Morgunblaðið - 18.01.2004, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 18.01.2004, Qupperneq 46
SKOÐUN 46 SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Höfðabakki Atvinnuhúsnæði Góð lofthæð, mjög góð staðsetning, góð aðkoma og næg bílastæði. Eigum eftirfarandi til ráðstöfunar. Upplýsingar veitir Magnús Gunnarsson í síma 588 4477 eða 822 8242 www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30 Mögulegt er að skipta ofangreindum stærðum í smærri einingar. Húsnæðið hefur verið í notkun fyrir höfuðstöðvar Marels. Hentar fyrir ýmiss konar starfsemi, s.s. iðnað, heildsölu, skrifstofustarfsemi o.fl. Eignin er í eigu Landsafls, sem er öflugt sérhæft fasteignarfélag. 1. hæð 280 fm Innkeyrslud./lofth. 3,7 m. Laust 266 fm Innkeyrslud./lofth. 3,7 m. Laust 481 fm Innkeyrslud./lofth. 3,7 m. Laust 2. hæð 1.460 fm Skrifstofur/þjónusta Mjög hagstæð leiga MÉR fannst ég verða vitni að því að stærðar hnullungi væri fleygt úr glerhúsi, þegar ég las frásögn Morgunblaðsins af blaða- mannafundi þriggja ævisagnarit- ara í Reykjavíkurakademíunni, en þar lét einn þeirra hafa eftir sér yfirlýsingar, sem engin innistæða er fyrir. Tilefni blaða- mannafundarins var sá, að Hannes Hólm- steinn Gissurarson hafði vikið orðum að verkum tveggja þess- ara höfunda í grein- argerð sinni um gagnrýni á ævisögu Halldórs Laxness. Hannes hafði m.a. bent á þá staðreynd, að Guðjón Frið- riksson hefði nýtt sér texta úr ritum ann- arra höfunda með fremur litlum breyt- ingum, t.d. í fyrsta bindi af ævisögu Ein- ars Benediktssonar, sem hann fékk fyrir íslensku bókmennta- verðlaunin 1997. Guð- jón Friðriksson svar- aði því til, að munurinn á vinnu- brögðum þeirra Hannesar væri sá, að hann vísaði alltaf til þeirra rita sem hann nýtti sér (eins og Hannes tók skýrt fram) og tilgreindi heimildir sínar í aftanmálsgreinum. Sú að- ferð Hannesar að vísa oftast til endurminningabóka Laxness í aft- anmáli (alls 127 sinnum), en taka jafnframt greinilega fram í eft- irmála, að hann styddist iðulega við þessar bækur í textanum, væri ,,á mörkunum“. Gauti Kristmannsson aðjúnkt, sem hlotið hefur óbrotgjarnan en vafasaman minnisvarða í sjón- listasögu Íslands, gengur miklu lengra en Guðjón og ásakar Hann- es um ritstuld í Morgunblaðinu. Hann sýknar Guðjón þó af allri sök í sambærilegum dæmum, þar sem hann hafi alls staðar vísað í heimildir sínar. Það sem greinir á milli sektar og sýknu í slíkum mál- um, að dómi Gauta, er því tilvísun í heimildina, en ekki meðferðin á textanum, sem er þó fyllilega sam- bærileg! En þessi röksemd- arfærsla sýnist ekki geta staðist: Á vinnubrögðum þeirra Hannesar og Guðjóns er greinilega stigsmunur en ekki eðlismunur. Ef það telst ritstuldur að taka upp texta ann- ars manns og breyta honum nokk- uð eins og óteljandi íslenskir höf- undar hafa gert fram að þessu án þess að vera sakaðir um þjófn- að, þá getur það ekki bjargað neinu að segja hvaðan ,,þýfið“ sé komið. Annaðhvort eru þeir Hannes og Guð- jón báðir sekir um sama afbrotið eða þeir teljast báðir saklausir, eins og ég tel liggja í augum uppi. Báðir hafa líka