Morgunblaðið - 04.02.2004, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.02.2004, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 2004 27 Ahmed Abo Ali segir að fulltrúaríraska hersins hafi hringt í sigskömmu áður en Bandaríkja-menn og Bretar gerðu árás á Írak í mars í fyrra og beðið sig „sem fyrrverandi hermann“ um að koma og berjast með Fed- ayeen-sveitum Saddams Husseins, þáver- andi forseta Íraks, í stríðinu sem var yfirvof- andi. „En ég sagði þeim að ég gæti það ekki, ég ætti fjölskyldu núna og að ég þyrfti að vernda konu mína og börn,“ segir Ahmed. Ahmed Abo Ali er kvæntur Lomu og sam- an eiga þau þrjú börn, soninn Ali, sem er níu ára, dótturina Nebed, sem er átta ára, og svo Iyaa, en hún er aðeins sex ára gömul. Þetta er venjuleg írösk fjölskylda, býr sunnan við Tígris-ána í einu úthverfa Bagdad, og þau hafa samþykkt að taka á móti mér þennan sólríka þriðjudag. Og þau taka vel á móti aðkomumanninum, ég fæ að spyrja þau spjörunum úr og síðan er færð fyrir mig vegleg máltíð. Börnin hafa sérstakan áhuga á gestinum og það er eig- inlega svolítið uppörvandi, hafandi hörmung- arsögu írösku þjóðarinnar þessi síðustu ár í huga, hversu glaðlynd þau eru og brosmild. Viðskiptaþvinganir höfðu slæm áhrif Ahmed er kraftalega vaxinn, farinn að nálgast fertugt. Kona hans, Loma, er 35 ára. Hann var tólf ár í íraska hernum en þjónaði þó ekki samfleytt. Barðist í Írak-Íran-stríð- inu, sem stóð 1980–1988, og síðar í Persaflóa- stríðinu. Nú starfar hann sem hárskeri og rekur einnig verslun. Loma hugðist fá starf sem barnaskólakennari en var hafnað, þau öfl sem nú ráða ríkjum vildu ekki ráða hana vegna tengsla sem móðir hennar hafði á sín- um tíma við embættismenn Baath-flokksins. Ahmed og Loma hafa þurft að ganga í gegnum erfiðleika og raunir. „Við áttum dóttur sem veiktist af heilasjúkdómi. Ég reyndi að afla henni lyfja og koma henni und- ir læknishendur en allt kom fyrir ekki,“ segir Ahmed. Þetta var árið 1996 og dóttirin var sjö ára gömul. Ég spyr Ahmed hverju hann kenni um, Bandaríkjamönnum, Saddam? „Við- skiptaþvinganir alþjóðasamfélagsins ollu dauða hennar. Þetta hafði mikil áhrif á okk- ur, kostaði okkur miklar fórnir. Lyfin sem við keyptum frá Jórdaníu kostuðu mikla pen- inga,“ segir hann. Ég inni hann frekar eftir þessu og þá kemur í ljós að Ahmed kennir ekki Sameinuðu þjóðunum eða Bandaríkja- mönnum um viðskiptaþvinganirnar, Saddam beri þar sjálfur alla ábyrgð. Það er samt svolítið erfitt að átta sig fylli- lega á tilfinningum Abo Ali-fjölskyldunnar gagnvart þeirri stöðu sem komin er upp. Ahmed og Loma segjast ekki sakna Sadd- ams, nema síður sé, en þau hafa samt vissa samúð með uppreisnarmönnum sem berjast gegn hersetu Bandaríkjamanna. Útlendu ísl- amistarnir, sem flykkst hafa til Íraks í því skyni að heyja heilagt stríð, eru hins vegar í litlu uppáhaldi hjá þeim. Rafmagnsleysið, verðbólgan, öryggisleysið á götum úti; allt hefur þetta áhrif á álit þeirra á frammistöðu Bandaríkjamanna. Í tíð Saddams var þó að minnsta kosti ekki hættulegt að fara út á götu á kvöldin. Núna leiki ribbaldar lausum hala, fari rænandi og ruplandi um götur Bagdad eftir að skyggja tekur. „Chalabi er Ali Baba“ Ahmed og fjölskylda hans höfðust við í húsi sínu í loftárásum Bandaríkjamanna síð- asta vor. Og það er ljóst að þau eru alvön sprengingum, það má ráða af viðbrögðum þeirra þegar hús þeirra hristist skyndilega og skelfur; sprengja hefur sprungið einhvers staðar ekki alltof langt í burtu. Börnin hlæja raunar að áhyggjusvipnum sem kemur yfir blaðamann Morgunblaðsins. „Þetta er dag- legur viðburður,“ segir Ahmed. Loma bætir því þó við að börnin séu hrædd við að ganga í skólann, skothríð heyr- ist gjarnan í fjarska og það skelfi þau. Einu sinni ruddist Bandaríkjaher inn á heimili þeirra, snemma morguns, í leit að vopnum. „Börnin eru hrædd við bandarísku hermenn- ina,“ segir Loma. Á valdaárum Saddams var sjía-múslímum, sem eru 60% þjóðarinnar, haldið niðri, enda Saddam og hans menn flestir súnnítar. Ahm- ed og Loma segja það hins vegar vitleysu að hætta sé á vandamálum í samskiptum sjíta og súnníta; það sjáist best á heimili þeirra, en Ahmed er súnní-múslími en Loma er sjíti. Aðspurð um hvern þau sjái sem hugsan- legan framtíðarleiðtoga Íraks segjast þau kjósa að hann komi úr hópi útlaga. „Ahmed Chalabi?