Morgunblaðið - 18.01.2004, Side 48

Morgunblaðið - 18.01.2004, Side 48
MINNINGAR 48 SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Helgi Felix Ás-mundsson fædd- ist að Neðri-Brekku í Saurbæ í Dalasýslu 19. janúar 1915. Hann lést á Landa- kotsspítala 3. janúar síðastliðinn. Foreldr- ar Helga voru Ás- mundur Þórðarson, f. í Snartatungu í Strandasýslu 8. apríl 1880, d. 5. mars 1934 og Markrún Felix- dóttir, f. að Klepps- stöðum í Stranda- sýslu 6. september 1885, d. 15. desember 1981. Helgi var næstyngstur systkina sinna, hin voru Einar , f. 1910, Svava, f. 1912 og Þorsteinn, f. 1917. Þau eru öll látin. Kona Helga var Guðlaug Sveins- dóttir, f. á Öxnalæk í Ölfushreppi Árn. 12. júní 1907, d. 12. nóvember 1970. Foreldrar hennar voru Sveinn Hannesson, f. 11. júlí 1867 á Skrautási í Hrunamannahreppi og Sigríður Magnúsdóttir, f. á Lága- ar Ásmundur Harðarson, f. 1965, og Helena Björg Harðardóttir, f. 1967. 5) Viðar, f. á Neðri-Brekku í Saurbæ, Dalasýslu 4. desember 1945, d. 1956. 6) Erla, f. á Neðri- Brekku í Saurbæ í Dalasýslu 17. júní 1948, maki Stefán Kristján Stefánsson, f. 1945. Börn hennar eru: Guðrún Anna Jóhannesdóttir, f. 1966, Guðlaug Helga Jóhannes- dóttir, f. 1968, Sigurður Guðmann Jóhannesson, f. 1973, og Bjargey Ósk Stefánsdóttir, f. 1985. 7) Björk, f. á Neðri-Brekku í Saurbæ í Dala- sýslu 10. mars 1950, maki Ívar Magnússon, f. 1940. Börn hennar eru: Viðar Helgason, f. 1968, Sig- urður Helgi Helgason, f. 1971, og Elvar Bjarki Helgason, f. 1973. Langafabörn Helga eru 24 talsins. Helgi ólst upp á Neðri-Brekku í Dalasýslu og var vinnumaður á hin- um ýmsu bæjum framan af og fór ungur á vertíð á veturna með föður sínum. Hann hóf fyrst búskap að Ósi í Dalasýslu með Guðlaugu konu sinni, árið 1943 fluttu þau að Neðri- Brekku þar sem þau stunduðu bú- skap. Þau fluttu síðan til Reykjavík- ur vorið 1957 og bjuggu þar lengst af á Grettisgötunni. Í Reykjavík stundaði Helgi hin ýmsu störf á meðan heilsa leyfði. Útför Helga var gerð frá Foss- vogskapellu í Reykjavík 13. janúar. núpi í V-Barðastranda- sýslu 27. júlí 1875, d. 11. október 1967. Helgi og Guðlaug eiga sjö börn, þau eru: 1) Ásmundur Markús, f. í Reykjavík 18. nóvem- ber 1934. Börn hans eru Flosi, f. 1958, Lauf- ey Helga, f. 1962, Fanney Birna, f. 1963, Dagný Rós, f. 1971, og Aníta Rut, f. 1973. 2) Sigríður, f. á Kvenna- Brekku í Dalasýslu 28. maí 1936, d. 19. apríl 1989, maki Gunnar Jó- hannes Guðbjörnsson, f. 1934, d. 25. desember 2003. Börn þeirra eru Guðlaug Ósk, f. 1963, og Gunnar Jóhannes, f. 1969. 3) Nanna, f. í Dalasýslu 20. maí 1937, d. 4. mars 1986, maki Guðlaugur Höskulds- son, f. 1945. 4) Sveindís Helgadótt- ir, f. á Staðarhóli í Saurbæjar- hreppi í Dalasýslu 24. nóvember 1938, maki Albert Rúnar Ágústs- son, f. 1938. Börn hennar eru Gunn- ar Viðar Hafsteinsson, f. 1956, Rún- Elsku besti afi, ég ber sorg í hjarta en ég veit að örlög okkar allra eru þau að kveðja þennan heim. Sorg mín er ef til vill ekki síst vegna þess að nú verður Grettó ekki til staðar, þ.e. þú verður ekki þar. Allt- af tókstu vel á móti mér og samtöl okkar eru mér í fersku minni og ylja, sögurnar af ströndunum þegar þú varst barn, þegar þú varst í Viðey með langafa Ásmundi, vertíðarsög- urnar og ekki síst æskusögur af börnum þínum og ekki síst henni mömmu. Ég þakka þér mikið að hafa miðlað sögu okkar til mín, ræt- urnar skipta mig miklu máli og þú gafst mér mikið þegar þú fræddir mig. Ég hugsa líka til ís-ferðanna, þeg- ar ég var barn var það fastur liður um helgar á laugardögum að ganga niður Laugaveginn og inn í Austur- stræti þar var ísbúð sem seldi bleik- an ís, þú leiddir mig ætíð og stund- um kom hún Laufey með okkur. Gengið var í Hljómskálagarðinn og aftur heim á Grettó. Grettisgatan, sem ég hef ætíð kallað Grettó, hefur verið samastaður allt mitt líf, ég bjó