skrifað af- bragðsrit að flestra dómi. Deilan snýst þá ekki heldur um neins konar ritstuld heldur aðferð manna við að gera grein fyrir heim- ildum sínum og nálg- ast viðfangefni sín og söguhetjur. Ég tel að Hannes geri það þann- ig, að enginn maður með sæmilega sjón, innræti og athygl- isgáfu, eigi að geta komist hjá því að sjá, hvaðan hann hefur heimildir sínar. Skáldskapur og sannfræði Aðalmunurinn á verkum þeirra Guðjóns og Hannesar virðist mér liggja í öðru en heimildatilvís- unum, en þær eru að jafnaði rösk- lega tvær á blaðsíðu í bók Hann- esar. Þegar Guðjón var spurður um muninn á ,,alþýðlegu riti“ og fræðiriti á blaðamannafundinum, svaraði hann svo, ,,að annars vegar væri hægt að tala um fræðirit og hins vegar skáldskap“. Við þessi orð varð mér hugsað til áð- urnefndrar verðlaunabókar Guð- jóns og reyndar fleiri ævisagna hans. Guðjón blandar iðulega sam- an skáldskap (spuna) og stað- reyndum í texta sínum án þess að gera lesendum nokkra grein fyrir því, eins og Gísli Gunnarsson pró- fessor í sagnfræði hefur nýlega bent á. En það sem verra er: Guð- jón skreytir (upp)spunann með til- vísunum, sem ekki styðja fullyrð- ingar hans. Þar eð, tilvísanir hans eru ekki aðeins of fáar, heldur of rangar. Hannes gerir lesendum aftur á móti skýra grein fyrir því, þegar hann víkur í eitt sinn út frá heimildum í bókinni og leyfir sér að geta sér þess til, að Halldór Laxness hafi gengið á Esju með unnustu sinni og horft þaðan yfir Sundin blá. Lýsingin á útsýninu var fengin úr Árbók Ferðafélags- ins, en fyrir það hefur hann hlotið mikla ádrepu frá frú Helgu Kress, sem fáraðist einnig mjög yfir því, að Hannes hefði stuðst við lýsingu söguhetju sinnar á staðháttum heimabyggðar sinnar! Ekki er þó vitað til, að mikið landrask hafi orðið á þessum slóðum, frá því að Árbókin og minningar Halldórs Laxness komu út á prenti, en ég mundi þó ráðleggja Hannesi að telja t.d. fjöllin í fjallahring Mos- fellssveitar upp í öfugri röð í end- urprentun bókarinnar, til sátta við frú Helgu. Skáldskapar- fákurinn fer á skeið Ég hef lesið fyrsta bindi ævisögu Einars Benediktssonar, en ekki byrjar hún vel fyrir vísindi og akademíu, þó að frábær sé hún í heild. Upphaf bókarinnar, um ferð Benedikts Sveinssonar, föður Einars, um Skagafjörð, virðist að mestu hreinn spuni. Þar er hins vegar fyrst vísað til ritgerðar hins trausta fræðimanns Harðar Ágústssonar um Reynistað- arbýlið, sem þó reynist aðeins eiga við um örstutta lýsingu Guð- jóns á bæjarhúsunum, því að hvergi getur Hörður um þá dökku skýjabólstra, sem hrannast hafa upp í frásögn ævisöguritarans, hvað þá að dunið hafi í svellum undan hesti ferðamannsins. Bene- dikts er reyndar hvergi getið í ritgerð Harðar um húsagerðina fyrir norðan. Venjulegur lesandi, sem ekki hefur fyrir því að fletta upp í ritgerð Harðar, hlýtur hins vegar að draga þá ályktun, að allt sem á undan tilvísuninni stendur sé sótt í þá heimild. Eða segir akademían ekki, að það eigi að vísa í heimildir jafnóðum? Eða gildir sú krafa aðeins um hægri- sinnaða höfunda? Guðjón heldur áfram spuna sín- um og bregður sér nú inn í huga Benedikts Sveinssonar og lýsir leiftursýnum hans um ógnvænlegt hvarf Reynistaðarbræðra. Hann finnur jafnvel fyrir hrolli í líkama Benedikts, en svo ,,hríslast fögn- uður um hann“, þegar hann sér Reynistaðarbæinn. ,,Heitur funi fer um unga manninn er hann hugsar til alls þess sem ættjörð hans þarfnast.