Morgunblaðið - 18.01.2004, Qupperneq 50
MINNINGAR
50 SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
FRIÐRIK INGÓLFSSON,
Laugarhvammi,
Tungusveit,
lést á Heilbrigðisstofnun Skagfirðinga sunnu-
daginn 11. janúar síðastliðinn.
Hann verður jarðsunginn frá Reykjakirkju
þriðjudaginn 20. janúar kl. 14.00.
Sigríður Magnúsdóttir,
Erling Jóhannesson, Hulda Garðarsdóttir,
Helgi Friðriksson, Sigríður Viggósdóttir,
Sigurður Friðriksson, Klara Jónsdóttir,
Jónína Friðriksdóttir, Stefán Sigurðsson,
Sólveig Friðriksdóttir, Kolbeinn Erlendsson,
Rúnar Friðriksson,
afabörn og langafabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og útför
ÞORSTEINS GÍSLASONAR
málarameistara
og fyrrv. kaupmanns,
Miðleiti 7,
Reykjavík.
Elín Sigurðardóttir,
Steinunn Þorsteinsdóttir, Geir R. Gíslason,
Kristín Þorsteinsdóttir, Þórður R. Jónsson,
Sigríður Þorsteinsdóttir,
Erla Þorsteinsdóttir, Ágúst Haraldsson
og afabörnin.
Bróðir okkar,
JÓHANNES SKÚLASON,
Lönguhlíð 3,
Reykjavík,
sem andaðist mánudaginn 12. janúar, verður
jarðsunginn frá Fossvogskapellu mánudaginn
19. janúar kl. 15.00.
Skúli Skúlason,
Kristveig Skúladóttir,
Þorkell Skúlason,
Þorsteinn Skúlason.
Okkar ástkæri eiginmaður, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
EINAR INGI GUÐJÓNSSON,
Vesturbergi 39,
Reykjavík,
andaðist á Landspítalanum við Hringbraut
föstudaginn 15. janúar.
Jarðarförin auglýst síðar.
Guðrún Árnadóttir,
Árni Guðni Einarsson, Rannveig María Jóhannesdóttir,
Böðvar Einarsson, Guðbjörg Halldórsdóttir,
Ellert Valur Einarsson, Þórunn Alfreðsdóttir,
Guðjón Magni Einarsson, Sif Guðmundsdóttir,
Hjördís Einarsdóttir, Ólafur Bjarnason,
Elín Einarsdóttir Jóhann Helgason,
Jón Páll Einarsson, Tina Jepsen,
barnabörn og barnabarnabarn.
Elskulegur unnusti minn, sonur okkar og
bróðir,
HALLMAR ÓSKARSSON,
Engjaseli 61
og Efstahjalla 21,
sem lést á gjörgæsludeild Landspítalans mánu-
daginn 12. janúar sl., verður jarðsunginn frá
Seljakirkju mánudaginn 19. janúar kl. 13.30.
Þeir, sem vilja minnast hans, láti Íþróttafélag
fatlaðra í Reykjavík (ÍFR) njóta þess.
Marta Guðmundsdóttir,
Hallbjörg Thorarensen, Óskar Elvar Guðjónsson,
Þórir Óskarsson, María Óskarsdóttir.
AFMÆLIS- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er
minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist)
eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð-
synlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu-
síma og heimasíma). Ekki er tekið við handskrifuðum greinum.
Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfilegri lengd á út-
farardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en
það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma
eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess
að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar og
hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og
klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem
er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Þar sem pláss er takmark-
að getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins
tiltekna frests.
Frágangur afmælis-
og minningargreina
✝ Óskar Andrifæddist á Ísafirði
hinn 5. október
1979. Hann lést af
slysförum laugar-
daginn 10. janúar
síðastliðinn. For-
eldrar hans eru Sig-
rún Jónsdóttir, f.
4.12. 1950, og Sig-
mundur Gunnars-
son, f. 11.6. 1949.
Systkini Óskars
sammæðra eru: 1)
Jónína Eyja Þórðar-
dóttir, f. 15.5. 1968.
Hún á fjögur börn
og er maður hennar Björn Björns-
son. 2) Jón Árni Þórðarson, f.
9.10. 1969. Hann á eitt fósturbarn
ir. 7) Ómar Örn Sigmundsson, f.
23.6. 1986. 8) Aldís Eik Sigmunds-
dóttir, f. 17.9. 1993. Bróðir Óskars
samfeðra er Róbert Rúnar Sig-
mundsson, f. 7.7. 1971. Kona hans
er Guðrún Baldursdóttir og eiga
þau tvö börn. Sambýliskona Ósk-
ars er Hulda Birna Albertsdóttir,
f. 11.11. 1982. Foreldrar hennar
eru Albert Guðmundsson og Þór-
hildur Björnsdóttir.
