undirbúning ferð- ar til Íslands. Nokkrum dögum síðar, nánar tiltekið miðvikudaginn 11. júní, flugu sjö háttsettir bandarískir hern- aðarfulltrúar til Íslands í því augna- miði að kanna aðstæður fyrir komu bandarísks herliðs. Þeir voru borg- aralega klæddir og var breska sendi- herranum á Íslandi falið að skálda upp trúverðugar skýringar á ferða- lagi þeirra, ef ske kynni að íslensk yf- irvöld myndu sýna sjömenningunum einhvern áhuga, auk þess að tryggja að ekki kæmist upp um raunverulegt erindi þeirra. Niðurstaðan var sú að opinberlega var sagt að um blandað- an hóp kanadískra og bandarískra embættismanna væri að ræða, komn- ir til að skoða Ísland vegna siglinga skipalesta hingað til lands. Meðlimir hópsins, sem ónefndur breskur emb- ættismaður mun hafa uppnefnt „dvergana sjö“, fóru vítt og breitt um landið næstu fjóra daga og héldu að því búnu ánægðir heim til Wash- ington. Skömmu síðar skrifaði Churchill forsætisráðherra minnismiða, þar sem sagði að „það eina sem skiptir máli er að Bandaríkjamenn komi til Íslands – eins fljótt og auðið er og eins margir og hægt er. Hvort að við verðum um kyrrt eða förum, að hluta til eða í heild, er algjört aukaatriði og raunar tel ég æskilegt að herafli beggja þjóða verði samhliða á Íslandi í nánustu framtíð.“ Mikið sprengiefni í skipuninni En nú var ljóst orðið að Banda- ríkjamenn hugsuðu sér til hreyfings og Churchill var vitanlega hinn ánægðasti þegar hann skrifaði til Bandaríkjaforseta 14. júní: „Mér er það mikil hughreysting, að …fót- gönguliðar yðar taki við þessum kalda stað.“ En enn var hins vegar óleyst hvernig standa ætti að komu Bandaríkjamanna til Íslands. Hinn 16. júní, daginn áður en Sveinn Björnsson var kosinn af Alþingi til embættis ríkisstjóra Íslands, hélt Halifax lávarður á fund aðstoðarut- anríkisráðherra Bandaríkjanna. Hann reyndi að sannfæra menn um ágæti þeirrar aðgerðar að beita „bresku aðferðinni“, þ.e. að hernema Ísland án viðvörunar. Bandaríkja- menn héldu hins vegar fast við sinn keip; þeir vildu hvorki spilla áliti sínu hjá öðrum ríkjum né vekja upp grun- semdir innanlands um að Roosevelt hygðist ýta þjóðinni út í þátttöku í styrjöldinni að „ástæðulausu“. Þeir höfnuðu því þeirri leið afdráttarlaust. Þeir færu ekki til Íslands nema að ríkisstjórn Íslands óskaði þess með formlegum hætti; að frumkvæðið virtist koma þaðan. Bretar virtust telja það auðfengið og segir í bók Samuel Eliot Morison, The Battle of the Atlantic, September 1939 – May 1943, að sama dag hafi Harold R. Stark aðmíráll, æðsti yf- irmaður bandaríska flotans, sent koll- ega sínum á flugmóðurskipinu Wasp skilaboð þar sem sagði að „forsetinn hefur óskað þess að hersveitir Banda- ríkjanna leysi breska liðið af hólmi á Íslandi.“ Eitthvað virðast þó dagsetn- ingar vera á reiki í þessu sambandi, því að í skjölum Harry Hopksins, ráð- gjafa Roosevelts, er að finna bréf frá Stark aðmírál, dagsett á þjóðhátíðar- degi Íslendinga, 17. júní, þar sem hann kveðst hafa ákveðið að fresta því að gefa sveitum sínum lokaskipun um ferðina til Íslands. Corgan segir Í BÓKINNi Armed Guardians er greint frá því að á Íslandi hafi verið komið á fót „fyrsta póst- húsi bandaríska hersins á erlendri grundu, sem starfrækt var einvörðungu af liðsmönnum hans“. Minnt er á hversu mikilvægan þátt póst- húsið – eða það sem þar er höndlað með – eigi í að byggja upp andlegt þrek hermanna. Engin önnur stofnun setuliðsins geti státað af því að bjóða upp á jafn eftirsótta þjónustu: „Hjólin fara að snúast í aðalpósthúsinu um leið og skipalest nálgast land. Vörubílar eru sendir í röðum niður á höfn og ráðstafanir gerðar til að hægt sé að sækja póstpokana í skipin, áður en þau varpa ankerum á flóanum, og flytja þá til strandar með flutningaprömm- um. Og fljótt flýgur fiskisagan; „pósturinn er kominn“. Örfáum stundum eftir að búið er að hvolfa úr pokunum hafa bréfin verið flokkuð niður eftir herbúðum og stofnunum hersins, og í kjölfarið er deildunum tilkynnt að þær geti sótt póstinn sinn. Tíðar breytingar á heim- ilisföngum, rangar áletranir á umslögum og lé- legur frágangur umbúða valda starfsmönnum póstþjónustunnar ósjaldan erfiðleikum, en margt er þó í starfinu sem vekur kátínu. Fyrir skömmu barst pósthúsinu umslag sem á var skrifað „1934“ og ekkert annað. Og einhverju sinni gerðist það að af þeim 150 bréfum sem bárust viðkomandi herdeild, voru 83 þeirra til eins og sama mannsins. Frá því Pósthús hersins tók til starfa fyrir tólf mánuðum hefur það tekið á móti nokkrum milljónum bréfa að utan, tvöhundruð þúsund pökkum og 300 tonnum af tímaritum og dag- blöðum. Á sama tíma hafa 3 milljónir bréfa ver- ið sendar héðan til Bandaríkjanna, um það bil tíu þúsund pakkar og 15 tonn af dagblöðum. Ríflega hundrað þúsund póstávísanir hafa ver- ið skrifaðar út fyrir herdeildirnar, að andvirði um fimm milljónir dollara, eða tæplega 30 millj- ónir króna (eða um 10 milljarðar króna á nú- virði 2004).“ Þrjár milljónir bréfa sendar heim fyrsta árið Bandarískir hermenn í setustofu sinni í nýjum heimkynnum í bresku braggahverfi í Mosfellssveit í október 1941. Þar dvöldu þeir til ársins 1943 er megnið af landhernum hélt til Bretlands en fámennari liðssveitir komu í þeirra stað. SJÁ SÍÐU 30
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.