Morgunblaðið - 04.02.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.02.2004, Blaðsíða 20
AKUREYRI 20 MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Parket Flísar Furugólfborð Kamínur Njarðarnesi 1, Akureyri, sími 462 2244. Styrkbeiðni | Á fundi íþrótta- og tómstundaráðs Akureyrar í vikunni var lagt fram erindi frá Skák- sambandi Íslands, þar sem kynnt er Norðurlandamótið í skólaskák sem fram fer í Svíþjóð dagana 18.– 21. febrúar nk. Jafnframt er óskað eftir að Akureyrarbær taki þátt í að greiða ferðakostnað þeirra nemenda sem sendir verða á mótið frá Ak- ureyri en þeir eru þrír að þessu sinni. Íþrótta- og tómstundaráð hef- ur ekki tekið þátt í kostnaði í æfinga- eða keppnisferðum á vegum sér- sambanda og getur því ekki orðið við erindinu. Ráðið harmar það jafn- framt að gefið sé í skyn að skák- mönnum frá Akureyri verði ekki gefinn kostur á að taka þátt í verk- efnum sambandsins nema með fjár- stuðningi sveitarfélagsins. Nýtt met | Nýliðinn janúar var met- mánuður hvað varðar heimsóknir á vef Akureyrarbæjar. Aldrei hafa fleiri komið inn á vefinn og flettingar eru í hámarki. Gestir voru 7.929 en 6.017 í janúar 2003 og 2.985 í janúar 2002. Flestir höfuð gestirnir áður verið 7.589 í apríl 2003. Flettingar á síðunni voru 87.377 í síðasta mánuði en höfðu áður mest farið í 73.851 í september 2003. Endurbættur vefur Akureyrarbæjar er hluti af markaðs- setningu á einstaklingsmarkaði undir kjörorðinu „Öll lífsins gæði“ og miðað við tölurnar hér að ofan má ljóst vera að á þessu sviði hefur vel til tekist eins og segir í frétt á vef bæjarins. HEILDARÁLAGNING fasteigna- gjalda á Akureyri er ríflega 970 milljónir króna á árinu 2004. Álagn- ingu er lokið og verið er að senda út álagningarseðlana þessa dagana. Fasteignagjöld skiptast í 5 mismun- andi gjöld: Fasteignaskatt upp á 470 milljónir króna, lóðarleigu upp á 122,5 milljónir króna, fráveitugjald upp á 185 milljónir króna, vatnsgjald upp á 151 milljón króna og sorp- hirðugjald upp á 40 milljónir króna. Fjöldi fasteigna sem lagt er á er 10.340 og fjölgaði um 178 frá fyrra ári. Álagningarprósentur eru óbreyttar á milli ára. Fasteignamat- ið hækkaði frá fyrra ári um 15% á íbúðarhúsnæði en var óbreytt á at- vinnuhúsnæði. Eins og áður er tekjulágum elli- og örorklífeyrisþeg- um veittur allt að 25.000 króna af- sláttur af fasteignaskatti. Þau ný- mæli eru nú í reglunum að afslátturinn er tekjutengdur og sæka þarf um afsláttinn. Þetta kem- ur fram á vefsíðu Akureyrarbæjar. Fasteigna- gjöld tæpur milljarður króna Fléttufjölskyldur | Fléttufjöl- skyldan er heiti á námskeiði sem haldið verður 18. febrúar næstkom- andi á vegum Reynis ráðgjafastofu, en kennari verður Guðbjörg Ingi- mundardóttir, félagsráðgjafi. Fram kemur í kynningu á nám- skeiðinu að sífellt fleiri fjölskyldur búa við flókið fjölskyldumynstur, en á námskeiðinu verður m.a. fjallað um að hverju þurfi að huga við upp- eldi barna í fléttufjölskyldum. Einn- ig um hlutverk foreldra sem ala upp börn maka síns úr fyrri samböndum og þær kröfur sem þetta gerir til beggja aðila. „Nærri helmingur ungs fólks sem fer í sambúð á barn fyrir. Minnsta kosti annar aðilinn tekur þannig frá upphafi sambúðar að sér uppeldi fósturbarns. Við bæt- ast síðan þær fjölskyldur sem mynd- aðar eru eftir skilnað, þar sem annar eða báðir aðilar taka með sér börn úr fyrra sambandi,“ segir í frétt um námskeiðið. Markmið þess er að styrkja foreldra í fléttufjölskyldum í foreldrahlutverki sínu og aðstoða þá við að ná