Morgunblaðið - 04.02.2004, Síða 11

Morgunblaðið - 04.02.2004, Síða 11
ÞAÐ sem af er árinu hefur 50 sinn- um verið stungið af eftir umferð- aróhapp í Reykjavík, en í fyrra komu 627 mál af því tagi inn á borð lögreglunnar. Einkum er um að ræða ökumenn sem keyra á mannlausa bíla á bíla- stæðum en hverfa á brott án þess að tilkynna tjónið. Lögreglan segir að þessum málum hafi fækkað nokkuð undanfarin ár en tilkynntar voru 652 afstungur árið 2002 og í 627 í fyrra. Vitni að afstunguárekstrum skipta lögregluna miklu máli við rannsóknir á þessum atvikum og upplýsast flest málanna fyrir til- verknað þeirra eða jafnvel tjónvald- anna sjálfra sem gefa sig sjálfvilj- ugir fram. Þess má geta að varla líður sú vika að ekki sé lýst í Morg- unblaðinu eftir vitnum að afstung- um og hvetur Ragnar öll vitni til að hafa samband við lögregluna ef um afstungu er að ræða. Lögreglan leggur mikla áherslu á að upplýsa þessi brot að sögn Ragn- ars Þórs Árnasonar varðstjóra hjá umferðardeild lögreglunnar. Hann segir mun erfiðara að komast upp með þessi brot en margur heldur, enda fær lögreglan oft vitneskju um þau hjá vitnum jafnvel áður en bíl- eigandinn sér nýjar skemmdir á bílnum sínum. En hvers vegna stingur fólk af frá tjónavettvangi? Ragnar segir eink- um þrennskonar ástæður liggja að baki. Í fyrsta lagi koma sumir með þá skýringu að þeir hafi hreinlega „ekki tekið eftir því“ þegar þeir rák- ust utan í kyrrstæðan bíl. „En við teljum þetta oft hæpna skýringu þegar tjónið er það mikið að það hefði ekki átt að geta farið framhjá tjónvaldinum,“ segir Ragnar. Í öðru lagi getur verið um að ræða ölvaðan eða próflausan ökumann sem óttast afskipti lögreglu af sínum málum. Í þriðja lagi er um beinan ásetning að ræða og er það langalgengasta ástæðan fyrir afstungum. „Þetta gerir fólk t.d. til að missa ekki bón- usinn eða forðast sektir, en því verður sjaldnast kápan úr því klæð- inu því oft eru vitni sem láta lög- regluna vita.“ Glerbrot og hlutir á vett- vangi gefa upplýsingar „Einnig er mikil hjálp í eftirlits- myndavélum sem eru víða komnar upp í borginni. Ef ekki er neinum myndavélum eða vitnum til að dreifa, þá getur lögreglan unnið sig út frá vísbendingum á staðnum. Oft finnur hún glerbrot eða hluti sem gefa henni upplýsingar um bílteg- und tjónvalds, lit og jafnvel árgerð. Í framhaldinu fylgjumst við með því hjá bílapartasölum og umboðum hver hafi verið að kaupa ákveðna varahluti og þannig tekst oft að hafa uppi á tjónvaldinum.“ Tjónvaldar óttast sektir eða bónusmissi 627 ökumenn stungu af eftir árekstur í fyrra Morgunblaðið/Árni Sæberg Oft finnur lögreglan hluti á vettvangi sem segja henni á hvernig bíl tjón- valdurinn var. Síðan fylgist hún með sölu á varahlutum í bíla af sömu teg- und og finnur þannig tjónvaldinn. FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 2004 11 Greint frá hátíðarhöld- unum milli jóla og nýárs „Í SAMTALI sem ég átti við forseta- ritara milli jóla og nýárs skýrði ég honum frá að hátíðarhöld yrðu 1. febrúar í tilefni aldarafmælis heima- stjórnar á Íslandi,“ segir Júlíus Haf- stein framkvæmdastjóri hátíðar- haldanna. Þá var honum tjáð að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís- lands, yrði erlendis á þessum tíma. Júlíus segir að þetta hafi verið óformlegt samtal milli sín og forseta- ritara í gegnum síma. „Mér var þá kunnugt um það að forsetinn var bú- inn að ákveða a.m.k. mánuði fyrir 1. febrúar að vera ekki viðstaddur há- tíðarhöldin.