Morgunblaðið - 18.01.2004, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 18.01.2004, Qupperneq 59
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2004 59 Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Kahlil Gibran.) Kveðja Ólafur, Þóra Fríða, Henrietta og Aríanna Ósk. HINSTA KVEÐJA hann var að draga og skyndilega krosslagði Svenni netin yfir trossuna hjá pabba. Þetta þóttu ekki spakleg vinnubrögð, en Svenni lék á als oddi og reyndar mun nú eitthvað þorst- vænt hafa komið við sögu. En þeir skipstjórarnir hnakkrifust á milli brú- arglugganna þar sem bátarnir rudd- ust áfram með einhverja sentimetra á milli kinnunga og mátti ekki á milli sjá hvor réði tilkomumeiri orðaforða þangað til að Svenni segir allt í einu: „Haltu kjafti Bjarnhéðinn og haltu áfram að draga netin.“ Þetta þótti pabba almesta svívirðan, en allt var þetta nú til þess að skerpa kærleik- ann þegar á reyndi. Þeir voru líka lengi saman til sjós Svenni og Gústi bróðir hans og þeir rifust oft þannig að það var ekki hægt að toppa það. En þetta var bara eins og pusið sem gekk yfir og eyddist, inn við beinið voru þeir mestu mátar. Vertíðin 1964 var metvertíð, allar bryggjur og þrær fylltust af fiski og Svenni fékk 800 tonn af þorski á ein- um mánuði. Það var verið að nætur og daga á netum og nót í bland og strák- arnir voru að tala um að þetta væri engu líkt. „Hvernig yrði það ef það kæmi törn,“ sagði Svenni þá hinn ró- legasti, þetta var hans lag. Einu sinni lentu þeir í rifrildi úti á sjó Svenni og einn af skipverjum hans, Hlöbbi. Þeirri orðasennu lauk með því að Svenni rak Hlöbba. Hlöbbi var ekkert að tuða yfir því, fór úr dekkgallanum og kom sér niður í lúkar, rekinn. Skömmu seinna var kastað og allt varð búnkað af fiski. Svenni sá að það gekk ekki nógu vel á dekkinu af því að það vantaði Hlöbba, strunsaði frammí og spurði Hlöbba hvað hann væri að þvælast þar. „Þú varst að reka mig“, svarar Hlöbbi. „Þú ert ráðinn aftur,“ sagði Svenni þá að bragði. Einu sinni voru þeir að fiska í Krissuna fyrir sigl- ingu og Jón Berg var munstraður skipstjóri af því að hann hafði sigl- ingaréttindi. Svenni ákvað að taka eitt lokahal í Hávadýpinu við Bjarna- rey, eitthvað innan landhelgi líklega. Það gekk ágætlega og Jón Berg þurfti niður í lest að sansa eitthvað. Eftir nokkra stund kemur Svenni að lestarlúgunni og kallar niður brosandi austur fyrir bæði eyru: „Nonni, það er varðskip búið að taka þig í landhelgi.“ „Flott,“ svaraði Jón Berg, „þú færð að borga.“ Um árabil á seinna fallinu kom Svenni alltaf daglega og náði í pabba til þess að aka einn hring um Heimaey og huga að rollunum Vestur á fjalli, Suður í Höfða og allt þar á milli. Þetta var daglega klukkan 10. Allt í einu hætti Svenni að koma og pabbi skildi ekkert í þessu, en datt ekki í hug að nota símann hvað þá annað til að kanna málið. Sameigin- legur vinur þeirra, Addi Óli í Suður- garði, hitti Svenna tveimur mánuðum síðar og sagði Svenna að Bjarnhéðinn skildi ekkert í því af hverju hann væri hættur að koma: „Hva, veit hann ekki að ég er búinn að fá mér hund,“ svar- aði Víkingurinn. Það er söknuður að Svenna á Kriss- unni, hann var einn af lykilmönnunum í sjómannastétt sem færði þessu landi farsæld og framtíðarvon í ríkari mæli en þekkst hafði. Með harðsækni á sjónum og lífsgleði í starfi og leik varðaði hann veginn svo eftir er mun- að.Hann verður örugglega