Morgunblaðið - 18.01.2004, Side 66

Morgunblaðið - 18.01.2004, Side 66
66 SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Clifton - Kóbrukossinn Svínið mitt framhald ... Í TILEFNI AÐ ÞVÍ AÐ Á MORGUN ER ALÞJÓÐLEGUR DAGUR DÝRAVINA, MEGIÐ ÞIÐ ÖLL KOMA MEÐ LIFANDI DÝR Í SKÓLAN Á MORGUN © DARGAUD © DARGAUD FJÁRINN! KÓBRAN! ÞAÐ ER ÞÁ HANN SEM RUTHMANN HEFUR SENT Á EFTIR MÉR! ... HANN SÁ MIG EKKI ... HANN ER EKKI Á HÓTELINU EINS OG ER ... OG EKKI PAPPÍR- ARNIR HELDUR ... HVAÐ GERUM VIÐ NÚ? BÍÐUM EFTIR HONUM? KEMUR EKKI TIL GREINA! ... EF VIÐ ÆTLUM AÐ VERA Á RÉTTUM TÍMA TIL AÐ TAKA Á MÓTI SENDING- UNNI Í KVÖLD ÉG SKILDI HVORT EÐ ER SÍGAUNANN EFTIR Á VERÐI Á HÓTELINU ... KÓBRA! VIÐ ERUM EKKI EINIR UM AÐ ELTAST VIÐ ÞVOTTAEFN- IÐ! .. HÖRKUSKUTLA OG STÓR GULLKOLLUR MEÐ GULT YFIR- VARASKEGG ... BRETAR ... NÚ FLÆKJAST MÁLIN! ÉG HEFÐI ALDREI ÁTT AÐ TAKA ÞETTA VERK AÐ MÉR ... KOMUM OKKUR BURT KÓBRA, ÞAÐ BORGAR SIG! ÞAÐ ER RÉTT! VIÐ VERÐUM OF ÁBER- ANDI! UM BORÐ SÍGAUNI! ... TÓMAS ÆTLAR AÐ DREYFA TIL YKKAR LISTA YFIR DÝRIN SEM ÞIÐ MEGIÐ KOMA MEÐ ÞETTA ER TIL AÐ FYRIRBYGGJA SMÁ LEIÐINDI SEM UPP KOM Í FYRRA ÞEGAR SNÁKA EÐA RISAKÓNGULÆR MÆTTU Á STAÐINN ... ... ER ÞAÐSKILIÐ ÍRIS OG KOLBEINN DAGINN EFTIR HAFIÐ ÞIÐ ALDREI SÉÐ INDVERSKT SVÍN BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÞÁ fór KEA í fýlu – út af kvóta! Ekki er sama, Jón og Séra-Jón? Ég nota tækifærið og óska nýjum eigendum alls hins besta. En – í tilefni fram- komu KEA í garð Landsbankans er rétt að rifja smávegis upp. Við í minni sjávarþorpum höfum varað við því að stærri fyrirtæki séu sífellt að leysa upp smærri fyrirtæki í minni sjávarþopum – í krafti extra að- gangs að fjámagni, sem við höfum ekki. Aflaheimildir smærri sjávar- þorpa hafa verið á stanslausu upp- boði. Íbúum sjávarþorpa blæðir. Eig- ur þeirra eru gerðar verðlausar í nafni „hagræðingar“. Líkja má ástandinu við stríðsástand. Upplausn- arvirðið – gefur mesta arðsemi! Aðrir en kvótahafar eru skildir eftir í verð- lausum eignum. Þetta hefur verið túlkað sem „eðli- leg hagræðing“. Tvö dæmi skulu hér nefnd sem bæði varða Akureyri: ÚA keypti 6.237 „þorskígildistonn“ af kommunum á Raufarhöfn og KEA færði allan kvótann úr Hrísey! Eigur íbúanna féllu í verði. Var þetta ekki „hagræðing“? Hvað skyldi Landsbankinn hafa lánað Akureyringum marga milljarða til kvótakaupa gegn um árin? Er þá við hæfi hjá KEA að sparka nú í Landsbankann – hengja bakara fyrir smið – þegar þeir sjálfir klúðruðu þessu, buðu 20% of lágt í ÚA? Átti banki allra landsmanna að svindla – sérstaklega til að þóknast KEA? Til að setja blekkingarplástur á bágtið í minni sjávarþorpunum var fundinn upp „byggðakvóti“ til að friða samvisku einhverra og slá ryki í augu annarra. Er þá ekki lausnin komin? Ég fer nú loksins sjálfur í stóru skítugu skóna, býð nýjum eigendum ÚA enn hærra verð. Nýti mér svo í botn „hagkvæmni“ kerfisins – leysi ÚA upp. Akureyringar og KEA sækja svo bara um meiri byggðar- kvóta – til viðbótar þessum 9 tonnum sem þeir fengu sl. haust! Þannig næst fram mesta „hagræðingin“. Ekki satt? Eða eru það skilaboðin frá KEA, að það sé bara „hagræðing“ þegar kvót- inn fer örugglega til