“ Aðspurður hvort forsetanum hefði verið send dagskrá hátíðarhaldanna segir Júlíus að hún hafi ekki verið fullbúin fyrr en fljótlega eftir ára- mót. „Á þessum dögum var endanleg dagskrá að klárast. Ástæðan fyrir því er afar einföld: Þetta eru margir viðburðir á stuttum tíma og það þurfti að raða þeim til svo þeir kæmu allir nægjanlega vel fram. Forsetan- um var ekkert kynnt það á undan öðrum forystumönnum þjóðarinn- ar,“ segir Júlíus. Hann segir að ljóst hafi verið að hátíðarhöld yrðu í tilefni aldaraf- mælis heimastjórnar og forsetanum hafi verið sent boðskort á aðalvið- burð hátíðarhaldanna í Þjóðmenn- ingarhúsinu að kvöldi 1. febrúar. „Það var höfuðdagkráin og allt ann- að er í raun til viðbótar. Það var gengið út frá því að hún yrði í beinni útsendingu svo öll þjóðin gæti fylgst með þessu. Við vildum að sem flest af þessu væri sýnilegt þjóðinni,“ segir Júlíus. Það sama eigi við um allar sýningar og málþing sem séu að sjálfsögðu opin öllum. VIÐRÆÐUR standa yfir milli Reykjavíkurborgar og Leikfélags Reykjavíkur um viðauka við samning þessara aðila frá árinu 2001. Þetta kom fram í bókun borgarstjóra í borgarráði í gær. Þar kemur fram að markmið viðræðnanna sé að renna styrkari stoðnum undir listrænt starf í Borgarleikhúsinu m.a. með því að auka framlag til leiklistar í húsinu. Í viðræðunum taka þátt fyrir hönd Reykjavíkurborgar fulltrúar borgar- stjóra í samráðsnefnd um málefni LR auk formanns menningarmálanefnd- ar, Stefáns Jóns Hafstein. Önnur markmið Reykjavíkurborg- ar með viðræðunum, og tiltekin voru í afgreiðslu borgarráðs í gær, eru að endurskoða hlutverk samráðsnefnd- ar, skoða nýjar hugmyndir um nýt- ingu Borgarleikhússins, leita leiða til að styrkja ímynd þess sem menning- arstofnunar og menningarmiðstöðv- ar, efla samstarf Borgarleikhúss við aðrar menningarstofnanir. Þórólfur Árnason borgarstjóri sagði í samtali við Morgunblaðið eftir fund borgarráðs í gær, að þegar samningur af þessum toga væri tek- inn upp, yrði það að vera með vilja og í sátt beggja aðila, enda slík upptaka samninga jafnan viðkvæm. „Frá því að ég kom fyrst að þessu máli, hef ég alltaf rætt samstarf borgarinnar og Leikfélagsins útfrá þeim samningi sem er í gildi. Stjórn Leikfélagsins hefur gert það sömuleiðis, og á þá sátt hefur engan skugga borið. Því er nú verið að vinna á grundvelli þess samn- ings. Það fyrsta sem báðir aðilar urðu sáttir um í fyrra, var að fara út í hag- ræðingaraðgerðir til að bæta rekstur Leikfélagsins. Fulltrúar mínir í sam- ráðsnefnd hafa unnið ötullega að því. Það sem sátt er um núna, er að taka samninginn þannig upp að gerður verði viðauki við hann, á grundvelli þeirra ofangreindu atriða sem báðir aðilar vilja ræða. Þetta er langstærsti samningur borgarinnar í menningar- málum og tryggir Leikfélaginu rúm- lega tvo milljarða á tíu árum, auk húsaleigustyrks.