“ spyr ég en Chalabi, sem hefur ver- ið í útlegð frá Írak í um fjóra áratugi, er einn mest áberandi liðsmanna Íraska fram- kvæmdaráðsins. „Nei, nei,“ hrópar þá öll fjölskyldan í kór. „Chalabi er Ali Baba,“ seg- ir elsti sonurinn, Ali, og Ahmed kinkar kolli, segir Chalabi skúrk. Þau nefna Brahimi Jaffari og Adnan Pachaci til sögunnar sem hugsanlega leið- toga en segja erkiklerkinn Ali Sistani, sem áberandi hefur verið vegna kröfu sinnar um að haldnar verði kosningar í Írak hið fyrsta, ekki áhrifamann. „Hann er útlendingur, fæddur í Íran,“ segir Ahmed. „Ég hafði aldrei heyrt á hann minnst fyrr en eftir stríð.“ Heimsóknir útlendinga illa liðnar Þegar ég kveð Ahmed Abo Ali og fjöl- skyldu hans nefnir hann að í tíð Saddams hefði hann nú varla getað tekið á móti mér með þessum hætti. „Það hefðu verið skrif- aðar um mig margar skýrslur,“ segir hann og er þar að vísa til þess eftirlits sem emb- ættismenn Baath-stjórnarflokksins höfðu með samneyti fólks við útlendinga. Slíkar skýrslur hefðu getað kallað á yfirheyrslur, vandræði. Ég hugsa með mér er ég ek á brott að kannski sé þetta ástæða þess að börnin hans Abos Ali tóku mér svo vel; kannski höfðu þau bara aldrei séð útlending áður. Morgunblaðið/Davíð Logi Sigurðsson Ahmed Abo Ali ásamt börnum sínum. Frá hægri eru dóttirin Nebed, þá sonurinn Ali og Iyad, yngsta dóttirin. Lengst til vinstri er ónefnd frænka. Fagna falli Saddams en óttast Bandaríkjaher Frá Davíð Loga Sigurðssyni, blaðamanni Morgunblaðsins í Írak. ’ Ég reyndi að aflahenni lyfja og koma henni undir læknis- hendur en allt kom fyrir ekki. ‘ ssa forseta og annarra druðum skiptir. Þetta gurinn, þannig að það forsetann heim í hvert kkur hundruð sinnum, taka þátt í því. Hvers æri þá á forsetanum ef ? Þetta er bara ekki hlýtur einhvern veg- hugsað sitt ráð áður en um þetta í fjölmiðlum.“ era hans á afmælinu „Ég læt hann alveg um það, hann ræddi það ekkert við mig. Fékk bara bréfið um að hann væri farinn og kæmi til baka eftir ótilgreindan tíma. Síðar höfum við heyrt að hann yrði til 18. eða jafnvel 20. febrúar.“ – Nú hefur forseti Íslands haft uppi hörð viðbrögð í fjölmiðlum og talað m.a. um að nota mætti sterkari orð en móðgun við forsetaembættið vegna ríkisráðsfundarins. Varstu undrandi á þessum ummælum? „Menn eiga ekki að tala við fjölmiðla í reiðikasti, ég tala nú ekki um ef það er allt á misskilningi byggt. Ég er viss um að hann vilji ekki að eina framlag hans til þessara hátíðarhalda sé að vera í hnút erlendis, móðgaður útaf engu.“ – Þannig að þessi viðbrögð komu þér á óvart? „Ég skil ekkert í þeim og ég hef reyndar ekki hitt marga sem skilja þau.“ – Hvaða áhrif telurðu að þetta mál komi til með að hafa á samskipti þess- ara tveggja æðstu embætta landsins í framtíðinni? „Ekki nokkur áhrif.“ „Uppákoma sem kom mér á óvart“ – Komið þið til með að ræða þetta þegar forsetinn kemur heim? „Ég er tilbúinn til þess, ef hann vill það, það er alveg sjálfsagt. Ég tel reyndar að ekkert sé til að ræða um. Mér þykir líklegt að þegar hann hugs- ar sitt ráð þá telji hann einnig að hér sé ekkert sem þarf að ræða.“ – Það hefur engan skugga borið á samstarf ykkar til þessa? „Það hefur alveg verið snurðulaust og ég vona að svona uppákoma verði ekki aftur. Hún kom mér á óvart.“ – Telurðu að þessi atburður komi til með að skyggja á hátíðarhöldin vegna heimastjórnarafmælisins? „Nei, það held ég ekki. Þau hafa far- ið afskaplega vel fram, að þessu und- arlega inngripi forsetans undanskildu. Það er eini bletturinn sem á hátíðar- höldin hefur fallið.