Morgunblaðið - 18.01.2004, Síða 80

Morgunblaðið - 18.01.2004, Síða 80
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 300 KR. MEÐ VSK. UNNIÐ var á 26 snjómokst- urstækjum á götum Reykjavíkur í fyrrinótt og haldið áfram fram eftir degi í gær. Átta moksturstæki voru send út strax og hríðarveðrið hófst á föstudagskvöld og síðan var 18 tækjum bætt við klukkan 4 um nótt- ina. Í fyrstunni var einkum lögð áhersla á að halda helstu umferð- aræðum borgarinnar opnum en síð- an var farið í úthverfin þar sem færð þyngdist mjög á föstudags- kvöldið. Mokað verður á fullum krafti eftir því sem veðrið krefst, samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg. Borgin sjálf á átta snjóruðnings- tæki en önnur eru leigð frá vélaleig- um. Mikil umferð í ófærð eftir Idol-stjörnuleit Margir festu bíla sína í sköflum í hríðarveðrinu á föstudagskvöld og var t.a.m. mikil þörf fyrir aðstoð björgunarsveita í Grindavík. Þar var mikið um að vera vegna skemmt- anahalds í bænum í tengslum við Idol-stjörnuleitina. Eftir keppnina á föstudagskvöld var mjög blint á Grindavíkurvegi og fólk hvatt til að vera ekki á ferðinni þar vegna mik- illar snjókomu og skafrennings. Þá kallaði lögreglan í Reykjavík út björgunarsveitir Slysavarna- félagsins Landsbjargar sem aðstoð- uðu ökumenn í borginni þá um nótt- ina. Einnig var fólki hjálpað í nágrenni Grundarfjarðar á Snæ- fellsnesi en á fjórða tímanum voru flestar sveitir komnar aftur í bæki- stöðvar sínar enda veður farið að ganga niður víðast hvar. Þegar mest var að gera voru 28 björg- unarsveitamenn að störfum á 10 jeppum. Á Hellisheiðinni varð þungfært á föstudagskvöld og voru liðsmenn Hjálparsveitar skáta í Hveragerði sendir á vettvang kl. 19 til að að- stoða fólk. Björgunarsveitamenn voru komnir til baka á ellefta tím- anum en þá hafði veður skánað á heiðinni og tókst að halda henni op- inni. Á innanlandsflugi varð klukku- tíma seinkun á vél Flugfélags Ís- lands til Akureyrar í gærmorgun en flug til Egilsstaða var á áætlun. Bíða þurfti með morgunflug til Ísa- fjarðar fram til hádegis. Þá ráðgerði Íslandsflug að fljúga til Vest- mannaeyja og Kulusuk á Grænlandi en þar var hið besta flugveður. Morgunblaðið/RAX Í Árbænum: Mikið verk beið bíleigenda að hreinsa farskjóta sína þegar þeir komu út á bílastæði heima hjá sér í gærmorgun. Annir björgunarsveita vegna ófærðar NAUÐSYNLEGT er talið að auka umfang áfallahjálpar á Íslandi svo unnt sé að veita hundruðum eða þús- undum manna hjálp t.d. ef hér yrði flugslys þar sem færist stór þota þar sem hundruð farþega létust eða slös- uðust. Þannig mætti búast við þús- undum útlendinga, ef erlend þota færist hérlendis. Málið var rætt á fundi sem Landlæknisembættið boð- aði til í vikunni þar sem sátu fulltrú- ar embættisins, Landspítala – há- skólasjúkrahúss, þjóðkirkjunnar, Rauða kross Íslands og Almanna- varna. Unnið hefur verið að því að stofnuð verði á næstunni 7 til 10 áfallahjálparteymi víða um land sem bætast við áfallahjálparteymi sem þegar er fyrir hendi hjá LSH. Bandarískur sérfræðingur í að- stoð við farþega eða ættingja sem lent hafa í flugslysum, Sharon Morphew, ræddi við framangreind- an hóp og kynnti honum nauðsyn þess að hér á landi væri fyrir hendi nógu öflugur hópur til að veita áfalla- hjálp af þessari stærðargráðu. Anna Björg Aradóttir, hjúkrunarfræðing- ur hjá Landlæknisembættinu, sat fundinn en hún er í viðbragðshópi heilbrigðisyfirvalda sem kallaður er í stjórnstöð Almannavarna ef kemur til stórslysa. Landlæknisembættið og Almannavarnir hafa gert með sér samkomulag um skipulag áfalla- hjálpar á neyðartímum. Þúsundir ættingja gætu komið frá útlöndum ef stórslys yrði Hún sagði að í framhaldi af fund- inum hefði verið ákveðið að menn hittust aftur til að fjalla áfram um áætlanagerð vegna viðbragða. Sagði hún að auk áfallahjálpar heilbrigð- isyfirvalda hefðu þeir aðilar sem sátu fundinn sinnt margs konar aðstoð í stóráföllum og væru menn sammála um að sífellt þyrfti að endurskoða