“ Næsta tilvísun Guðjóns sem ætla mætti að væri m.a. fræðileg heimild hans fyrir hugarsýnum, hugsunum og tauga- viðbrögðum Benedikts, er bók Jóns Espólíns og Einars Bjarna- sonar, Saga frá Skagfirðingum 3. bindi, bls. 140. Sú heimild stað- festir eingöngu, að Guðjón fari hárrétt með heyskap, fjár- og hestaeign Reynistaðarbóndans, ,,merarkóngsins“, sem ævi- söguritarinn minnist á í framhaldi af stórbrotinni lýsingu sinni á sál- arlífi Benedikts Sveinssonar, þá er hann reið að bænum. Dæmi sem þessi mætti draga út víða, en hinir sjálfskipuðu „fótnótufræð- ingar“, sem hafa á undanförnum vikum riðið um héruð, ættu að hafa úr nógu að moða. En eitt at- riði þarf þó að minnast á, enda bráðskemmtilegt. Á bls. 109–110 lýsir Guðjón því síðan, hvernig Ólafía Jóhanns- dóttir, frænka Einars Benedikts- sonar, snýst í kringum hann í veikindum. Aftur bregður Guðjón sér inn í huga sögupersónu, þ.e. Einars, og lýsir því af innlifun, hvernig skáldið fylgist með hverri hreyfingu Ólafíu frænku sinnar, sem gengur ,,létt og kvenlega um litla steinbæinn“. Ævisögurit- arinn segir, að Einar ,,dáist að hreyfingum hennar og ynd- isþokka“, en hún viti líka ,,af augnaráði hans“. ,,Henni [Ólafíu] er ekki úr ætt skotið því að hún er hraðmælsk þegar hún vill það við hafa, hlær hýrlega og er skemmtileg.“ Á eftir þessum orð- um vísar Guðjón í endurminn- ingar frú Eufemíu Waage, Lifað og leikið, bls. 96 og 117. Þar kem- ur það fram, að Eufemíu fannst Ólafía skemmtileg og segja vel frá þegar hún kom í heimsókn til móður sinnar. Ekki er að finna stafkrók um veikindarómantík þeirra Einars og Ólafíu í bók frú Eufemíu, enda lá hún ekki á gægjum í annarra manna húsum. En Guðjón Friðriksson hefur þó enn ekki svipt að fullu hulunni af ástarævintýrum í steinbænum (,,Tobbukoti“), heimili Ólafíu: ,,Eitt sinn, þegar Ólafía situr hjá honum [Einari] lítur hann svo einkennilega á hana að henni verður orðfall og léttur roði fær- ist í kinnarnar. Einar dregur hana að sér og hún lætur undan. Ástarsamband þeirra fer ekki hátt og kemst aldrei í hámæli. Þremur árum síðar birtist á prenti ástarkvæði Snjáka eftir Einar. Kunnugir fullyrða að það sé ort um Ólafíu Jóhannsdóttur.“ Heimild fyrir þessu er samvisku- samlega tilgreind að venju: For- máli Bjarna Benediktssonar að Ritum Ólafíu. Ég finn nú að létt- ur roði færist í mínar eigin kinn- ar: Enginn annar en Bjarni heit- inn Benediktsson, fyrrum forsætisráðherra, hefur því séð til Einars og Ólafíu! Ég lít í formála Bjarna og les mér til vonbrigða: ,,Aftur á móti munu Ólafía og Einar um skeið hafa fellt hugi saman og lengi verið mjög hrifin hvort af öðru. Að kunnugra sögn er kvæði Einars Snjáka, um Ólaf- íu ... Bollaleggingar um ástir löngu liðins fólks, þegar engar samtímaheimildir er að styðjast við, eru haldlitlar, og skal því eigi frekar um þetta rætt hér.