Morgunblaðið - 18.01.2004, Síða 57

Morgunblaðið - 18.01.2004, Síða 57
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2004 57 Amma Fríða var að vestan. Þegar ég lít til baka kemur það ásamt svo mörgu öðru upp í hugann. Heimahagarn- ir hennar á Bíldudal voru henni alltaf hug- leiknir þó að hún hafi búið liðlega 30 ár í Reykjavík. Fólk, atburðir og staðhættir fyrir vestan voru reglu- lega til umræðu og maður fylgdist með af áhuga þegar fjölskyldan hitt- ist og rifjaði upp gömlu góðu dagana. Oft örlaði þá á hinum svokallaða Svalborgarhúmor en fjölskylda ömmu var einmitt kennd við Sval- borgina, húsið sem hún bjó í á yngri árum. Ég var svo heppin að ná að kynn- ast lítillega lífinu á Bíldudal. Á ár- unum fyrir 1970 voru það miklar æv- intýraferðir sem lagt var í að sumarlagi frá Akureyri til Bíldudals. Ég minnist endalausra daga í bílnum með tilheyrandi bílveiki og þreytu en þessar ferðir voru verðlaunaðar með dvöl hjá ömmu og afa og dásamlegu atlæti. Umhverfið var svo ólíkt því sem maður átti að venjast, brött fjöllin og nálægðin við sjóinn og fólk- ið. Ég var ekki há í loftinu og man kannski ekki nákvæmlega hvernig dagarnir liðu en ég gleymi aldrei andrúmsloftinu, vellíðaninni og glað- værðinni sem ég upplifði. Konurnar af kynslóð ömmu eru hversdags- hetjur. Þær skiluðu sínu verki að mestu leyti inni á heimilunum og lögðu metnað sinn í það starf. Amma skilur eftir sig stóran hóp sem hún og afi lögðu sig fram um að fylgja eftir og eiga hlutdeild í ævi hvers og eins. Glaðværð, jákvæðni og velvild einkenndi viðmót þeirra beggja og samkennd þeirra var einstök. Að leiðarlokum er það lífsviðhorf þeirra og manngæska sem ég minn- ist, það mun ég reyna að bera áfram til minna afkomenda. Fríða Pétursdóttir. Það var erfitt að fá fréttir af því morguninn 2. janúar að hún amma Fríða væri dáin, hún hafði að vísu átt við veikindi að stríða undanfarnar vikur, en eftir að hafa heimsótt hana um jólin var ég einhvern veginn viss FRÍÐA PÉTURSDÓTTIR ✝ Fríða Péturs-dóttir fæddist á Bíldudal 4. mars 1918. Hún andaðist á hjúkrunarheimilinu Grund 2. janúar síð- astliðinn og var útför hennar gerð frá Ás- kirkju 12. janúar. um að hún myndi ná að hrista þetta af sér enda hafði hún alltaf verið svo hress. En örlögin urðu önnur. Amma var af kynslóð fólks sem hafði upplifað mesta breytingarskeið Íslandssögunnar, þar sem þjóðfélagið breytt- ist úr fátæku fiskveiði- og landbúnaðarsam- félagi yfir í framsækið þekkingarþjóðfélag. Sú aðlögunarhæfni sem þessi kynslóð sýndi og vilja til breytinga er yngra fólki mikilvæg fyrirmynd. Einar fyrstu minningar mínar úr æsku eru frá því að ég var sendur í pössun til ömmu og afa í Birkihlíð á Bíldudal. Oft hafa leitað á mig minn- ingar frá því að veiða á bryggjunni þar sem alltaf var nóg af fiski, m.a. marhnútum og fá pening hjá ömmu til að kaupa ís í Kaupfélaginu en hún sá um að dóttursoninn skorti ekkert á meðan á sumardvölinni stóð. Fyrir nokkrum árum fór ég með fjölskyldu mína á Bíldudal og gisti á æskuslóðum ömmu í Svalborginni. Það var mjög skemmtilegt að upplifa þetta vinalega litla hús sem amma hafði svo oft lýst og þær Svalborg- arsystur höfðu alist upp í. Amma var alla tíð mikil fjölskyldu- manneskja, hún