Morgunblaðið - 04.02.2004, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.02.2004, Blaðsíða 15
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 2004 15 JÓN Snorri Snorrason og hópur fjárfesta á hans vegum náðu ekki samkomulagi við lánardrottna Ingvars Helgasonar hf. og hafa því hætt viðræðum um kaup á félag- inu. Jón Snorri segir að bankarnir og fjárfestarnir hafi haft ólíkar hugmyndir um leiðir að lausn og þess vegna geti ekki orðið af kaup- unum. Samkomulag um skuldir fyrirtækisins séu forsenda kaup- anna, enda megi greiðslubyrði þess ekki vera meiri en það þolir. Spurður segir hann að ef forsend- ur breytist hjá bönkunum kunni að vera að hann og fjárfestarnir sem hann hefur verið í samvinnu við muni koma aftur að málinu. Guðmundur Á. Ingvarsson, for- stjóri Ingvars Helgasonar hf., seg- ir að Íslandsbanki hafi séð um sölu fyrirtækisins fyrir eigendurna. Hann segir fyrirtækið hafa staðist áreiðanleikakönnun sem gerð hafi verið og salan geti því ekki strand- að af þeim sökum. Spurður um reksturinn segir hann að salan sé góð og reksturinn gangi ágætlega. Um framhaldið segir hann að eigendurnir vilji selja fyrirtækið, en ef of lágt verði boðið muni þeir ef til vill halda rekstrinum áfram. Ingvar Helgason hf. er í eigu fjöl- skyldu Ingvars heitins Helgason- ar. Örn Gunnarsson, forstöðumaður hjá fyrirtækjaþróun Íslandsbanka, segir að margir hafi sýnt Ingvari Helgasyni hf. áhuga. Hann segir að enn sé unnið að sölunni og að niðurstaða muni vonandi nást í þessum mánuði. Ná ekki samkomu- lagi um kaup á Ingvari Helgasyni Morgunblaðið/Sverrir STJÓRNENDUR írska lággjalda- flugfélagsins Ryanair mótmæltu í gær úrskurði framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að flug- félagið þyrfti að endurgreiða stjórnvöldum í Belgíu tæplega þriðjung niðurgreiðslna sem það hefur notið fyrir að halda uppi áætlunarflugi til flugvallarins í Charleroi, um 60 km suður af Brussel. Ryanair hefur nýtt Charleroi- flugvöllinn í Vallóníu sem miðstöð áætlunarflugs til Belgíu síðan 2001. Yfirvöld í Vallóníu, sem eiga 95% í flugvellinum, hafa samtals veitt Ryanair um 15 milljónir evra, eða um 1,3 milljarða íslenskra króna, í niðurgreiðslur eða styrki, sem fól- ust meðal annars í afslætti af lend- ingargjöldum, fríu skrifstofurými og beinum greiðslum vegna manna- ráðninga og markaðssetningar. Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins komst að þeirri niður- stöðu að hluti af hlunnindunum bryti í bága við reglur um innri markað sambandsins. Niður- greiðslur til Ryanair fælu í sér óeðlilega ráðstöfun á almannafé, sem hamlaði samkeppni milli flug- félaga og flugvalla og kæmi niður á neytendum. Talið er að sektin sem flugfélagið þurfi að greiða muni nema um 4 milljónum evra. Sérfræðingar telja að Ryanair geti vel við unað, því búast hefði mátt við að sektin gæti numið allt að sjö milljónum evra. Verð hlutabréfa í Ryanair hækkuðu um 10% eftir að úrskurðurinn var kveðinn upp. Úrskurðinum áfrýjað Michael O’Leary, forstjóri Ryanair, sagði í gær að flugfélagið myndi áfrýja úrskurðinum til Evr- ópudómstólsins. Þessi niðurstaða framkvæmdastjórnarinnar væri áfall fyrir neytendur og lággjalda- flugfélög í Evrópu, sem og flugvelli í ríkiseigu, sem gætu ekki lengur keppt við einkarekna flugvelli í álf- unni. O’Leary fullyrti að einu að- ilarnir sem nytu góðs af úrskurð- inum væru eigendur flugvallarins í Zaventem, sem þjónar flestum far- þegum