Morgunblaðið - 04.02.2004, Page 42

Morgunblaðið - 04.02.2004, Page 42
ÍÞRÓTTIR 42 MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ JAKOB Jóhann Sveinsson, sundmaður úr Ægi og Íslandsmethafi í bringusundi, fer til Lúxemborgar á sunnudaginn og hyggst dvelja þar við æfingar fram yfir Ólympíu- leikana sem fram fara í Aþenu seinni hluta ágústmánaðar nk. Í Lúxemborg æfir Jakob Jóhann undir stjórn síns gamla læriföður, Þjóðverjans Bodo Wermelsckirchen, sem þjálfaði Jakob hjá Sundfélaginu Ægi um fjögurra ára skeið, meðal annars í und- anfara síðustu Ólympíuleika sem fram fóru í Sydney fyrir nærri fjórum árum. Werm- elsckirchen er nú yfirþjálfari hjá félagi í Lúxemborg og fær Jakob aðstöðu til æfinga hjá félaginu. „Ég var búinn að velta ýmsum kostum fyrir mér um tíma en komst síðan að þeirri niðurstöðu að best væri að fara til Bodos í Lúxemborg. Hann þekki ég vel og treysti honum fullkomlega í stað þess að renna blint í sjóinn hjá þjálfara sem ég þekki ekki,“ sagði Jakob í samtali við Morg- unblaðið í gær. Jakob, sem náði lágmarki til þátttöku á Ólympíuleikunum á síðasta ári, tók miklum framförum sem sundmaður undir stjórn Wermelsckirchen þau ár sem hann þjálfaði hér á landi og því ákvað hann að leita á ný í smiðju Wermelsckirchen nú þegar hann býr sig undir átökin á Ólympíuleikunum. Auk þátttöku á Ólympíuleikunum í Aþenu reiknar Jakob Jóhann með að taka þátt í Evrópumeistaramótinu í 50 m laug sem haldið verður í Madríd í maí. Jakob dvaldi við æfingar með finnska landsliðinu á Flórída í þrjár vikur í síðasta mánuði og gekk vel. „Það var mjög góður tími og ég lærði margt nýtt á honum sem á án eftir eftir að nýtast mér á næstunni,“ sagði Jakob Jóhann Sveinsson, sundmaður. Jakob Jóhann æfir í Lúxemborg fram yfir ÓL Jakob Jóhann Sveinsson ÁRNI Gautur Arason landsliðsmark- vörður í knattspyrnu leikur að öllu óbreyttu fyrsta leik sinn fyrir Manchest- er City í kvöld þegar liðið sækir Totten- ham heim í endurteknum leik liðanna í 4. umferð ensku bikarkeppninnar. Dav- id James aðalmarkvörður City er ekki gjaldgengur í bikarkeppnina þar sem hann hefur leikið með West Ham í keppninni í ár og því stendur valið hjá Kevin Keegan, stjóra Manchester- liðsins, á milli Árna Gauts og Danans Kevins Stuhr Ellegård. Kevin Stuhr lék í markinu í fyrri leiknum sem endaði með 1:1 jafntefli og var mark Tottenham að nokkru leyti skrifað á reikning hans. Árni Gautur var varamarkvörður City í leiknum við Arsenal um síðustu helgi og því er líklegt að hann fái tækifærið á milli stanganna í kvöld. Sigurliðið í rimmunni í kvöld mætir Manchester United á Old Trafford í 16-liða úrslitum keppninnar. Árni Gautur í marki City gegn Tottenham Árni Gautur KNATTSPYRNUSAMBAND Evr- ópu, UEFA, hefur vísað frá kæru knattspyrnusambands Wales þess efnis að Wales taki sæti Rússa í úrslitum Evrópumóts landsliða í knattspyrnu í Portúgal. Wales tapaði fyrir Rússum í umspili um laust sæti á mótinu en á dögunum kom í ljós að varnarmaður Rússa, Jegor Titov, hafði fallið á lyfja- prófi sem tekið var af honum að loknum fyrri leik liðanna í Rúss- landi sem var markalaus. Hann lék í 59 mínútur í síðari leiknum sem fram fór í Cardiff í Wales og þar höfðu Rússar betur, 1:0. Titov reyndist hafa notað vaxt- arhormónið bromantan og byggðu forráðamenn Wales kæru sína á því að Titov hefði ekki