hafði gott og náið samband við börn sín, skapaði og ræktaði stórfjölskyldu sem hafði alltaf ágæt tengsl. Hún fylgdist vel með öllum börnum og barnabörnum sínum, spurði frétta og var alla tíð ákaflega stolt af öllum meðlimum stórfjölskyldunnar. Þrátt fyrir að erfitt sé að kveðja persónu sem manni hefur þótt vænt um, þá er maður um leið mjög þakk- látur fyrir það góða líf sem amma lifði. Það sem einkenndi hana alla tíð var jákvæðni gagnvart öllu í um- hverfinu og almenn sátt við sam- ferðamenn sína, lífið og tilveruna. Léttur hlátur hennar, brosið og glettið augnaráðið rennur mér seint úr minni. Hörður. Elsku amma og langamma. Það var alltaf svo gaman að heimsækja þig og vera með þér. Þú varst alltaf svo ánægð og lífsgleðin skein allt í kringum þig. Sárt er að hugsa til þess að eiga aldrei eftir að sjá þig aftur elsku amma en minning þín mun fylgja okkur alla tíð. Þú varst ein besta kona sem við höfum kynnst og þín verður sárt saknað. Það er mikil huggun að vita að núna ertu komin aftur til Binna afa og þið sam- einuð á ný. Elsku amma, hvíl þú í friði og takk fyrir alla þá ást, umhyggju og hlýju sem þú gafst okkur öllum. Þú munt alltaf eiga stað í hjörtum okkar. Ástarkveðja frá Taílandi, Brynjólfur, Kristján, Angela og Jósteinn. Elsku amma. Með söknuði kveðjum við þig elsku besta amma. Þú varst yndisleg kona sem sem við öll dáðumst að. Ógleymanlegar eru stundirnar með þér. Þú varst svo jákvæð, hlý og skemmtileg. Heimili ykkar afa í Hvassaleitinu var svo hlýtt og alltaf leið okkur vel þar. Móttökurnar voru líka einstakar og alltaf boðið upp á allskyns góðgæti og bakkelsi og frægust varstu fyrir bestu pönnu- kökur í heimi. Þegar við systkinin vorum erlend- is var alltaf mikilvægt að þú fengir póstkortin reglulega og veit ég að það var ánægjulegt fyrir þig að fá póstkort eða bréf frá mismunandi stöðum í heiminum. Þú gladdist mik- ið yfir öllu þínu fólki enda varstu al- veg einstaklega rík að eiga stóra og góða fjölskyldu. Þú varst stolt af okkur öllum og lést okkur alltaf líða vel með það sem við tókum okkur fyrir hendur. Alltaf hafðir þú eitt- hvað fallegt að segja um okkur öll og samferðafólk okkar. Elsku amma, við efumst ekki um að þér líði vel núna, enda ertu örugg- lega komin í faðm afa, sem vel hefur tekið á móti þér. Við vitum að þið afi fylgist með okkur og haldið áfram að vera stolt af fjölskyldunni og gleðjist yfir því sem vel fer. Þegar komstu, þá var hlýtt, þau voru okkar kynni, allt var göfugt, gott og blítt er gafst í návist þinni, ef að jarðlífs mæddu mein mest var kærleiksdáðin, skorinorð og hjartahrein hollust gafstu ráðin. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Guð geymi þig elsku amma, Eva, Tryggvi og Trausti. Heiðurskonan, Fríða Pétursdótt- ir, frá Bíldudal, er hefur kvatt þenn- an heim. Mig langar að minnast hennar nokkrum kveðjuorðum. Hún var mér mjög kær vinkona og fjölskyldu minni kær frænka. Fríða var einstök manneskja og átti hún ekkert nema gott til. Hugur minn reikar vestur á Bíldu- dal, til liðinna ára þegar við bjuggum báðar þar vestra. Við Fríða erum staddar í eldhúsinu í Svalborg hjá tengdamóður minni Kristínu Péturs- dóttur sem var systir Fríðu. Þar er skrafað og hlegið og gert