“ Mér sýnist þess heldur ekki þörf hér og nú, þótt Guðjón hefði átt að setja ákveðna fyrirvara við frá- sögn sína. Guðjón er auðvitað að skálda um atburði í steinbænum, eins og í öðru bindi af ævisögu Einars Bendiktssonar, þegar hann gerir Ólafíu út af örkinni og lætur hana leita dauðaleit að þjóðskáldinu í undirheimum Ósló- arborgar. Af upphafi 11. kafla mætti ætla að Guðjón hafi staðið á bryggj- unni þegar Einar Benediktsson kom til Kaupmannahafnar 1890, og í byrjun 17. kafla sýnist grein í DV 1983 eftir Matthías Viðar Sæ- mundsson m.a. eiga að vera heim- ild um skýjafar, vindhraða og sjó- lag í Reykjavík á vetrardegi einum 1896, prjónaskap Katrínar Einarsdóttur og krækta glugga á skrifstofu skáldsins þennan sama dag. Allar tilvísanir í lok 16. kafla og upphafi hins 17. sýnast annars hafa skolast til í bókinni, án þess að nokkur hafi fett fingur út í það. Fótnótufræðingar tóku ekki almennilega við sér hér á landi fyrr en Hannes Hólmsteinn Giss- urarson skrifaði um Laxness í óleyfi snobbakademíunnar. Kallað eftir skýringum Sigurður Gylfi Magnússon, frum- kvöðull Reykjavíkurakademíu, gerðist í lok áðurnefnds blaða- mannafundar eins konar háyfir- dómari yfir Hannesi H. Giss- urarsyni og spurði: ,,Hvernig getur Hannes Hólmsteinn, ef hann vill að verk hans sé tekið alvar- lega, réttlætt jafn frjálslega heim- ildanotkun, svo að ekki sé tekið dýpra í árinni, eftir að ævisögurit- ararnir þrír sem sátu fyrir svörum höfnuðu slíkum vinnubrögðum?“ Allir sem þekktu til verka Guðjóns Friðrikssonar hefðu t.d. strax séð í hendi sér, ,,að ólíkt hafast þeir að“, kallað væri eftir frekari skýr- ingum frá Hannesi á aðferðum hans. Eins og sjá má af dæmunum hér að ofan, tel ég líka ljóst að ólíkt hafist þeir að, Guðjón og Hannes, en þó einkanlega með öðrum hætti en þeim, sem Sig- urður Gylfi kýs að halda á lofti. Vil ég nú kalla eftir skýringum hans og annarra gagnrýnenda Hannesar á eftirfarandi: 1) Hvernig vilja þeir réttlæta ,,frjálslega heimildanotkun“ Guð- jóns Friðrikssonar, samtvinnun hans á skáldskap og vísindum í verðlaunaverki á sviði fræðirita? Er þetta ekki „á mörkunum“? 2) Hvernig stendur á því að þeir reyna að reyta fræðimannsnafnið af Hannesi H. Gissurarsyni fyrir meintan ritstuld, meðan þeir neita að fordæma sambærilega, jafnvel verri, meðferð á tilvitnunum í ágætum ritum Guðjóns? 3) Hvers vegna hafa fótnótu- fræðingarnir enn ekki kafað ofan í rit Guðjóns með sama ákafa og bók Hannesar, látið fjölmiðla flytja fréttir af niðurstöðum sínum, hald- ið um þær blaðamannafundi og lát- ið kvikmynda sig við útvarps- hljóðnema? Gæti hugsast, að þetta hefði eitthvað með tvöfalt siðgæði að gera á sumum bæjum? Mér sýnist Hannes ekki einn í heiminum. Er Hannes einn í heiminum? Eftir Snorra G. Bergsson Snorri G. Bergsson ’Annaðhvorteru þeir Hannes og Guðjón báðir sekir um sama afbrotið eða þeir teljast báðir saklausir, eins og ég tel liggja í augum uppi.‘ Höfundur er sagnfræðingur. SMS tónar og tákn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.