átt að fá að taka þátt í síðari leikn- um. BBC greinir frá því að Wales muni taka sér nokkra daga til þess að ákveða hvort málinu verðin áfrýjað til gerðardóms UEFA. Rússland leikur í A-riðli á EM í Portúgal ásamt Portúgal, Grikk- landi og Spáni. Í B-riðli leika Frakkland, England, Sviss og Króatía. Í C-riðli Svíþjóð, Búlg- aría, Danmörk og Ítalía. Í D-riðli Tékkland, Lettland, Þýskaland og Holland. Ríkharður lék með Fram 1989 til1995. „Það skipti miklu máli að félagið var búið að tryggja sér fleiri leikmenn og sýna þannig að það ætl- ar sér meira. Þó það sé slæmt að missa Ágúst Gylfason, eru aðrir komnir til að fylla hans skarð. Það er líka mikilvægt að það komi nýir menn með nýjar hugmyndir. Ég hef rætt við báða þjálfarana og sýnist þeir fagmenn. Þjálfarar að austan hafa oft mikla þekkingu, ekki síst í tækni og eru þolinmóðir að miðla henni. Ég þarf á því að halda, það þarf til dæmis að klára færin sín og ég er opinn fyrir að læra meira,“ bætti Ríkharður við. Meiðsli í hnéi hafa löngum hrjáð hann og sett strik í reikninginn. „Framan af hausti var ég að hugsa um að vera áfram úti og fékk boð um að koma á æfingar en það var of seint, þegar ég var hættur að æfa og taldi mig þá ekki eiga neina mögu- leika á að sýna mitt besta. Ef ég hefði tekið tilboði í Skandinavíu hefði það orðið að smellpassa því við hefðum þá ekki þurft að flytja frá Ósló. Ég gerði mér grein fyrir því að með mína meiðslasögu hefði ég orðið að sam- þykkja styttri samning, allt að tíu mánaða, en það var aldrei inni í myndinni fyrir svona stuttan tíma. Þegar svo ekki bauðst annað var auð- veldara að taka ákvörðun. Við vorum opin fyrir ýmsu en þegar maður er að verða þrjátíu og tveggja ára með meiðslasögu fær maður ekki samning eins og nákvæmlega hentar manni,“ sagði Ríkharður og er alkominn heim. „Þegar við ákváðum að koma heim er það endanlegt. Það hefur verið skemmtilegur tími hjá mér í atvinnu- mennsku, sumir reyndar skemmti- legri en aðrir, og maður hefur lært mikið sem leikmaður og persóna en nú er því tímabili lokið. Það er langt síðan ég hef verið svona heill heilsu svo lengi. Ég hef rætt við þjálfarann um að ég fari rólega af stað því ég veit ekki hvernig ég bregst við gervigrasi en vonandi gengur allt vel og ég tilbú- inn þegar mótið byrjar.“ Geolgau tekinn við Nýr þjálfari er tekinn við stjórn- taumunum hjá Fram, Rúmeninn Ion Geolgau. „Við munum koma mest á óvart næsta sumar. Það er draumur minn en ég veit að það verður ekki auðvelt. Ég vil koma sigurhugarfari í leikmenn, eins og þeir sýndu aðeins í lok síðasta tímabils. Hingað til hefur stjórnin skilað góðri vinnu, meðal annars fjórum góðum leikmönnum og tímabært að ég og leikmenn taki við ábyrgðinni. Það er ekki auðvelt að taka við nýjum leikmönnum en hluti af starfinu og við höfum tíma til að ná saman. Eftir nokkrar vikur ætti ég að vita hvernig á að byggja liðið upp. Ég var síðustu ár þjálfari í Færeyj- um og það er skref fram á við fyrir mig að þjálfa knattspyrnu á Íslandi, sem er í hærri gæðaflokki,“ sagði Ion Geolgau, sem gengur undir nafninu Jón G. hjá Fram í Safamýrinni. Framarar hafa fengið mikinn liðsstyrk í knattspyrnu – sex nýja menn Morgunblaðið/Brynjar GautiIngvar Ólafsson, sem hefur tekið við fyrirliðabandinu hjá Fram, er hér ásamt fimm nýjum mönn- um í Safamýrinni – Ríkharði Daðasyni, Þorvaldi