Morgunblaðið - 18.01.2004, Síða 56
MINNINGAR
56 SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Konni hennar Stínu
er dáinn. Hann var
maðurinn hennar
Stínu, systur hennar
mömmu og einn af
þeim mörgu sem mótuðu mín upp-
vaxtarár. Þegar við bjuggum allar
fimm á Grettisgötunni, þ.e. amma,
mamma, Stína, Alla og ég, þá kom
Konni oft að heimsækja hana
Stínu. Ég var litla barnið í húsinu
og stundum hafði hann keypt eitt-
hvað handa mér, nema einu sinni
sagðist hann hafa ætlað að kaupa
lakkrís en gleymt því og rétti mér
peninginn í staðinn. Ég vildi ekki
taka við peningnum og talaði hann
oft um það að ég hefði orðið svolítið
móðguð. Ég var alls ekkert móðg-
uð, mér fannst hann bara ekkert
þurfa að gefa mér pening þó að
hann hefði gleymt lakkrísnum.
Um tíma bjuggu þau í Sigtúninu
og þar var ég í pössun þegar
mamma lagðist eitt sinn á sjúkra-
hús. Ég rak Stínu úr rúminu á
morgnana til að fá að vera ein með
Konna því hann sagði svo skemmti-
KORMÁKUR
SIGURÐSSON
✝ Kormákur Sig-urðsson fæddist í
Reykjavík 6. septem-
ber 1924. Hann lést á
gjörgæsludeild
Landspítalans í Foss-
vogi 23. desember
síðastliðinn og var
útför hans gerð frá
Fossvogskirkju 5.
janúar.
legar sögur. Í Sig-
túninu bjó Jón Óskar
nokkur, það nafn not-
aði hann í hluta af
nafni Jóns Óskars
Péturs Jakobs Hall-
grímssonar, söguper-
sónunnar í „Staðföst-
um stráki“,
unglingabók sem
Konni skrifaði árið
1958 og hefur verið sí-
gild síðan. Þar segir
hann frá lífinu í
Reykjavík á uppvaxt-
arárum sínum. Þessi
Jón Óskar varð síðar
stjúpi minn. Biðum við spennt eftir
annarri bók sem lengi var von á.
Börn hændust að Konna, hann
sagði skemmtilegar sögur og svo
breyttist hann í svo skelfilega
skemmtilega górillu að þau æptu
yfir sig af spenningi.
Hann kunni ekki bara sögur
heldur spilaði hann á hljóðfæri,
púkaflautu, gítar og píanó. Þegar
þau bjuggu í Kastalanum á Hverf-
isgötunni þá átti hann píanó sem
hann spilaði á og seinna fékk hann
sér flygil sem var alla tíð í stofunni
hjá þeim.
Konni benti mér á sem táningi
að staldra við og hlusta á klassíska
tónlist og ljóð með jákvæðara hug-
arfari.
Mamma passaði systurdóttur
sína Guðrúnu þegar hún var lítil og
Stína var útivinnandi. Varð hún ein
af okkur systkinunum. Enda fjöl-
skyldur systranna þriggja mjög
nánar. Jólin voru haldin sameig-
inlega þar sem stórfjöldskyldan
kom saman yfir öll jólin og skiptist
á að halda matarboð og þá var nú
aldeilis dansað og sungið í kringum
jólatréð. Þar sat Konni svo í sínum
stól, ræddi málin hæglátur og hug-
prúður og lét lítið fyrir sér fara.
Löngum stundum var setið í eld-
húsinu með Konna þar sem eitt og
annað var rætt. Ósjaldan fjölluðu
umræðurnar um dulspeki svo þær
umræður urðu mér jafn sjálfsagðar
og allar aðrar. Tvær bækur skrif-
aði hann um dulspeki, enda var
ekki langt fyrir hann að leita þar
sem Haraldur Níelsson, spíritisti,
var afi Konna.
Blessuð sé minning hans.
Guðrún H. Bjarnadóttir.