að gamni sínu enda voru þær systur einstak- lega gamansamar og miklir húmor- istar, gerðu aðallega grín að sjálfum sér en aldrei að náunganum. Sam- heldni tengdamóður minnar og Fríðu var einstök og þeirra systra allra en þær voru Ólína sem flutti ung norður í Þingeyjarsýslu og Gyða sem bjó á Bíldudal en dó langt um aldur fram aðeins 43 ára. Auk þeirra systra voru þrír bræður í hópnum, Bjarni, Sæmundur og Björn. Stína tengdamóðir mín og Fríða fluttu báðar suður til Reykjavíkur um svip- að leyti, í kringum 1970 en þá hafði tengdamóðir mín veikst af illvígum sjúkdómi sem dró hana nokkrum ár- um seinna til dauða. Fríða var henni einstaklega góð eins og hún var reyndar við allt sitt samferðafólk. Hún hafði einstaklega létta lund og það var svo gaman að vera í kringum hana og hlæja með henni. Alltaf sá hún björtu hliðarnar á málunum og gerði gott úr öllu, mér leið alltaf vel eftir að hafa verið nálægt henni. Stundum komu dætur Fríðu með henni í heimsókn til mín og voru þá gjarnan rifjaðar upp skemmtilegar stundar frá Bíldudal og er óhætt að segja að aldrei urðum við uppi- skroppa með umræðuefni. Mannlífið heima á Bíldudal var svo skemmti- legt og gefandi. Ung kynntist Fríða manni sínum Brynjólfi Eiríkssyni og gengu þau í hjónaband 31. desember 1939. Þeim varð fjögurra barna auð- ið en þau eru Pétur, Sigríður, Gyða og Valgerður Kristín. Fríða og Brynjólfur eiga marga afkomendur sem allt er fyrirmyndar- og dugn- aðarfólk. Foreldrar Fríðu voru Pét- ur Bjarnason, skipstjóri á Bíldudal, og Valgerður Kristjánsdóttir. Þau bjuggu í Svalborg og var Fríða alin þar upp. Pétur Bjarnason yngri, bróður- sonur Fríðu, hefur gert Svalborgina upp á afar smekklegan hátt til upp- runalegs horfs en gamla eldhúsborð- ið, ískápurinn og margt fleira er þó frá tíð tengdamóður minnar og tala þessir hlutir til mín er ég kem inn í húsið. Þarna var svo einstakt að koma og andi hússins endurspeglaði glaðværð og manngæsku systkin- anna frá Svalborg. Uppá vegg hang- ir mynd af systrunum, tekin framí Dal í fallegu umhverfi trúlega um fermingaraldur Fríðu, hún yngst svo lagleg og fínleg. Íbúar staðarins lögðu oft leið sína framí Dal sem kall- að var, en Bíldudalur er kjarrivaxinn og einstakur til útiveru, auk þess sem hann er gott berjaland. Um áratug seinna eða 1943, varð Bíldudalur fyrir gríðarlegu áfalli þegar Þormóður fórst með allri áhöfn og farþegum. Með honum fór- ust bræðurnir Bjarni og Björn frá Svalborg og var það eins og gefur að skilja fjölskyldunni mikið áfall. Ann- að áfall reið yfir þegar Gyða lést langt um aldur fram eins og áður sagði. Fríða og tengdamóðir mín töl- uðu svo oft um Gyðu og var hún mjög greind kona og skemmtileg. Ég get ekki látið hjá líða að minn- ast á Ólínu, sem bjó allan sinn bú- skap norður í Þingeyjarsýslu. Hún var mikill gimsteinn, enda lík þeim systrum og var samband þeirra mik- ið þó svo að hún væri langt í burtu. Ég heimsótti Línu mína norður á Kópasker skömmu áður en hún lést og eins og ævinlega var hún hress og kát þrátt fyrir að hún væri nánast orðin blind. Hún gerði að gamni sínu og dillandi hlátur hennar kom okkur öllum til að brosa. Elsti sonur minn starfaði um tíma á Raufarhöfn og fór oft til frænku sinnar sem