Morgunblaðið - 18.01.2004, Síða 49

Morgunblaðið - 18.01.2004, Síða 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2004 49 ✝ Guðný GunnþóraGuðmundsdóttir fæddist í Vestmanna- eyjum 16. september 1923. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Garðvangi laugar- daginn 3. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Magnea Gísladóttir, f. 7. júní 1893, d. 10. febrúar 1975, og Guðmundur Gunnarsson segla- saumari, f. 21 októ- ber 1884, d. 17. októ- ber 1965. Systkini Guðnýjar voru sex og er Sigríður Guðmundsdóttir Miolla, búsett í Bandaríkjunum, ein á lífi. Guðný ólst upp í Vestmanna- eyjum til 18 ára aldurs en fluttist þá til Reykjavíkur. Þar kynntist hún Sigurhans S. Sigurhanssyni skipstjóra, f. 3. desember 1920, d. 19. maí 1993 og gengu þau í hjónaband 6. júní 1942. Þau stofnuðu heimili í Reykjavík að Laugavegi 93 en 1951 fluttust þau til Keflavíkur og bjuggu þar æ síðan. Þau eignuðust 6 börn sem eru: Hrafn, f. 13.10. 1942, Magni Sverrir, f. 16.10. 1943, Signý Hrönn, f. 21.6. 1947, Anna Dóra, f. 30.7. 1954, Guðný Gunn- þóra, f. 10.3. 1956, og Sigríður Birna, f. 23.5. 1958. Barnabörnin eru þrettán og barnabarnabörnin fjórtán. Guðný var heimavinnandi hús- móðir en starfaði um tíma við verzlunarstörf í Álnabæ í Kefla- vík. Útför Guðnýjar fór fram í kyrr- þey, að ósk hinnar látnu. Elsku amma, kallið er komið og ég efast ekki um að þú ert hvíldinni fegin. En fyrir okkur hin sem eftir standa erum við aldrei tilbúin að kveðja. Það eru margar fallegar minning- ar sem ég á um þig og afa sem mun ávallt eiga stað í hjarta mínu. Sem barn kom ég oft til Keflavík- ur. Þegar foreldrar mínir skruppu til útlanda, dvaldi ég oft hjá ykkur á meðan. Svo um helgar var ég oft send til Kefló með rútunni, stundum ein, og einnig með systur minni. Það var alltaf gaman og viss stemning að koma til ykkar. Afi kom yfirleitt einn á rútustöðina að sækja mig, og á meðan hitaðir þú kakó og kringlur svo allt væri tilbúið þegar ég kæmi inn um dyrnar, og þar stóðst þú með bros á vör og faðmaðir mig. Þú varst mikil húsmóðir, amma mín, og góð amma. Svo mörgum árum síðar, eftir að ég var orðin fullorðin og komin með fjölskyldu komu þið afi svo oft í heimsókn til mín. Eftir að afi dó snerist það við, þá varst það þú sem tókst rútuna til mín, og ég sótti þig á BSÍ. Þá var rúntað aðeins um bæinn, síðan var ferðinni heitið heim til mín út á Sel- tjarnarnes. Þar sem við eyddum deginum saman. Þar sátum við í eld- húsinu og spjölluðum mikið saman og hlógum. Það var hægt að segja þér allt og treysta þér fyrir öllu. Amma var pottþétt. Síðustu árin hefur þú dvalið á Garðvangi og ég hef búið erlendis ásamt manni mínum og tveim börn- um síðustu 6 árin, svo við höfum ekki hist eins oft og við gerðum. Ég hugsaði mikið til þín og kom alltaf til þín þegar ég kom til Íslands í heimsókn. Og núna síðast sá ég þig nokkrum dögum áður enn þú kvaddir, og hvíslaði ég mörgu að þér sem við munum geyma saman. Ég kveð nú stórglæsilega konu og