“ Formlegt samstarf er á milli Reykjavíkurborgar og Leikfélags Reykjavíkur í samráðsnefndinni, sem fundar reglulega. Þá hafa borgar- stjóri og formaður menningarmála- nefndar átt fundi með forsvarsmönn- um Leikfélagsins. Undirbúningur viðræðna þessara aðila hófst í desem- ber 2003. Borgin og Leik- félagið ræðast við störf sem henta mér betur en emb- ættismennskan.“ Hann segir að- spurður að það kunni að vera að hann gefi starfi sínu sem borgarlögmaður ekki nægilega langan tíma. Honum finnist samt heiðarlegra gagnvart sjálfum sér, samstarfsmönnum hjá Landslögum og Reykjavíkurborg að taka ákvörðun fljótt áður en hann fari að festast í ákveðnum verkefnum. VILHJÁLMUR H. Vilhjálmsson borgarlögmaður tilkynnti borgarráði formlega í gær að hann óskaði eftir lausn frá störfum eftir þriggja mán- aða starf. Ætlar hann að hverfa aftur til fyrri starfa sem hæstaréttarlög- maður hjá Landslögum. „Gamla starfið togar í mig aftur; að sinna al- mennum lögmanns- og málflutnings- störfum,“ segir Vilhjálmur. „Það eru Hættir sem borgarlögmaður DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði í upphafi þingfundar á Alþingi í gær að umræðan um ríkisráðsfund- inn, sem haldinn var á sunnudag vegna 100 ára afmælis heimastjórnar, væri upphlaup og algjörlega út í him- inblámann. Þá sagði hann nær að spyrja hvers vegna forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hefði kosið að vera í einkaerindum erlendis á eitt hundrað ára afmæli lýðveldisins. Tilefni þessara ummæla var fyrir- spurn Guðjóns A. Kristjánssonar, for- manns Frjálslynda flokksins, um rík- isráðsfundinn. Spurði hann hvort eðlilegt væri að boða til fundar í rík- isráði án þess að láta forseta lýðveld- isins vita af fundinum fyrirfram. „Mér finnst,“ sagði Guðjón, „þessi umræða sem verið hefur um þennan umrædda ríkisráðsfund bera nokkurn keim af deilum milli hæstvirts forsætisráð- herra og forseta lýðveldisins, kannski frá fyrri tíð, um það get ég ekki sagt.“ Ráðherra svaraði því til að boðun ríkisráðsfundarins hefði verið ná- kvæmlega í samræmi við stjórnskip- unarreglur og -venjur ríkisins og ekki að nokkru leyti frábrugðin þeim. „Það er þannig til að mynda þegar hand- hafar forsetavalds staðfesta lög í fjar- veru forseta – sem þeir hafa gert, ekki tugum sinnum heldur hundruð- um sinnum – þá er aldrei við þau tækifæri haft samband við forsetann eða forsetaskrifstofuna. Það eru mik- ilvægustu verkefni forsetans. Og þeg- ar ákveðið er að halda ríkisráðsfund vegna 1. febrúar, reglugerðar um Stjórnarráðið sem átti 100 ára afmæli þann dag, er að sjálfsögðu haft sam- band við handhafa forsetavalds sem gegna stöðu forsetans. Allt annað er alveg fráleitt að halda fram að sé ein- hver regla.“ Í svari sínu greindi ráðherra einnig frá bréfi sem handhafar forsetavalds- ins hefðu fengið frá forseta Íslands föstudaginn 23. janúar. „Við fengum bréf handhafar [forsetavalds] frá for- seta Íslands, faxað bréf, eftir lokun klukkan átta að kvöldi föstudags, 23. janúar, svohljóðandi með leyfi for- seta: Til handhafa forsetavalds. For- seti Íslands, Ólafur Ragnar Gríms- son, fer til Bandaríkjanna í embættiserindum sunnudaginn 25. janúar nk. Brottför er frá Keflavík- urflugvelli kl. 17, með flugi Fi 633. Dagskrá í New York frá 25. til 30. jan- úar. Í framhaldinu verður forseti í einkaerindum og verður heimkoma tilkynnt síðar.