Úr djúpum geimsins
er dagurinn risinn og slær
dýrlegum roða
á óttu himininn bláan;
og lof sé þér, blessaða líf,
og þér, himneska sól,
og lof sé þér, elskaða jörð,
að ég fékk að sjá hann.
(Guðmundur Böðvarsson.)
Elsku Stína, Guðrún, Unnsteinn
og Kristín Ósk, sendum okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Guðný, Jón Óskar, Aldís,
Birgir og fjölskyldur.
Þegar aðventuljósin skinu sem
skærast rétt fyrir síðustu jól,
kvaddi Kormákur Sigurðsson vinur
okkar þessa jarðvist. Hann lést á
Borgarspítalanum í Reykjavík eftir
stutta en stranga sjúkrahúslegu.
Vinskapur okkar hjóna við hann
spannar tæplega hálfa öld, svo að
það eru margar minningar sem
koma upp í hugann á þessari
stundu.
Kormákur var mjög sérstakur
maður. Hann var „þéttur á velli og
þéttur í lund“, bar aldurinn vel, var
einstakt snyrtimenni, en hélt jafn-
framt strákslegu og grallaralegu
yfirbragði alla ævi. Skopskyn Kor-
máks var einstakt og átti hann auð-
velt með að sjá broslegu hliðarnar
á tilverunni, ekki síst gat hann gert
grín að sjálfum sér ef svo bar und-
ir. Hann hafði ákveðnar skoðanir á
mönnum og málefnum og var ávallt
mjög hreinskilinn í jákvæðri merk-
ingu þess orðs; maður vissi alltaf
hvar maður hafði hann. Sýndar-
mennska var ekki til í framkomu
hans, fyrir honum voru allir jafnir,
ungir sem aldnir. Kormákur var
sérlega barngóður, hann talaði allt-
af við börn sem jafningja og átti
auðvelt með að setja sig inn í hug-
arheim þeirra. Kormákur hafði
sérstaka útgeislun sem fáum er
gefin og virkilega góða nærveru.
Kormákur var mikill fagurkeri
og naut þess að hlusta á góða tón-
list. Á sínum yngri árum hlaut
hann undirstöðumenntun í píanó-
leik og var ágætis píanóleikari,
spilaði bæði eftir nótum og af
fingrum fram sér og öðrum til mik-
illar ánægju. Hann hafði einnig
mikinn áhuga á andlegum málum.
Eftir hann liggja tvær bækur um
þau efni; Dulspakt fólk og Hér er
góður andi. Auk þeirra skrifaði
hann bókina Í moldinni glitrar
gullið, sem er endurminningabók
föður hans, Sigurðar Haralz, að
ógleymdri barnabókinni Staðföst-
um strák. Í þeirri bók kemur
glögglega fram hversu auðvelt
Kormákur átti með að setja sig í
spor barna og endurspegla hug-
arheim þeirra.
Síðastliðið haust flutti Kormákur
ásamt konu sinni Kristínu austur á
Selfoss. Þar bjuggu þau sér heimili
nálægt Guðrúnu dóttur sinni og
fjölskyldu hennar. Mjög náið sam-
band var á milli Kormáks og Krist-
ínar Óskar, dótturdóttur hans og
þó svo að árin yrðu ekki mörg sem
þau áttu saman er enginn vafi á því
að afinn hefur skilið eftir mikla
lífsspeki hjá lítilli stúlku.
Það eru mikil forréttindi að hafa
fengið að kynnast Kormáki Sig-
urðssyni og eiga hann að vini í
hartnær hálfa öld. Hans er sárt
saknað bæði af fjölskyldu og vin-
um. Við hjónin sendum Kristínu og
fjölskyldu hennar okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur. Guð blessi
minningu Kormáks Sigurðssonar.
Sigrún Aradóttir og
Sveinn Árnason.
Hafðu þökk fyrir brosin
blíð
blessun má þau kalla.