yndislega ömmu. Hvíl þú í friði. Kveðja Ólöf Hrafnsdóttir. Nú þegar þú ert farin, elsku amma mín, rifjast upp fyrir mér svo margar góðar stundirnar sem við áttum saman. Minningarnar eru svo óskaplega margar og góðar. Ég man þau fjölmörgu skipti þegar ég og Magnea systir gistum hjá ykkur afa á Faxabrautinni. Við systurnar gátum alltaf gleymt okkur uppi í „ævintýra“ risinu, sem hafði að geyma svo margt skrítið og skemmtilegt dót. Svo marga dular- fulla króka og kima. Þá var morg- unmaturinn þinn eitthvað sem við biðum alltaf eftir. Hann var alltaf al- veg himneskur. Þú varst alltaf svo hress og fljót að svara fyrir þig. Alltaf með hnytt- ið svar við öllu til taks og snerir út úr í gríni við hvert tækifæri. Í dag lít ég svo á að einmitt þennan létt- leika og jákvæða hugarfar hafi ég ekki síst lært af þér. Nú þegar senn líður að fæðingu fyrsta barns míns hugsa ég til þín amma mín. Um leið og ég er hrygg yfir því að börnin mín munu ekki njóta samvista við þig í þessu lífi, þá er ég glöð því að geta miðlað til þeirra allri lífsgleðinni sem mér finnst ég hafa tekið í arf frá þér. Það er svo gott og fallegt að hugsa til þess að þú og afi séu nú loksins aftur saman. Í minningunni voruð þið alltaf sem eitt og eruð þá nú á ný. Þín Bryndís. GUÐNÝ G. GUÐMUNDSDÓTTIR ✝ Birgir V. Schiöth,fyrrv. kennari og myndlistarmaður, fæddist á Siglufirði 30. september 1931. Hann lést á líknardeild HSS í Keflavík þriðjudag- inn 30. desember síð- astliðinn. Birgir var sonur hjónanna Aage R. Schiöth, lyfjafræð- ings og lyfsala, f. á Ak- ureyri 27.6. 1902, d. 10.12. 1969, og Guð- rúnar E. J. Julsö Schi- öth húsfreyju, f. í Kaupmannahöfn 14.5. 1903, d. 6.7. 1938. Birgir kvæntist árið 1952 Magdalenu Björk Jóhannesdóttur húsmóður, f. á Siglufirði 6.5. 1934, og eignaðist með henni tvær dæt- ur, þær eru: 1) Guðrún Schiöth, fangavörður í Reykjavík, börn Guðrúnar eru: a) Birgir Örn Tryggvason tónlistarmaður, sam- býliskona Birgis er Vigdís Jó- hannsdóttir markaðsfltr., fyrir átti Birgir börnin Magdalenu Björk og Brynjar Karl, b) Ómar Aage Tryggvason, nemi í Tækniskólan- um, og c) Ellen Alma Tryggvadótt- ir, deildarstjóri í Húsasmiðjunni. 2) Inger M. Schiöth, bókari í Vík í Mýrdal, maki Sveinn Þórðarson brúarsmiður, börn þeirra eru Magdalena Katrín og Breki Þór. Birgir og Magdalena skildu árið 1973. Eftirlifandi eiginkona Birgis er Ingrid Lovísa Schiöth Brandt, bú- sett í Keflavík. Birgir fór ungur í Menntaskólann á Ak- ureyri. Þaðan lá leið- in í Iðnskólann á Siglufirði og lauk hann prófi þaðan í málaraiðn. Birgir fór á samning hjá Her- bert Sigfússyni, mál- arameistara á Siglu- firði, og öðlaðist meistararéttindi. Hann hóf nám í Myndlista- og hand- íðaskólanum í Reykjavík og lauk þaðan prófi með handavinnu- og teikniréttindi. Þegar Birgir bjó á Siglufirði kenndi hann teikningu og smíði við Gagnfræðaskólann á Siglufirði. Birgir var félagi í karlakórnum Vísi á Siglufirði. Birgir fluttist með fjölskyldu sína frá Siglufirði árið 1973. Hann lagði