Morgunblaðið - 04.02.2004, Blaðsíða 14
FRÉTTIR
14 MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ÚR VERINU
3.450 tonna
meðafli í kol-
munnaveiðum
MEÐAFLI í kolmunnaveiðum var
um 3.450 tonn á síðasta ári. Þetta var
meðal þess sem kom fram í erindi
Ólafs K. Pálssonar, fiskifræðings á
Hafrannsóknastofnuninni, á mál-
stofu stofnunarinnar sem hófst í síð-
ustu viku.
Kolmunnaveiðar Íslendinga hafa
aukist mjög hratt á síðustu 7 árum,
eða úr 10 þúsund tonnum árið 1996 í
501 þúsund tonn á síðasta ári. Nokk-
ur umræða hefur verið um óæskileg-
an meðafla í veiðunum á allra síðustu
árum, enda er afar stórvirkum veið-
arfærum beitt við veiðarnar.
Í erindi Ólafs kom fram að
meðafli var kannaður á veg-
um Hafrannsóknastofnun-
arinnar og Fiskistofu á
síðasta ári og liggja fyrstu
niðurstöður fyrir. Afli úr
42 veiðiferðum var kannað-
ur við löndun með skipulegri
sýnatöku tímabilið maí til nóvem-
ber 2003. Alls voru tekin 447 sýni og
meðaflategundir greindar, vigtaðar
og lengdarmældar. Ufsi reyndist
vera mest áberandi í meðafla eða að
jafnaði 0,36% af heildarafla í veiði-
ferð. Næstmest var af gulllaxi eða
0,25% en mun minna af ýmsum öðr-
um tegundum, aðeins um 0,030% af
þorski, 0,018% af grásleppu og
0,016% af karfa. Aðrar tegundir
mældust í litlum mæli, þ.e. ýsa, grá-
lúða og smokkfiskur.
3,5% ufsaaflans
Hjá Ólafi kom fram að hlutfall
meðafla má umreikna í tonn með til-
liti til heildarafla. Þannig má ætla að
meðafli í kolmunnaveiðum árið 2003
var um 1.790 tonn af ufsa,1.293 tonn
af gullaxi, 150 tonn af þorski tonn, 95
tonn af grásleppu, 80 tonn af karfa
80 og 40 tonn af öðrum tegundum.
Samtals var meðaflinn því 3.450
tonn. Til samanburðar má nefna að
brottkast árið 2002 nam 4.137 tonn-
um af þorski og ýsu. Ufsaafli Íslend-
inga árið 2003 nam 52 þúsund tonn-
um. Meðafli ufsa í
kolmunnaveiðum
er því
3,5%
ufsaaflans.
Sagði Ólafur fulla ástæðu til að
draga úr meðafla í kolmunnaveiðum,
til dæmis með veiðitæknilegum að-
ferðum, s.s. skiljum, eða með því af-
marka svæði þar sem meðafli er
hvað mestur.
Erindi Ólafs var það fyrsta á veg-
um málstofu Hafrannsóknastofnun-
arinnar en hún verður haldin annan
og fjórða föstudag hvers mánaðar
fram á sumar. Málstofan fer fram í
fundarsal á jarðhæð á Skúlagötu 4
og hefst kl. 12.30.
ÚTGERÐARFÉLAGIÐ Ólafur ehf.
í Reykjavík fékk um áramót afhent-
an nýjan Cleopatra 38-bát frá Báta-
smiðjunni Trefjum í Hafnarfirði.
Þetta er fimmti bátur þessarar
gerðar sem Trefjar afgreiddu hér
innanlands á síðasta ári. Báturinn
er systurskip Guðmundar og Hrólfs
Einarssona ÍS og Huldu Kela ÍS
sem komu til Bolungarvíkur fyrr á
árinu. Auk þeirra var Gísli Súrsson
GK afgreiddur til Grindavíkur.
Nýi báturinn hefur hlotið nafnið
Ólafur HF. Báturinn leysir af hólmi
eldri bát með sama nafni. Eigendur
útgerðarinnar eru bræðurnir Ólaf-
ur og Einar Ólafssynir ásamt Ólafi
syni Einars. Skipstjóri er Ólafur
Ólafsson.
Aðalvél bátsins er af gerðinni
Volvo Penta D12 og er 650 hestöfl.