Hafðu þökk fyrir horfna tíð
og hlátrana þína alla.
(Höf. ókunnur.)
Elsku Steini, það er sárt að þurfa
að kveðja þig svona snemma, við
skiljum ekki hvers vegna svona ungt
fólk þarf að kveðja þennan heim. Við
trúum því samt að þín bíði önnur og
mikilvæg verkefni eða að þeir þarfn-
ist húmors þíns þarna uppi.
Þú varst hetja í augum okkar allra
og barðist við þennan hörmulega
sjúkdóm með hetjuskap, hugrekki
og bjartsýni eins og þér einum var
lagið, en því miður hafðir þú ekki
betur í þessu stríði.
Aldrei fann maður það á þér að þú
værir veikur, það var alltaf sami létt-
leikinn og lífsgleðin sem skein úr
augum þínum, þú lifðir sko lífinu sem
er svo dýrmætt, en sem við tökum
allt of mörg sem sjálfsagðan hlut.
Við geymum í hjörtum okkar allar
þær skemmtilegu minningar sem við
áttum saman, þá kemur fyrst upp í
huga okkar stígvélin þín frægu núm-
er 46, okkur fannst þau svo stór, og
við systurnar skemmtum okkur við
að fara ofan í þau í okkar stígvélum.
Allir dagarnir sem við ráfuðum
um hverfið og leituðum að hjólunum
þínum sem alltaf var stolið og allar
stundirnar sem við eyddum í kjall-
aranum í Byggðaveginum.
Þú varst húmoristi sem hélst uppi
fjörinu í öllum fjölskylduboðunum og
ekki versnaði það nú ef Magnús Þór
var með, þið voruð hrein snilld sam-
an.
Þú fylltir hjörtu okkar af gleði og
hlátri og við þökkum þér fyrir það.
Við biðjum Guð að senda fjöl-
STEINGRÍMUR
MÁR EGGERTSSON
✝ Steingrímur MárEggertsson
fæddist á Akureyri
11. janúar 1978.
Hann lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á
Akureyri 5. janúar
síðastliðinn og var
útför hans gerð frá
Glerárkirkju 12. jan-
úar.
skyldu þinni styrk á
þessum erfiðu tímum
og blessun um ævi og
aldur.
Blessað ljós
ég bið þig nú
að brjóst oss innra
fyllir þú
af heitum kærleik
og hreinni trú.
(Höf. ókunnur.)
Þín frændsystkini,
Anna Dögg,
Ingibjörg Ösp
og Andri Már.
Jæja, frændi, þá er erfiðri og
ósanngjarnri þrautagöngu lokið.
Maður hugsar oft um það hve lífið
getur verið ósanngjarnt þegar kem-
ur að ungu fólki, það er eitthvað svo
ranglátt þegar almættið grípur í
taumana og kippir fótunum undan
ungu fólki í blóma lífsins. Ungu fólki
sem á allt lífið framundan, að kynn-
ast lífsförunaut, stofna fjölskyldu,
kynna afa- og ömmubörnin fyrir afar
stoltum afa og ömmu og vera að
springa úr stolti sjálfur svo maður
kemur varla við jörðina, börnum sem
eiga eftir að gefa manni svo margt.
Maður verður bara eitthvað svo
reiður þegar maður horfir upp á
þetta gerast svo nærri okkur og skil-
ur ekki hvað æðri máttarvöldum
gengur til, svona ungur og hress
maður í blóma lífsins. Kanski það sé
rétt sem ein góð kona sagði: að „það
hljóti að vera afskaplega leiðinlegt í
himnaríki núna fyrst þú sért kallað-
ur þangað“.
Er ég lít til baka þá kemur ein-
hvern veginn alltaf fyrst upp í huga
mér jólaboðin í Ránargötunni hjá afa
og ömmu. Ég og Didda, tvíbbarnir
úr Ólafsfirðinum og Maggi bróðir
þinn, og svo þú og Heimir bróðir
nokkrum árum yngri en við og ekki
alveg tilbúnir til að vera með okkur
„stóru“ að okkar mati. En alltaf var
gaman í Ránargötunni á jólunum og
man ég er afi kepptist við að finna
fötur til að allir krakkarnir gætu set-
ið á þeim og borðað við kringlótta
stofuborðið.