fyrir sig húsa- og bílamálun en aðalstarf hans var teikni- og handavinnukennsla við Flataskóla í Garðabæ til fjölda ára eða allt þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Hann sótti fjöldann allan af myndlistarnámskeiðum m.a. hjá Hring Jóhannessyni. Birgir hefur haldið margar myndlistarsýningar og liggja eftir hann hundruð vatnslita-, pastel- og olíumynda og blýantsteikninga. Fyrirmyndirnar sótti hann jafnt í náttúru sem og mannlíf. Útför Birgis fór fram í kyrrþey, að ósk hins látna. Elsku pabbi. Mig langar að taka upp þráðinn þar sem við hættum síðast. Þú vissir betur. Þú varst kominn í „frí“ frá sjúkrahúsinu og varst alsæll að komast heim. Við vildum fá ykkur í Víkina yfir hátíðirnar eins og búið var að ákveða en þú vissir betur. Þú sagðir við okkur að það kæmi í ljós hvort einhvern hlekkinn eða hjólið vantaði og ég skildi ekki orð af þessu. Sveinn hins vegar skildi þig. Þið einhvern veginn skilduð alltaf hvor annan. Ég man að ég hugsaði: „Æ, svona karlakjaftæði.“ En Sveinn útskýrði þetta svo fyrir mér og þá náði ég samhenginu, þetta liggur allt í höndum Almættisins. Við vorum öll búin að hlakka svo til að þú loksins kæmir og sæir nýja heimilið okkar. Þig langaði svo að koma austur. Enda er ég mikið fegin í dag að við tókum myndir af öllu og sýndum þér. Í hvert sinn er búið var að ákveða ferð í Víkina hömluðu veikindin þín ferðinni. Kvöldið sem þér versnaði til muna og hringt var í mig af sjúkrahúsinu vissi ég að þú værir að fara. Ég fór ekki einu sinni að sofa heldur beið ég eftir að hringt yrði í mig um nóttina. Þegar síminn svo hringdi var ég pollróleg yfir öllu. Tók saman föt til skiptanna. Kaffi á brúsa og keyrði til Keflavíkur. Þú varst sofandi þegar ég kom og Inga grátandi yfir þér. Ég herti mig upp og sagði henni að nú væri kominn tími til að rifja eitthvað skemmtilegt upp úr minn- ingaflórunni. Inga rifjaði upp hverja skemmti- lega minninguna af annarri og við tístum úr hlátri þarna um miðja nótt. Ég sá þig fyrir mér ýta á rassinn á henni til að koma henni upp á ein- hvern klettinn eða steininn á mörg- um af ykkar göngutúrum. Ég fór að hugsa um síðustu mánuði. Ég bara vildi óska að samskipti okkar í gegn- um tíðina hefðu verið eins og síðustu mánuðir. Við sátum hlið við hlið og þú straukst á mér kollinn eða bakið. Tókst utan um mig og sagðir það gott að vera umkringdur fólki sem þætti vænt um þig og þér þætti vænt um. Mörg samtölin áttu sér stað og við urðum nánari. Þú ætlaðir að kenna mér að oðra þegar þú yrðir betri til heilsunnar. Við ætluðum að fara að veiða í vor og svona mætti lengi telja. Ég er svo þakklát fyrir síðustu mánuði og ég er svo þakklát fyrir hvað hið eiginlega „stríð“ tók stuttan tíma. Bænin virkar. Þú hafðir sko ekki skap til að liggja langdvölum fárveikur og vita hvorki í þennan heim né annan. Við vorum ekki alltaf sammála og tókumst oft á. Oft illa. En ég sit uppi með hugsunina „af hverju gat þetta ekki alltaf verið svona gott eins og síðustu mánuði“? Magdalena