Akureyrar? Er það trúverðugt hjá KEA að þeir styðji kvótakerfið, þegar það hentar til að þeir geti leyst upp fyrirtæki í minni sjávarbyggðum eins og Hrísey – en á móti því þegar banki allra lands- manna vildi ekki svindla fyrir þá? Ef ég fyndi fjármagn á morgun til að kaupa ÚA, á enn hærra verði, til að leysa það upp, væri það þá ekki bara „eðlileg hagræðing“ eins og þegar KEA hirti kvótann í Hrísey til að græða sem mest? Munurinn yrði bara sá að mín hagræðing yrði miklu meiri og „betri“ – og hagnaður minn miklu meiri! Mesta kvótahagræðing Ís- landssögunnar – í samræmi við æðstu markmið? Eða hvað? KRISTINN PÉTURSSON fiskverkandi, Bakkafirði. Meiri byggðakvóta til Akureyrar? Frá Kristni Péturssyni: Í JÚLÍMÁNUÐI árið 2000 var brot- ist inn á heimili dóttur okkar í Kefla- vík. Sprengdar voru upp tvennar læstar dyr og allt tekið er í íbúðinni var. Meðal annars voru á heimili hennar nokkrir munir sem við for- eldrar hennar eigum, en þeim var einnig stolið í innbrotinu. Lögreglan í Keflavík var strax til- kvödd og kærur lagðar fram. Hvers vegna var kærum okkar frá 6. ágúst 2000 stungið undir stól? Skriflegar sannanir liggja fyrir um kærur okkar. Hvers vegna vorum við ekki boðuð til skýrslutöku varðandi málið? Hvers vegna voru kærur okkar hjóna, vegna þjófnaðar, ekki sendar til ríkissak- sóknara? Hvers vegna þurfti þrettán mánaða baráttu okkar til þess að fá staðfesta tilvist hinna stolnu muna? Í september 2001, rúmum þrettán mánuðum frá kærum okkar, voru munir okkar myndaðir í fórum meintra gerenda. Hvers vegna var ekki farið að vinnureglum lögreglu, um að fjarlægja skuli þýfi úr höndum þjófa? Hafa ber í huga að þýfið var í höndum manns sem dæmdur hefur verið fyrir þjófnað. Þetta mál vekur upp þá spurningu hvenær innbrot og þjófnaður urðu lögleg á Íslandi. Sýslumaðurinn í Keflavík hefur ekki haft fyrir því að leiðbeina okkur í baráttunni fyrir réttlæti, heldur hefur embættið þvert á móti margsinnis lagt stein í götu okkar, en samkvæmt stjórnsýslulögum hvílir á sýslumönn- um leiðbeiningarskylda. Við teljum að í þessu máli hafi við verið beitt rangindum og til að verjast þeim höfum við lagt fram kærur til þess embættis sem hefur það hlut- verk að rannsaka mál og komast að niðurstöðu. Vinnubrögð Sýslumanns- ins í Keflavík hafa valdið okkur mikl- um vonbrigðum og raunar hefur það verið áfall fyrir okkur að kynnast þeim. Hverjum á fólk að treysta, ef ekki er hægt að treysta Sýslumann- inum í Keflavík til að fara að lögum? Sýslumaðurinn í Keflavík hefur aldrei lagt sig eftir að kanna hver sannleik- urinn er í þessum sakamálum. Vinnubrögð Sýslumannsins í Keflavík einkennast af augljósri hlut- drægni, meintum mistökum í emb- ættisfærslum og ósannsögli. Skilaboðin eru skýr sem Sýslumað- urinn í Keflavík sendir út í þjóðfélag- ið. Girnist maður eigur annarra, er bara að brjótast inn og stela þeim. Í Keflavík geta borgararnir ekki treyst því að tekið sé á slíkum málum í sam- ræmi við lög. HAFSTEINN ODDSSON rafvélavirki, Barðaströnd 16, Seltjarnarnesi. Er sýslumanninum í Keflavík treystandi? Frá Hafsteini Oddssyni: Opið bréf til Jóns Eysteinssonar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.