Morgunblaðið - 04.02.2004, Blaðsíða 40
DAGBÓK
40 MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Fréttir
Mæðrastyrksnefnd
Reykjavíkur. Skrif-
stofa s. 551 4349, mat-
araðstoð kl. 14–17.
Mannamót
Aflagrandi 40. Kl. 9
vinnustofa og postulín,
kl. 13 postulín, kl.
13.30 leshringur.
Árskógar 4. Kl. 9–12
handavinna, kl. 10.30–
11.30 heilsugæsla, kl.
13–16.30 smíðar og
handavinna, kl. 13
spil.
Bólstaðarhlíð 43. Kl.
9–12 glerlist, kl. 9–16
handavinna, kl. 10–
10.30 bankinn, kl. 13–
16.30 bridge/vist, kl.
13–16 glerlist. Bingó á
morgun kl. 13.30,
dansað eftir tónlist af
geisladiskum, eftir
bingóið. Nokkur pláss
laus í glerlist.
Félagsstarfið, Dal-
braut 18–20. Kl. 10
leikfimi, kl. 14.30
bankinn, kl. 14.40 ferð
í Bónus.
Félagsstarfið Dal-
braut 27. Kl. 8–16
handavinnustofan, kl.
10–13 verslunin, kl.
13.30 bankinn, kl. 11–
11.30 leikfimi.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Postulíns-
málun og leirmótun kl.
9–16.30.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 9.30 hjúkr-
unarfræðingur, kl. 10–
12 verslunin, kl. 13
föndur og handavinna.
Kl. 10 guðsþjónusta.
Félagsstarf aldraðra,
Garðabæ. Stólaleikfimi
kl. 9.30, kvenna-
leikfimi kl. 10.20 og
11.15, handavinnuhorn
og bridge-námskeið kl.
13, trésmíði kl. 13.30.
Félag eldri borgara
Kópavogi. Skrifstofan
opin í dag frá kl. 10–
11.30, viðtalstími í
Gjábakka kl 15–16.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraun-
seli, opnað kl. 9,
myndmennt kl. 10–16,
línudans kl. 11, gler-
skurður kl. 13, pílu-
kast kl. 13.30, billj-
ardsalurinn opinn til
kl. 16.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði.
Söngfélag FEB kór-
æfing kl. 17. Línu-
danskennsla kl. 19.15.
Gerðuberg, fé-
lagsstarf. 9–16.30
vinnustofur opnar, kl.
10.30 gamlir leikir og
dansar og sund- og
leikfimiæfingar í
Breiðholtslaug, kl.
12.30 koma börn úr
Ártúnskóla með leik
og söng, kl. 13.30 kór-
æfing.
Gjábakki, Fannborg 8.
Kl. 9–17 handavinna,
kl. 9.30 boccia, kl. 9.30
og kl. 13 glerlist, kl.
13 félagsvist, kl. 16
hringdansar, kl. 17.
bobb. Kl. 15.15 söngur
Guðrún Lilja mætir
með gítarinn.
Gullsmári, Gullsmára
13. Kl. 9 vefnaður, kl.
10 ganga, kl. 11
handavinnustofan op-
in.
Hraunbær 105. Kl. 9
handavinna, útskurður
og banki, kl. 13 brids.
Hvassaleiti 58–60. Kl.
9–15 handmennt, kl.
9–10 og kl. 10–11 jóga,
kl. 15–18 myndlist.
Korpúlfar Grafarvogi.
Á morgun pútt á
Korpúlfsstöðum kl. 10.
Norðurbrún 1. Kl. 9–
16.45 vinnustofa, kl.
13–13.30 bankinn, kl.
14 félagsvist.
Vesturgata 7. Kl.
8.25–10.30 sund, kl.
10–11.30 ganga, kl.
9.15–16 myndmennt,
kl. 12.15–14.30 versl-
unarferð, kl. 13–14
spurt og spjallað, kl.
13–16 tréskurður.
Vitatorg. Kl 8.45
smiðja, kl. 10 búta-
saumur, bókband, kl.
13 föndur og kóræf-
ing, kl. 12.30 versl-
unarferð.
Þjónustumiðstöðin,
Sléttuvegi 11. Kl. 10–
12 verslunin opin, kl.
13–16 keramik, tau-
málun, föndur, kl. 15
bókabíllinn.