gæjalegur á góðmiðum eilífðarinnar. Megi góður Guð varðveita ástvini hans og umhverfi þeirra allt. Nokkr- um mínútum eftir að Sveinn Hjör- leifsson sleppti úr síðustu höfn þessa heims, hellirigndi í Eyjum. Það er of- ur eðlilegt að himnarnir gráti slíkan mann, mann sem var af Guðs náð veiðimaður og víkingur. Árni Johnsen. fyrir nokkrum árum að hann væri orðinn slitinn af sinni vinnu og stefndi að starfslokum við 67 ára aldurinn. Nokkrum mánuðum eftir afmælið eða í mars s.l. hætti Mummi störfum. Þau hjónin dvöldu hér á Costa Blanca ströndinni í tvo mánuði í vor en síðan tók við mjög ánægjulegt sumar með ferðalögum um heimalandið. Þau höfðu haft ásetning um að geta dvalið hér á Spáni hluta úr ári yfir vetrar- mánuðina. Þau létu þennan ásetning sinn rætast í byrjun október s.l. og höfðu dvalið hér síðan, stefnt var að heimferð með vorinu. Áður en þau héldu að utan fóru þau í læknisskoðun sem leiddi í ljós að bæði voru líkam- lega vel á sig komin og því blasti framtíðin við. Við Sigrún höfum haft viðveru hér á Spáni nokkur undanfarin ár og því fögnuðum við mjög að fá jafn góða og trygga vini eins og Olgu og Mumma í næsta nágrenni við okkur hluta úr ári, fá tækifæri til að eldast hér sam- an og eiga ánægjulegar samveru- stundir. Við vorum hér í daglegu sam- bandi og fylgdumst með hvað þau hjón nutu þess að vera til. Sagt er að eini öruggi hluturinn í lífinu sé dauðinn. Vegir guðs eru órannsakanlegir sem best sannast á því þegar maður í blóma lífsins fellur frá, enda er aldur afstæður þegar heilsufar virðist í góðu lagi. Á mánu- dagsmorgni 29. desember fékk Mummi verk fyrir brjóstið og var hann allur innan klukkutíma. Elsku- leg börn þeirra hjóna, Óskar, Klara og Þorsteinn voru komin til móður sinnar daginn eftir til að styðja hana í sorg hennar. Við Sigrún fengum tækifæri til að eiga með þeim kveðju- stund við kistulagningu og bænagjörð á gamlársdag í kapellu í Torravieja. Athöfn þessi var með eindæmum fal- leg og hátíðleg og geymist okkur í minningunni. Þar kvaddi Olga ást- kæran eiginmann og börnin elskuleg- an föður. Við fengum að kveðja dýr- mætan vin og þakka samfylgd öll þessi ár þar sem aldrei hefur borið skugga á. Við Sigrún biðjum algóðan Guð að styrkja elskulega vinkonu okkar Olgu og börn þeirra Óskar, Klöru og Þor- stein ásamt mökum og börnum í sorg þeirra. Eftir stendur falleg minning um góðan dreng. Sigrún og Valdimar, Torravieja, Spáni. Kær vinur okkar, Sigurmundi Ósk- arsson, lést á Spáni 29. desember, langt um aldur fram. Ekki grunaði okkur þegar við kvöddum Olgu og Mumma í nóvem- ber síðastliðnum, eftir að hafa dvalið hjá þeim í nýja húsinu þeirra á Spáni í 2 yndislegar vikur, að við myndum ekki öll hittast aftur. Það er svo sorg- legt að þið skylduð ekki fá lengri tíma saman, þegar þú varst hættur að vinna og þið ætluðuð að njóta lífsins saman. Já saman, því eins og þú sagð- ir svo oft „við Olga gerum hlutina saman til að geta verið sem mest sam- an“. Já, þú varst einstakur maður, Mummi, og samrýndari hjón en ykk- ur Olgu hittir maður ekki oft. Þær voru margar ferðirnar sem við fórum saman bæði innanlands og ut- an og betri ferðafélaga en ykkur Olgu var ekki hægt að hugsa sér. Það var skemmtileg tilviljun fyrir rúmum tveimur árum, þegar við keyptum okkur nýja íbúð, að frétta að þið Olga hefðuð keypt íbúð í sama húsi. Svo nú varð stutt á milli okkar. Þau voru ekki