Siglingatæki af gerðinni Raytheon
eru frá R. Sigmundssyni. Hlið-
arskrúfa er af gerðinni Sleipner.
Báturinn er útbúinn til línuveiða.
Spilbúnaður er frá Beiti. Báturinn
er 15 brúttótonn og er í krókaafla-
markskerfinu. Rými er fyrir ellefu
660 lítra kör í lest. Í bátnum er inn-
angeng upphituð stakkageymsla.
Svefnpláss er fyrir fjóra í lúkar.
Borðsalur fyrir fjóra er í bátnum
auk eldunaraðstöðu með eldavél,
örbylgjuofni og frystiskáp.
Eigendur útgerðarfélagsins Ólafs ehf. við nýja bátinn, Ólaf HF. F.v. Ólafur
Ólafsson, Ólafur Einarsson og Einar Ólafsson.
Nýr Ólafur HF afhentur
NORÐMENN og Færeyingar hafa
náð samkomulagi um gagnkvæmar
veiðiheimildir árið 2003. Norðmenn fá
samkvæmt samkomulaginu að veiða
5.470 tonn af botnfiski innan fær-
eyskrar lögsögu en í staðinn fá Fær-
eyingar um 2.175 tonna þorskkvóta,
770 tonna ýsukvóta og 632 tonna ufsa-
kvóta í Barentshafi sem er umtals-
verð aukning á heimildum allra teg-
unda frá síðasta ári. Þá fá
Færeyingar að veiða 700 tonn af síld í
Norðursjó og um 1.100 tonn af ufsa
sem er 300 tonnum minna en í fyrra.
Þá fá Norðmenn 5.612 tonna mak-
rílkvóta í færeysku lögsögunni, gegn
1.357 tonna makrílkvóta Færeyinga í
norsku lögsögunni. Báðar þjóðir hafa
skorið makrílkvóta sinn niður um 8%
frá fyrra ári. Færeysk skip mega auk
þess veiða 9.700 tonn af eigin kvóta
innan norsku lögsögunnar.
Norðmenn og
Færeyingar semja
EFTIRFARANDI yfirlýsing hefur
borist frá Guðfinnu S. Bjarnadóttur
rektor Háskólans í Reykjavík,
Hjálmari H. Ragnarssyni rektor
Listaháskóla Íslands og Runólfi
Ágústssyni rektor Viðskiptaháskól-
ans á Bifröst:
„Sem rektorar sjálfstæðra há-
skóla viljum við vekja athygli á þeim
aðstöðumun sem sjálfseignarstofn-
anir á háskólastigi búa við gagnvart
ríkisreknum háskólum.
Háskólar þeir sem við stýrum, Há-
skólinn í Reykjavík, Listaháskóli Ís-
lands og Viðskiptaháskólinn á Bif-
röst, eru nú um stundir helsti
vaxtarbroddur í íslensku háskóla-
samfélagi. Skólarnir hafa með starf-
semi sinni hleypt nýju lífi í háskóla-
stigið hérlendis. Þeir hafa lagt
áherslu á nýjungar í kennsluháttum
og gæðastarfi ásamt því að standa
fyrir öflugum rannsóknum á fræða-
sviðum skólanna og samkeppnis-
hugsun í menntakerfinu.
Þrátt fyrir óumdeildan árangur
hefur ríkisvaldið ekki viðurkennt
starfsemi skólanna m.t.t. rannsókna
og mismunar þeim í fjárveitingum til
þess málaflokks. Á meðan ríkisrekn-
ir háskólar sitja nánast einir að þeim
fjármunum sem varið er til háskóla-
rannsókna hérlendis þurfa þeir há-
skólar sem við erum í forsvari fyrir
að fjármagna sínar rannsóknir að
stórum hluta af skólagjöldum nem-
enda og öðru sjálfsaflafé. Slíkt er
óviðunandi mismunun gagnvart
nemendum og starfsmönnum há-
skólanna enda eðlilegt að allir njóti
jafnræðis þegar fjármagni til rann-
sókna er útdeilt.
Talsmenn ríkisrekinna háskóla
hafa á undanförnum vikum og miss-
erum kvartað yfir samkeppnisstöðu
sinni. Staðreyndir málsins eru þær
að flestir ríkisháskólarnir búa við
góðar tekjur samanborið við sjálf-
stæðu háskólana.