Bókmenntaklúbbur
Hana-nú. Fundur í
kvöld á Bókasafni
Kópavogs kl. 20. Verið
er að lesa verk skálds-
ins SJÓN.
Vinahjálp, brids spilað
á Hótel Sögu í dag kl.
13.30.
Hafnargönguhóp-
urinn. Kvöldganga kl.
20. Lagt af stað frá
horni Hafnarhúsins.
Sjálfsbjörg, Hátúni
12, kl. 19.30 Fé-
lagsvist.
MR-49. Fundur í dag.
á Grand hóteli kl. 16,
vegna Ítalíuferð-
arinnar.
Kvenfélag Fríkirkj-
unnar í Reykjavík.
Aðalfundurinn verður
á morgun kl. 20, í
Safnaðarheimilinu
Laufásvegi 13.
Félag kennara á eft-
irlaunum, skákhóp-
urinn í dag kl. 14,
fundur bókmennta-
hóps fimmtud. 5. febr-
úar kl. 14. Fyrsti
fræðslu- og skemmti-
fundurinn verður
laugard. 7. feb. í
Húnabúð, kl. 13.30.
Ræðumaður Þuríður
Kristjánsdóttir, fyrr-
verandi prófessor.
Kvenfélag Hallgríms-
kirkju. Félagsfundur
verður fimmtud. 5.
febrúar kl. 20. Gestur
fundarins Ingólfur
Hartvigsson. Jóhanna
Möller verður með
upplestur.
Í dag er miðvikudagur 4. febr-
úar, 35. dagur ársins 2004. Orð
dagsins: Takið því hver annan að
yður, eins og Kristur tók yður að
sér, Guði til dýrðar.
(Rm. 15, 7.)
Samkeppnisstofnunhefur beint því til
tannlækna að þeir hafi
gjaldskrá sýnilega við-
skiptavinum. „Samkvæmt
samkeppnislögum ber
tannlæknum að hafa uppi
gjaldskrá, bæði inni á
tannlæknastofu sem og
útdrátt á biðstofu þar
sem greint er frá verði á
helstu gjaldliðum. Þetta
er algjört skilyrði fyrir
því að verðlagning geti
verið frjáls. Samkeppni
byggir m.a. á því sem
kallað er gagnsæi mark-
aðarins,“ segir í umfjöll-
un Samkeppnisstofnunar.
Þessi ábending er gefinút eftir að Sam-
keppnisstofnun gerði
verðkönnun hjá tann-
læknum. Í henni kemur
fram að mikill verðmun-
ur er á milli einstakra
tannlækna á þeim gjald-
skrárliðum sem könn-
unin náði til. Reyndist
munurinn á lægsta og
hæsta verði á einstökum
gjaldskrárliðum vera frá
100% og upp í 650%.
Það er ekki óeðlilegtað verð fyrir sam-
bærilega þjónustu sé mis-
jafnt þegar verðlagning
er frjáls. Margar for-
sendur liggja að baki
ákvörðun um verð sem
væntanlegir kaupendur
meta eftir sínum eigin
mælikvörðum. Þess
vegna er það rétt ábend-
ing að fólk verður að
geta kynnt sér gjaldskrá
á einfaldan hátt. Það fer
ekki saman frjáls verð-
lagning og pukur.
Samkeppnisstofnunhefði af þeim sökum
líka átt að benda á að
tannlæknum er óheimilt
að auglýsa þjónustu sína
samkvæmt lögum um
tannlækningar frá árinu
1985. Í 11. grein segir:
„Tannlæknum eru
óheimilar hvers konar
auglýsingar um starf-
semi sína sem tann-
læknar.“ Þetta er síðan
útfært enn betur í
reglum tannlækna um
auglýsingar þar sem
meðal annars segir að
þegar „tannlæknir hefur
störf á tannlæknastofu
eða flytur starfsemi sína
má hann auglýsa í blöð-
um þrisvar sinnum. Aðr-
ar auglýsingar eru ekki
leyfðar.“ Auglýsingarnar
þrjár mega þó ekki vera
stærri en tveggja dálka
og 5 cm á hæð.
Þetta fer klárlega ekkisaman. Ef fólkið í
landinu á að geta kynnt
sér gjaldskrá tannlækna
verða þeir að hafa svig-
rúm til að koma þeim
upplýsingum á framfæri.
