Morgunblaðið - 04.02.2004, Síða 23

Morgunblaðið - 04.02.2004, Síða 23
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 2004 23 Ný sending af samkvæmiskjólum til leigu og sölu Efnalaug og fataleiga Garðabæjar Garðatorgi 3 • 565 6680 www.fataleiga.is Iðnaðarmenn af öllum stærðum og gerðum 1 4 4 4   Okkar v insælu f lugukas tnámskeið hef jas t í febrúar. Innritun og upplýsingar í síma 585-5860 og á heimasíðu www.namsfl okkar.hafnarfjordur.is                                 !  " #    1 4 4 4 w w w. g u l a l i n a n . i s hvað meira og þá bendi ég þeim gjarnan á skurðaðgerð af þessu tagi, hvort sem þær þurfa aðeins að láta taka af magasvæðinu, mjöðmum eða baki. Mjög mikilvægt er að sjúkling- urinn setji sér raunhæf markmið og geri sér grein fyrir að hverju er stefnt. Ég tek ekki reykingakonur í aðgerð nema þær hafi verið reyk- lausar í mánuð þar á undan því reyk- ingar minnka blóðflæði, segir Ottó. Algengast er að konur, sem sækj- ast eftir fitusogi, maga- og bolstrekk- ingum, séu á aldrinum 20 til 50 ára þó að það sé ekki algilt því Ottó hefur framkvæmt svuntuaðgerðir á konum allt upp í sjötugt. Ottó segir að fitu- sog sé frekar fyrir yngri konurnar á meðan svuntu- og bolstrekking sé meira fyrir þær eldri, en teygjanleiki og stinnleiki húðarinnar sé afar ein- staklingsbundinn. „Fitusog er best þarf konan að vera inniliggjandi á sjúkrahúsi yfir nótt, segir Ottó, sem hefur aðstöðu á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til að gera slíkar aðgerð- ir. „Konan fer heim í magabelti og með svokallað dren í sér sem tekur við vökva úr sárinu, en er fjarlægt viku síðar þegar hún kemur næst til mín í skoðun. Magabeltið þarf hún að nota í eina til tvær vikur í viðbót og mælt er með allt að tveggja til sex vikna veikindafríi frá vinnu, allt eftir eðli hennar. Að sex viknum liðnum má svo fara hægt af stað með léttar æfingar.“ Raunhæfar væntingar „Mjög mismunandi er hvaða hug- myndir konurnar hafa þegar þær koma til skoðunar á stofu. Sumar ætla í fitusog, en svo kemur í ljós við skoðun að þær þurfa klárlega eitt- Eftir að farið var að bjóða Ís-lendingum, sem þjást af of-fitu, upp á svokallaðar maga- minnkunaraðgerðir þar sem átt er við sjálft kviðarholið, hefur þeim fjölgað ört sem sitja uppi með alltof stóra húð eftir að hafa lést um tugi kílóa. Í slíkum tilvikum dugir hvorki megrun né líkamsrækt. Nú er Ottó Guðjónsson, lýta- og fegrunar- skurðlæknir, farinn að gera aðgerðir á Íslendingum, sem hann sjálfur kall- ar „body lift“, en kalla má bolstrekk- ingu upp á íslensku. Aðgerðin svarar til magastrekkingar, sem gerð hefur verið hérlendis í mörg ár, nema hvað skorið er allan hringinn á lík- amanum, mismikil húð og fita fjar- lægð af baki og maga, líkamanum snúið tvívegis á meðan á aðgerð stendur, húðin svo toguð saman á ný líkt og verið sé að toga saman brók og brjóstahaldara og að lokum er húðin bróderuð saman í þremur lög- um undir húðinni til að ör verði sem minnst áberandi. Allt að sex tímar Ottó er eini læknirinn sem fram- kvæmir slíkar aðgerðir hér á landi enn sem komið er. Hann kynntist að- ferðinni í New York þar sem hann bjó í sautján ár og starfaði m.a. á átta sjúkrahúsum með hópi lýtalækna sem kallaði sig Long Island Plastic Surgical Group, en rúmt ár er síðan hann fluttist til Íslands á ný. Aðeins ein íslensk kona hefur nú þegar und- irgengist bolstrekkingu hér á landi, en nokkrar munu vera að hugsa sig um, að sögn Ottós, sem framkvæmt hefur fjölmargar slíkar aðgerðir í Bandaríkjunum. Verð á aðgerð sem þessari er á við gott listaverk, að sögn Ottós, en aðgerðin er ekki nið- urgreidd af Tryggingastofnun