ófá skiptin sem Mummi hringdi eða kom til okkar og sagði að þau Olga væru búin að elda alltof mikinn mat og bauð okkur upp til þeirra að hjálpa þeim að borða allan þennan mat. Það var alltaf vel þegið og það má segja að allur matur hjá þeim var veislumatur. Eftir matinn var oftast sest að spilum og var það mikið gaman. Já, það er fyrir margt að þakka. Kæri Mummi okkar, við þökkum þér einlæga vináttu og allar góðu stund- irnar sem við áttum saman, og biðjum góðan Guð að blessa minningu þína. Elsku Olga og fjölskylda, við sendum okkar dýpstu samúðarkveðjur til ykkar allra. Hallfríður og Egill. Í öllu fögru sál vor sér í sælli návist guðdóms ljómann bjarta. En Guð er næst og guðsmynd fegurst er í góðrar móður elskuríku hjarta. (Höf. ók.) Elsku Nanna mín. Ég þakka þér fyrir allt það fallega og góða sem þú kenndir mér í þessu lífi. Ljúfari og hlýrri manneskja en þú er vandfundin. Ég var 6 ára göm- ul þegar pabbi kom með mig til þín á West-End kaffistofuna á Vesturgöt- unni þar sem þú og mamma þín unn- uð saman. Mamma þín gaf mér heitt súkkulaði og vöfflu með rjóma. Þá tókst þú utan um mig og brostir svo blíðlega til mín, og ég fann strax hlýjuna frá þér. Um sumarið fórum við Inga frænka, Svenni, Óttar og Sigga í sumarbústað í Ölver með ömmu á Laugavegi og þið pabbi komuð og voruð í tjaldi og settuð upp hringana. Ég var svo hrifin og glöð. Um haustið 1953 fluttum við saman á Nesveg 60 og í desember eignaðist ég minn fyrsta bróður, Guðmund. Tveim ár- um seinna fæddist Tryggvi. Þarna á ég mínar bestu bernskuminningarn- ar. Það var svo mikið líf í húsinu og þegar við fórum upp til Rúnu var spilað á píanó og harmonikku og sungið. Þarna voru beinlínis haldnar skemmtanir með alls kyns atriðum. Við vorum tvær Nönnurnar, ég var kölluð Nanna litla og þú Nanna stóra. Þú varst aldei stjúpa eins og þær eru í ævintýrunum. Þú varst mér frá fyrstu tíð sem besta móðir. Á hverju kvöldi fórstu með bænirnar með mér, þú kenndir mér Faðir vor- ið. Mér leið svo vel hjá þér. Þú vildir alltaf hafa mig svo fína, lést sauma á mig kjóla og kápur. Ég var eins og prinsessa hjá þér. Sjálf varstu alltaf svo fín og falleg. Þú varst líka einstaklega blíð og góð og aldrei gastu hallmælt neinum. Þú varst bókelsk, vel gefin og vel að þér á mörgum sviðum. Öryggið sem þú og Guðný móðir þín gáfuð mér mitt í allri óreiðunni var dýrmætt vega- nesti og eftir að þú og pabbi skilduð reyndi ég oft að flytja til þín aftur. Aðstæður leyfðu það ekki, en ég átti alltaf hjá þér hjartarými og það léstu mig finna. Ég minnist þess til dæmis þegar ég var orðin fjórtan ára og langaði að fá að flytja til þín sem ekki var hægt, að ég fékk að vera hjá ykk- ur í jóla- og páskafríinu og ég fékk vinnu með þér í mjólkurbúðinni. Elsku nafna mín. Ég þakka þér fyrir samfylgdina og allt sem þú kenndir mér og sérstaklega þakka ég þér fyr- ir bræðurna mína tvo. Blessuð sé minning þín. Nanna Jónsdóttir. Hart nær 60 ár eru síðan frænka mín Nanna Tryggvadóttir hélt alfar- in úr hlaði á Þverhamri. Nú hefur hún á ný haldið úr hlaði, til þeirra bú- staða er vér kristnir menn byggjum að vissu marki tilveru okkar á. Annað sannara höfum við ekki haldbært, þótt vissulega sé ,,hver sinnar gæfu smiður“. Ég hygg að Nanna hafi ver- ið sannkristin kona. Mátti ekkert aumt sjá, var trygg í lund, vinföst, draumlynd og góð. Þannig stendur hún skýrt í minninu. Nanna