Morgunblaðið - 04.02.2004, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.02.2004, Blaðsíða 17
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 2004 17 Borgartúni 28, símar 520 7901/520 7900 www.ef.is • Hagstætt verð TONY Blair, forsætisráðherra Bret- lands, hefur ákveðið að fram fari rannsókn á upplýsingum, sem leyni- þjónusta landsins aflaði um meint gereyðingarvopn Íraka en þessi gögn voru síðan notuð til að réttlæta þátttöku Breta í herför gegn stjórn Saddams Husseins Íraksforseta. Nefnd hefur þegar verið skipuð til að annast rannsóknina. Talsmaður Frjálsynda demókrataflokksins kvaðst í gær ekki geta fellt sig við hvernig verksvið nefndarinnar hefði verið skilgreint. Flokkurinn hygðist því ekki taka þátt í störfum hennar. Þrýstingur á Blair um að útskýra hvers vegna engin efna- eða sýkla- vopn hafa fundist í Írak jókst á mánudag þegar George W. Bush, Bandaríkjaforseti, skýrði frá því að hann hygðist skipa nefnd til að rannsaka m.a. upplýsingar þær sem leyniþjónustustofnanir lögðu fram um meinta vopnaeign Íraka. Upplýsingar metnar Tony Blair sagði á þingnefndar- fundi í gærmorgun að hann teldi þörf á því að bresk, þverpólitísk nefnd kannaði þau gögn sem fyrir hefðu legið um meinta gereyðing- arvopnaeign Íraka. Vísaði breski forsætisráðherrann sérstaklega til ummæla Davids Kays, sem nýlega sagði af sér sem yfirmaður vopna- leitar Bandaríkjamanna í Írak. Kay hefur sagt í viðtölum að hann hafi engin merki greint um gereyðing- arvopn í Írak og lýst þeirri skoðun sinni að stjórnvöld þar hafi ekki ráð- ið yfir slíkum vopnum. „Ég tel rétt í ljósi þess sem David Kay hefur sagt og með tilliti til þess að yfirmenn vopnaleitar í Írak munu ekki gefa skýrslu á næstunni … að við lítum nánar á þær upplýsingar sem við fengum frá leyniþjónustu- stofnunum og metum hvort þær voru nákvæmar eður ei,“ sagði Blair. Pólitískar ákvarðanir ekki til rannsóknar Í liðinni viku komst Hutton lá- varður, sem falið var að rannsaka dauða breska vopnasérfræðingsins Davids Kellys, að þeirri niðurstöðu, að bresk stjórnvöld hefðu ekki vís- vitandi hagrætt upplýsingum sem leyniþjónustan aflaði til að styrkja málstað sinn. Blair vísaði í gær til skýrslu Hutt- ons lávarðar og hvatti landsmenn til að virða niðurstöður hans. „Að mínu viti er engin þörf á rannsókn á þeim pólitísku ákvörðunum sem teknar voru varðandi stríðið í Írak,“ sagði Blair. Það væri þings og þjóðar að taka afstöðu til þeirra en mikilvægt væri að farið yrði í saumana á leyni- þjónustugögnunum sem fyrir lágu þegar bandamenn afréðu að ráðast inn í Írak. Breskir fjölmiðlar gafa greint frá því að Frjálslyndi demókrataflokk- urinn hafi þrýst á um að rannsóknin í Bretlandi tæki einnig til þeirra pólitísku ákvarðana sem lágu her- förinni til grundvallar. Af þessum sökum ákváðu hinir frjálsyndu í gær að taka ekki þátt í störfum rann- sóknarnefndarinnar. Butler lávarð- ur, fyrrum ráðuneytisstjóri og að- stoðarmaður forsætisráðherra, mun fara fyrir nefndinni. Auk hans verða í henni Inge lávarður, fyrrum starfsmannastjóri varnarmálaráðu- neytisins, Sir John Chilcott, fyrrum háttsettur, borgaralegur embættis- maður, Ann Taylor, þingmaður Verkamannaflokksins og formaður leyniþjónustu- og öryggismála- nefndar neðri deildar þingsins, og Michael Mates, þingmaður Íhalds- flokksins. Nefndin mun starfa fyrir luktum dyrum en niðurstöður henn- ar verða birtar fyrir lok júlímán- uðar. Viðkvæmar leyniþjónustuupp- lýsingar verða ekki birtar opinberlega í tengslum við rann- sóknina. Saddam hafði „áætlanir“ Tony Blair ítrekaði í gær þá skoð- un sína að herförin gegn stjórn Saddams Husseins hefði verið rétt- lætanleg. „Ég segi það eitt, að engu breytir hvað [nýja] rannsóknin leiðir í ljós. Ég fellst ekki á þá skoðun að rangt hafi verið að steypa Saddam Hussein af stóli og að heimurinn sé hvorki öruggari né betri án hans.