Morgunblaðið - 04.02.2004, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.02.2004, Blaðsíða 21
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 2004 21 Fundu þrjátíu kannabisplöntur Sandgerði | Við húsleit í Sandgerði, þegar lögreglan í Keflavík var að rannsaka innbrot í bíla í gærmorg- un, fundust þrjátíu kanna- bisplöntur. Brotist var inn í þrjá bíla í Sandgerði í fyrrinótt. Voru rúður brotnar í tveimur bílanna og meðal annars teknar úr þeim framhliðar hljóm- flutningstækja. Tilkynnt var um skemmdirnar um klukkan sjö í gær- morgun. Um klukkustund síðar var lögreglunni tilkynnt um háreysti í húsi ekki fjarri bílunum. Inni í hús- inu hafði lögreglan afskipti af þrem- ur mönnum og var einn þeirra með áverka á höfði eftir barsmíðar. Við húsleit fundust þrjátíu og þrjár kannabisplöntur í risi hússins og við nánari leit fannst um eitt gramm af efni sem grunur leikur á að sé amfetamín og hassmoli á ein- um mannanna þriggja. Fyrir utan húsið fannst þýfi úr bílunum, sem brotist var inn í fyrr um morg- uninn. Voru mennirnir allir handteknir og færðir til yfirheyrslu á lög- reglustöðinni.    Lyfjum stolið | Brotist var inn í bát sem lá við bryggju í Sandgerði á mánudag eða um helgina. Farið var í lyfjakistu skipsins og morfín tekið. Hvassahraun | Starfsmenn verktaka við tvöföldun Reykjanesbrautarinnar eru langt komnir við að byggja síðustu brúna af fjórum sem eru á þeim kafla sem nú er unnið að. Í gær voru þeir að byrja að festa stólpa fyrir vegrið sem kemur á brúna. Tvenn mislæg gatnamót eru á þeim kafla veg- arins sem nú er undir og eru tvær brýr á hvorum gatnamótum. Verktakarnir, sem eru Háfell, Jarð- vélar og Eykt, eru búnir að byggja og ganga frá brúm á nýju akreinina. Önnur er á nýjum vega- mótum við Vatnsleysustrandarveg og hin í Hvassahrauni. Einnig eru þeir búnir með brú á gömlu akreinina við Vatnsleysustrandarveg. Síð- asta brúin er á gömlu akreininni í Hvassahrauni og er vinna langt komin við hana. Búið er að steypa plötuna en eftir er að bæta í steypu. Það hefur hins vegar dregist vegna veðurs. Þurfa að vera sérstök veðurskilyrði til að það sé hægt. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Síðasta brúin langt komin Skrúfað frá vatni | Brotist var inn í hús loðnuverksmiðjunnar við Garðveg í Sandgerði aðfaranótt sunnudags og skemmdir unnar. Stórar dyr á austurhlið hússins voru opnar þegar komið var á stað- inn og heitt vatn rann um gólf. Skrúfað hafði verið frá öllum krön- um sem fundust í húsinu. Klakabrynja var innan og utan á húsinu og dyrastafir höfðu gengið til vegna hitamismunarins. Húsið er álklætt stálgrindarhús. Lög- reglan veit ekki hver eða hverjir hafa verið þarna að verki.    Reykjanesbær | Bæjarfulltrúar Sam- fylkingarinnar ítrekuðu gagnrýni sína á hækkun leikskólagjalda á fundi bæjarstjórnar í gær. Sjálfstæðismenn gagnrýndu þá á móti fyrir að hafa ekki tekið málið upp í tillöguformi þegar gjaldskráin var ákveðin í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar. Leikskólagjöldin voru hækkuð um áramót. Í kjölfar mótmæla foreldra ákváðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins að draga úr hækkuninni við vissar fjölskylduaðstæður, meðal annars með því að hækka systkinaafslátt. Guðbrandur Einarsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, fagnaði þessari breytingu á fundi bæjarstjórnar í gær. Jóhann Geirdal ítrekaði gagn- rýni sem fulltrúar Samfylkingarinnar settu fram á fundi bæjarráðs. Sagðist Jóhann harma að meirihlutinn skyldi hafa tekið húsnæðiskostnað inn í út- reikninga á greiðsluþátttöku foreldra, það hefði ekki verið gert áður. Guðbrandur gerði það að umtals- efni að viðræður stæðu yfir um nýja kjarasamninga og farið væri fram á 5% almenna launahækkun. Á sama tíma væri Reykjanesbær að hækka leikskólagjöld og fasteignagjöld. Spurði Guðbrandur hvað yrði eftir af launahækkuninni þegar Reykjanes- bær væri búinn að fá sitt. Seint fram komin gagnrýni Árni Sigfússon bæjarstjóri og Böðvar Jónsson, formaður bæjar- ráðs, svöruðu fyrir hönd meirihlut- ans. Árni lagði á það áherslu að Reykjanesbær væri ekki að hækka álagningu fasteignaskatts, skattpró- sentan væri óbreytt. Rifjaði hann það upp að fasteignamat sem Fasteigna- mat ríkisins ákvæði hefði hækkað um 15% um áramót vegna þess að sölu- verð fasteigna í bænum hefði hækkað á síðasta ári. Fasteignagjöld væru þó enn talsvert lægri í krónutölu en til dæmis í Reykjavík vegna þess að fast- eignamat væri lægra. Árni sagði að meirihlutinn hefði reynt að koma til móts við helstu gagnrýnisatriði foreldra við breyting- ar á gjaldskránni. Hann gagnrýndi hins vegar fulltrúa Samfylkingarinn- ar fyrir að koma með þessa gagnrýni mánuði eftir að fjárhagsáætlun var afgreidd ásamt gjaldskrá. Fjárhags- áætlun bæjarins hafi farið í gegn um tvær umræður í bæjarstjórn án þess að fulltrúar Samfylkingarinnar kæmu með tillögur um breytingar. Það hefðu þeir ekki gert fyrr en nú, að for- eldrarnir funduðu. Tekist á um hækkun leik- skólagjalda Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Tími í stjórnmálafræði: Óvenju margir fylgdust með umræðum á bæjar- stjórnarfundi í gær. Þar voru á ferðinni nemendur úr stjórnmálafræði- áfanga í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Þeir eiga að skila skýrslu til Þór- unnar Friðriksdóttur kennara um upplifun sína. Tvær óseldar íbúðir | Enn eru tvær íbúðir óseldar af þeim tíu sem Gerðahreppur byggði í nágrenni hjúkrunarheimilisins Garðvangs á síðasta ári. Sex íbúðir seldust strax og þær voru tilbúnar en stærri íbúðirnar sem eru fjórar talsins seldust ekki í fyrstu. Nú hafa tvær þeirra verið seldar, að því er fram kemur á vef Gerðahrepps, og eru þá tvær eftir þó að talsvert hafi verið spurt eftir þeim.   

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.