hann hélt mikið uppá. Eldri kona á Kópaskeri sagði honum eitt sinn að Ólína væri sannkallaður héraðshöfðingi sem öll- um þætti vænt um og bæru virðingu fyrir. Það er óhætt að segja að Fríða Pétursdóttir skilur eftir sig skemmtilegar minningar, því glað- værðin og léttleikinn yfir þessari konu var svo smitandi. Öllum leið vel í návist hennar og mér fannst ég allt- af verða betri manneskja þegar ég var búin að vera hjá þessari góðu vinkonu minni. Seinustu árin bjó hún í Hvassaleiti 56 og hafði búið sér yndislegt heimili ásamt manni sín- umBrynjólfi. Þau hjónin voru í meira lagi samhent enda lík að því leyti að þau voru yfirveguð og lífsglöð. Brynjólfur var skarpgreindur maður sem var í raun langt á undan sinni samtíð. Hann var vélstjóri að mennt en í raun lék allt í höndum hans, hann var þúsundþjalasmiður. Hann gat lagfært nánast allt, saumavélar, ratsjár og fiskileitartæki í skipum og svona gæti ég talið upp lengi. Það var ekki ónýtt fyrir lítið sjávarþorp, sem byggði allt sitt á sjávarútvegi, að hafa slíkan snilling. Brynjólfur hefði átt að verða verkfræðingur, hefði trúlega komist langt í þeirri grein hefði hann verið fæddur nokkrum áratugum seinna. Með sinni hógværð og ljúfmennsku var líka yndislegt að umgangast Brynj- ólf Eiríksson. Ég veit að Brynjólfur og þau systkini Fríðu sem öll hafa kvatt þennan heim, hafa tekið á móti henni með útrétta arma. Móttökurnar hafa verið góðar enda einstök manneskja á ferð. Elsku Fríða mín, ég vil þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman og fyrir allt sem þú gafst mér með þinni góðu nærveru. Minningin um þig mun lifa innan fjölskyldunnar og þín verður lengi minnst. Öllum aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð. Kveðja og þakklæti frá börnunum mínum. Guð blessi minningu elskulegrar vinkonu og frænku. Sigríður Pálsdóttir. Mamma var mín stoð og stytta, hún var alltaf boðin og búin að hjálpa til, það var alveg sama hvað það var, ef hún gat þá gerði hún það og ef einhver gat það þá gat hún það. Þegar mamma varð ófrísk af mér átti hún ekki að fá að eiga mig vegna veikinda sinna en þá eins og svo oft sýndi hún styrk sinn þegar hún barði í borðið og sagði læknunum að þetta barn ætlaði hún að eiga sama hvað þeir segðu og ef þeir myndu ekki annast hana þá færi hún bara annað. Mamma hafði líka skemmtilegan húmor og gat grínast með hlutina, þá ekkert síður að sjálfa sig, það eru ÓLÖF ÓSKARSDÓTTIR ✝ Ólöf Óskarsdótt-ir fæddist í Sól- gerði á Höfn í Horna- firði 26. maí árið 1945. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 2. janúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Djúpavogskirkju 10. janúar. margar skondnar sög- ur sem koma upp í huga minn þar sem mamma fór á kostum. Mamma gerði sér líka grein fyrir alvarleika lífsins enda fékk hún að kynnast erfiðleikum á sinni lífsleið. Hún bæði missti fólk sem henni var kært og svo var hún aldrei heil heilsu sjálf. Hún hafði alltaf mikla samkennd með öðrum sem áttu erfitt, en aldrei vorkenndi hún sjálfri sér, heldur sá hún það góða sem lífið hafði uppá að bjóða.Gott dæmi um það er að þegar hún var orðin mikið veik í haust sagði hún við mig að hún væri svo heppin. Ég horfði á hana spurn- araugum og spáði