Umtalsverðar fjárhæðir
fara í tannlækningar hjá
fjölskyldum ár hvert.
Frjáls verðlagning er af
hinum góða en til þess að
þeir tannlæknar, sem
verðleggja þjónustu sína
í hófi, fái að njóta þess í
auknum viðskiptum
verða þeir að geta upp-
lýst fólk um verð þjón-
ustunnar. Það er bæði
hagur tannlækna og við-
skiptavina þeirra.
STAKSTEINAR
Tannlæknum er bannað
að auglýsa verðskrá
Víkverji skrifar...
Víkverji hefur ekki enn séð umtal-aða sýningu Ólafs Elíassonar,
Frostvirkni, í Hafnarhúsinu en
hann átti hins vegar nýlega leið um
Tate Modern-safnið við Thames-ána
í London, þar sem „Verkefnið um
veðrið“ er enn í gangi. Víkverji hef-
ur til þessa ekki talist til listhneigð-
ustu manna, og er það viðburður
þegar hann fer á myndlistarsýn-
ingu, en það verður að segjast alveg
eins og er að heimsóknin í Tate
Modern var ógleymanleg. Þvílík
upplifun!
Það var eins og að stíga inn í ann-
an veruleika að sjá sólina hans Ólafs
birtast í þessum gríðarstóra túrb-
ínusal safnsins. Og Víkverji var svo
sannarlega ekki einn á ferð. Þarna,
á miðjum virkum degi, var mikill
mannfjöldi samankominn og bresk
skólabörn áberandi í fylgd kennara
sinna. Einn hópurinn hafði t.a.m.
komið sér fyrir á teppum úti við
einn vegginn að snæða nesti sitt á
meðan skrafað var um verkið og
spekúlerað. Einnig voru þarna
ferðamenn frá ýmsum heims-
hornum og ekki annað að sjá en að
allir hrifust af því sem fyrir augu
bar. Lögðust margir í gólfið til að
spegla sig í lofti túrbínusalarins,
ekki síst ungt og ástfangið fólk, en
flestir stóðu bara og horfðu hug-
fangnir mót sólinni. Með þokunni í
salnum (sem þartilgerð tæki fram-
kölluðu), sólinni og sérstakri birtu
sem af henni stafaði sköpuðust
þannig aðstæður að Víkverja fannst
eins og hann væri staddur á miðju
sögusviði vísindaskáldsögu, þar sem
jarðarbúar biðu þess að geimskip
lenti eða annað þaðan af meira
framandi gerðist. Enginn var þó
með skelfingarsvip heldur mátti
fyrst og fremst sjá aðdáunar- og
undrunarsvip á andliti fólks.
Það er engin furða að þessi sýn-
ing Ólafs hefur vakið mikla athygli
og kæmi Víkverja ekki á óvart að
sólin fengi að skína lengur en upp-
haflega var ætlunin. Hún hefur lað-
að til sín á aðra milljón manna og
safnið hlýtur að njóta góðs af því í
verslunum sínum og hliðarsölum.
Hið eina sem skyggði á upplifun
og ánægju Víkverja var að á stóru
veggspjaldi var hins íslenska upp-
runa listamannsins hvergi getið og
nánast falið í sýningarskrá að hann
ætti íslenska foreldra. „Born in
Denmark“ stóð alls staðar og var
ekki laust við að þetta kæmi eilítið
við þjóðarstoltið. Því greip Víkverji
tækifærið fegins hendi þegar hann,
ásamt kunningja sínum, var beðinn
að tjá sig um sýninguna í litla bók
sem ungur listnemandi gekk með á
milli gesta. Að sjálfsögðu skrifaði
Víkverji að hann hefði verið af-
skaplega hrifinn af sýningu „Íslend-
ingsins“ Ólafs Elíassonar. Hann
mátti meira að segja skrifa í bókina
á móðurmáli sínu því nemandinn
sagðist vera með Dana í bekk sem
áreiðanlega skildi íslensku!
Hvað er svona danskt við
eftirnafnið Elíasson?