“ Blair hélt því og fram að vopna- leitarteymi bandamanna í Írak hefði fundið sannanir fyrir því að Saddam Hussein hefði haft uppi „áætlanir“ um gereyðingarvopn. Ljóst væri að þær „áætlanir“ hefði Saddam ætlað að þróa frekar og það hefði hann gert hefði hann fengið tækifæri til þess. Blair fyrirskipar rann- sókn á upplýsingum Reuters Tony Blair svarar spurningum þingnefndar í gær en á fundinum skýrði breski forsætisráðherrann frá þeirri ákvörðun sinni að láta rannsaka leyniþjónustugögn varðandi meinta gereyðingarvopnaeign Íraka. Þverpólitískri nefnd ætlað að kanna leyniþjónustugögn sem fyrir lágu um meinta gereyðingarvopnaeign Íraka Lundúnum. AFP. ’ Ég fellst ekki áþá skoðun að rangt hafi verið að steypa Saddam Hussein af stóli og að heimurinn sé hvorki öruggari né betri án hans. ‘ ANA Palacio, utanríkisráðherra Spánar, lýsti yfir því í gær að stjórn- völd þar hefðu engin áform um að efna til rannsóknar í tengslum við innrásina í Írak. Stjórnvöld í Bretlandi og Banda- ríkjunum hafa á síðustu dögum ákveðið að óháðar rannsókn- arnefndir fari yfir gögn þau sem fyr- ir lágu um meint gereyðingarvopn Íraka þegar ákveðið var að koma stjórn Saddams Hussein frá með hervaldi. Ana Palcio sagði að ákvörðun Spánverja að styðja innrásina í Írak hefði verið tekin á grundvelli sam- þykkta Sameinuðu þjóðanna. Þar hefði ríkt einhugur um nauðsyn þess að afvopna Saddam Hussein Íraks- forseta. Stuðningur Spánarstjórnar við innrásina hefur verið afar umdeild- ur þar í landi. Skoðanakannanir leiddu ljós að mikill meirihluti þjóð- arinnar var andvígur innrásinni í Írak og stuðningi stjórnvalda við þá aðgerð. Jose Luis Rodriquez Zapatero, leiðtogi Sósíalistaflokksins, stærsta stjórnarandstöðuflokks Spánar, hef- ur ítrekað sakað ráðamenn um að hafa „logið“ að þjóðinni í því skyni að réttlæta stuðninginn við innrás- ina. Á mánudag hvatti hann Mariano Rajoy, forsætisráðherraefni Þjóð- arflokksins í þingkosningunum á Spáni í næsta mánuði, til að gera þjóðinni opinberlega grein fyrir „lygunum“. Rajoy sem tekur við leiðtogaembættinu af José María Aznar, forsætisráðherra Spánar, hefur jafnan stutt innrásina. Spánverjar útiloka rannsókn Madríd. AFP. YFIRVÖLD í Þýskalandi tilkynntu í gær að kona sem grunur lék á að væri smituð af fuglaflensu væri ekki með veikina. Var óttast að hér væri um að ræða fyrsta fórnarlamb veikinnar í Evrópu en konan var nýkomin frá Taílandi þar sem veikin er landlæg. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, staðfesti hins vegar þrjú ný fugla- flensutilfelli í fólki í Víetnam í gær, auk þess sem tilkynnt var að sjö ára drengur í Taílandi hefði látist úr veik- inni. Er tala látinna í heiminum þá komin í þrettán manns, þar af eru níu í Víetnam og fjórir í Taílandi. Í einu tilfellanna sem greindust í Víetnam í gær var um að ræða átján ára gamlan pilt, hann lést á sjúkra- húsi í höfuðborginni, Hanoi, á mánu- dag. Í hinum tilvikunum var um að ræða 19 ára pilt sem hefur náð sér og tvítuga konu sem enn er veik. Nú hefur veikin komið upp í alls tíu löndum, langflest tilfelli hafa greinst í Víetnam en um tveir þriðju héraða í landinu hafa tilkynnt um smit í fið- urfé. Hefur um níu milljónum alifugla verið slátrað í þeirri von að hefta megi útbreiðslu veikinnar. Neyðarfundur í Róm Um 25 sérfræðingar á heilbrigðis-, matvæla- og dýralækningasviði hvaðanæva úr heiminum komu sam- an í Róm í gær til þriggja daga neyð- arfundar um veikina. Hann er hald- inn á vegum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Vonast þeir til að geta fundið leiðir til að hjálpa þeim þjóð- um sem orðið hafa fyrir barðinu á sjúkdómnum. Á sama tíma reyndu talsmenn Al- þjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í Genf að slá á hræðslu manna við að veiran hefði stökkbreyst en fregnir bárust af því á sunnudag að tvær konur í Víetnam hefðu hugsanlega smitast af mönnum. Vísindamenn óttast mest af öllu að veiran stökk- breytist þannig að hún geti borist manna á milli. Þýska konan reyndist ekki smituð af fuglaflensu Þrjú ný tilfelli í fólki í Víetnam Hanoi. Bangkok. Róm. AP. AFP. AP Landbúnaðarráðherra Filipseyja bítur í kjúkling til að undirstrika að fuglaflensan sé ekki landlæg þar. EF áætlanir ganga eftir má búast við, að vindmyllur muni kögra norsku strandlengjuna eftir nokkur ár, að minnsta kosti í sumum lands- hlutum. Fyrirhugað er, að þær verði alls 2.600, þar af 1.800 í Finnmörk. Rafmagnsframleiðsla þessara 2.600 vindmyllna á að vera 10 tera- wött en það samsvarar framleiðslu 20 Alta-virkjana eða ársnotkun 400.000 heimila. Kom þetta fram á fréttavef Aftenposten. Rannsóknir sýna, að líklega er hvergi betra að framleiða rafmagn með vindmyllum en í Finnmörk enda má heita, að þar blási jafnt og stöðugt alla daga. Yf- irstjórn norska hersins er hins vegar ekki mjög hrifin af þessum áætl- unum því að komið hefur í ljós, að vindmyllurnar hafa truflandi áhrif á ratsjárstöðvar. Áætlanir um 2.600 vindmyllur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.