yngri saknar afa „Dana“ en hefur eignast afa „engil“. Hún erfir frá þér listamannshæfi- leikana og er snögg að teikna eins og þú. Veit upp á hár hvað hún ætlar að gera. Breki Þór er frekar „fúll“ yfir að þú sért fluttur til Guðs. Þú átt nefni- lega að vera heima hjá þér svo að hann geti heimsótt þig. En þau eiga myndirnar eftir þig og tala við þig í gegnum þær. Ég sagði Breka að afi engill kæmi með hinum englunum þegar hann lokaði augunum á kvöldin svo nú liggur hann á kvöldin og pírir augun, í von um að hann sjái bara „smá“. Láttu þér líða vel pabbi minn. Þú ert loks umvafinn elsku mömmu þinni sem þú misstir svo ungur svo og öllum ættingjum okkar. Þú getur líka þráttað við ömmu Kötu um rollurnar eins og þið voruð vön. Knús og kossar elsku pabbi. Inger. BIRGIR SCHIÖTH ✝ Sveinn Pálsson fæddist íSkammadal í Mýrdal 21. júní 1912. Hann lést á Landspítalan- um í Fossvogi 12. nóvember síð- astliðinn. Foreldrar Sveins voru Bergþóra Sveinsdóttir húsfreyja, f. 1879, d. 1959, og Páll Sigurðs- son bóndi í Skammadal, f. 1872, d. 1954. Sveinn átti tvær systur, Sigurbjörgu Pálsdóttur, f. 6. júlí 1907, d. 23. ágúst 1989, maki Ár- sæll Sigurðsson, og Gyðríði Páls- dóttur, f. 7. desember 1918, d. 6. júlí 1989, maki Páll Marteinsson. Sveinn lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík og dvaldi um skamma hríð við nám í Svíþjóð. Lengst af starfaði hann hjá Fræðslumyndasafni ríkisins. Sveinn var ókvæntur og barn- laus. Útför Sveins var gerð í kyrr- þey. Páll Sigurðsson og Bergþóra Sveinsdóttir hófu búskap í Skammadal í Mýrdal árið 1904. Páll var sonur Sigurðar Sigurðssonar bónda og snikkara á Breiðabólsstað á Síðu og konu hans, Gyðríðar Ólafsdóttur frá Steinsmýri. Sigurð- ur snikkari, mikill ættfaðir, var dóttursonur snillingsins Ólafs Þór- arinssonar frá Seglbúðum sem dó inni í Eintúnahálsi á Síðu árið 1840. Um hann og niðja hans sem skilið hafa eftir sig mörg hagleiksverk í tréskurði, málmsmíði og kirkju- smíði hefi ég nú bók í smíðum. Eitt margra og merkra systkina Páls í Skammadal var höfðingshúsfreyjan Elín kona Lárusar Helgasonar bónda og alþingismanns á Kirkju- bæjarklaustri. Bergþóra í Skammadal var dóttir hins nafnfræga skipasmiðs Mýr- dælinga, Sveins Einarssonar á Gilj- um og konu hans, Bjargar Filipp- usdóttur frá Hvoli í Fljótshverfi. Þau Skammadalshjón voru öndveg- isfólk eins og gamla fólkið sagði. Heimili þeirra var orðlagt fyrir þrifnað, reglusemi og vönduð vinnubrögð. Páll þótti í fremstu röð bænda í Mýrdal og var kjörinn til margra trúnaðarstarfa. Efnahagur var góður á þeirra tíma mælikvarða og gestabeini sem best varð á kosið, en heimilið í gestagötu og gest- kvæmt. Skarð þótti fyrir skildi er þau hjón fluttu suður til Reykjavík- ur 1945. Börn þeirra voru fjögur. Eitt þeirra, Fanney, dó ársgamalt en hin voru: Sigurbjörg (f. 1907), Sveinn (f. 1912) og Gyðríður (f. 1918). Bæjarstæðið í Skammadal er eitt hið fegursta er hugsast getur, þau eru raunar mörg fögur í Mýrdal. Það er í skjóli af