Annars lágu leiðir okkar ekki mik-
ið saman aftur fyrr en þú varst orð-
inn miklu, miklu stærri en ég og við
vorum með Magga og fleirum í
körfubolta í Laugargötunni.
Mikið rosalega langaði mig til að
geta troðið eins og þú en það var ekki
öllum gefið, en ég náði jafn langt nið-
ur og þú.
Ég held að ég geti sagt að ég hafi
aldrei þekkt neinn sem tekið hefur
jafn létt á veikindum sínum og þú,
(maður á náttúrlega ekki að djóka
svona í læknunum sínum eins og þú
gerðir). En þú hefur gert öllum í
kringum þig þessa göngu léttbærari
með þinni léttu lund.
Það er ekki langt síðan við hitt-
umst í partíi hjá Magga og Beggu
þar sem þú, eins og alltaf, slóst á
létta strengi með veikindi þín svo
andrúmsloftið varð svo miklu létt-
ara, þetta var bara þinn stíll.
Ég ætla að halda því fram, frændi,
að þú sért kominn á góðan stað og
eins veit ég að þú munt gleðja þar
marga með glettni þinni og húmor og
verður eflaust þar hrókur alls fagn-
aðar. Við munum hittast aftur, það
efa ég ekki, og þangað til mun ég
minnast þín með gleði í hjarta og
bros á vör eins og þér var einum lag-
ið.
Ég bið þig, góður guð, að veita
fjölskyldunum í Skarðshlíðinni styrk
og vernda þau, svo og Magga,
Beggu, Jönu og Darra Má því stórt
skarð er höggvið í stofn þessara fjöl-
skyldna.
Jón Einar, Anna og strákarnir.
Kæri vinur, ég ákvað að skrifa þér
nokkrar línur til þess að láta þig vita
hvað mér þykir vænt um þig. Þínu
stríði við krabbameinið er loksins
lokið og þó það sé erfitt að kveðja þig
þá veit ég að nú líður þér vel með öll-
um hinum englunum. Þú ert sá já-
kvæðasti og mesti húmoristi sem ég
hef kynnst. Þú gast gert allt fyndið.
Meira að segja í öllum þínum veik-
indum þá fór glaðværðin og húmor-
inn aldrei frá þér. Alltaf tókst þér að
láta okkur grenja úr hlátri. Ég er svo
þakklát fyrir að hafa kynnst þér og
eignast svona frábæran og góðan
vin.
Minningin um þig, sögurnar og
allir brandararnir þínir munu lifa
með okkur öllum um ókomin ár. Þú
ert algjör snillingur og ég sakna þín
mjög mikið. Ég las í bók sem heitir
Ljósið að handan, setningu sem mér
finnst eiga vel við okkur og trúi.
„Vinátta sálnanna verður ekki rofin
með dauðanum. Tenging tveggja
sálna er ef til vill það dýrmætasta
sem við eignums í jarðlífinu, þau
tengsl hafa eilífðar gildi.“ Gangi þér
vel þarna uppi og ég veit að þú átt
eftir að láta alla englana veltast um
af hlátri.
Innilegar samúðarkveðjur til fjöl-
skyldu Steina, ættingja og vina.
Við hittumst seinna, þín
Vala.
Nú hefur elsku hjartans vinur
minn fengið hvíld eftir baráttu við
erfiðan sjúkdóm sem hann barðist
við af miklum krafti og tók á honum
með sinni sérstöku kímnigáfu en
varð að lokum undan að láta. Við sem
eftir sitjum skiljum ekki hvers vegna
hann fékk kallið svona ungur og í
blóma lífsins. Ég kynntist Steina fyr-
ir 7 árum í gegnum Völuna okkar og
smullum við vel saman. Hann var
frábær vinur og alltaf hægt að
treysta á hann og leita til hans. Það
skein frá honum sú hlýja sem ein-
kenndi hann fyrst og fremst.
