Morgunblaðið - 18.01.2004, Síða 35

Morgunblaðið - 18.01.2004, Síða 35
broddi fara langt fram úr sjálfum sér og eru að gera hluti sem eng- inn hefur séð til þeirra áður. Það hefur líka gríðarlega mikið að segja að danshöfundurinn Jochen Ulrich er einn fremsti nútímadans- höfundur í Evrópu í dag og það hefur verið ómetanlegt að eiga samstarf við hann um þessa upp- setningu.“ Slæmt umtal betra en ekkert Í söngleiknum segir frá létt- úðugri húsmóður, Rósí, sem er dæmd fyrir að drepa viðhaldið sitt, Felix Ó. Felix, en hann sveik loforð sitt um að koma henni á framfæri og hún fær hæstaréttarlögmann- inn Billa Bé til að verja sig. Billi er þekktur fyrir að fá alla glæpa- menn sem hann ver sýknaða og er óvandur að meðölunum. Hann ráð- leggur Rósí að taka sér nafnið Roxie og skáldar upp handa henni annan og átakanlegri bakgrunn til að selja fjölmiðlunum. Í fangelsinu kynnist Roxie Velmu K. og þær berjast hatrammri baráttu um at- hygli fjölmiðla og hylli Billa Bé. Í þessum heimi er allt falt fyrir pen- inga og fjölmiðlar eru leiksoppar þeirra sem kunna að spila með þá og koma sér á framfæri með öllum mögulegum ráðum. Hér gildir hin gullna regla skemmtanaiðnaðarins að slæmt umtal er betra en ekkert umtal. „Fjölmiðlaheimurinn hefur breyst gríðarlega mikið frá því sem verkið lýsir á 3. áratug 20. aldarinnar. Þar voru dagblöð aðal- uppistaðan en í dag er það sjón- varpið með allri sinni ofuráherslu á raunveruleikaþætti og beinar út- sendingar. Í þessari sýningu er fjölmiðlaumfjöllunin sett í það samhengi og í því er aðlögunin fólgin að tengja söguþráðinn við nútímaaðstæður án þess að fórna nokkru í staðinn. Verkið er nægi- lega opið til að leyfa þessar áherslubreytingar,“ segir Þórhild- ur. „Í góðum söngleikjum er alltaf einhver broddur, svolítil ádeila, en það er þó ekki aðalatriðið heldur skemmtunin sem áhorfendur hafa af sýningunni, tónlistinni, dans- inum og leiknum. Hér er þó farið ansi langt með þá hugmynd að sumir eru tilbúnir að gera hvað sem er fyrir frægðina, jafnvel fremja morð. Þetta er auðvitað æv- intýri, allir söngleikir eru æv- intýri, þar sem áhorfendum er kippt útúr raunveruleikanum um stund. Það er ekkert raunverulegt við að persónurnar bresta í söng og dansa þegar minnst varir enda liggja rætur söngleikjanna ekki síður í sirkusnum og kabarett en í hinu hefðbundna leikhúsi.“ Fara alveg nýja leið Söngleikurinn Chicago var frumsýndur á Broadway 1975 og naut verulegra vinsælda en hvarf þó í skuggann fyrir öðrum söng- leik sama ár sem sló öll met; A Chorus Line. Sannarlega ómakleg örlög þar sem Chicago var sýnt nærri 900 sinnum og allir voru sammála um að þar hefði tvíeykinu Kander og Ebb tekist frábærlega upp enn einu sinni. John Kander tónskáld (f. 1927) og Fred Ebb (f. 1935) hófu samstarf í byrjun 7. áratugarins og eru enn að og hafa þar með unnið lengur saman en nokkurt annað tvíeyki í söngleik- húsheiminum bandaríska. Eftir þá liggja sígildir söngleikir eins og Kabarett (1966), Zorba (1968) og Koss Köngulóarkonunnar (1992) en alls eru söngleikir þeirra 13 talsins og sá nýjasti Steel Pier var frumsýndur 1997. Chicago var síð- an tekinn til kostanna að nýju á Broadway árið 1997 og sópaði til sín áhorfendum og verðlaunum, sýningar á söngleiknum hafa verið óslitnar bæði vestan hafs og austan allar götur síðan. Ekki má gleyma að kvikmyndin sem gerð var fyrir tveimur árum naut mikillar hylli og hlaut Óskarsverðlaun sem Besta kvikmyndin 2002. Þórhildur og hennar fólk fara alveg nýja leið að verkinu, skapa því nýja umgjörð og nýtt samhengi og því liggur beinast við að spyrja hvers vegna sú leið hafi verið farin í stað þess að sviðsetja verkið í anda Broadway og West End. „Ég sá sýninguna sem gengið hefur undanfarin misseri úti í London og fannst hún alveg frá- bærlega skemmtileg en saknaði þess samt að sagan í verkinu var eiginlega alveg horfin. Áherslan var öll á tónlistina og dansatriðin. Okkur langaði til að gefa sögunni meira vægi og einnig fannst okkur verkið alveg gefa tilefni til að færa efnið nær okkur í tíma og þó áherslan sé ekki nákvæmlega á Ís- land í dag þá er margt í þýðing- unni og sýningunni sem bendir þangað. Við höfum því kosið að kalla þetta aðlögun en ekki stað- færslu og oft hef ég nú séð veiga- minni breytingar á handritum kall- aðar leikgerðir þó svo sé ekki hér. Þetta er auðvitað flóknari og lengri leið en ef sýningin væri bara stæling á því sem aðrir hafa gert, en það var aldrei nein spurning um annað,“ segir Þórhildur. Morgunblaðið/Eggert Roxie er einsog leikbrúða í höndum Billa Bé. Sveinn Geirsson og Steinunn Ólína. LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2004 35 Enska fyrir börn Það er leikur að læra Námskeiðin hefjast 31. janúar Leikskóli 6-7 ára Talnámskeið 8-9 ára, 10-12 ára Unglinganámskeið 13-14 ára Stuðningsnámskeið fyrir 10. bekk 588 0303 fyrir 23. jan. Ögrandi verkefni Viltu vera með? Hjálparsími Rauða krossins Rauði kross Íslands leitar að sjálfboðaliðum til að taka þátt í marg- víslegu þjónustuhlutverki Hjálparsíma Rauða krossins – 1717. Við þurfum: • sjálfboðaliða 23 ára og eldri • sem eru tilbúnir að takast á við mannleg samskipti • sem geta hlustað og sett sig í spor annarra • sem vilja takast á við krefjandi verkefni Við bjóðum: • fræðslu og þjálfun um hvernig á að glíma við erfið vandamál • fræðslu og þjálfun um hvernig á að ráðleggja börnum og einmana fólki • fræðslu og þjálfun um hvernig á að veita sálrænan stuðning • fræðslu um samfélagsleg úrræði • þátttöku í starfi fjölmennustu mannúðarhreyfingar heims • dýrmæta reynslu sem kemur að góðum notum í starfi og leik Kynningarfundur verður haldinn að Fákafeni 11, Reykjavík fimmtudaginn 22. janúar kl. 17:17. Nánari upplýsingar veitir Elfa Dögg S. Leifsdóttir í síma 568 8171 eða í gegnum tölvupóst, elfal@redcross.is. Veffang: www.redcross.is. Reykjavíkurdeild Rauði kross Íslands havar@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Fjöldi leikara og dansara tekur þátt í sýningunni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.