þar sem hún fellur undir fegrunaraðgerð. Svokölluð svuntuaðgerð, sem felur í sér magastrekkingu, tekur um tvo og hálfan tíma, en bolstrekking að framan og aftan getur tekið allt að fimm til sex klukkutíma. Ottó segir að allar aðgerðir séu flóknar og engin án aukaverkana sem séu þó yfirleitt smávægilegar. „Í einstaka und- antekningartilvikum kann þó að koma upp sýking, blæðing eða of- holdgun í ör. Konan mætir fastandi að morgni aðgerðardags, fer í svæf- ingu og aðgerðin er framkvæmd. Ég legg ríka áherslu á að konan fari úr rúmi og á fætur sama dag og aðgerð- in hefur verið gerð til að koma blóð- inu á hreyfingu sem fyrst. Það minnkar hættu á aukaverkunum, en eftir bæði maga- og bolstrekkingu fyrir konur, sem eru í eða nálægt kjörþyngd. Sumar eru búnar að æfa í ræktinni og eru orðnar kinn- fiskasognar af sprikli án þess að mjaðmirnar minnki. Með tiltölulega litlu inngripi má laga bæði slappan maga og mjaðmir og er staðan þá orðin allt önnur fyrir þær. “ Sjálfstraust og vellíðan Hvað fá svo konurnar út úr þessu? „Mín reynsla er sú að konur, sem hafa verið óánægðar með sig í mörg ár og hafa tekið þá ákvörðun að ganga í gegnum svona aðgerð, fá allt annað viðhorf til lífsins auk þess sem sjálfstraust og vellíðan vex að sama skapi. Þær eru oft og tíðum búnar að velkjast með sín vandamál mjög lengi og hafa reynt allt til að bæta út- lit sitt. Þeim finnst þær ekki geta klætt sig almennilega, farið í sund eða séu boðlegar á neinn hátt. Þær eru, eins og stundum er sagt, fangar í eigin líkama. Mér finnst á hinn bóg- inn starf mitt vera ákaflega skemmti- legt og þakklátt þegar ég upplifi já- kvæðar breytingarnar í tilvist fólks.“ Hvað viltu segja um æskudýrk- unina, sem virðist vera allsráðandi bæði hér og annars staðar? „Almennt séð er ekkert að því að fólk líti vel út. Nú eru í boði aðgerðir til að bæta útlitið, sem er á allra færi að gera, en slíkar aðgerðir koma auð- vitað ekki í staðinn fyrir heilbrigt líf- erni, hreyfingu og líkamsrækt. En í mörgum tilvikum þarf fólk meiri hjálp og þá finnst mér persónulega alveg sjálfsagt að menn veiti sér hana, ef áhugi er á því. Kona, sem gengur um með hangandi augnpoka og lítur út fyrir að vera tíu árum eldri en hún er þarf sjálf að gera upp við sig hvort hún vill, með tiltölulegra einfaldri aðgerð, láta laga sig eða vera svona áfram. Við lýtalæknar er- um hvorki að auglýsa né lokka til okkar fólk en þjónustan er í boði og allt í lagi fyrir fólk að nýta sér hana eftir efnum og ástæðum.“  FEGRUNARAÐGERÐIR|Farið að bjóða upp á bolstrekkingu allan hringinn hér á landi Togað og teygt Aðgerðin: Skorið er allan hringinn á líkamanum, mismikil húð og fita fjar- lægð af baki og maga og líkamanum snúið tvívegis. Ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson Ottó Guðjónsson: Kynntist aðferð- inni í New York. Frágangur: Eftir að búið er að fjarlægja það sem á að taka er húðin toguð saman á ný líkt og verið sé að toga saman brók og brjóstahaldara. Fyrir og eftir: Við skoðun kemur stundum í ljós að í staðinn fyrir fitusog þurfa konur skurðaðgerð af þessu tagi, hvort sem þær þurfa aðeins að láta taka af magasvæðinu, mjöðmum eða baki Mikill munur: Algengast er að konur, sem sækjast eftir fitusogi, maga- og bolstrekkingum, séu á aldrinum 20 til 50 ára. Það er þó ekki algilt því Ottó hefur framkvæmt svuntuaðgerðir á konum allt upp í sjötugt. Lýta- og fegrunarskurðlæknirinn Ottó Guðjónsson framkvæmir nú bolstrekkingaraðgerðir hér á landi. Hann sagði Jóhönnu Ingvarsdóttur að slík aðgerð hentaði konum sem væru með of stóra húð. join@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.