fagurgróinni hlíð, Geitafjall er á vestri dalsvæng, Reynisfjall á þeim eystri og djásnið Dyrhólaey í miðju dalsmynni. Feg- urð æskudalsins geymdu systkinin frá Skammadal ætíð í minni og báru jafnan mikla rækt til heimahaga. Systurnar Sigurbjörg og Gyðríð- ur urðu báðar mikilhæfar húsfreyj- ur í Reykjavík og Kópavogi. Sig- urbjörg giftist Ársæli Sigurðssyni kennara og síðar skólastjóra við Austurbæjarskólann, Gyðríður, sem ætíð var nefnd Gyða af vinum sínum, giftist Páli Marteinssyni verkstjóra, afbragðsmanni, dönsk- um að ætt. Báðar eru þær horfnar sýnum, Sigurbjörg og Gyða dóu á sama ári, 1989. Ársæll skólastjóri dó 1970 og lét eftir sig stórt og verðmætt bókasafn á fögru heimili þeirra hjóna. Þau voru barnlaus. Sigurbjörg gerði erfðaskrá 1988 og gaf þá fjármuni til stofnunar menn- ingarsjóðs sem ber heitið: Minning- arsjóður Ársæls Sigurðssonar og Sigurbjargar Pálsdóttur. Hlutverk hans í framtíð er að styrkja fræði- mann til rannsókna á ættum Skaft- fellinga og byggðasögu Vestur- Skaftafellssýslu og er hið síðara stórum þýðingarmeira því í byggðasögu héraðsins er fjöld ókannaðra fræða í skjalasöfnum og þeim mannaminjum sem jörðin geymir. Bókasafn þeirra hjóna, Ársæls og Sigurbjargar, fór allt að Skógum. Í því er margt merkra bóka í þjóð- fræði, eigi síst mannfræði. Nú mjög dýrmætt í því safnstarfi og fræða- starfi sem fram fer í Skógum. Sveinn Pálsson var sem fyrr seg- ir fæddur í Skammadal 1912. Hann varð fyrir slysi á unga aldri, meidd- ist á fæti og berklar settust að í meiðsli. Minjar þess bar hann síðan alla ævi, steig aldrei heilum fæti á jörð. Hann var prýðilega gefinn að upplagi, varð stúdent og fór síðan til náms í Svíþjóð en dvaldi þar stutt. Ævistarf hans var unnið í Fræðslumyndasafni ríkisins. Alúð og skyldurækni einkenndu öll störf hans. Einfari var hann, giftist ekki og hélt heimili sitt í Blönduhlíð 7, í sama húsi og Sigurbjörg og Ársæll. Ég átti því láni að fagna að starfa með Sveini og systursyni hans, Páli Ævari Pálssyni tannlækni, í stjórn Minningarsjóðs Ársæls og Sigur- bjargar, en Sveinn var formaður sjóðsstjórnar. Sveinn hafði þar hina bestu yfirsýn í öllu sem að fjársýslu laut, ráðhollur og tillögugóður. Hann var einstaklega notalegur maður í allri viðræðu og ég minnist hans með virðingu og þökk. Í engu bar hann blæ þess að vera kominn hátt á níræðisaldur í þessum sam- skiptum. Hann lét lítið yfir sér en persónan öll var mér vitni fjöl- þættrar þekkingar og í huga sínum bar hann mikinn fróðleik frá fyrri tíð. Hann dó 12. nóvember þessa árs 91 árs að aldri og var kvaddur hinstu kveðju af vinahópi í Reyn- iskirkju hinn 22. sama mánaðar. Þar hvílir hann í æskudalnum fagra við hlið föður og móður. Vel var á móti honum tekið, lognkyrrt hafið og landið allt laugað af skammdeg- issól. Ég sendi Páli Marteinssyni og börnum hans, Bergþóru Karen, Stefáni Þór og Páli Ævari, þakkir og samúðarkveðjur frá Skógum. Þórður Tómasson. SVEINN PÁLSSON Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.