Morgunblaðið - 04.02.2004, Side 1

Morgunblaðið - 04.02.2004, Side 1
Herratískan í París Spjátrungar og töffarar á tískusýningum YSL og Dior Fólk Bílar í dagStrekktar allan hringinn Boðið upp á bolstrekkingaraðgerðir hér á landi Daglegt líf STOFNAÐ 1913 34. TBL. 92. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var erlendis 101 dag á síðasta ári, samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins. Fóru handhafar forseta- valds á meðan með vald forseta samkvæmt 8. grein stjórnarskrárinnar. Ekki er venja, meðan á utanlandsdvöl forseta stendur, að handhafar for- setavalds séu í sambandi við hann vegna stjórn- arathafna og hefur forseti heldur ekki samband við þá að fyrra bragði til að afla sér upplýsinga um þær, að því er fram kemur hjá þeim. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði á Al- þingi í gær að til ríkisráðsfundar sl. sunnudag hefði verið boðað í samræmi við stjórnskipunar- reglur og -venjur ríkisins. „Það er þannig til að mynda þegar handhafar forsetavalds staðfesta lög í fjarveru forseta – sem þeir hafa gert, ekki tugum sinnum heldur hundruðum sinnum – þá er aldrei við þau tækifæri haft samband við forset- ann eða forsetaskrifstofuna. Það eru mikilvæg- ustu verkefni forsetans,“ sagði Davíð. „Og þegar ákveðið er að halda ríkisráðsfund vegna 1. febr- úar, reglugerðar um Stjórnarráðið sem átti 100 ára afmæli þann dag, er að sjálfsögðu haft sam- band við handhafa forsetavalds sem gegna stöðu forsetans. Allt annað er alveg fráleitt að halda fram að sé einhver regla.“ Aldrei hringt í forsetann og hann hringir aldrei Halldór Blöndal, forseti Al- þingis, sagði í sömu um- ræðum: „Það hefur aldrei komið fyrir þann tíma sem ég hef verið forseti Alþingis og ég hygg aldrei áður – ég hef spurst fyrir um það hjá öðrum handhöfum for- setavalds – að þeir hafi séð ástæðu til að hringja í forseta sem er erlendis eða hann séð ástæðu til að hringja í þá til þess að tala um það hvernig með vald forseta sé farið. Það hefur aldrei verið gert.“ Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, staðfesti við Morgunblaðið að hann hefði ekki haft samband við forseta vegna stjórnarathafna þegar forseti er erlendis og forseti ekki við sig. Samkvæmt 8. grein stjórnarskrárinnar fara forsætisráðherra, forseti Alþingis og forseti Hæstaréttar með forsetavald ef sæti forseta lýð- veldisins verður laust eða hann getur ekki gegnt störfum um sinn vegna dvalar erlendis, sjúkleika eða af öðrum ástæðum. Ellefu ferðir í fyrra Þegar forseti fer til útlanda birtir forsætisráð- herra auglýsingu í Lögbirtingablaðinu um með- ferð forsetavalds í fjarveru forseta Íslands. Þeg- ar forseti er kominn heim aftur birtir forsætis- ráðherra aðra auglýsingu, um að forsetinn sé „kominn úr för sinni til útlanda“ og hafi „á ný tek- ið við stjórnarstörfum“. Slíkar auglýsingar voru birtar vegna ellefu ferða forseta í fyrra. Eiríkur Tómasson, lagaprófessor við Háskóla Íslands, segir að engin fyrirmæli séu í lögum um að handhafar forsetavalds haldi forseta upplýst- um um gjörðir sínar þegar hann er erlendis. Slíkt sé hins vegar æskilegt ef um meiriháttar ákvarð- anir sé að ræða. Eiríkur segist draga í efa að nauðsynlegt sé að handhafar forsetavalds taki við valdi forseta í hvert sinn sem hann fer af landinu, nú á tímum greiðra fjarskipta og samgangna. Forseti Íslands var erlendis 101 dag á síðasta ári og aðrir fóru með vald hans  Ríkisráðsfundurinn/11/26 Ólafur Ragnar Grímsson Ekki venja að hafa sam- band vegna stjórnarathafna AÐSTÆÐUR í Bagdad, höf- uðborg Íraks, eru mörgum mjög erfiðar. Lítið er um atvinnu, tekjur manna því afar takmark- aðar og óðaverðbólga geisar. Kjör þeirra sem í höfuðborginni búa verða þó aldrei borin saman við þau sem ríkja á meðal svo- nefndra fenja-araba í suðurhluta landsins. Að sögn Davíðs Loga Sigurðssonar, blaðamanns Morg- unblaðsins, draga mennirnir á myndinni, sem hann rakst á í Suð- ur-Írak, fram lífið á því að safna saman og koma í verð hvers kyns skrani er þeir finna úti í eyði- mörkinni nærri írönsku landa- mærunum. Þetta er hættulegur starfi því víða liggja ósprungnar sprengjukúlur./27Morgunblaðið/Davíð