Óskar ólst upp á Ísafirði og lauk
grunnskólaprófi frá grunnskólan-
um á Ísafirði vorið 1995. Eftir
skólann stundaði hann sjó-
mennsku og var meira og minna á
sjónum næstu átta árin. Hann
flutti svo til Reykjavíkur haustið
2001 og starfaði hjá Tækniþjón-
ustu bifreiða í Hafnarfirði síðustu
mánuði. Haustið 1999 hóf Óskar
Andri samband með unnustu
sinni, Huldu Birnu, og bjuggu þau
saman þegar hann lést.
Útför Óskars fór fram frá Ísa-
fjarðarkirju 17. janúar.
og kona hans er Þór-
dís Ósk Jóhannsdótt-
ir. 3) Vilborg Ása
Bjarnadóttir, f. 10.7.
1971. Maður hennar
er Valur Sæþór Val-
geirsson. Þau eiga
þrjú börn. 4) Bjarni
Freyr Guðmundsson,
f. 6.6. 1973. Kona
hans er Ásta
Tryggvadóttir og
eiga þau tvö börn. 5)
Bergmann Þór Krist-
jánsson, f. 25.6. 1976.
Unnusta hans er Þóra
Einarsdóttir og eiga
þau eitt barn. 6) Sindri Már Sig-
rúnarson, f. 23.9. 1984. Unnusta
hans er Sólný Lísa Jórunnardótt-
Elsku hjartans Óskar minn. Það
er sárt að reyna að trúa því að þú
sért farinn burt úr þessum heimi.
Þú varst nýbúinn að vera í heim-
sókn hjá mér og færðir mér svo
fallega gjöf. Og Hulda þín kom
með þér og þið voruð svo glöð þeg-
ar þið sögðuð mér að þið ættuð
von á barni og þú sagðir að það
væri örugglega lítill Óskar. Svo
kysstirðu mig bless og tókst utan
um mig og mér var síst í huga að
þetta væri í síðasta sinn sem væri
að kveðja þig, elsku vinurinn minn.
En ég er þakklát fyrir að hafa
fengið að eiga svona góða stund
með þér áður en þú kvaddir þetta
líf.
Elsku Óskar minn, amma man
svo vel eftir yndislegu stundunum
þegar þú varst lítill, ljóshærður
snáði og komst í heimsókn og
fékkst kaffi í teskeið hjá mér. Þér
fannst það nefnilega svo gott. Svo
þegar þú stækkaðir varstu alltaf
svo góður við ömmu, þú varst líka
ömmustrákurinn minn. Ég kveð
þig nú að sinni, engillinn minn, og
geymi allar minningarnar um þig í
hjarta mínu.
Ég bið guð að styrkja elsku
dóttur mína, Huldu, og öll systkini
þín og leiða þau í sorginni.
Guð geymi þig.
Þín,
Inga amma.
Elsku Óskar minn. Ég veit ekki
hvar ég á að byrja þessi skrif. Það
er erfiður tími framundan hjá okk-
ur öllum í fjölskyldunni því þú
varst okkur svo mikið og nú ertu
farinn frá okkur. Þú áttir svo ynd-
islega kærustu og varst svo ást-
fanginn og öllum fannst þið svo
sæt saman. Þú varst að verða
pabbi og hlakkaðir svo til og það
er svo sárt að þið fenguð ekki að
upplifa það saman. Ég á svo ótal
margar minningar um þig, eins og
þegar við hittumst stundum þegar
við vorum að skemmta okkur á
Ísafirði. Það var alltaf svo mikið
fjör í kringum þig og þið strák-
arnir alltaf að bralla eitthvað
skemmtilegt eins og til dæmis þeg-
ar þú og Ebbi snoðuðuð ykkur og
voruð með bara einn lokk sem stóð
út í loftið. Þinn lokkur var blár og
Ebba lokkur grænn ef mig minnir
rétt. Þú áttir marga og góða vini
sem stóðu við hlið þér, sama hvað
á bjátaði, og það kemur best í ljós
núna. Ég man þegar þú lentir í bíl-
slysinu í Dýrafirði og hálsbrotn-
aðir og mér fannst svo erfitt að sjá
þér líða illa. En þú jafnaðir þig og
varst svo sterkur og duglegur. Ég
man líka þegar þú bjóst í Suð-
urtanganum og þú áttir herbergi
frammi á gangi og en hvað mér
fannst gaman að stríða þér og vin-
um þínum, Óskar minn. Ég, Ómar
og Sindri vorum þá alltaf að kíkja í
skráargatið og bönkuðum á hurð-
ina og hlupum svo í burtu, enda
bara litlir krakkar að prakkarast í
þér, sem okkur fannst orðinn svo
stór og fullorðinn. Það voru alltaf
svo margir í heimsókn hjá þér
enda varstu svo skemmtilegur kar-
akter og það þykir svo mörgum
vænt um þig. Ég veit að þú verður
hér hjá okkur öllum og í hjörtum
okkar, elsku Óskar minn. Mundu
mig og ég man þig. Ég elska þig.