viðbrögð við þeim. Hún sagði að í undirbúningi væri að koma upp 7 til 10 áfallahjálparteymum víða um landið sem veita myndu alla áfalla- hjálp á sínu svæði og væru kölluð til vegna stórslysa. Anna Björg tjáði Morgunblaðinu að hún hefði ekki gert sér grein fyrir hversu umfangsmikla áfallahjálp þyrfti að veita ef stór flugvél færist en hún sagði fyrirlesarann hafa bent á að hingað til lands myndu koma hundruð og jafnvel þúsundir ætt- ingja farþega sem lentu í slíku slysi. Mjög viðamikið verkefni væri að sinna svo stórum hópi. Ljóst væri, m.a. af nýlegum dæmum um neyð- arlendingar stórra flugvéla í Kefla- vík, að auka þyrfti slíkan viðbúnað hér. Telur hún ljóst að jafnvel þótt hér yrðu stofnuð fleiri áfallahjálpar- teymi yrði að fá aðstoð frá útlöndum. Unnið að því að fjölga teymum í áfallahjálp  Fóru yfir/60 MÖGULEGT er að varðveita Aust- urbæjarbíó og heimila jafnframt byggingu íbúðarhúsnæðis, ásamt bílakjallara, og gerð leiksvæðis á lóðinni austan við bíóið, að mati Vil- hjálms Þ. Vilhjálmssonar, oddvita sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur. Vilhjálmur segir í við- tali við Morgunblaðið að nýta mætti Austurbæjarbíó fyrir starfsemi sjálfstæðra leikhópa, tónlistarflutn- ing eða aðra menningarstarfsemi. Aðspurður hvort hann hygðist gefa kost á sér sem borgarstjóra- efni Sjálfstæðisflokksins, fyrir næstu kosningar, sagðist Vil- hjálmur hafa fullan hug á því. „Ég tel mig hafa mjög víðtæka þekkingu á borgarmálum og reynslu af félagsmálum og borg- armálum almennt. Eins hef ég átt mikil samskipti við fólk, sem er mikilvægt að borgarstjóri hafi. Ég tel mig geta gert þetta ágætlega. Meðan ég er heilsuhraustur og áhugasamur er mér ekkert að van- búnaði að takast á við þetta starf. “ Mögulegt að varðveita Austur- bæjarbíó  Í tengslum við/18 Á RÚMUM 15 árum sem liðin eru frá stofnun ABC hjálparstarfs hafa um 500 milljónir króna verið send- ar til bágstaddra barna erlendis. Um 4.000 börn njóta aðstoðar Ís- lendinga í formi menntunar, fram- færslu, læknishjálpar og umönn- unar fyrir tilstuðlan ABC hjálparstarfsins. Á síðasta ári einu námu fram- lögin til þessara barna tæplega 100 milljónum króna og reka samtökin nú tvö barnaheimili fyrir tæplega 2.000 börn á Indlandi. Einn einstaklingur styrkir hvert barn og er um 68% þeirra konur, 27% karlar og 5% fyrirtæki og hóp- ar. María Magnúsdóttir, fram- kvæmdastjóri ABC, segir algeng- ara að Íslendingar biðji um að styrkja stúlkur og það sé e.t.v. vegna þess að þær eigi yfirhöfuð erfiðara uppdráttar en drengir. 500 milljónir til aðstoðar börnum  Algengara/6 HINN þekkti flamenco-dansari Joaquín Cortés verður með sýningu í Laugardalshöll í apríl. Hann kem- ur með 35 manna lið með sér og er sýningin ekki einungis dans- sýning heldur ráða söngur og tónlist líka ríkj- um. Aðeins 2.800 miðar verða í boði og eru það allt sæti. Tónlistin í sýn- ingunni er samin af Cortés sjálfum, Juan Parrilla og Antonio Carbonell og blandar saman mörgum tónlist- arstílum, djassi, kúbanskri og klassískri tónlist en flamenco er samt sem áður í fyrirrúmi. Heimskunnur flamenco-dans- ari til landsins Joaquín Cortés  Dans, tónlist og söngur/76 LÖGREGLAN á Akureyri handtók í gærmorgun tvo menn eftir upplýsingar um að maður hefði hótað að beita skotvopni í íbúð við Hafnarstræti. Var svæðinu lokað meðan verið var að vinna úr málinu og náði lög- reglan símasambandi við þá sem voru í húsinu. Leystist málið með því að tveir karlmenn komu sjálfviljugir, hvor í sínu lagi og óvopnaðir, út úr húsinu. Voru báðir í annarlegu ástandi og var sá sem hafði uppi hótanirnar settur í fanga- geymslu. Við leit í íbúðinni fund- ust tveir veiðihnífar og loft- skammbyssa ásamt lítilræði af fíkniefnum. Þá handtók lögreglan í Reykjavík mann í gærmorgun sem hafði í hótunum með hagla- byssu í heimahúsi í Breiðholti. Hald var lagt á byssuna sem reyndist óhlaðin. Hótanir um að byssum yrði beitt Næring ekki refsing

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.