til og frá Brussel, en þeir lögðu á síðasta ári fram kvörtun vegna styrkjanna til Ryanair. Loyola de Palacio, sem fer með samgöngumál í framkvæmdastjórn ESB, sagði hins vegar að með úr- skurðinum væri samkeppni á mark- aðnum tryggð, sem kæmi neytend- um tvímælalaust til góða. Sagði hún að niðurstaðan ætti ekki að leiða til umtalsverðrar hækkunar á miða- verði. Þá vísuðu forsvarsmenn Virgin- flugfélagsins á bug þeirri fullyrð- ingu stjórnenda Ryanair að úr- skurðurinn stefndi rekstri lág- gjaldaflugfélaga í Evrópu almennt í voða. Sérfræðingar hafa bent á að önnur lággjaldaflugfélög noti rík- isrekna flugvelli í minna mæli en Ryanair og því ætti úrskurðurinn ekki að hafa veruleg áhrif á rekstur þeirra. Ferðum til Charleroi ef til vill fækkað Michael O’Leary sagði á frétta- mannafundi í gær að Ryanair myndi ekki leggja af áætlunarflug til Charleroi í kjölfar úrskurðar framkvæmdastjórnarinnar. Það gæti hins vegar komið til þess að ferðum þangað yrði fækkað, félli úrskurður Evrópudómstólsins flug- félaginu ekki í hag. Áætlunarflug lággjaldaflugfélaga hefur á undanförnum árum styrkt rekstrargrundvöll margra smærri flugvalla í Evrópu. Ráðherrar í svæðisstjórn Vallóníu áréttuðu í gær mikilvægi starfsemi Ryanair í Charleroi og létu að því liggja að svæðisstjórnin kynni fyrir sitt leyti að áfrýja úrskurðinum. Ryanair mótmælir úrskurði ESB Reuters Michael O’Leary, forstjóri Ryanair, var ekki sáttur við niðurstöðu framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins um að flugfélagið þyrfti að endurgreiða stjórnvöldum í Belgíu hluta niðurgreiðslna. HAGNAÐUR Lýsingar, dótturfyr- irtækis KB banka, nam 382,3 millj- ónum króna á síðasta ári. Árið 2002 nam hagnaður félagsins 356,4 millj- ónum króna. Hagnaður fyrir skatta var 449,8 milljónir króna en árið 2002 var hann 429,5 milljónir króna. Arðsemi eigin fjár nam 17,5%. Lýsing var stofnuð 1. október 2001 á grunni félags með sama nafni. Félagið býður eignarleigu- samninga um atvinnutæki og hús- næði, auk lána til tækjakaupa og verkábyrgðir. Einnig býður félagið fjármögnun einkabíla fyrir einstak- linga með bílasamningum og bíla- lánum. Útlán Lýsingar jukust um rúm 30% á síðasta ári og voru 25.545 milljónir króna í lok ársins. Lýsing hf. á dótturfélag, EIK fasteignafélag hf. Félaginu er ætlað að starfa á fasteignamarkaði með því að kaupa og leigja fasteignir með venjulegum húsaleigusamning- um. Lýsing hf. á 99,99% hlutafjár í félaginu, en áformað er að minnka eignarhlutann. Hagnaður EIKAR var 72,1millj- ón króna á árinu 2003. Eigið fé Lýsingar hf. var í árslok 2.464 milljónir og víkjandi skuldir 317,6 milljónir króna. Eiginfjárhlut- fall, CAD-hlutfall, var í árslok 2003 11,58%. Hagnaður Lýsingar 382 milljónir PHARMACO hefur fest kaup á sölu- og markaðshluta lyfjafyrirtækisins Pliva Pharma Nordic, dótturfélags lyfjafyrirtækisins Pliva dd., sem er staðsett í Króatíu. Kaupin fóru fram í gegnum dótturfyrirtæki Pharmaco, United Nordic Pharma í Danmörku. Í tilkynningu frá Pharmaco segir að með kaupunum fái félagið aðgang að finnska og norska markaðinum og hafi því nú beinan aðgang að öllum norrænum markaði, þ.e. Danmörku, Finnlandi, Noregi, Svíþjóð og Íslandi. Þá segir í tilkynningunni að kaupin muni hafa óveruleg fjárhagsleg áhrif á Pharmaco, en ekki séu veittar frek- ari fjárhagsupplýsingar um þau. Markaðs- svæði Pharmaco stækkar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.