Morgunblaðið - 18.01.2004, Blaðsíða 71
AUÐLESIÐ EFNI
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2004 71
BÓNDINN á bændum Bakka í
Ólafsfirði fórst þegar stórt
snjóflóð úr fjallinu Bakkahyrnu
féll á bæinn síðdegis á
þriðjudag, en hinn látni fannst
á fimmtudagsmorgun.
Talið er að snjóflóðið hafi
fallið á milli klukkan 16 og 20
á þriðjudag og sópaðist
íbúðarhúsið á Bakka af
grunninum. Ekkert stendur
eftir nema suðurgafl hússins.
Jón Konráðsson
lögregluvarðstjóri sagði að
snjóflóðið hefði verið mjög
stórt. „Flóðið kom niður gilið
og var gríðarstórt, um 250 til
350 metra breitt og allt að þrír
metrar á dýpt. Aðkoman var
hræðileg,“ sagði Jón.
Davíð Oddsson,
forsætisráðherra hefur skipað
rannóknarnefnd til að
rannsaka orsakir og
afleiðingar snjóflóðsins.
Bóndi fórst í snjóflóði
Morgunblaðið/Kristján
Rúnar Kristinsson og Ragnar Björnsson vélsleðamenn úr Ólafsfirði skoða verksummerki á
bænum Bakka eftir snjóflóðið.
ÍSLENSKA landsliðið í
handknattleik karla vann
Dani, 33:28, í fjögurra þjóða
móti í Farum, norðan
Kaupmannahafnar á
fimmtudagskvöldið.
Sigur íslenska liðsins var
afar sannfærandi þar sem
það fór hreinlega á kostum í
síðari hálfleik, eftir að Danir
höfðu verið einu marki yfir í
hálfleik, 18:17. Þegar tíu
mínútur voru til leiksloka var
forysta Íslendinga átta mörk
og sá munur hélst allt til þrjár
mínútur voru til leiksloka en á
síðustu mínútunum tókst
Dönum aðeins að saxa á
forskot Íslendinga.
Vörn íslenska liðsins og
góð frammistaða Reynis Þórs
Reynissonar markvarðar
lagði grunninn að sigrinum,
Dönum gekk illa að finna
leiðir gegnum íslenska
varnarvegginn.
Ólafur Stefánsson skoraði
9 mörk í leiknum, þar af fjögur
úr vítakasti. Guðjón Valur
Sigurðsson 6, Sigfús
Sigurðsson 5 og Snorri
Steinn Guðjónsson 4 svo
markahæstu manna sé getið.
Íslenska landsliðið dvelur í
Danmörku við æfingar fram á
þriðjudag en þá heldur það
áfram til Slóveníu þar sem
það tekur þátt í
Evrópukeppninni. Hún hefst á
fimmtudaginn og strax í fyrsta
leik mæta Íslendingar
heimamönnum í bænum
Celje.
Þar á eftir taka við leikir
gegn Ungverjum á föstudag
og á móti Tékkum á
sunnudag.
Öruggur
sigur á
Dönum
FÆREYSKA tónlistarkonan
Eivør Pálsdóttir, söngkonan
Ragnheiður Gröndal og
Tómar R. Einarsson
bassaleikari hlutu tvenn
verðlaun hvert er Íslensku
tónlistarverðlaunin voru
afhent við athöfn í
Þjóðleikshúsinu á
miðvikudagskvöld.
Hljómsveitin Mínus hlaut
verðlaun fyrir hljómplötu
ársins og einnig
útrásarverðlaun
Loftbrúarinnar.
Þeir sem tóku þátt í
netkosningu á mbl.is völdu
Birgittu Haukdal sem
Poppstjörnu ársins og
sérstök heiðursverðlaun
hinna Íslensku
tónlistarverðlauna hlaut
Jórunn Viðar tónskáld.
Eivør Pálsdóttir var valin
söngkona og flytjandi ársins.
Ragnheiður Gröndal var valin
bjartasta vonin og söng lag
ársins „Ást“ eftir Magnús
Þór Sigmundsson við ljóð
Sigurðar Nordal og Tómas R.
Einarsson fékk verðlaun í
djassflokki fyrir bestu
plötuna Havana og besta
djasslag ársins „Bros“.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Sigurinn kom Eivøru Pálsdóttur greinilega í opna skjöldu.
Eivør Pálsdóttir
söngkona ársins
Íslensku tónlistarverðlaunin 2003
VAGNINN Spirit lagði á fimmtudag af
stað í ferð um reikistjörnuna Mars.
Var það í fyrsta skipti sem Spirit
hreyfði sig úr stað frá því hann lenti á
stjörnunni fyrir tíu dögum.
Starfsmenn bandarísku
geimferðastofnunarinnar (NASA)
fögnuðu mjög, þegar staðfesting
barst um að vagninn hefði komist frá
lendingarpallinum og væri lagður af
stað.
Svarthvítar myndir frá Spirit sýndu
tvö öftustu hjól vagnsins og hjólför
sem lágu í átt að lendingarpallinum.
„Þetta er mikill léttir. Við erum á
Mars. Spirit er lentur,“ sagði Rob
Manning, sem stýrir leiðangrinum.
Marsvagninn mun taka
jarðvegssýni og greina þau með það
í huga að leita eftir ummerkjum um
vatn.
George W. Bush
Bandaríkjaforseti kynnti einnig í
vikunni nýja og metnaðarfulla
geimferðaáætlun. Hún gerir ráð fyrir
að geimfarar verði sendir til bæði
tunglsins og Mars og hugsanlegt er
að sérstök geimstöð verði byggð á
tunglinu.
Marsvagninn
lagður af stað
Reuters
Starfsfólk NASA fagnar þeim fréttum að Spirit væri lagður af stað um Mars.