ásamt foreldrum mínum, Gunnari sem andaðist á jóladag síðastliðinn og Siggu sem andaðist 19 apríl 1989, á neðri hæðinni á Grettó meðan þau stóðu í húsbyggingu á sínum tíma og ég hafði það fyrir vana ef ég fór í miðbæinn að koma við. Þú gladdist með mér þegar ég eignaðist börnin mín og þú gladdir mig mikið með því. Þú skilaðir til mín arfi sem er ómetanlegur því þú skilaðir til mín rótum sem skipta mig miklu máli, þ.e. hver ég er og hvaðan ég er. Sorg er tilfinning sem við flest hræðumst og kvíðum, sorgin felur í sér tilfinningu sem erfitt er að stjórna og ekki er hægt að segja fyr- ir verkum. Nú er það hlutverk okkar sem eftir erum að standa vörð um það sem þú stóðst fyrir og varðveita meðal okkar. Ég stend við það sem ég lofaði og sendi þér ljóðið sem var þér svo hugleikið. Það vex eitt blóm fyrir vestan, og vornóttin mild og góð kemur á ljósum klæðum og kveður því vögguljóð. Ég ann þessu eina blómi, sem aldrei ég fékk að sjá. Og þangað horfir minn hugur í hljóðri og einmana þrá. Og því geng ég fár og fölur með framandi jörð við il. Það vex eitt blóm fyrir vestan og veit ekki, að ég er til. (Steinn Steinarr.) Ástarkveðja Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir. Látinn er mikill drengskapar- og heiðursmaður, Helgi Felix Ás- mundsson, fyrrum bóndi og verka- maður frá Neðri-Brekku í Saurbæ, Dalasýslu. Ég vil með örfáum orðum kveðja þennan góða og trausta vin nú þegar komið er að leiðarlokum. Kynni okkar Helga hafa varað lengi og þótti mér sérlega vænt um að eiga Helga að vini. Er Helgi lést átti hann nokkra daga í 89 ára afmælið sitt og er ég talaði við hann rétt fyrir jól var eng- an bilbug á honum að finna. Sagðist vera farinn að bíða eftir betra tíðarf- ari svo hann gæti verið meira útivið. Kynni mín og Helga hófust er ég opnaði fyrirtækið mitt Barnabrek. Hann var fyrsti starfsmaður minn og kom eins og himnasending því að mig vantaði svo sannarlega hjálp. Þessi eldri maður, þá orðinn löggilt- ur eftirlaunaþegi, gekk í öll verk, hvort sem það var pössun á Jóni syni mínum eða afgreiðsla og pökkun á vörum. Helgi, þessi gamli verkamað- ur og bóndi, var ekki verkkvíðinn maður. Hann hafði misst konu sína frá ungum börnum og þurfti því bæði að sinna vinnunni og sjá um uppeldi barna sinna og það gerði hann svikalaust. Helgi vann hjá mér í tíu ár eða á meðan ég rak mitt eigið fyrirtæki. Og aldrei fór neitt annað en gott á milli okkar. Helgi var stjórnsamur og réð því sem hann vildi ráða, en betri starfsmann hefði ég ekki getað fengið. Samstarf okkar Helga var gott og skilur eftir sig minningu um góðan dreng þar sem prúðmennska, glaðværð og traust gnæfði hæst. Börnum og afkomendum Helga sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Takk fyrir allt Kristín Þorsteinsdóttir. HELGI FELIX ÁSMUNDSSON Mig langar að skrifa nokkur orð um tengdamóður mína. Þó að ég og sonur hennar búum ekki lengur sam- an var ég samt alltaf tengdadóttir hennar, enda var alltaf mjög kært á milli okkar. Ég hef aldrei fyrr kynnst mann- eskju sem helgaði líf sitt jafn mikið börnum sínum og barnabörnum, það var ekkert sem hún vildi ekki gera fyrir okkur. Barnabörnin sóttust í að fá að vera hjá henni um helgar og voru þau alltaf velkomin. Ég heimsótti hana á spítalann tveim dögum áður en hún dó og var hún svo hamingjusöm hvað aðgerðin hefði heppnast vel og hún átti að koma heim daginn eftir. Hún talaði um að nú sætum við uppi með hana þar til hún yrði níræð. Það var mikil sorg og söknuður sem einkenndu jólin hjá okkur en það er mikill missir fyrir börnin mín að sjá á eftir afa sínum fyrir tveim mán- uðum og núna ömmu. En við eigum fallegar og góðar minningar um ynd- islega ömmu. Elsku Fanný, ég skal hugsa vel um strákana þína. Takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur. Guð geymi þig. Þín tengdadóttir, Sigríður. Elsku