Við teljum eðlilegt fyrir hönd okk-
ar nemenda, starfsmanna og háskóla
að rannsóknarframlög til þeirra
verði hækkuð verulega þannig að sá
óþolandi aðstöðumunur sem er á
sjálfstæðum háskólum og ríkishá-
skólum verði leiðréttur.“
Yfirlýsing rektora
sjálfstæðra háskóla
Vilja að
aðstöðu-
munur verði
leiðréttur
DR. DENNIS P.
Kimbro, fyrirtækja-
ráðgjafi og einn af
þekktustu fyrirlesur-
um Bandaríkjanna
um aðferðir til að ná
árangri og aukinni
velgengni í lífinu,
verður fyrirlesari á
námstefnu sem
Stjórnunarfélag Ís-
lands efnir til í Há-
skólabíói næstkom-
andi laugardag.
Spenntur að
kynnast Íslandi
Dr. Kimbro hefur
haldið um 2.500 fyrirlestra, ræður
og ráðgjafarfundi vítt og breitt um
heiminn á undanförnum áratug en
þetta er í fyrsta skipti sem hann
kemur til Íslands og segist hann í
samtali við Morgunblaðið vera
mjög spenntur að kynnast landi og
þjóð.
Kimbro hefur ritað fjórar bækur
og segir að fyrirlestur sinn á Ís-
landi byggist á boðskap tveggja
bóka, Think and Grow Rich. A
Black Choice og What Makes The
Great Great.
„Ég hef á ferli mínum fengið
tækifæri til að eiga viðtöl við fjölda
einstaklinga sem hafa náð góðum
árangri í lífinu og mun ræða um þá
þekkingu og þau ráð sem þessir
einstaklingar notuðu til að ná, ekki
eingöngu settum markmiðum sín-
um, heldur meiri lífsfyllingu,“ segir
hann.
Hæfileikarnir lykill að
farsæld í lífinu
Kimbro leggur í skrifum sínum
og fyrirlestrum áherslu á að sér-
hver einstaklingur býr yfir dýr-
mætum hæfileikum sem eru lykill-
inn að farsæld í lífinu. „Spurningin
er aldrei sú hvort þú hafir getu til
að öðlast farsæld og ná árangri,
heldur eingöngu hvort þér muni
takast það. Við deilum þessari jörð
aðeins af tveimur ástæðum, að vaxa
sem einstaklingar og að finna til-
gang í lífinu,“ segir
Kimbro.
Hann leggur áherslu
á að forsendur far-
sældar felist ekki í að
finna einhverja leynd-
ardóma um velgengni í
lífinu heldur að koma
auga á hæfileikana
sem hver og einn býr
yfir og að leggja sig
fram af þrautseigju um
að hagnýta sér þá í
hversdagslífinu. „Ég
hef margoft sagt við
fólk; ef þú ert ekki
með öndina í hálsinum
a.m.k. einu sinni í
hverri viku þá lifirðu í of miklum
þægindum. Hvað er lífið? Það er
ekkert annað en orlof á þessari
jörð,“ segir hann.
Sneri sér að fræðimennsku
og fyrirlestrahaldi
Dr. Dennis P. Kimbro lauk BA-
og MA-gráðum frá University of
Oklahoma og doktorsnámi frá
Northwestern University þar sem
hann rannsakaði og varði doktors-
ritgerð sína um ástæður fátæktar,
árangurs og auðsköpunar.
Eftir að hafa starfað sem stjórn-
andi í bandarísku athafnalífi ákvað
hann að snúa sér að fræðimennsku
og fyrirlestrahaldi. Hann varð pró-
fessor við Clark Atlanta University
School of Business og forstöðumað-
ur frumkvöðlastofnunar háskólans
(Center of Entrepreneurship).
Kimbro hefur verið eftirsóttur
fyrirlesari og fyrirtækjaráðgjafi
margra þekktra fyrirtækja í
Bandaríkjunum á borð við Walt
Disney og General Motors. Hann
hefur einnig komið víða fram í
bandarískum fjölmiðlum, m.a. hjá
Larry King á CNN-sjónvarpsstöð-
inni.