samstöðu um uppeldis- aðferðir við flóknar aðstæður. Skráning á námskeiðið er hjá Sí- menntunarmiðstöð Eyjafjarðar. Í GÖMLU húsi við Gránufélagsgötuna, því sem er númer 49, starfar Listamiðstöð Akureyrar. Þar vinnur Aaron Mitchell, kanadískur listamaður búesettur á Akureyri, að list sinni á daginn en síð- degis eykst straumurinn þegar nemendur á nám- skeiðum Listamiðstöðvarinnar taka að streyma inn. Listamiðstöðin var opnuð í fyrrasumar, í júní en að henni standa Aaron og eiginkona hans, Helga S. Valdemarsdóttir, og Björgvin Guðnason, grafískur hönnuður. Aaron hefur búið á Íslandi í nær þrjú ár, en hann er frá Toronto í Kanada. Þar hafði hann haslað sér völl sem listamaður og kenn- ari. Nú vinnur hann hörðum höndum að næsta verki, innsetningu sem sett verður upp í New York næsta haust. Fullbókað á öll námskeið og áhugi mikill Nú standa yfir þrjú námskeið hjá Listamiðstöð- inni, fullbókað er á þau öll en nemendur eru 45 talsins. Andlitsteiknun er námskeið sem Aaron kennir og hófst það fyrir skömmu, en nú í vikunni hófust tvö ný námskeið. Ingólfur Guðmundsson iðnhönnuður kennir á námskeiði í hönnunarteikn- ingu og Jónas Viðar myndlistarmaður segir nem- endum sínum til varðandi akrýlmálun. „Við höfum mikinn metnað og viljum bjóða okkar nemendum upp á góða kennara,“ sagði Aaron. Vitanlega við nokkurn fögnuð þeirra Ingós og Jónasar. „Ég legg áherslu á notkun og meðferð akrýllita, ég ætla mér að reyna að kenna fólki hvernig á að mála með akrýllitum,“ sagði Jónas. Ingólfur er til þess að gera nýkominn á heimaslóðir aftur, kom heim eftir fimm ára dvöl í Bandaríkjunum nú á síðastliðnu sumri. „Ég reyni að fara í gegnum helstu aðferðir við að teikna hluti, aðstoða fólk við að koma þeim hugmyndum sem það gengur með í kollinum niður á blað. Og jafnvel að þróa þær lengra. Það er mjög algengt að fólk hafi fullt af hugmyndum, en skorti reynslu eða þekkingu til að koma þeim frá sér og gera að áþreifanlegum hlut- um,“ sagði Ingólfur. Kennarar úr röðum virtra listamanna Á vegum Listamiðstöðvarinnar verður boðið upp á fjölbreytt námskeið og ávallt kappkostað að sögn Aarons að bjóða nemendum upp á bestu kennara sem völ er á. Þannig munu margir af listamönnum bæjarins taka að sér kennslu á ein- stökum námskeiðum í miðstöðinni á næstu miss- erum og eins mun hann nýta sér sambönd sín vestur í Kanada og fá til liðs við sig þarlenda lista- menn. „Það verður aldrei slakað á kröfunum, við ætlum að bjóða upp á góð námskeið, gæðin eru ávallt í fyrirrúmi,“ sagði Aaron. Auk námskeið- anna verða vinnustofur í gangi í miðstöðinni, „ og svo er auðvitað markmiðið að fá fólk í heimsókn, hafa líf á svæðinu þannig að menn geti komið og spjallað, skipst á skoðunum og lært hver af öðr- um.“ Síðar er ætlunin að þróa starfsemina og jafn- vel bjóða upp á lengri námskeið en nú og þá stefna eigendur miðstöðvarinnar að því að bjóða upp á námskeið allan ársins hring, að hafa alltaf eitthvað spennandi í gangi, vetur, sumar, vor og haust. Opna dyr að nýjum tækifærum Listamiðstöðin er opin öllu áhugafólki um myndlist og hönnun og þar á fólki að gefast færi á að hitta listamenn sem standa framarlega á sínu sviði. „Við opnum dyrnar fyrir nýjum tækifærum í listsköpun fyrir fólk sem er að taka sín fyrstu skref í myndlistarnámi og einnig þá sem vilja bæta sig. Fjölbreytileiki, val og gæði eru einkunn- arorð Listamiðstöðvarinnar á Akureyri,“ segir í kynningu á starfseminni á vefsíðu hennar. „Helst ætti miðstöðin að vera opin allan sólarhringinn, þannig að