Þín frænka,
Sólrún Ósk.
Það er komið að kveðjustund. Í
dag kveðjum við Óskar Andra,
ungan dreng með stórt hjarta og í
blóma lífsins. Manni er brugðið og
er sorgmæddur því höggvið hefur
verið stórt skarð í stóran systk-
inahóp. Við kunnum ekki alltaf
skýringar á hlutunum en við vitum
að þú ert í góðum höndum og munt
fylgjast með úr fjarlægð en samt
mjög nálægur. Þú munt vera í
hjarta okkar sem munum eftir þér
frá því þú varst lítill prakkari til
dagsins sem þú kvaddir þennan
heim.
Elsku Sigrún og fjölskylda, okk-
ar innilegustu samúðarkveðjur á
þessum erfiða tíma.
Svo er því farið:
Sá er eftir lifir
deyr þeim sem deyr
en hinn dáni lifir
í hjarta og minni
manna er hans sakna.
Þeir eru himnarnir
honum yfir.
(Hannes Pét.)
Hannes, Sigríður,
Hólmfríður, Kristján,
Bjarki Þór og Ásgeir.
Ég fékk þær hörmulegu fréttir á
mánudaginn að Óskar væri farinn
yfir móðuna miklu. Þegar ég
kynntist Óskari, kynntist ég mjög
tryggum vini. Ég á margar góðar
minningar um Óskar og reyndist
hann yndislegur maður. Hann
ljómaði allur þegar hann talaði um
fjölskyldu sína, og maður sá hvað
hann elskaði hana mikið. Og hvað
hann var ánægður þegar ég óskaði
honum til hamingju með að verða
pabbi með unnustu sinni, sem
hann elskaði svo heitt. Ég vil nota
þetta tækifæri og kveðja góðan og
yndislegan vin. Um ókomna fram-
tíð munum við ungir sem aldnir er
kynntumst Óskari, verma okkur
við þá kærleikselda sem hann
kveikti í heimi, sem oft er harður
og sljór. Þá bið ég góðan Guð að
styrkja fjölskyldu hans og vini á
þessum erfiða tíma.
Agnes.
Elsku Óskar Andri. Við viljum
kveðja okkar ástkæra vin sem
kvaddi okkur mjög skyndilega.
Margar eru minningarnar um þig,
heimilið þitt var eins okkar heimili,
mamma þín tók okkur eins og son-
um sínum, við vorum ávallt vel-
komnir á þitt heimili. Manni líður
alltaf vel á því heimili sem maður
er velkominn á. Allt sem okkur
vinunum datt í hug var gert strax.
Það þótti ekki tiltökumál að keyra
nokkur hundruð kílómetra á ball.
Oft var bras á leiðinni, bilandi
bílar og annað, alltaf var hlegið yf-
ir því og því reddað um hæl, enda
leið þér best í einhverjum viðgerð-
um.
Þú varst vinur vina þinna, enda
varstu vinamargur. Alltaf varstu
tilbúinn að aðstoða vini þína, það
var hægt að hringja og þú varst
kominn strax.
Það er erfitt að kveðja þig, kæri
vinur, og tilfinningar fara ekki svo
auðveldlega á blað. En við vitum
að minning þín mun líta dagsins
ljós, og við hlökkum til að sjá
barnið ykkar Huldu, hennar sem
stóð þér næst.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu góðu og góðu kynni af alhug
þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sig.)
Við biðjum guð að vera með þér.
Elsku Hulda, Sigrún og aðrir
aðstandendur, við vottum ykkur
okkar dýpstu samúð.
Agnar Ebeneser Agnarsson,
Albert Þór Jónsson,
Jósef Matthías Jökulsson,
Haraldur Hjálmarsson,
Pétur Áskell Svavarsson
og fjölskyldur.
ÓSKAR ANDRI
SIGMUNDSSON