Morgunblaðið - 04.02.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.02.2004, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ SKÝRSLA um mat á umhverfis- áhrifum hefur verið lögð inn til Skipulagsstofnunar um kísilgúr- vinnslu úr Ytriflóa Mývatns. Hönn- un hf. gerði skýrsluna fyrir Kísiliðj- una og þar er fjallað um þrjú ný námusvæði, alls 0,7 ferkílómetra að flatarmáli, en stærð Mývatns er um 37 ferkílómetrar. Nýjum svæðum er ætlað að koma í veg fyrir lokun verksmiðj- unnar þar sem kísilgúr er á þrotum innan núverandi námusvæðis. Með þessu er talið að líftími Kísiliðj- unnar lengist um tvö til þrjú ár, sem er forsenda þess að verksmiðj- an nái að uppfylla gildandi samn- inga áður en áform um lokun henn- ar koma til framkvæmda. Á næstu árum er í stað Kísiliðjunnar fyr- irhugað að reisa nýja verksmiðju til framleiðslu á kísildufti sem mun nota aðflutt hráefni. Í matsskýrsl- unni segir að það verði gert til að ná sátt um starfsemina, bæði við náttúruverndarsinna og heima- menn. „Þetta er meginástæða þess að sótt er um útvíkkun námusvæð- isins í Ytriflóa svo að tryggja megi Kísiliðjunni hráefni þar til henni verður lokað og framleiðsla á kís- ildufti tekur við,“ segir m.a. í skýrslunni. Á móti nýjum námusvæðum verður um 0,55 ferkílómetrum af núverandi námusvæði skilað óunn- um. Svæðin sem Kísiliðjan er nú að óska eftir eru í fyrsta lagi í Voga- flóa, í öðru lagi milli Slútness og Dauðaness og í þriðja lagi milli Slútness og Grímsstaða. Setþykktin er mest í Vogaflóa og vinnslugetan þar með mest af þessum svæðum. Erfiðleikar ef leyfi fæst ekki Í skýrslunni kemur fram að ef ekki fáist vinnsluleyfi fyrir frekari kísilgúrvinnslu við Mývatn megi gera ráð fyrir erfiðu millibils- ástandi sem muni einkennast af fólksfækkun í sveitarfélaginu og ýmis þjónustufyrirtæki muni eiga erfitt uppdráttar. Erfitt sé að spá hve langan tíma samfélagið sé að jafna sig á „slíku áfalli“ þar sem óljóst sé hve lengi slíkt millibils- ástand geti varað. Bein áhrif kísilgúrvinnslu á fyr- irhuguðum námusvæðum eru þau að vatnið er dýpkað og næring- arríku salti dælt upp með þeim botngróðri og dýralífi sem þar er að finna. Fram kemur í matsskýrsl- unni að umhverfisáhrifin verði að öllum líkindum minni háttar þar sem sýnt hafi verið fram á að botn- dýraframleiðsla og gróðursamfélög séu fljót að ná sér í kjölfar dæl- ingar. Kísiliðjan telur erfitt að segja til um forgangsröð á vinnslu svæðanna en skynsamlegast sé að raða þeim eftir mikilvægi þeirra gagnvart fuglalífi. Því eigi að byrja fyrst í Vogaflóa, síðan milli Slút- ness og Grímsstaða og loks á svæð- inu milli Slútness og Dauðaness. Matsskýrslan liggur frammi til kynningar frá 28. janúar til 10. mars næstkomandi en úrskurðar Skipulagsstofnunar er svo að vænta í byrjun apríl. Athugasemdir við framkvæmdina þurfa að hafa borist fyrir 10. mars en skýrslan liggur frammi á skrifstofu og í íþróttahúsi Skútustaðahrepps, í versluninni Seli á Skútustöðum, í Þjóðarbók- hlöðunni og hjá Skipulagsstofnun. Einnig má nálgast skýrsluna á vef Hönnunar. Þá er stefnt að því að hafa opið hús í Kísiliðjunni 19. febr- úar þar sem fólki gefst kostur á að kynna sér framkvæmdina. Matsskýrsla lögð fram um kísilgúrvinnslu úr Ytriflóa Mývatns Ný námusvæði lengja líftíma Kísiliðjunnar                             !        "#$!                   %                       &                               Morgunblaðið/Birkir Fanndal Til að Kísiliðjan í Mývatnssveit nái að starfa í 2–3 ár til viðbótar, áður en tekin verður upp framleiðsla á kísildufti, þarf að fá vinnsluleyfi fyrir nýjum námusvæðum í vatninu. SUMARÁÆTLUN Icelandair er um 20% umfangsmeiri en í fyrrasumar, en félagið hefur bætt við ferðum frá sjö borgum og flytur ferðamenn til landsins í beinu áætlunarflugi frá samtals 21 stórborg í Evrópu og Bandaríkj- unum næsta sumar. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Ice- landair, segir að mikill kraftur sé í markaðs- og kynningarstarfi Ice- landair erlendis og margskonar kynning- arleiðir séu notaðar til þess að hafa áhrif á ferðahug íbúa margra er- lendra stórborga. Um 180 starfs- menn Icelandair starfi við sölu og markaðsstarf erlendis og félagið beiti margvíslegum aðferðum við að ná til almennings, en í sumar verði bætt við ferðum frá Helsinki, Hamborg, Berl- ín, München, Zürich, Madríd og Or- lando í beinu áætlunarflugi. Í þessu sambandi nefnir Guðjón að um Glasgow í Skotlandi aki nú stræt- isvagnar málaðir í bláum litum og með áletrunum þar sem Skotar séu hvattir til Íslandsferða. Í París séu um 1.600 risastór veggspjöld frá Ice- landair í öllum lestarstöðvum Metro-neðanjarðarlestanna og í neðanjarðarlestarstöðvum í London standi einnig yfir veggspjaldaherferð til að vekja áhuga Lundúnabúa á ferðum hingað til lands í samkeppni við París, Róm og aðra áfangastaði stórborgarbúanna. Á öllum sölu- svæðum félagsins sé unnið með þess- um hætti eða öðrum og Icelandair taki þátt í alþjóðlegum ferðakaup- stefnum víða um heim til að kynna landið. Á fimmtudagskvöld hefst Mid- Atlantic, stór ferðakaupstefna sem Icelandair heldur hér á Íslandi í 12 sinn. Um fimm hundruð þátttak- endur koma til kaupstefnunnar víða að úr heiminum, en henni lýkur á laugardag. Í París eru um 1.600 ristastór veggspjöld frá Icelandair í öllum lest- arstöðvum Metro-neðanjarðarlestanna. Icelandair eykur framboðið um 20% Strætisvagnar í Glasgow í Skotlandi eru málaðir í bláum litum og með áletrunum þar sem Skotar eru hvattir til Íslandsferða. DAVÍÐ Oddsson forsætisráð- herra,opnaði sýningu í tilefni ald- arafmælis heimastjórnar á Íslandi í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Sagði hann viðeigandi að húsið, sem væri einkennismerki heima- stjórnarinnar steypt í stein, hýsti slíka sýningu. Davíð sagði gleðilegt að sá tími væri kominn að einhugur væri um að líta á Hannes Hafstein sem sameiningartákn heimastjórn- artímabilsins og það sem hófst upp úr því. Vitnaði hann í ummæli Helga Skúla Kjartanssonar dós- ents í þá veru sem dæmi. Sagði hann að mörgum finnist kannski skrítið að nú eftir hundrað ár væri hægt að líta Hannes þessum augum en rifjaði upp deilur sem risu í kjölfar útgáfu bókar Krist- jáns Albertssonar um Hannes, sem komu út í þremur bindum1961– 1964. Voru ekki allir sammála túlkun Kristjáns á sögunni og hlutskipti Hannesar. Forsætisráðherra þakkaði stjórn, undirbúningsnefnd og starfsfólki Þjóðmenningarhússins sérstaklega fyrir þeirra mynd- arlegu aðkomu að hátíðarhöld- unum, eins og hann orðaði það, í tilefni aldarafmælis heimastjórn- arinnar. Ljósmynd/Gunnar G. Vigfússon Guðríður Sigurðardóttir, Vígdís Finnbogadóttir, Ástríður Thorarensen, Davíð Oddsson og Helgi Skúli Kjart- ansson skoða sýninguna í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Sýning um heimastjórnartímabilið opnuð ÞINGMENN Samfylkingarinnar hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um að ríkisstjórnin skipi byggingarnefnd sem hafi það hlutverk að undirbúa nýbyggingu við Landspítala – háskólasjúkrahús (LSH) á lóð sjúkrahússins við Hring- braut. „Nefndin skili einnig tillögum um hagnýtingu núverandi húsnæðis Landspítalans í Fossvogi,“ segir í til- lögunni. Ennfremur er lagt til að verði af frekari sölu ríkiseigna verði hluta af söluverðmætinu varið til verkefnisins. Er lagt til að nefndin skili áfangaáliti eigi síðar en 1. janúar 2006. „Flutn- ingsmenn telja nauðsynlegt að hefja byggingu við spítalann sem allra fyrst, m.a. til að ná fram fullri hag- ræðingu af sameiningu spítalanna með því að starfsemi hans verði nær öll á sama stað í borginni,“ segir í greinargerð. „Starfsemi LSH er nú, eins og kunnugt er, á tveimur stöðum, þ.e. við Hringbraut og í Fossvogi. Ennfremur eru rekstrardeildir í Kópavogi, á Grensási, Kleppi, Vífils- stöðum og á Landakoti.“ Í greinar- gerð kemur fram að undirbúningur taki langan tíma. Fyrsti flutnings- maður er Kristján L. Möller. Nýbygging við LSH verði undirbúin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.