ólst að mestu upp á Þver- hamri í Breiðdal. Þar var þá fjórbýlt og eðlilega mannmargt, krakkaskari, einkum á sumrin þegar sumardval- arbörn komu ,,að sunnan“. Þessar fjórar fjölskyldur bjuggu í tveimur tvílyftum timburhúsum, byggðum NANNA TRYGGVADÓTTIR ✝ Nanna Tryggva-dóttir fæddist á Þverhamri í Breið- dal 31. mars 1931, ekki Selhamri eins og misritaðist í blaðinu 12. janúar. Hún lést á heimili sínu 3. janúar síðast- liðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 12. janúar. laust fyrir 1900. Stóðu bæirnir undir háu og stæltu hamraþili og drógu nafn af. Í brekk- unum undir hamrinum bústangaði Nanna ásamt systur minni Arnbjörgu. Fengum við strákarnir, nokkru yngri, að vera með, ef við hegðuðum okkur vel og værum fúsir að snúast fyrir húsmæð- urnar á nýbýlinu Hamri. Vafalaust var þetta ekki nýbýli. Þarna höfðu yngis- meyjar áður fyrr rekið bú, en voru horfnar suður en eitthvað af börnum þeirra kom til sumardvalar. Þannig er gangur þessa mannlífs undir hamri ódauðleikans. Þarna sleit Nanna Tryggvadóttir barnsskónum. Ólst upp í skjóli móð- ur sinnar, Guðnýjar Jónsdóttur, móðursystur minnar, og móðurbróð- ur okkar Boga. Þau systkin bjuggu á efri hæð ytra hússins á Þverhamri. Guðný stóð fyrir búi með bróður sín- um. Hún giftist ekki en eignaðist þessa einu dóttur sem var auga- steinninn hennar og stoð og stytta er á ævina leið. Veruleg þáttaskil urðu í lífi okkar Þverhamarsmanna haustið 1944. Þá brunnu bæði húsin samtímis. Eldur- inn lifnaði í ytra húsinu. Bogi vaknaði við að undarlegur bjarmi lék utan gluggans. Hann skynjaði þegar að kviknað var í húsinu. Við krakkarnir, Nanna, Arnbjörg systir og ég, vorum drifin niður á tún, dúðuð þar í teppi og sængur og sagt að hreyfa okkur ekki þaðan meðan reynt yrði að bjarga einhverju út úr húsinu. Nán- ast ekkert bjargaðist af efri hæðinni nema sængurfatnaður og litlu meira af þeirri neðri. Þarna urðu veruleg þáttaskil í lífi Nönnu. Í þessum bruna missti hún allt sem hún átti af veraldlegum auði og e.t.v. einhvern hluta þeirrar tilveru er beið hennar. Ég man enn hve sárt hún grét, þegar rauðar tungur eldsins stóðu út um gluggana á heimili hennar, raunar grétum við öll og ríghéldum hvert í annað. Næsta ár hófst uppbygging á Þverhamri. Bogi tók þá afstöðu að byggja íbúðarhús á svonefndri Setu- borg, en þar hafði hann fjárhús. Um sumarið höfðust þær mæðgur, Nanna og Guðný, við í lambakofa upp af bæjarstæðunum. Í framhaldi þessa atburðar var ákveðið að þær hyrfu úr búskapnum og flyttust til Reykjavíkur. Undir haust stigu þær á skipsfjöl. Eftir þetta sá ég þær mun sjaldn- ar, en fékk frá þeim jólagjöf á hverj- um jólum, oftast bók. Ég veit að Nanna var góðum gáf- um gædd. Hygg að hún hafi haft löngun til ritstarfa. Þær Arnbjörg skrifuðust á. Stundum stalst ég í bréfin. Þau báru með sér góða stíl- hæfileika og hugmyndaflugið var til staðar – en e.t.v. ónóg sjálfstraust ásamt öðrum ytri aðstæðum komið í veg fyrir annað en nokkur góð sendi- bréf. En draumana tók enginn frá frænku minni. Þá átti hún í ríkum mæli. Það var ávallt gaman að heim- sækja þær mæðgur þegar við hjónin skruppum suður. Guðný bakaði pönnukökur og lagaði kókó. Við þann starfa vann hún lengi á kaffihúsi á Vesturgötunni, West End mun það hafa heitið, og sagt að enginn á þessu landi ,,distileraði“ betra kókó en Guðný Jónsdóttir. Á fimmtugsaldri lauk Nanna sjúkraliðanámi, þá