Við upplifðum bæði að foreldri
okkar veiktust á svipuðum tíma og
urðum miklir trúnaðarvinir. Þó svo
að liði langur tími á milli þess sem við
hittumst þá var alltaf eins og við
hefðum verið að spjalla saman deg-
inum áður. Hann gat alltaf fengið
mann til þess að hlæja og til að líta á
björtu hliðarnar alveg sama hvað
uppá kom. Aldrei heyrði ég hann
hallmæla nokkrum manni ekki einu
sinni þegar einhver gerði eitthvað á
hans hlut. Þegar ég sit hér og rita
þessi orð koma margar fallegar og
skemmtilegar minningar um Steina.
Hann ákvað að koma mér á óvart í
tvítugsafmæli mínu og mætti á
svæðið með frumsamið lag og ill-
gresi, svo sagði hann: „Hér er ég
kominn til þess að gefa þér illgresi
þar sem þú ert rósin í beðinu.“ Ég
þakka Guði fyrir þær yndislegu
stundir sem við áttum saman og var
það mikill heiður að fá að eiga sam-
leið með þér. Ég geymi með mér
minninguna um góðan og traustan
vin.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Elsku Steina, Bjarni, Eggert,
Inga, Magnús og fjölskyldur og vin-
ir, megi góður Guð og englarnir
styrkja okkur öll í sorginni.
Nilsína L. Einarsdóttir.
Sárt er vinar að sakna.
Sorgin er djúp og hljóð.
Minningar mætar vakna.
Margar úr gleymsku rakna.
Svo var þín samfylgd góð.
Daprast hugur og hjarta.
Húmskuggi féll á brá.
Lifir þó ljósið bjarta,
lýsir upp myrkrið svarta.
Vinur þó félli frá.
Góða minning að geyma
gefur syrgjendum fró.
Til þín munu þakkir streyma.
Þér munum við ei gleyma.
Sofðu í sælli ró.
(Höfundur ók.)
Elsku frændi, nú er þessari bar-
áttu lokið, þú varst alla tíð sérstakt
ljúfmenni og einstaklega góður
drengur.
Ég sit og horfi á mynd af þér,
litlum dreng með ljóst, gullið hár í
matrósafötum, fallegur strákur sem
varð að stórum og myndarlegum
manni sem ég fylgdist með úr fjar-
lægð. Við fórum að tala saman í síma
fyrir tveimur árum þegar þú veiktist
og baráttan byrjaði. Þú barðist eins
og hetja með mömmu þína þér við
hlið, pabba þinn og alla fjölskylduna.
Það var frábært þegar þú áttir kost á
að fara til Danmerkur í sumar í
fyrstu utanlandsferðina þína og þar
var tíminn notaður vel, þökk sé vini
þínum.
Ég veit að þú áttir góða og trygga
vini sem hugsuðu um þig í þínum erf-
iðu veikindum og ferðum til Reykja-
víkur. Steini minn! Þú hafðir ein-
stakan húmor og hélst honum allt til
loka. Það gaf okkur öllum sem til þín
komu mikla hlýju, og dugnaður þinn
í gegnum þessi erfiðu veikindi gera
frænku þína og alla sem til þekktu
stolta af þér. Farð þú í Guðs friði,
kæri vinur.
Elsku Steina, Baddi, Eggert,
Inga, Maggi og fjölskyldur, megi
góður Guð vera með ykkur á þessum
erfiðu tímum og um alla framtíð.
Minningin um góðan dreng lifir
áfram í hjörtum okkar.
Ingibjörg frænka í Ólafsfirði.
Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er
sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út-
prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu-
síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda
þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn
einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar
skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17
dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er
hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að
það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.