þegar fólk vaknar upp um miðja nótt með góða hugmynd gæti það komið hingað og rætt málin,“ sagði Jónas og kvaðst mundu stefna að því að svo yrði einn góðan veðurdag. „Fólk hefur sýnt þessum námskeiðum sem í boði eru hér mikinn áhuga, það virðist sem áhugi fyrir myndlist sé mikill á Akureyri. Það leynist víða í bænum fólk sem dundar með pensil og vill læra meira og er tilbúið að koma á námskeið. Það er mjög ánæjulegt,“ sagði Ingólfur. Hann benti einnig á að mikið væri um ungt fólk sem ýmist hefði áhuga á að læra myndlist, hönnun eða annað slíkt síðar og vildi gjarnan kanna getu sínu áður. Það tæki því námskeiðum miðstöðvarinnar með þökkum. „Hér er nægur áhugi og efniviður fyrir hendi. Og gullmolarnir leynast víða í bænum.“ Listamiðstöðin á Akureyri er rekin án opin– berra styrkja. Sótt var um styrk til Akureyr- arbæjar en nýlega barst svar um að bærinn teldi sér ekki fært að styrkja starfsemina. Sama svar fékkst frá KEA og fleiri aðilum sem leitað var til. „Við látum það ekki hafa áhrif á okkar starfsemi og munum í engu láta af kröfum okkur um að bjóða vandað og fjölbreytt nám hér,“ sagði Aaron. Þá töldu þeir félagarnir þrír ekki ólíklegt að þeir myndu slá saman í sýningu með vorinu og reynt yrði að halda upp á eins árs starfsafmæli mið- stöðvarinnar í sumar með skemmtilegum hætti. Listamiðstöðin á Akureyri kappkostar að bjóða fjölbreytt og vandað nám Það leynast gull- molar víða í bænum Morgunblaðið/Kristján Frá konu til konu. Verk eftir Helgu S. Valde- marsdóttur í anddyri Listamiðstöðvarinnar. Morgunblaðið/Kristján Kennararnir við Listamiðstöðina á Akureyri, Ingólfur Guðmundsson, Aaron Mitchell og Jónas Viðar, eru áhugasamir og hafa mikinn metnað fyrir hönd Listamiðstöðvarinnar.       Iðkun íþrótta | Á fundi skóla- nefndar Akureyrarbæjar var lagt fram til kynningar erindi frá Þor- gerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra, þar sem vakin er athygli á að á grundvelli ákvörð- unar Evrópuþingsins og ráðs Evr- ópusambandsins er ákveðið að árið 2004 skuli vera „Evrópuár mennt- unar með iðkun íþrótta“. Slagorð verkefnisins hér á landi er „Hreyf- ing eflir hugann.“    UNDIRBÚNINGUR fyrir Andrésar Andar leikana á skíðum er kominn í fullan gang en leikarnir fara fram í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar seinni partinn í apríl nk. Eins og flestum er kunnugt varð að fresta leikunum í fyrra vegna snjóleysis í Hlíðarfjalli en þá voru um 650 keppendur skráðir til leiks. Þetta er stærsta skíðamót landsins ár hvert, þar sem keppt er í bæði alpagreinum og norrænum greinum og flestir hafa keppendur á leikunum verið 850 talsins. „Við látum þetta síðasta ár ekki slá okkur út af laginu og erum hvergi bangnir. Vegna ástandsins í fyrra bætum við einum flokki við og verða keppendur að þessu sinni á aldrinum 6–13 ára,“ sagði Gísli Kristinn Lór- enzson, einn forsvarsmanna leikanna. Skráning keppenda er ekki hafin en Gísli Kristinn sagðist gera ráð fyr- ir einhverri fækkun keppenda. Hann sagði að snjóleysið í fyrra hefði m.a. þær afleiðingar að keppendum frá Akureyri mynda trúlega fækka nokk- uð á milli leika. „Hins vegar eru hlut- irnir fljótir að breytast ef aðstæður verða góðar á næstu vikum og mán- uðum.“ Andrésar Andar leikarnir á skíðum seinni partinn í apríl Undirbúningur í fullum gangi Morgunblaðið/Kristján Það verður líf og fjör í Hlíðarfjalli í apríl þegar fleiri hundruð börn reyna með sér á Andrésar Andar leikunum á skíðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.