Námstefnan á vegum Stjórnun-
arfélags Íslands í Háskólabíói á
laugardaginn stendur yfir frá kl. 9
til 16:30 og verður Magnús Schev-
ing, forstjóri Latabæjar, nám-
stefnustjóri.
Bandarískur fyrirlesari á námstefnu
Stjórnunarfélags Íslands á laugardag
Hver einstaklingur
býr yfir dýrmætum
hæfileikum
Dennis P. Kimbro
RÍKISENDURSKOÐUN gagnrýn-
ir ýmislegt í rekstri Umsýslustofn-
unar varnarmála, áður Sölunefndar
varnarliðseigna, í skýrslu sinni um
stofnunina síðustu árin sem hún
starfaði, 2000 til 2002. Er m.a.
gagnrýndur skortur á formlegum
reglum bæði um framkvæmd út-
boða og þátttöku starfsmanna í til-
boðum. Slíkt sé í ósamræmi við
góða stjórnsýslu- og viðskiptahætti.
Þar sem reglur hafi ekki verið til
segir Ríkisendurskoðun að fram-
kvæmd hafi verið ógagnsæ og erfitt
að koma við virku eftirliti. Þá hafi
umræddur skortur á reglum komið
í veg fyrir að afla mætti á greiðan
og öruggan hátt nauðsynlegra upp-
lýsinga við athugun Ríkisendur-
skoðunar.
Vegna rannsóknar lögreglu á
meintu broti fyrrverandi starfs-
manns Umsýslustofnunar varnar-
mála við sölu bifreiða bað utanrík-
isráðuneytið Ríkisendurskoðun að
taka út rekstur stofnunarinnar. Þar
sem hún var lögð niður frá og með
1. janúar árið 2003 ákvað Ríkisend-
urskoðun að kanna hvort kaup og
sala á vörum Varnarliðsins á ár-
unum 2000–2002 hefðu skilað sér í
bókhald stofnunarinnar og hvernig
staðið var að sölu og lausafjárút-
boðum af hennar hálfu á sama
tímabili.
Starfsmenn keyptu 19 bíla
Ríkisendurskoðun kannaði sér-
staklega hvort bifreiðar sem keypt-
ar voru af Varnarliðinu og starfs-
mönnum þess hefðu skilað sér í
bókhald Umsýslustofnunar. Í ljós
kom að sölureikninga vantaði vegna
fimm ökutækja og komu þeir ekki
fram í bókhaldi stofnunarinnar.
Þá var bókhaldið kannað með til-
liti til viðskipta starfsmanna. Í ljós
kom að á umræddu tímabili höfðu
fjórir starfsmenn keypt alls átján
bíla, þar af keyptu tveir þeirra sjö
bíla hvor. Þá keypti forstjóri Um-
sýslustofnunar, Alfreð Þorsteins-
son, eina bifreið. Bendir Ríkisend-
urskoðun á að reglur eða
leiðbeiningar um viðskipti starfs-
manna hafi ekki verið til. Ljóst sé
að þar hafi vanhæfisákvæði stjórn-
sýslulaga ekki verið höfð að leið-
arljósi. Viðskiptin hafi falið í sér
ákveðna hættu á hagsmunaárekstr-
um og verið til þess fallin að vekja
tortryggni.
Drögum af þessu lærdóm
Gunnar Snorri Gunnarsson,
ráðuneytisstjóri í utanríkisráðu-
neytinu, segir að í ljósi þess að Um-
sýslustofnun varnarmála sé ekki
lengur starfandi muni ráðuneytið í
raun ekki aðhafast frekar, enda hafi
Ríkisendurskoðun komist að því að
ekkert saknæmt hafi átt sér stað í
rekstri stofnunarinnar.
Hann segir ráðuneytið munu fara
yfir málið og reyna að draga af því
lærdóm eins og hægt sé í rekstri og
stjórnsýslustörfum framvegis.
Gunnar Snorri segir miklar fram-
farir hafa orðið í opinberri stjórn-
sýslu undanfarin ár og allt komið í
fastari skorður en áður var.
Ríkisendurskoðun gagnrýnir rekstur Umsýslustofnunar
varnarmála árin 2000–2002 í nýrri skýrslu sinni
Engar reglur voru um
framkvæmd útboða