Morgunblaðið - 04.02.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.02.2004, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Ætlarðu að biðjast afsökunar, eða viltu að ég fari að syngja? Hádegisfundur SÍNE í Norræna húsinu Staðan er ekki nógu góð í dag Samtök íslenskranámsmanna er-lendis gangast fyrir hádegisfundi í Norræna húsinu í dag og hefst hann eðli málsins samkvæmt klukkan 12. Fundinum er ætlað að vekja athygli á samtökunum og þeim vanda sem að þeim steðj- ar. Morgunblaðið ræddi um fundinn við Heiði Reynisdóttur, fram- kvæmdastjóra SÍNE. – Hvert er tilefni fund- arins og hvert verður efni hans? „Tilefni fundarins er að koma af stað almennri umræðu um gildi náms erlendis, mikilvægi þess fyrir þjóðfélagið og þá reynslu sem námsmenn afla sér með slíku námi. Við lítum á það sem hluta af starfi SÍNE sem hagsmunafélag námsmanna erlendis að vekja athygli á þess- um möguleika fyrir þá sem eiga þess kost að mennta sig erlendis. Það umhverfi sem stjórnvöld skapa námsmönnum erlendis, t.a.m. með stjórntæki eins og Lánasjóði íslenskra námsmanna, þyrfti hins vegar að breytast nokkuð svo Íslendingar upplifi nám erlendis ekki sem hindrun þegar kemur að námsvali. Helstu hindranir í dag eru gengisáhætta námsmanna, sem SÍNE vill al- farið afnema, þar sem fjárhags- legt öryggi þarf að vera tryggt hjá námsmönnum eins og öðrum í þjóðfélaginu. Þá telur SÍNE að námsmenn eigi ekki að þurfa að greiða af námslánum með náms- lánum, en í dag þurfa flestir sem koma af vinnumarkaði að greiða 2–3 greiðslur af lánum sínum eft- ir að nám hefst að nýju. Í þriðja lagi telur SÍNE brýnt að tekju- viðmið sjóðsins taki mið af fjöl- skyldustærð námsmanns. Í dag byrja námslán að skerðast við 300 þúsund krónur, hvort sem lánþeginn er með börn á sínu framfæri eða ekki, en fram- færsluþörfin er metin eftir fjöl- skyldustærð hjá LÍN.“ – Hver er tilgangur fundarins? „Tilgangur fundarins er í meg- indráttum sá að vekja athygli bæði á SÍNE sem hagsmuna- félagi námsmanna erlendis en einnig að sýna fram á ávinning þeirra sem eiga þess kost að mennta sig erlendis og hversu miklu máli það skiptir fyrir ís- lenskt þjóðfélag að námsmenn leiti í fjölbreytt nám hérlendis sem erlendis. Í kjölfar aukins framboðs náms á framhaldshá- skólastigi hér á landi hefur opn- ast möguleiki fyrir þann hóp sem ekki hafði áður tök á að stunda nám erlendis en sá hópur er jafn- framt mjög hvattur til að taka hluta af námi sínu við erlenda há- skóla.“ – Hvernig verður skipulag fundarins? „Við höfum fengið til liðs við okkur hóp góðra manna, sem all- ir eiga það sameigin- legt að hafa stundað nám erlendis og mun- um heyra viðhorf þeirra gagnvart náms- dvöl erlendis og fræð- ast um það hvernig sú reynsla hefur nýst þeim í leik og starfi. Meðal fundarmanna eru Þórólfur Árnason borgarstjóri, Ólafur Þ. Stephensen, aðstoðar- ritstjóri Morgunblaðsins; Guð- mundur Steingrímsson, rithöf- undur og blaðamaður; Bjarni Benediktsson alþingismaður; Þorfinnur Ómarsson, forstöðu- maður Hagnýtrar fjölmiðlunar við HÍ, og fundarstjóri verður Dagur B. Eggertsson, læknir og borgarfulltrúi. Ég á því von á að skemmtilegar umræður skapist um gildi náms erlendis en það verður fróðlegt að heyra hvernig námið og dvölin erlendis hefur nýst þeim og hvað þeim finnst standa upp úr þegar litið er til baka. Ég vona einnig að fund- urinn verði námsmönnum í dag hvatning til að íhuga mögu- leikann á námi erlendis eigi þeir þess nokkurn kost.“ – Hvað um stöðu námsmanna erlendis í dag? „Staða námsmanna erlendis er því miður ekki nógu góð eins og sakir standa. Með hækkandi gengi íslensku krónunnar fer hagur þeirra versnandi og þess eru dæmi að námsmenn hafi staðið uppi með allt að 350 þús- unda yfirdráttarskuld við bank- ann eftir að námslán höfðu verið greidd inn á reikninginn. Þessi staða kemur upp vegna þess að lánsloforð LÍN tekur mið af gengi gjaldmiðils í námslandinu að hausti og yfirdráttarlán bank- ans miðast við þá fjárhæð en út- borgað lán miðast við daggengi á greiðsludegi lánsins, sem er greitt eftir á þegar námsárangur liggur fyrir. Þetta getur orðið til þess að námsmenn þurfa að hætta námi þar sem ekki er al- farið hægt að treysta á þá fjár- hagslegu aðstoð sem LÍN ætti að veita. Að auki hefur SÍNE, ásamt BHM, þrýst mjög á að endurgreiðslubyrði námslána lækki og skipaður verði starfs- hópur sem mótaði tillögur að úr- bótum. SÍNE og BHM hafa ekki fengið svör frá formönnum stjórn- arflokkanna þrátt fyrir ítrekaðar bréfasend- ingar.“ – Hvernig er fram- tíðarsýnin? „Framtíðarsýnin er þrátt fyrir allt björt. Við trúum því að náms- mönnum erlendis muni ekki fækka í framtíðinni en stjórnvöld þurfa að huga vel að þeim afleið- ingum sem slíkt hefði fyrir ís- lenskt þjóðfélag og beita stjórn- tækjum sínum þannig að það gerist ekki.“ Heiður Reynisdóttir  Heiður Reynisdóttir er fædd í Reykjavík 1. október 1972. Lauk BA-prófi í frönsku og dönsku frá HÍ 1995 og prófi í hagnýtri fjöl- miðlun frá HÍ 1996. Stundar MA-nám í mannauðsstjórnun við viðskiptafræðideild HÍ. Fram- kvæmdastjóri SÍNE frá 2000 en starfaði sem flugfreyja hjá Flug- leiðum 1996–2000. Í sambúð með Ingva Kr. Jónssyni, tannlækni og á einn son, Gabríel Gauta Einars- son, 7 ára. Endur- greiðslubyrði námslána lækki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.