Makan Sigbjörnssyni, Ion Geolgau, þjálfara frá Rúmeníu, og færeysku landsliðsmönnunum Fróða Benjamínsen og Hans Fróða Hansen. Ríkharður skrifaði undir tveggja ára samning við Fram „ÉG er spenntur fyrir að fara æfa. Hef aldrei verið í svona löngu fríi, tæpa tvo mánuði og kitlar í að komast í fótbolta og sumarið leggst vel í mig,“ sagði Ríkharður Daðason, landsliðsmaður í knattspyrnu, sem skrifaði í gær undir tveggja ára samning við Fram. Framherjinn, sem er 31 árs og hefur spilað 44 landsleiki, er enn ein viðbótin hjá Safa- mýrarliðinu, sem fyrir hafði gengið frá samningum við Þorvald Makan Sigbjörnsson, Færeyingana Hans Fróða Hansen og Fróða Benjamín- sen auk þjálfaranna Ions Geolgau og Jörundar Áka Sveinssonar. Kæru Wales vísað frá FÓLK  ELÍN Anna Steinarsdóttir, sem gengin er til liðs við knattspyrnulið ÍBV, er ekki frá Akranesi eins og sagt var í blaðinu í gær. Hún hóf feril sinn í meistaraflokki með ÍA en Elín Anna er frá Borgarnesi og lék með yngri flokkum drengja í Skallagrími áður en hún gekk til liðs við Skaga- liðið.  BELGÍSKI þjálfarinn Erik Ge- rets, fyrrverandi fyrirliði landsliðs Belgíu og félagi Ásgeirs Sigurvins- sonar hjá Standard Liege, var látinn taka poka sinn hjá þýska 1. deildar liðinu Kaiserslautern í gærmorgun. Ástæðan var tap liðsins fyrir 1860 München í fyrsta leiknum eftir vetr- arfrí, 2:1. Kurt Jara, 53 ára, fyrrver- andi þjálfari Hamburger, tók við starfi Gerets strax í gær.  SPÆNSKA handknattleiksliðið Portland San Antonio hyggst styrkja sveit sína verulega fyrir næstu leiktíð. Eftir því sem danskir fjölmiðlar greina frá þá hefur liðið gert samning við þrjá danska hand- knattleiksmenn Lars Jörgensen, Claus Möller Jakobsen og mark- vörðinn sterka, Kasper Hvidt, sem nú er í herbúðum Ademar Leon á Spáni. Allir voru þeir í danska lands- liðinu sem hafnaði í þriðja sæti á Evrópumeistaramótinu sem lauk sl. sunnudag. Portland er eitt þriggja bestu liða Spánar. Fyrir er einn danskur landsliðsmaður hjá liðinu – leikstjórnandinn Lasse Boesen.  MUSTAPHA Hadji, knattspyrnu- maður frá Marokkó og fyrrum leik- maður ársins í Afríku, hefur verið lánaður frá Aston Villa til spænska félagsins Espanyol út þetta tímabil. Hadji hefur átt erfitt uppdráttar hjá Villa og hefur aðeins komið við sögu í einum leik með liðinu í úrvalsdeild- inni í vetur.  BOLTON Wanderers, sem er komið í efri hlutann í ensku úrvals- deildinni í knattspyrnu, hefur fengið tvítugan bakvörð, Jon Ostemobor, að láni frá Liverpool til vorsins. Ost- emobor hefur leikið fjóra leiki með Liverpool í úrvalsdeildinni í vetur.  BOLTON hætti á síðustu stundu við að fá þýska sóknarmanninn Carsten Jancker, sem leikur með Udinese á Ítalíu, í sínar raðir. Samn- ingar við hann voru komnir á loka- stig um helgina en þá krafðist Janck- er þess að samið yrði til 18 mánaða. Forráðamenn Bolton vildu hins veg- ar aðeins semja við hann til vorsins.  FREDRIK Ljungberg, sænski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, verður væntanlega ekki með Arsen- al næstu þrjár vikur eftir að hann brákaðist á rifbeini í viðureign Ars- enal og Manchester City sl. sunnu- dag. Ljungberg missir af báðum leikjunum við Chelsea sem framund- an eru, 15. febrúar í ensku bikar- keppninni og sex dögum síðar í úr- valsdeildinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.