Logi Sigurðsson Erfið kjör í Suð- ur-Írak Innrásin í Írak Hafnar rannsókn í Danmörku Kaupmannahöfn. AFP. ANDERS Fogh Rasmussen, forsætisráð- herra Danmerkur, hafnaði í gær kröfu stjórnarandstöðuflokka um að fram fari rannsókn á stuðningi stjórnvalda við inn- rásina í Írak. Bresk og bandarísk stjórnvöld hafa falið óháðum rannsóknarnefndum að fara yfir gögn þau sem fyrir lágu um meinta gereyð- ingarvopnaeign Íraka þegar ákveðið var að fara með hernaði gegn stjórn Saddams Husseins. Fogh Rasmussen sagði ákvarð- anir Breta og Bandaríkjamanna engu breyta. „Hvað Dani varðar er staðan önnur. Ákvörðun okkar byggðist ekki á skýrslum leyniþjónustu okkar, heldur var pólitísk ákvörðun, tekin vegna þess að nauðsynlegt var að bregðast við ákvörðun Saddams um að hafna árum saman samstarfi við Samein- uðu þjóðirnar,“ sagði Fogh Rasmussen.  Blair fyrirskipar/17 ÞESSI stuðningsmaður Johns Kerrys í forkosningum bandaríska Demókrata- flokksins var sigurviss í gær, þegar Kerry hélt á brott frá Phoenix í Arizona, en þar og í sex öðrum ríkjum fóru forkosningar fram í gær. Samkvæmt skoðanakönnun sem CNN birti á mánudag myndi Kerry sigra George W. Bush ef forsetakosningar færu fram nú. Reuters Sigurviss STÆRSTI stjórnarandstöðuflokk- urinn í Ísrael, Verkamannaflokkur- inn, hét því í gær að styðja umdeild- ar fyrirætlanir Ariels Sharons forsætisráðherra um að rýma land- nemabyggðir gyðinga á Gaza-svæð- inu, og tryggja honum þingmeiri- hluta, jafnvel þótt flokkar róttækra þjóðernissinna segi sig úr ríkis- stjórn Sharons vegna málsins. Sharon kvaðst staðráðinn í að láta verða af því að rýma sautján land- nemabyggðir á Gaza og þrjár á Vesturbakkanum án þess að bíða fyrst eftir því að friðarsamkomulag næðist við Palestínumenn. Kvaðst hann fremur myndu reyna að mynda nýja stjórn en hverfa frá þessum fyr- irætlunum. Ísraelska rík- issjónvarpið sagði í gær- kvöldi, að Shar- on væri reiðubú- inn að rjúfa þing og efna til kosninga í sumar ef hann fengi ekki sitt fram í þessu máli. Hefði for- sætisráðherrann tjáð nánustu ráð- gjöfum sínum þetta. Forsætisráðherra Palestínu- manna, Ahmed Qorei, fagnaði ákvörðun Sharons. „Við tökum vel í allt sem leiðir til brotthvarfs [Ísr- aela] frá hersetnum svæðum Palest- ínumanna,“ sagði hann við frétta- menn. Stefnubreyting eða blekking? Viðbrögð ísraelsks almennings við yfirlýsingu Sharons um málið á mánudaginn voru á tvo vegu. Ann- ars vegar voru þeir sem kváðust trúa því að Sharon væri í raun og veru að breyta stefnu sinni, en hann hefur í áratugi verið helsti baráttu- maðurinn fyrir fjölgun landnema- byggða; og hins vegar þeir sem sögðust halda að forsætisráð- herrann væri að reyna að beina at- hygli fólks frá rannsókn á meintri aðild hans að spillingarmáli. Álitsgjafar sögðu að hvað svo sem vekti fyrir Sharon væri hann búinn að móta stefnu sem ekki yrði snúið frá. Enginn ísraelskur forsætisráð- herra gæti héðan í frá krafist þess í friðarviðræðum við Palestínumenn að Ísraelar héldu einhverjum svæð- um á Gaza. „Þau orð sem fallið hafa verða aldrei aftur tekin,“ sagði dálkahöfundur í dagblaðinu Maariv. Styðja nýja stefnu Sharons Jerúsalem. AP, AFP. Ariel Sharon Khamenei vill ekki fresta kosningum Teheran. AP. ÆÐSTI leiðtogi Írans, ajatollann Ali Khamenei, er andvígur því að fyrirhuguð- um kosningum í landinu verði frestað, og hefur þar með í raun tekið afstöðu með harðlínumönnum í þeirri kreppu sem ríkt hefur í írönskum stjórnmálum síðan um miðjan síðasta mánuð. Hafði AP þetta eftir írönskum þingmanni í gær. Um þriðjungur þingmanna hefur sagt af sér vegna banns eftirlitsnefndar við fram- boði á þriðja þúsunda manna, þ. á m. margra sitjandi, umbótasinnaðra þing- manna, í kosningunum, sem eiga að fara fram 20. febrúar, en forseti landsins, Moh- ammad Khatami, hefur sagt að til greina komi að fresta þeim. Khatami og Khamenei áttu neyðarfund vegna málsins í gær, og þar gerði sá síðarnefndi forsetanum grein fyrir afstöðu sinni, að því er heimildarmað- ur AP greindi frá. ♦♦♦ ♦♦♦ Bílar | Tvíorkubíll frá Volvo fyr- ir umhverfið  Sprækur Porsche í keppni eða á götuna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.