“ Forsætisráðherra kvaðst hafa séð þetta bréf á mánudegi. „Ég hafði ekki hugmynd um að forseti Íslands væri farinn til útlanda. Hann hafði ekki rætt það við forsætisráðuneytið. Hann vissi mjög vel um fyrsta febr- úar enda kom það fram í hans ára- mótaávarpi eins og menn vita. Þannig að þetta upphlaup núna er algjörlega út í himinblámann.“ Boðaður með skömmum fyrirvara Halldór Blöndal, forseti þingsins, ítrekaði að eðlilega hefði verið staðið að boðun umrædds ríkisráðsfundar. „Það hefur aldrei komið fyrir þann tíma sem ég hef verið forseti Alþingis og ég hygg aldrei áður – ég hef spurst fyrir um það hjá öðrum handhöfum forsetavalds – að þeir hafa séð ástæðu til að hringja í forseta sem er erlendis eða hann séð ástæðu til að hringja í þá til þess að tala um það hvernig með vald forseta sé farið. Það hefur aldrei verið gert.“ Halldór vísaði síðan í bréfið frá forseta Íslands, það sama og Davíð Oddsson hafði vitnað til. Halldórs kvaðst eins og Davíð ekki hafa séð bréfið fyrr en á mánudegi. Guðjón A. Kristjánsson kom aftur í pontu og ítrekaði fyrri spurningu sína og það sama gerði Mörður Árnason. „Hvenær var fundurinn ákveðinn og hvenær var hann boðaður?“ spurði Mörður. Davíð Oddsson svaraði því til að fundurinn hefði verið boðaður með til- tölulega skömmum fyrirvara. „Ég hef staðið fyrir því að boða ríkisráðsfundi nokkrum sinnum; sennilega þrjátíu sinnum eða svo á þessum ferli,“ sagði hann. „Þegar ríkisráðsfundir eru ekki í tengslum við gamlársdag boðar for- sætisráðherra þá með tiltölulega skömmum fyrirfara eða leggur til boðun þeirra með tiltölulega skömm- um fyrirvara. Í þessu tilviki var fund- ur boðaður þegar ljóst var að sam- komulag milli ráðuneyta um nýja reglugerð fyrir stjórnarráð Íslands var tilbúið. Fyrr var ekki fundurinn boðaður og hann var boðaður með til- tölulega skömmum fyrirvara.“ Síðan sagði ráðherra: „Ef menn vilja halda því fram hér í þekkingarleysi sínu – sem hefur verið í fjölmiðlum nokkurn veginn algjört – að það eigi að kalla forseta heim fyrir sjö mínútna ríkis- ráðsfund, þá ber með sama hætti í hvert skipti sem handhafar skrifa upp á lög að hafa samband við forseta og biðja hann að skjótast heim.“ Davíð bætti því við að búið væri að snúa öllu á haus með því að spyrja hvers vegna ekki hefði verið haft sam- band við forseta Íslands. „Hin raun- verulega spurning er þessi: Hví kaus forseti að vera erlendis í einkaerind- um 1. febrúar, á eitt hundrað ára af- mæli lýðveldisins? Og svo vil ég nú spyrja: Hví í ósköpunum gerir Sam- fylkingin það glappaskot að taka þetta vitlausa mál upp á sínar herðar.“ Forsætisráðherra svarar fyrirspurn um boðun ríkisráðsfundar á Alþingi Upphlaup út í himinblámann Morgunblaðið/Þorkell Davíð Oddsson forsætisráðherra í ræðustóli á Alþingi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.