“ brögð forseta Íslands við ríkisráðsfundinum urinn sem á n hefur fallið Morgunblaðið/Sverrir sunnudaginn 1. febrúar í Ráðherrabústaðnum. á baugi á hverjum að má segja að það a að forsætisráð- n, sem oddviti rík- nar, haldi forseta tum,“ segir hann. ryggisventill á njulegum tímum ekki er talið nauð- t að handhafar for- ds haldi forseta upp- á meðan hann er andi, hvers virði er nefndur „öryggis- “ sem gjarnan hefur agður fylgja stjórn- gri stöðu þjóðkjörins ? o á að forsetinn geti gisventill, fyrst og enjulegum tímum, ófriður eða nátt- rfitt verður að Þá getur komið upp erk forsetans verði ð annars er, þá vegna em sameiningartákns er líka svo að forset- agafrumvarpi stað- þingi hefur sam- etur hann ekki arpið verði að lögum, kotið undir atkvæði sker þá úr um fram- a. Forseti getur líka að einstakri stjórn- formlega ber að r hans og þar með un ekki gild. Segja áttum felist einhvers till en samkvæmt an hefur forsetinn aldi sínu og ekki er hann geri það nema gar aðstæður,“ segir s að Davíð Þór Björg-vinsson,lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, segir að handhafar forseta- valds, þ.e. forsætisráð- herra, forseti Alþingis og forseti Hæstaréttar, fari með öll embætt- isverk forseta Íslands þegar hann er erlendis. Áttunda grein stjórn- arskrárinnar kveði á um þetta hlutverk handhafa forsetavalds- ins. „Það verður að skilja þessa grein þannig að handhafarnir fari með forsetavald þegar sú heimild er nýtt. Þetta getur átt sér stað við ýmsar aðstæður, m.a. þegar forseti fer utan, en handhafar forsetavalds taka þá við störfum hans á meðan hann er í burtu og fara með forsetavald,“ segir Davíð Þór. Lögfræðilega ekki athugavert að handhafar stýri ríkisráðsfundi – Er eitthvað athugavert við að efna til ríkisráðsfundar undir stjórn hand- hafa forsetavalds? „Nei, lögfræðilega séð er ekkert at- hugavert við það. Það er auðvitað gert ráð fyrir því að forseti sitji ríkisráðs- fundi en ef hann er fjarverandi koma handhafar forsetavalds hans í stað og lögformlega er ekkert að því,“ segir hann. Davíð Þór var spurður hvort verið væri að skapa hættulegt fordæmi með því að efna til ríkisráðsfundar undir stjórn handhafa forsetavalds eins og forsetinn hefur látið að liggja í við- tölum. „Nei, þarna er lögfræðilega rétt að málum staðið og það gerir því í sjálfu sér ekkert til þótt þetta verði endurtekið. Þetta byggist ekki á rangri eða vafasamri lagatúlkun, heldur einfald- lega á þessu ákvæði stjórn- arskrárinnar um að hand- hafar forsetavalds gegna störfum forsetans á meðan hann er í burtu.“ Hugsanlega gagnrýn- isvert ef venjur hafa verið brotnar – Er eitthvað kveðið á um það í lögum að hand- hafar forsetavalds skuli halda forseta upplýstum um hvers kyns stjórnvalds- aðgerðir og embættisverk þeirra er varða forseta- embættið á meðan hann er fjarver- andi? „Ég held að þetta mótist fyrst og fremst af samskiptareglum sem þróast í tímans rás. Það eru ekki bein fyr- irmæli í lögum um þetta. Þetta helgast af venjum sem kunna að hafa mótast í samskiptum þeirra og ef þær venjur hafa með einhverjum hætti verið brotnar í þessu máli má kannski halda því fram að það sé gagnrýnisvert, en það hefur í sjálfu sér ekkert komið fram að um neitt slíkt sé að ræða.“ Hann var að lokum spurður hvers virði svonefndur öryggisventill, sem gjarnan hefur verið sagður fylgja stjórnskipulegri stöðu forseta, væri ef ekki er talið nauðsynlegt að handhafar forsetavalds haldi forseta upplýstum um embættisverk í fjarveru hans. Davíð Þór segir það ekki beinlínis lög- fræðilegt atriði að ræða um forseta Ís- lands sem einhvers konar öryggisven- til í stjórnskipuninni. „Í öllu falli er gert ráð fyrir því í stjórnarskránni að handhafar forsetavalds taki við hans störfum, þannig að handhafi forseta- valds er ávallt til staðar.“ Davíð Þór Björgvinsson lagaprófessor Lögfræðilega rétt að málum staðið Davíð Þór Björgvinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.