fráskilin og ein- stæð móðir. Þetta starf átti vel við hennar fórnfúsu lund. Starfaði hún allar götur á Borgarspítalanum, þar til hún lét af störfum vegna heilsu- brests. Hún kom sjaldan austur eftir að hún fór. Heimsótti okkur nokkr- um sinnum og hana Löbbu, heimaln- ing er hún átti og gekk sjálfala í Þverhamarstúni, mannelsk og ágeng. En hún þekkti eigandann er hann kom austur fjórum árum eftir brottförina. Á ég ljósmynd af þeim fundi. Sumarsöngur ljáanna á Þverham- arstúni er hljóðnaður. Hann má þó greina ef grannt er hlerað á lognvær- um kvöldum. Hann mun fylgja frænku minni yfir móðuna miklu, ásamt ilminum úr brekkunni þar sem gamla búið er horfið í svörðinn. Með þessum sundurleitu orðum reynum við hjónin að þakka Nönnu samfylgdina um leið og við vottum aðstandendum dýpstu samúð. Guðjón og Jóhanna í Mánabergi. Ég kynntist Nönnu Tryggvadótt- ur þegar hún flutti á Hjarðarhaga 17, þar sem ég og fjölskylda mín bjugg- um. Móðir mín María Thoroddsen, átti íbúð á efri hæðinni og ákvað hún, 1959 að ég held, að leigja út hluta af henni. Þegar hún auglýsti íbúðina bárust ótal umsóknir, en við mæðgurnar vorum sammála um að ein bæri af öllum öðrum. Hún var skrifuð með gullfallegri rithönd og á góðu máli. Þessi umsókn var rituð af Nönnu Tryggvadóttur og varð hún fyrir val- inu. Ekki varð mamma fyrir von- brigðum þegar hún kynntist Nönnu, því hún var einstaklega háttprúð og alúðleg í viðmóti. Nanna flutti svo inn með móður sinni Guðnýju og tveimur ungum sonum, Guðmundi og Tryggva, mikl- um fjörkálfum sem féllu vel inn í barnahópinn í húsinu. Reyndust þær mæðgur mömmu sérstaklega vel og voru synirnir á aldur við yngri son okkar Einars mannsins míns, þannig að það sköp- uðust mikil tengsl á milli fjölskyldn- anna. Nanna og Guðný höfðu báðar viðmót mikillar hlýju og innileika sem hin börnin okkar kunnu líka vel að meta. Það var notalegt að koma upp á efri hæðina til þeirra og ömmu barnanna og má segja að við höfum verið eins og ein stór fjölskylda á þessum tveimur hæðum. Þessi tími var ákaflega mikils virði fyrir okkur öll og skilur eftir ljúfar minningar um ókomna tíð. Eftir að móðir mín dó, réðst Nanna í að kaupa sér íbúð í Heið- argerði 80 þangað sem fjölskyldan flutti og bjó Nanna þar til æviloka. Engu að síður héldust órjúfanleg bönd einlægrar vináttu á milli fjöl- skyldna okkar og voru þær mæðgur einstaklega gestrisnar og góðar heim að sækja. Nanna og Guðný bjuggu alltaf saman þar til Guðný lést og voru þær samtaka um uppeldi sonanna Guð- mundar og Tryggva. Þeir eru báðir hinir mætustu menn í þjóðfélaginu. Nanna var einstaklega glæsileg kona með aðlaðandi framkomu. Þeg- ar ég kynntist henni vann hún við af- greiðslu í mjólkurbúð. Síðar fór hún af miklum dugnaði í sjúkraliðanám og helgaði sig því starfi á Borgar- sjúkrahúsinu fram að starfslokum. Ég sendi Guðmundi og Tryggva og fjölskyldum þeirra innilegar sam- úðarkveðjur frá mér og börnum mín- um. Blessuð sé minning Nönnu Tryggvadóttur. Margrét Thoroddsen. AFMÆLIS- og minningar- greinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disk- lingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Ekki er tekið við hand- skrifuðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfi- legri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Frágangur afmælis- og minningar- greina
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.