amma, ein tilfinning er áber- andi sterk núna en það er söknuður. Við erum afar þakklát fyrir þann tíma sem við fengum með þér. Við vit- um að það er vel tekið á móti þér handan þessarar veraldar og að þér líður vel núna. Við kveðjum þig með orði og bæn og vitum að þú vakir yfir okkur öllum um ókomna tíma. Þær eru ófáar stundirnar sem við eyddum hjá þér, sitjandi fram eftir kvöldi að spjalla um lífið og tilveruna, og ófáar gistinætur sem við fengum að vera á þínu heimili. Alltaf vildir þú okkur vel, hvattir okkur áfram í námi með því að bjóða okkur aðstöðu og frið frá amstri, til að læra, og orð þín, heimili og hvatning var okkur mikil hjálp í því námi sem við lögðum fyrir okkur. Alltaf vorum við meira en vel- komin hjá þér, elsku amma okkar, og FANNÝ RAGNARSDÓTTIR ✝ Fanný Ragnars-dóttir fæddist á Hellissandi 15. jan- úar 1933. Hún lést á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi 20. desember síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Hólmfríður Ásbjörnsdóttir og Ragnar Konráðsson. Fanný á sex systkini. Fanný á tvö börn: 1) Hallfríði Alfreðs- dóttur, maki Jón Þór Sigurðsson. Börn þeirra eru: a) Sigurð- ur Arnar, unnusta Sigurbjörg, dóttir þeirra Sara Dögg, b) Ester Ósk og c) Fanný Dögg. 2) Kristjón Kristjónsson. Með Sigríði Hall- björnsdóttur á hann Kristjón Sig- urð og Adam Eið. Útför Fannýjar fór fram í kyrr- þey, að ósk hinnar látnu. sama hvað við afrekuð- um, alltaf varstu jafn- stolt af okkur systkin- unum. Á ísskápnum hjá þér er enn myndin af Ester á karatemóti fyr- ir mörgum árum síðan, blaðaúrklippa af Arnari, og allt föndur sem Fanný hefur gert í gegnum tíðina var í þinni vörslu. Það lýsir þér vel, elsku amma, stolt af öllum þínum barnabörnum og sást alltaf hið jákvæða í okk- ur. Eiginlega man ekk- ert okkar eftir neinu skipti þar sem þú reiddist, hvorki okkur né öðrum. Rétt fyrir jólin 2002 hlotnaðist Arnari og Sigurbjörgu sú hamingja að eign- ast litla dóttur, Söru Dögg. Ekki var gleði þín neitt minna en gleði hinna nýbökuðu foreldra. Þú fékkst að njóta þess að hafa litlu langömmus- telpuna hjá þér af og til og við erum mjög þakklát fyrir að þú fékkst að fylgjast með Söru Dögg fyrsta æviár- ið hennar. Mikið ofsalega varstu allt- af sæl með það. Talaðir um það við mömmu í símann næstu dagana eftir. Sérstaklega er okkur minnisstætt þegar þú fékkst að fara með henni og horfa á í ungbarnasundi. Brosið og hamingja verður okkur lengi í minn- ingum höfð þegar þú sást litla krílið svamla um í lauginni. Það eru þessi litlu atvik sem eiga eftir að hjálpa okkur í minningu það sem eftir lifir okkar lífs, því ekki þurfum við annað en að hugsa um slíka hluti til að brosa og minnast þín. Þrátt fyrir veikindi þín undir það síðasta léstu aldrei á þér bug finna, stóðst eins og hetja og lést okkur allt- af skipta máli. Við kveðjum þig nú með söknuði, elsku amma, guð geymi þig. Arnar, Ester, Fanný, Sigurbjörg og Sara Dögg. Elsku amma, ég man allar þær helgar sem ég, Kristjón og Fanný vorum hjá þér í Breiðholtinu. Og jólin sem þú áttir með okkur, þetta voru yndislegar stundir. Þegar ég frétti að þú værir farin var eins og slitið væri úr mér hjartað. Elsku amma mín, ég mun minn- ast allra þessara stunda sem við áttum saman. Hvíldu í friði, amma mín, við hittumst aftur í betri heimi. Þinn Adam Eiður. Elsku amma mín, ég sakna þín mikið. Ég vildi að þú værir ennþá hjá okkur. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Þinn Kristjón. HINSTA KVEÐJA Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5A, sími 565 5892 ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Sími 551 3485 • Fax 551 3645 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 896 8284 Eyþór Eðvarðsson útfararstjóri Sími 892 5057 Vaktsími allan sólarhringinn Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.