Kambanesskriður –
Kambanes
ÉG las í Morgunblaðinu sl.
fimmtudag frétt á bls. 4 þar
sem segir frá vöruflutninga-
bíl sem fór út af í Kamba-
nesskriðum. Mig langar til
að leiðrétta þetta örnefni. Á
þessu nesi eru nokkrir
bergdrangar (klettar yfir-
leitt frekar lágir en langir)
sem heita einu nafni Kamb-
ar. Við þessa bergdranga er
nesið kennt og heitir
Kambanes. Sömuleiðis eru
skriðurnar kenndar líka við
þessa bergdranga og heita
Kambaskriður, ekki
Kambanesskriður. Þarna
eru fleiri örnefni sem eru
kennd við þessa kamba t.d.
röstin austur úr nesinu sem
heitir Kambaröst og þá má
geta þess að Stöðfirðingar
hafa sl. 50 ára átt fiskiskip
með nafninu Kambaröst.
Víkin sunnan á nesinu heitir
Kambavík þannig að þetta
er allt kennt við þessa
kamba.
Á þessu nesi eru tvær
jarðir, önnur heitir Kambar
og hin heitir Heyklif.
Baldur Pálsson.
Síróp frá Karo
ÞANNIG er mál með vexti
að ég geri töluvert af því að
baka og meðal uppáhalds-
uppskrifta minna er amer-
ísk peacan-hnetubaka
(peacan pie). Í uppskriftinni
á að vera síróp frá Karo
(pancake corn syrup) og
fékkst það lengi vel bæði í
Hagkaupum og Nóatúni.
Núna er Karo-sírópið hins
vegar horfið úr hillunum og
ég í öngum mínum … Ég
hef nefnilega prófað flestar
ef ekki allar þær sírópsteg-
undir sem til eru hérlendis,
en árangurinn lætur á sér
standa; bakan verður allt
öðruvísi á bragðið. Ég er
búin að dreifa uppskriftinni
minni víða og því margar
aðrar konur sem eiga í sömu
vandræðunum og ég.
Ég lýsi hér með eftir sír-
ópinu!
Er það til í einhverri
verslun á Íslandi? Og/eða;
af hverju var hætt að selja
það?
Bryndís.
Tapað/fundið
Hefur einhver fundið
breitt silfurarmband?
BREITT silfurarmband
tapaðist föstudagskvöldið
23. janúar sl. í miðbæ
Reykjavíkur, líklega á Vín-
barnum við Kirkjuhvol eða í
Lækjargötu.
Finnandi vinsamlegast
hafi samband í síma 695-
3105.
Dýrahald
Hafið þið séð
hana Fífu?
FÍFA á heima í Dýjahlíð á
Kjalarnesi og hvarf að
heiman í síðustu viku. Við
erum búin að leita að henni
á næstu bæjum og höfum
spurt eftir henni mjög víða.
Fífa er tík, svört og hvít,
afar gæf og lítil í sér – hún
er á 5. ári. Hún er blanda af
border-collie og íslensku
hundakyni. Hún er skyn-
söm og geltir lítið sem ekki
neitt. Ef sagt er við hana
sæl þá heilsar hún og ligg
þá leggst hún. Hennar er
sárt saknað enda hefur hún
aldrei farið svona að heim-
an áður og biðjum við alla
þá sem orðið hafa hennar
varir að hafa samband í
síma 566-6002 eða 822-
6750.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
LÁRÉTT
1 grasgeiri, 4 kvendýr, 7
formar, 8 meiðum, 9
rödd, 11 beitu, 13 tryllt-
ar, 14 sköp, 15 sjávardýr,
17 boli, 20 ótta, 22 lágfót-
an, 23 fangbrögð, 24
kvarta undan, 25 ákveð.
LÓÐRÉTT
1 áflog, 2 reikningurinn,
3 sjá eftir, 4 næðing, 5
líkamshlutinn, 6 sár, 10
lítilfjörleg, 12 afbrot, 13
skelfing, 15 snauð, 16
svefnhöfgi, 18 ávinnur
sér, 19 dregið, 20 elska,
21 getraun.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 bandólmur, 8 farið, 9 kuldi, 10 lok, 11 riðla, 13
afnám, 15 stefs, 18 illar, 21 puð, 22 lognu, 23 netti, 24
hannyrðir.
Lóðrétt: 2 afréð, 3 daðla, 4 lokka, 5 uglan, 6 æfar, 7
fimm, 12 lof, 14 fól, 15 soll, 16 eigra, 17 spurn, 18 iðnar,
19 látni, 20 reif.
Krossgáta
Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16