í hvernig konan gæti séð heppni í aðstæðum sínum. Þá sagði hún við mig að hún væri svo heppin af því hún hefði lifað 58 ynd- isleg og hamingjurík ár, átt mann sem hún elskaði af öllu hjarta og hann elskaði hana jafn heitt, og hefði hún alltaf átt gott samband við börn- in sín og barnabörn. Svo sagði hún, það er til fólk sem verður hundrað ára en finnur aldrei sanna hamingju. Svona var mamma, hún gat alltaf hughreyst mann í öllum aðstæðum. Mamma var ekki bara mamma mín heldur líka besta vinkona mín, henni gat ég treyst fyrir öllu sem ég hugsaði eða gerði. Ef ég var í ein- hverjum vafa með eitthvað sem ég þurfti að framkvæma var gott að leita til mömmu, hún gat alltaf leið- beint mér og hún var alltaf hrein- skilin við mig og þótt mér líkaði ekki alltaf svarið sem ég fékk, þá hafði hún oftast rétt fyrir sér. Ég gæti skrifað mörg blöð um þessa frábæru konu sem hefur gert mig að þeirri manneskju sem ég er í dag. Ég vona að hún viti hversu heitt ég elska hana og hversu sárt ég sakna hennar, það er mikill tómleiki í hjarta mínu, en minningin um hana lifir og ég gleymi þér aldrei, elsku góða mamma mín. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Þín elskandi dóttir, Kristín. Elsku amma. Takk fyrir að vera alltaf svona góð. Við söknum þín en þú lifir í hjörtum okkar að eilífu. Við vitum að Guð og englarnir passa þig. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Þín barnabörn Sævar Örn og Guðbjörg Halldóra. Leiðir okkar Ólafar Auðar lágu saman, um skeið fyrir býsna mörg- um árum er við bæði vorum óráðnir unglingar. Tildrög þessa voru þau að við áttum stefnumót, hvort við sinn félagann, á ákveðnum stað og stund. Fólkið kom ekki og við hittum þarna bara hvort annað. Þegar þetta var höfðu starfsmenn íslenskra skólayf- irvalda haft mikla atvinnu við það að segja mér að ég væri aumingi og eig- inlega ekkert annað en fallbyssufóð- ur fyrir bæjarútgerðina. Ólöf á sinn sinn góða og glaðværa hátt, benti mér á að þetta væri rangt. Við þessa uppörvun tók líf mitt nýja stefnu, ég ákvað að fara í skóla og menntast. Síðan hef ég ferðast um farveg sem varla getur talist smáborgaralegur. Ólöf Auður sagði að allt hefði tilgang, þetta að við hittumst þarna hefði ein- hver ákveðið. Svo þegar ég þurfti að fara, biluðu tveir bílar, komst hvorki lönd né strönd. Þá skildi ég það, að sá sem öllu ræður hafði ætlað mér að kynnast þessari góðu stúlku betur. Minnisstæð er sú stund er við kvöddumst í næst seinasta sinn, í myrkri, um nótt, á járnbrautarstöð langt úti í löndum. Það var nú bara eins og í sögunni af Steini Steinarr og strákunum sem voru að fara í stríðið. Ég tók lest sem fór norður, þú suður. Leiðir skildu. Þú hefir vafalítið mátt þola ýmis- legt sem svo margir aðrir en hvernig getur sá glaðst sem ekki hefir kynnst sorginni? Ég sakna, þín ég syrgi farinn vin, í sálu þinni fann ég dýpsta hljóminn, er hóf sig yfir heimsins dægur glys. Á horfna tímans horfi ég endurskin, ég heyri ennþá glaða, þýða róminn, frá hreinni sál með hárra vona ris. (Steinn Steinarr.) Kæra Ólöf, afkomendur þínir sýna það að þú hefir skilað þínu verki með sóma. Þakka þér fyrir það sem þú gafst mér. Gestur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.